Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 41

Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 41 Það sem einkenndi Brunnársystkinin öll var hin mikla glaðværð og hlýja sem þau áttu ekki langt að sækja því Lilja móðir þeirra var einstök kona í skapgerð og leysti móðurhlut- verkið af hendi eins og best varð á kosið. Á bernskuárum mínum þótti mér svo vænt um Lilju að ég lagði hana til jafns við móður mína og var sama hjá hvorri þeirra ég var. Það varð mér því mikið gleðiefni þegar ég fór fyrst í barnaskóla að vera komið fyrir hjá Lilju frænku á Brunná, þar var maður jafnöruggur og í móðurörmum og það varð mér tilhlökkunarefni að komast í frænd- systkinahópinn. Farkennsla var í sveitinni eins og annars staðar í þá daga en kennt var í Stórholti sem er næsti bær við Brunná. Á Brunnár- bænum var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en við börnin fundum ekki fyrir því, gáski og gleði réðu ríkjum. Við Benedikt, eða Bensi Ben eins og við kölluðum hann alltaf, vorum eins og áður segir jafnaldrar og syst- rasynir en einnig bræðrasynir, skvld- leikinn gekk því næst því að við værum bræður. Þó er það ekki skyld- leikinn sem ræður ferð þegar ég sting niður penna og skrái nokkur þanka- brot úr sjóði minninganna heldur miklu fremur áhrifin af fjölmörgum samverustundum í ljóma bernsku- og æskuára. Við Bensi vorum bekkjarbræður í barnaskóla, gengum saman til prestsins og fermdumst saman; þeg- ar kom fram á unglingsárin fórum við í sama skólann, Reykjaskóla í Hrútafirði, þá 17 ára gamlir. Það voru okkar fyrstu spor frá æsku- stöðvunum og nýr heimur blasti við. Nokkrir aðrir piltar úr Saurbæ fóru einnig í Reykjaskóla og enn aðrir í Reykholtsskóla. Eftir tveggja vetra skólavist færðist mikið fjör í félags- lífið í Saurbænum, einkum á sviði íþróttanna, og þar var Bensi frændi ötull liðsmaður. En svo komu áhrif hernámsáranna og bylting varð í ís- lensku þjóðlífi, fólkið yfirgaf sveitirn- ar og streymdi til höfuðstaðarins þar sem nýir möguleikar buðust. Við frændur vorum báðir í þessum hópi. Þrátt fyrir byltingarkenndar breyt- ingar sem okkar kynslóð hefur upp- lifað á þessari öld hefur ekkert ennþá getað afmáð þá lífsmynd sem varð til á æskuárunum og tengist Brunnárbænum, Bensa frænda og systkinahópnum. Sú mynd er mér ávallt jafnkær; þarna bundumst við böndum og hlutum ómetanlegt vega- nesti til fullorðinsáranna. Bensi frændi var ýmsum góðum kostum búinn þó að honum fyndist það ekki sjálfum, hann vanmat oft sjálfan sig en brosti þó gjarnan að. Hann var ekki hár maður vexti en léttur í spori og röskur til vinnu og öll störf sín vann hann af mikilli trú- mennsku og samviskusemi. í upp- vextinum vann hann við hefðbundin landbúnaðarstörf sem þá voru erfíð og án vélvæðingar. Eftir að Bensi fluttist til Reykjavíkur stundaði hann lengst af leigubílaakstur og síðar afgreiðslustörf og lagerstörf hjá 01- íufélaginu hf. Það skiptir ekki máli við hvað starfað er heldur hvernig störfin eru af hendi leyst. Um Bensa frænda minn er vitnisburðurinn alls staðar hinn sami: Hann var drengur góður, traustur og heiðarlegur. Það sem einkenndi hann alla tíð var ein- lægni hans og góðvild í garð hvers samferðamanns. Glaðlyndur var hann og gaf alltaf af sér eitthvað sem glæddi vinarhug. Hygg ég að hann hafi ekki sjálfur gert sér grein fyrir því hversu mörgum sem honum kynntust þótti vænt um hann. Bensi var ákaflega tilfinninganæmur og viðkvæmur og mátti ekkert aumt sjá án þess að það snerti hann, jafnvel