Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYIMDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
FOSTUDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANIMA
Sjónvarpið ►20.30 Kanadíska fjöl-
skyldumyndin Indíánadrengurinn
(The Spirit Rider, 1993) er mér ókunn
og finnst ekki í handbókum. Þar seg-
ir frá titilpersónunni sem þarf að
sætta sig við uppruna sinn þegar
hann sest að á vemdarsvæði. Leik-
stjórinn heitir Michael Scott en með-
al leikenda er sá ágæti indíáni Gra-
ham Greene (Dancing With Wolves).
Sjónvarpið ►23.00 Um síðustu
helgi gafst færi á að sjá snilldar-
handrit Roberts Towne Chinatown
í leikstjórn Romans Polanski. Towne
hefur sjálfur spreytt sig á leikstjórn
en ekki sýnt þar sömu snilldartakta.
Ein slík tilraun er Armur laganna
(Tequila Sunrise, 1988). Þarstillir
handritshöfundurinn Towne upp
býsna margræðu samskiptamunstri
milli dópsalans Mels Gibson, sem
vill byija nýtt líf, æskuvinar hans,
löggunnar Kurts Russell, og konunn-
ar fögru í miðjunni, Michelle Pfeiff-
er. Lengi framan af er þetta fín róm-
antísk spennumynd en því miður
leyfir Towne handritshöfundur
Towne leikstjóra að sprengja sál-
fræðilegt víravirki handritsins upp
með hávaða og látum og rútínuhasar
í seinni hlutanum. ★ ★ 1/2
Stöð 2 ►13.00 og 1.10 Rangeygð-
ur en fráneygur rýnir Peter Falk sem
löggan Columbo í sakamál sem teng-
ist honum sjálfum í Hvfl í friði, frú
Columbo (Rest In Peace Mrs. Col-
umbo, 1990). Helen Shaver leikur
hættulega konu í því sambandi. Ekki
nema miðlungafþreying, eins og aðr-
ar í syrpunni. ★ ★
Stöð2 ►20.55 - Sjá umfjöllun í
ramma.
Stöð2 ►23.10 Sönn sagafráþví
fyrr á öldinni um samskipti fanga
og ungs lögfræðings sem saman
beijast fyrir réttlæti í hinu illræmda
Alcatrazfangelsi er kjarninn í Að
yfirlögðu ráði (Murderln TheFirst,
1995). Þetta er töluvert áhrifamikið
og aflmikið drama, þökk sé leik
Kevins Bacon, Christians Slater og
Garys Oldman. Marc Rocco leikstjóri
sýnir tilþrif en stundum einum of;
myndstíllinn dregur fullmikla at-
hygli að sjálfum sér. ★ ★ 1/2
Geif I uf ru m kvöðu 11
þroskast
VINSÆLDIR bandaríska geiflu-
gdnistans Jims Carrey nú um
stundir minna á að lærimeistari hans
Jerry Lewis gekk aldrei jafnlangt i
að ofbjóða áhorfendum sínum enda
náði hann aldrei jafn miklum
vinsældum. Ergó: Áhorfendur vilja
láta ofbjóða sér. Ekki þar fyrir að
Jerry Lewis náði miklum vinsældum
á 6. og 7. áratugnum, fyrst í
samstarfi við Dean Martin og síðan
sem eigin geifluherra, bæði sem
leikari, leikstjóri og
handritshöfundur. Fróðlegt væri að
sjá hvernig þessar gömlu
geiflukómedíur hafa elst en svo mik-
ið er víst að franskir kvikmynda-
fræðingar líta margir á Jerry Lewis
sem einn merkasta grinista aldarinn-
ar, sem afhjúpi Ameríku með þeim
hætti að Ameríkanar sjálfir fatti það
ekki. Jerry Lewis, sem nýlega varð
71 árs, átti ekki alltaf auðvelt upp-
dráttar í heimalandi sínu eftir að
vinsældir hans hnignuðu um 1970.
En í seinni tíð hefur hann aflað sér
virðingar á ný, ekki síst eftir að hann
sýndi einkar hófstilltan og næmlegan
leik í meistaraverki Martins Scorsese
The King Of Comedy (1983). Svipuð
hefur frammistaða hans verið síðan
í óvenjulegum myndum útlendra
leikstjóra á borð við Arizona
Dreaminge ftir Emir Kusturica
(1993) og svo Vitlaus bein (Funny
Bones, 1995, Stöð 2 ►20.55) eftir
breska leikstjórann Peter Chelsom.
Þar er Lewis í aukahlutverki en stelur
samt hverri senu sem faðir
misheppnaðs grínista er flýr skugga
hans til að leita að rótum sínum í
Blackpool á Englandi. Þetta er
undirfurðuleg mynd og ef ekki kæmi
til fáránleg hliðarsaga um franska
smyglara væri hún lítil perla. Takið
eftir breska grínistanum Lee Evans;
hann skilur mann eins og Jim Carrey
eftir með allt á hælunum. ★ ★ 1/2
Sýn ^21.00 Stjómandi The To-
night Show, grínistinn Jay Leno í
hlutverki löggu frá Detroit sem þarf
að starfa með japönskum starfsbróð-
ur (Noriyuki „Pat“ Morita) við máls-
rannsókn, er það forvitnilegasta við
grínhasarmyndina Löggurnar (CoII-
ision Course, 1989). Maltin segir
þetta meinlausa afþreyingu og gefur
★ ★ og Martin og Potter fara heldur
neðar og gefa ★ ★ (af fimm mögu-
legum). Leikstjóri Lewis Teague.
