Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
7~.—r- — -----
f?o EerE&4 buwu
AÐ FÁ þée tc/)FFl£>
ptTrEWfoA,
©1995 Tribune Media Services, Inc.
I/-7-3 ^11 R|9hts Reserved.
Grettir
Ferdinand
I'etta er vatnsdallur ... hvað Auðvitað, fáðu þér sopa ... Nei, ég á enga pappabolla ...
Iiélstu að það væri?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
„Virkum nemend-
um“ hefur fjölgað
allan gildistíma
laga um LIN
Fvá Gunnavi Bivgissyni:
í MORGUNBLAÐINU 6. maí sl.
og fleiri fjölmiðlum hafa forystu-
menn námsmannahreyfinga haldið
því fram að „barnafólki í lánshæfu
námi á íslandi hafi fækkað um 33%
frá því lög um LÍN tóku gildi“. f
því sambandi er vísað í könnun
Hagstofu íslands sem lánasjóður-
inn óskaði eftir að gerð yrði. Les-
andinn á að skilja þetta á þann
veg að svona séu lögin um LÍN
vond og fjandsamleg barnafólki.
Enn skal þessum fráleita málflutn-
ingi mótmælt. Það er staðreynd
að séu allar upplýsingar skoðaðar
hefur því fólki fjölgað verulega sem
stunda lánshæft nám á íslandi á
gildistíma laganna um LÍN. „Virk-
um nemendum" í Háskóla íslands
og Háskólanum á Akureyri hefur
fjölgað árlega jafnt og þétt sem
er ennþá betri mælikvarði á raun-
verulega sókn manna í nám heldur
en fjöldi innritaðra nemenda, eins
og þeim ætti að vera kunnugt sem
fjalla um slíkar tölur. Það er sér-
staklega athyglisvert að „virkum
nemendum" þessara skóla hefur
flölgað talsvert hlutfallslega miðað
við árganga þjóðarinnar milli tví-
tugs og tuttugu og fimm ára eins
og kemur fram í eftirfarandi töflu:
Skrá yfir „virka nemendur"
Háskóla íslands og Háskólans
á Akureyri
Skólaár Virkir Fj. i aldri % af aldurs-
ncmendur 20-25 ára hópnum
1989-90 3.260 17.327 18,3%
1990-91 3.458 16.895 20,5%
1991-92 3.790 16.594 22,8%
1992-93 3.794 16.025 23,7%
1993-94 3.944 15.963 24,7%
1994-95 4.103 16.474 24,9%
1995-96 4.250 16.869 25,2%
1996-97 4.300 áæ. 17.169 25,0%
Heimild: Háskóli íslands; Háskólinn á
Akureyri.
Það sem er athyglisvert við
könnun Hagstofu íslands um fjölda
innritaðra nemenda með börn á
framfæri að hún sýnir fækkun á
skólaárinu 1995-96 eftir að fjöldi
þessara nemenda hefur verið í jafn-
vægi árin á undan. Á sama tíma
ijölgaði lánþegum LÍN með börn
á framfæri. Sú spurning vaknar
því óhjákvæmilega hvort náms-
mönnum með börn á framfæri
hafi fækkað á þessu ári af einhveij-
um öðrum ástæðum en vegna laga
um LÍN sem þá höfðu reyndar
ekki breyst frá 1992.
Kjör námsmanna með
börn á framfæri:
Þessi linnulausi og furðulegi
áróður forystumanna námsmanna-
samtaka um áhrif laga um LÍN á
sókn manna með börn á framfæri
í nám hefur einnig aðra hlið. Mik-
ið fjölskyldutillit er nefnilega eitt
meginsérkenni námslánakerfisins
hér á landi fyrr og síar. Við þeim
reglum var ekki hróflað í grund-
vallaratriðum í gildandi lögum og
reglum um LÍN. Kjör barnafólks
eru ekki ósvipuð því sem var í
„gamla kerfinu" þegar allt er skoð-
að. Þess má geta að námsmönnum
með börn á framfæri er tryggt
eftirfarandi lágmavks váðstöfun-
avfé á mánuði á námstíma, þ.e.
miðað við fullt námslán, barnabæt-
ur, barnabótaauka, meðlag og
mæðralaun:
Ráðstöfunarfé námsmanna
með börn á framfæri:
Kr. á mán.
Einstætt for. 1 barn 104.182
Einstætt for. 2 börn 159.789
Einstætt for. 3 börn 214.768
Einstætt for. 4 börn 267.230
Hjón m. 1 barn 113.426
Hjón m. 2 börn 144.062
Hjónm. 3börn 174.698
Hjón m. 4 börn 207.849
Um er að ræða ráðstöfunarfé
sem fjölskylda hefur á mánuði ef
námsmaður og maki hans eru
tekjulág, t.d ef stundað er nám í
útlöndum. Ef á hinn bóginn náms-
maður eða maki hans hafa tekjur
vegna starfa sinna er ráðstöfun-
arfé þeirra á mánuði meira en
nemur framangreindum upphæð-
um. Þess má einnig geta að athug-
anir hafa leitt í ljós að þeir lánþeg-
ar LÍN sem hafa börn á framfæri
skila ívið betri námsárangri en
barnlausir námsmenn.
Stýra lögin um LÍN alfarið
sókn manna í nám?
Fleira hefur breystj samfélag-
inu síðan lögin um LÍN voru sett
vorið 1992 en fjöldi námsmanna
með börn á framfæri. Þannig t.d.
meira en tvöfölduðust innritunar-
gjöld í Háskóla ísiands haustið
1992 og dagvistargjöld vegna
barna námsmanna hækkuðu. Það
dettur þó vonandi engum í hug að
kenna lögunum um LIN um þessar
breytingar þó þær komi til eftir
að lögin voru sett, en þær hafa
áreiðanlega haft töluverð áhrif á
innritun manna í nám. Auðvitað
stýra lögin um LÍN ekki alfarið
sókn manna í nám og að kenna
þeim einvörðungu um fækkun inn-
ritaðra námsmanna með börn á
framfæri þremur árum eftir gildis-
töku er út í hött. Forystumenn
námsmannahreyfinganna eiga
greinilega margt ólært í málflutn-
ingi ef þeir vilja láta taka sig alvar-
lega, eins og þessi kafli þrætubók-
ar þeirrar um LÍN sýnir.
GUNNAR BIRGISSON,
formaður stjórnar LÍN.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.