Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 2

Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vísindamenn finna ný jarðhitasvæði á hafsbotni fyrir norðan land Hverastrýta á hafsbotni á við 12 hæða blokk LEIÐANGUR þýskra, kanadískra og Islenskra vísindamanna hefur leitt í ljós ný jarðhitasvæði á hafs- botni fyrir norðan Ísland. í Eyjafirði kom í ljós hverastrýta á hafsbotni, tæpir 30 metrar á hæð eða sem nemur 12 hæða blokk. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt náttúrufyrir- bæri finnst hér við land og í raun er mönnum ekki kunnugt um önnur slík í heiminum. Ekki er talið ólík- legt að strýtur sem þessa megi finna á fleiri stöðum hér við land. Jakob K. Kristjánsson, dósent við Háskóla íslands og forstöðu- maður líftæknideildar Iðntækni- stofnunar, var meðal leiðangurs- manna. Að hans sögn höfðu menn lengi vitað af einhveiju uppstreymi á ákveðnum svæðum í Eyjafirðin- um og meðal sjómanna gengur svæðið sem kannað var undir nafn- inu „Hverinn" og kemur fram sem strókur á dýptarmælum. Það kom mönnum hins vegar í opna skjöldu, þar sem um lághitasvæði er að ræða, að þar skyldi ekki einungis finnast hver heldur hár bergstand- ur, sem byrjar á 63 metra dýpi og teygir sig í lóðréttri oddmjórri spíru upp á 34 metra dýpi. Séríslenskt náttúrufyrirbrigði Fyrirbrigði sem þetta mun vera séríslenskt en óstaðfestar fregnir herma að nokkurra metra spírur hafí fundist í sjónum við Nýja-Sjá- land. Það tekur bergstandana þús- undir ára að myndast og verða þeir til vegna kísilútfellinga þegar heitt ferskvatnið streymir út um keilulaga bergstand og rennur upp með honum til yfirborðsins. „Það hafa allir gert ráð fyrir hingað til að þetta væri eingöngu uppstreymi sem að menn væru að sjá á dýptarmælinum. Það hefur ekki hvarflað að neinum manni að þama væri oddhvass turn sem væri svona hár,“ segir Jakob. Eyja- fjörðurinn er straumlítið svæði sem bendir til að þar séu kjörskilyrði til strýtumyndana og er sennilegt að það leynist fieiri svæði, sem þessi í firðinum þó erfitt sé að stað- setja þau. Jarðhitafundur á svæðunum í kringum Grímsey og Kolbeinsey kom leiðangursmönnum ekki eins á óvart og svæðið í Eyjafirðinum, þar sem um þekkt háhitasvæði er að ræða og Kolbeinseyjarhryggur- inn er mjög eld- og skjálftavirkur. Mjög erfitt er að kafa svo djúpt og farið var á kafbátnum JAGO sem getur kafað niður á 400 metra dýpi og er útbúinn sérstökum bún- aði til nákvæmrar sýnatöku. Jarðhiti í sjó staðfestur Uppgötvanir sem þessar teljast þó alltaf til stórviðburða í jarðhita- rannsóknum og hefur jarðhiti við Grímsey aldrei fengist staðfestur áður. Við Grímsey fannst nýtt og kraftmikið jarðhitasvæði á 380-400 metra dýpi. Svæðin eru tvö og er annað þeirra mjög víðáttumikið, um 100 metra breitt og 200-300 metra langt og afar kröftugt. Þar mátti sjá hóla myndaða af útfell- ingu úr hveravatni og upp af þeim standa allt að 1,5 metra háir strompar, þar sem jarðhitavökvinn spýtist út af miklum krafti. Skammt sunnan Kolbeinseyjar fannst jarðhitasvæði árið 1974 á um 100 metra dýpi. Þessi leiðangur leiddi í ljós nokkur kröftug út- streymisop og fjallstindar voru greinilegir á hafsbotni. • • Oryggi enn ábótavant við mörk og stökkdýnur í KÖNNUN á öryggi sem náði til 40 íþróttahúsa í Reykjavík kom í ljós að af 32 mörkum voru marka- festingar í ólagi í sex tilfellum og af 29 stökkdýnum (trampólínum) voru 12 í ólagi. í samanburði við svipaða könn- un, sem gerð var fyrir tveimur árum, er Ijóst að ástand hefur batn- að og hafa umsjónarmenn íþrótta- valla sýnt útsjónarsemi við að festa mörk og fundið á þvi einfaldar lausnir. Af 32 mörkum í íþróttahúsum voru 26 í lagi en 6 í ólagi og af 29 trampólínum voru 17 í lagi en 12 í ólagi. Allir hjólavagnar, en þeir eru 25, voru í lagi og allar markafestingar á 15 útivöllum voru i lagi. Sjúkrakassar voru í góðu lagi og hvergi þótti ástæða til að gera athugasemd vegna hluta sem sköguðu út úr veggjum. Könnunin var unnin af heil- brigðissviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins og Slysa- varnafélag íslands. -----• ♦ ♦----- Gengið til samn- inga um Fáfni eftir helgi STEFNT er að því að ganga til samninga við Eyþór Haraldsson, framkvæmdastjóra fisksölufyrir- tækisins Norfisk hf. í Reykjavík, og Ketil Helgason, eiganda Bolfisks hf. í Bolungarvík, um kaup þeirra á eignum Fáfnis hf. á Þingeyri. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að stefnt sé að því að ganga frá þessu máli nk. mánudag með því að kaupend- ur greiði útborgun og leggi fram ábyrgðir fyrir kaupverðinu. Fiskveiðasjóður, Landsbanki ís- lands og Byggðastofnun auglýstu til sölu þær eignir Fáfnis hf. sem stofnanirnar yfirtóku á Þingeyri. Tilboð barst frá Katli og Eyþóri og var þeim gert gagntilboð. Guð- mundur vildi ekki gefa upp kaup- verðið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKIPTAR skoðanir um ágæti sameiningar við Reykjavík komu fram á borgarafundi á Kjalarnesi í gærkvöldi. Hér ræðir Pétur Friðriksson oddviti við sveitunga sína í kaffihléi. Borgarafundur á Kjalarnesi um sameiningu við Reykjavík Viðhaldsfé án samein- ingar 2 millj. næstu ár VERÐI ekki af sameiningu Reykja- víkurborgar og Kjalarneshrepps mun stöðnun ríkja í hreppnum næstu árin vegna slæmrar fjárhags- stöðu. Þetta kom fram í máli Kol- brúnar Jónsdóttur, sem átti sæti í viðræðunefnd um sameiningu fyrir hönd Kjalnesinga, á borgarafundi í Fólkvangi í gærkvöldi. í máli Kolbrúnar kom fram að í nýrri fjárhagsáætlun Kjalarnes- hrepps væri eingöngu gert ráð fyr- ir tveimur milljónum króna í við- haldskostnað á ári næstu sex til sjö árin. Með sameiningu væri hins vegar stuðlað að eðlilegri þróun í hreppnum og í henni fælist hagræð- ing fyrir báða aðila. Fólksfjölgun gæti snúið dæminu við Fjölmenni var á kynningarfund- inum, um 100 manns. Skiptar skoð- anir voru um ágæti sameiningar við Reykjavík. Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóri, talaði gegn sameiningu og minnti á að þótt skuldir hreppsins væru nú um 300 milljónir væru eignir hans einn- ig talsverðar, eftirspurn eftir lóðum væri að aukast, íbúum fjölgaði um 2% á ári hveiju og ef því héldi áfram gæti hreppurinn fljótt riáð sér upp úr skuldasúpunni þótt bið yrði á framkvæmdum. Pétur lagði áherslu á að menn yrðu að þekkja sína sveitarstjórn og hún sömuleiðis að þekkja að- stæður hreppsbúa. Fjarlægðin yrði of mikil með sameiningunni. Kolbrún Jónsdóttir benti á að litl- ar tölur í Reykjavík væru stórar tölur fyrir Kjalnesinga. Til dæmis myndu þær tvær milljónir sem fyr- irhugaðar væru í viðhald á leik- skóla koma börnunum í hreppnum til góða. „Þetta getum við ekki gert fyrir fé hreppsins fyrr en eftir langan tíma. Hreppurinn hefur þurft að neita íbúum um ýmsa þjón- ustu, sem þykir sjálfsögð í Reykja- vík, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki staðið undir henni.