Sýn ►23.25 Geimveran (NotOf
ThisEarth, 7906) erendurgerð fyr-
ir sjónvarp á gömlum vísindahasar
eftir Roger Corman (1957). Þar seg-
ir frá geimveru einni sem leitar til
jarðar að lækningu á farsótt sem
geisar í heimabyggð hennar. Engum
sögum fer af útkomunni en í aðal-
hlutverkum eru Michael York og
Parker Stevenson.
Árni Þórarinsson.
Samheldnir bræður
KVIKMYNDALEIKARINN Aidan Quinn ætlar að
vinna með bræðrum sínum tveimur að sinni næstu
mynd. Paul Quinn skrifar handritið og leikstýrir en
Declan Quinn sér um kvikmyndatökuna.
Paul hefur ekki leikstýrt kvikmynd áður en hann
^ hefur starfað sem leikstjóri í leikhúsum á Irlandi.
Declan hefur unnið við kvikmyndatöku á myndum
eins og „Leaving Las Vegas“ og „Kama Sutra“.
Mynd bræðranna ber titilinn „This is My Father“
og eiga upptökur að hefjast í júní í Montreal en
hluti myndarinnar verður tekinn upp í Dublin. Sag-
an er á rómantísku nótunum en auk Aidan leika
James Caan, John Cusack og Stephen Rea í mynd-
inni. Rea vann seinast með Aidan í írsku myndinni
„Michael Collins".
NÆSTA kvikmynd leikarans Aidan Quinn
verður fjölskyldufyrirtæki.
PIERCE Brosnan og Linda Hamilton reyna að forða sér undan
eldgosi í „Dante’s Peak“.
Ognir eldfjalla
útskýrðar
Eldgos eru vinsælt við-
fangsefni í kvikmyndum
um þessar mundir.
Anna Sveinbjarnar-
dóttir skoðaði töivu-
geisladisk sem á að auka
skilning okkar og þekk-
ingu á þessu fyrirbæri.
MARKAÐSSETNING kvikmynda
verður æ flóknari. Það er ekki nóg
að koma myndinni í bíóhús og aug-
lýsa í fjölmiðlum heldur er reynt að
ná til áhorfenda með alls kyns sölu-
varningi. Algengt dæmi er að setja
kvikmyndatónlistina á geisladisk, eða
setja leikfígúrur eða dót tengt persón-
um myndarinnar á markaðinn. Síð-
asta viðbótin er tölvugeisladiskar.
„Dante’s Peak: The Inside Story &
Educational Guide“ er einn slíkur.
Kvikmyndin „Dante’s Peak“ er
stórslysamynd um hörmungar sem
dynja á smábænum Dante’s Peak
þegar eldflal) í nágrenninu gýs öllum
að óvörum. Á geisladisknum er saga
myndarinnar sögð, og hægt er að
horfa á kynningarstubb og upptökur
frá tökum myndarinnar. Einnig eru
á disknum upplýsingar og myndefni
um eldflöll, jarðskjálfta, jarðskorpu-
hreyfingar, og hveri. Að auki er orð-
skýringarlisti og ýmis verkefni sem
hægt er að leysa.
Myndir, kort og fréttamyndir sem
tengjast íslandi er að finna í þessari
umfjöllun um eldgos og jarðhræring-
ar. Tvær fréttamyndir frá gosinu í
Heimaey, og ein fréttamynd frá gos-
inu í Vatnajökli á síðasta ári, og flóð-
inu sem fylgdi í kjölfarið, eru á diskn-
um. Við getum því verið ánægð með
að útiendingarnir muna eftir okkur í
þessu samhengi. Landkynning og allt
það!
Reyndar eru fréttamyndirnar frá
Islandi með betra myndefni á disknum
því það verður að segjast að myndirn-
ar eru margar hverjar mjög hráar og
ofureinfaldar. Maður fær helst á til-
fmninguna að efnið fyrir diskinn hafi
verið tekið saman í hendingskasti og
skellt á hann í miklum flýti til þess
að koma honum á markaðinn áður
en „Dante’s Peak“ dytti úr bíó.
Fyrir fólk sem býr íjarri eldfjöllum
og sprungum á jarðskorpunni eru
tíndar til nokkrar skrýringar á því
hvers vegna búið er nálægt eða ofan
á slíkum svæðum. Jarðhiti, fijósamur
jarðvegur, og ferðamannaiðnaður út-
skýrir hvers vegna þijóskast er við á
stöðum eins og íslandi. í framhaldi
af þessu eru óinnvígðir hvattir til
þess að setja sig í spor íslendinga og
skrifa ritgerð annars vegar um ástæð-
ur þess að maður kýs að búa á eyj-
unni, eða hins vegar ástæðurnar bak
við ákvörðunina um að flytja brott
frá þessum lífshættulega stað.
EIN af skýringarmyndunum
á „Dante’s Peak: the Inside
Story & Educational Guide“.
HANDBOLTI
HEIMSMEISTARAKEPPNI
'HeimsmeistaE4aafslát+wi4 á Samumi
Japanski veitingastaðurinn, Samurai, sýnir stuðning við íslenska landsliðið í handbolta með
sérstökum keppnisafslætti í tilefni af HM í handbolta í Japan dagana 17. maí til 2. júní.
Notum tækifærið og kynnumst japanskri matargerðarlist á eina japanska veitingastaðnum á íslandi
sem eingöngu framreiðir japanska rétti.
ýV\egI íslenskw víkingappvip sigpa í
keimalaKvdi japanska samúpæja!
JAPANSKUR VEITINGASTAÐUR
Ingólfsstræti 1A, Reykjavík, s. 551 7776
beint á móti íslensku óperunni.