svo að tár féllu. Flestir vilja fela slíkt en er það ekki merki hins góðhjart- aða manns, eins og Jónas Hallgríms- son segir í ljóði sínu: Þá er það víst að bestu blómin gróa í bijóstum sem að geta fundið til. Ég kveð þennan látna vin minn og frænda með söknuði og þakk- læti. Það var samhljóma manngerð hans að vorsólin skein í heiði við brottför hans og lýsti veginn til hinna huldu heima. Eiginkonu, börnum og ástvinum öllum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ástvaldur Magnússon. SVAVAS. S VEINSDÓTTIR + Svava S. Sveins- dóttir fæddist í Fannardal í Norð- firði hinn 10. janúar 1903. Hún lést á Landakotsspítala 8. maí síðastiiðinn, uppstigningardag. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Guðmundsson, bóndi í Fannardal og síðar Kirkjubóli í Norðfirði, og kona hans Sigríður Þór- arinsdóttir frá Randversstöðum í Breiðdal. Systkini Svövu voru: 1) Guðmundur, f. 20. janúar 1896, d. 1. aprií 1970, bóndi og smiður á Kirkjubóli og síðar verkamaður í Reykjavík. Kona hans var Stefanía Jónsdóttir, f. 8. júní 1900, d. 3. desember 1983. 2) Þórarinn, f. 22. apríl 1907, d. 31. október 1972, íþrótta- og stærðfræðikennari á Eiðum. Kona hans var Stefan- ía Ósk Jónsdóttir, f. 3. janúar 1917. 3) Uppeldisbróðir: Sveinn Stefánsson, f. 30. október 1913, fyrrv. lögregluþjónn í Reykja- vík. Kona hans er Ásta Jóns- dóttir, f. 16. janúar 1911. Svava flutti að Kirkjubóli á sínu fyrsta vori og ólst þar upp við gott atlæti. Hún stundaði nám í Eiða- skóla tvo vetur. Einnig vann hún við hússtörf í Reykjavík á góðu heimili og síðar við verslunar- störf á Norðfirði. Veturinn 1926 til 1927 stundaði hún nám við hússljórn- arskóla á Sore í Danmörku. Hinn 9. júlí 1929 giftist Svava Þórði Einarssyni, f. 7. nóvember 1897, d. 11. nóvember 1978. Hann var útgerðarmaður í Neskaupstað og síðar á Seyðisfirði. Þau fluttu um 1950 til Reykjavíkur. Dóttir þeirra er Ingunn Þórðar- dóttir, f. 9. apríl 1930, stjórnar- ráðsfulltrúi. Dóttir hennar er Svava Þóra Þórðardóttir, f. 18. janúar 1954, hjúkrunarfræð- ingur. Hennar maður er Einar Helgason, f. 25. febrúar 1957, húsasmiðameistari. Börn þeirra eru: 1) Ingunn Guðrún, f. 28. janúar 1980. 2) Þórður, f. 20. ágúst 1982. 3) Helgi, f. lS.mars 1994. Útför Svövu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún amma mín og nafna lést í hárri elli á Landakotsspítala. Á langri ævi gerist vitaskuld margt, en ég mun láta nægja að minnast þess sem mér fannst einkenna hana. Það lék allt í höndunum á ömmu og eflaust hafði hún hæfileika til listsköpunar, enda þótt þeirra væri einungis notið á heimilinu. Hún saumaði stöku sinnum föt og pijón- aði, en taldi það fremur fánýtan verknað. Fremur voru töfraðir fram alls kyns púðar með blóma- eða ís- lenskum munstrum, fíngerðar milli- réttarservíettur og dúkar. Óskiijan- leg er sú vinna er liggur að baki munum saumuðum með klaustri og harðangri. Einnig saumaði hún tvær myndir í silki. Hún tók upp munstur á Þjóðminjsafninu sem hún saumaði eftir. Við hefðbundinn krosssaum valdi hún sjálf saman litina eftir sínu höfði. Skreyting rúmfatnaðar með milliverki og flatsaum fannst henni skipta miklu máli. Þegar sjón- in fór að daprast heklaði hún teppi, en harðneitaði að snerta nokkuð þegar henni fannst hún hafa misst getu til þess. Hana skipti mestu máli að hluturinn væri fallegur og vel unninn. Hún sagði oft við mig: „Það spyr þig enginn hve lengi þú varst að gera þetta, heldur verður litið á hversu vel hluturinn er gerð- ur.“ Dvöl hennar á Soro í húsmæðra- skóla var henni ávallt einstaklega kær minning. Á tyllidögum var eld- að upp úr gömlu handskrifuðu bók- inni þaðan og orð skólastýrunnar fröken Vestergaard voru í heiðri höfð. Oft mun hafa verið gestkvæmt á heimili hennar og afa fyrir austan og mér er sagt að allir hafí fengið þar rausnarlegar móttökur. Vinkon- ur mínar tala um hve vel var alltaf tekið á móti þeim og ávallt boðin margrétta máltíð og meðlæti sem þær væru hefðarkonur, en ekki litl- ar stúlkur. Öll boð voru skipulögð með miklum fyrirvara svo oft þótti mér nóg um. Hún hafði gaman af að prófa nýjar uppskriftir og minn- ist ég þess t.d. að hafa fengið ham- borgara í sunnudagsmat löngu fyrir tíma skyndibitastaða. Hún klippti út uppskriftir, skrifaði þær einnig í litlar vasabækur og á smásnepla. Með lét hún oft fylgja lýsingar á veislum hjá vmkonum sínum. Allt var geit af sömu nákvæmninni. Spilamennskan var henni í blóð borin. Hún spilaði bridge langt fram á níræðisaldur. Á yngri árum var hún í spilaklúbbi og spilaði viku- lega. Oft var einnig spilað þess utan við aðra vini og fjölskyiduna um helgar og á hátíðum. Ekki fannst henni gott ef of lengi var hugsað um næsta útspil eða ef það var ekki rétt gert. Mikil reisn og stolt einkenndu ömmu alla tíð. Hún var ávallt dama. Hún hafði verið eina dóttirin á heim- ilinu og notið ýmislegs sem stúlkum frá barnmörgum heimilum stóð ekki til boða. Þó að hennar listræna eðli hafí einungis fengið útrás við hefð- bundið, en glæsilegt heimilishald, munu afkomendur hennar njóta allra fallegu hannyrðanna og gömlu uppskriftanna um ókomna tíð. Síðustu árin voru ömmu erfíð vegna heilsubrests. Við viljum færa öllu því góða fólki í heimilishjálp, heimilishjúkrun og á deild 1-A á Landakoti okkar bestu þakkir fyrir alveg einstaka umhyggju. Með þess hjálp gat hún haldið reisn sinni fram á siðasta dag. Hafðu þökk fyrir allt, amma mín. Svava Þóra. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.Egilsson.) Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Langömmubörn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA BERGMUNDSDÓTTIR, Laugarásvegi 1, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 14. maí. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Krabbameinsfólagið njóta þess. Kristln Magnúsdóttir, Lars Göran Eriksson, Kolbrún Magnúsdóttir, Ormarr Snæbjörnsson, Þórdfs Magnúsdóttir, Jónas Snæbjörnsson, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabamabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RÍKHARÐ ÓSKAR JÓNSSON, Reykjabraut 4, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum aðfaranótt fimmtu- dagsins 15. maí. Anja Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI SVEINSSON bóndi, Ósabakka, Skeiðum, verður jarðsunginn frá Ólafsvallarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Jóna Egilsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. + PÁLLÞÓRÐARSON, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugar- daginn 17. maí kl. 13.00 Aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SNJÓLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Skálaheiði 7, Kópavogl. Þorsteinn Júlíusson, Esther Ólafsdóttir, Guðríður Júlíusdóttir, Hörður Jónsson, Anna Svanborg Júlíusdóttir, Örn Sveinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁLFHEIÐAR EINARSDÓTTUR, Rauðhömrum 14, Reykjavfk. Lárus Þórarinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. *■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.