“ Sigþór Magnússon skólastjóri tók undir orð Kolbrúnar og sagði ljóst að fyrirhugaðar framkvæmdir kæmu ekki til nema af sameiningu yrði. Staðreyndin væri sú að vandi sveitarfélagsins væri mikill. „Það þarf kjark til að horfa til framtíðar og segja: Þetta vil ég börnum mín- um best,“ sagði Sigþór. Hann benti á að þegar Kjalnesingar hefðu áður hafnað sameiningu hefðu þeir ekki haft neina samningsstöðu. Reyndin væri önnur nú, eins og niðurstaða samninganna við Reykjavík sýndi. Fundarmenn voru bjartsýnir framtíðina, á hvorri skoðuninni sem þeir voru, og kom fram hjá mörgum að Hvalfjarðargöngin myndu von- andi blása nýju lífi í byggðarlagið. Engin fangageymsla á Hólmavík Ekið 200 km með bílþjófa LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði góðkunningja lögreglunnar á bifreið skammt norðan við Borðeyri í Hrúta- fírði í fyrrinótt eftir að tilkynning hafði borizt um grunsamlegar mannaferðir í þorpinu. Við leit fund- ust fíkniefni í bílnum. Ekki gátu ferðamennirnir gefið skýringar á því hvar þeir hefðu fengið bifreiðina og taldi lögregla málið þurfa frekari rannsóknar við. Mennirnir voru handteknir en þar sem ekki er fangageymsla á Hólma- vík varð að aka með þá 200 kíló- metra leið á Blönduós til að unnt væri að rannsaka málið. Þar eyddu lögreglumenn frá Hólmavik gærdeg- inum við yfirheyrslur. í ljós kom að bílnum hafði verið stolið á bílasölu í Reykjavík og voru mennirnir í innbrotsleiðangri nyrðra. Eftir að málið taldist upplýst óku lögreglumennirnir aftur 200 kíló- metra til síns heima. -----♦ ♦ ♦------ Hrikti í stoð- um stúku Valsmanna SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt út í gær að Hlíðarenda þar sem áhorfendastúka knattspyrnufélags- ins Vals var við það að fjúka um koll í sterkum norðanvindi. Slökkviliðsmenn festu skástífur á stúkuna og komu í veg fyrir að hún félli. Það voru brunaverðir í Reykja- vík sem byggðu stúkuna upphaflega í fjáröflunarskyni fyrir félag sitt og það kom í þeirra hlut að bjarga henni í rokinu. Meðal brunavarða sem unnu við verkið í gær var Pétur Arnþórsson, sem leikur með meistaraflokki Fram í knattspyrnu, en Fram á eftir að mæta Val í keppni á Hlíðarenda fyrir framan stúkuna með nýju ská- stífunum. ♦ ♦■■♦----- RLR kærir úrskurð Héraðsdóms FJÓRIR menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðan 14. maí sl. vegna hörkulegrar árásar á ungan mann á skemmtistaðnum Vegas, sem hafði þær afleiðingar að maðurinn lést, voru í gær látnir lausir úr haldi. RLR hafði gert kröfu um fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir tveim- ur þeirra en Héraðsdómur Reykja- víkur hafnaði þeirri kröfu. Krafa RLR byggðist á því að málið væri alvarlegs eðlis og að það væru al- mannahagsmunir að halda mönn- unum inni þar til málið væri til lykta leitt. Úrskurður Héraðsdóms hefur að sögn Harðar Jóhannessonar, yfir- lögregluþjóns hjá RLR, verið kærður til Hæstaréttar. -----♦ ♦ ♦------ Hálka á heiðum mætir farþeg*- um Norrænu SNJÓR féll í fjöll á Austurlandi í gær og var mikil hálka á Fjarðarheiði. Lögreglan á Egilsstöðum hefur áhyggjur af þessu ástandi þar sem von er á feijunni Norrænu í fyi'sta sinn á þessu sumri til Seyðisíjarðar í dag. Með feijunni koma um 5 ferðamenn, margir þeirra a eigin bílum sem vart eru búnir til vetrar- aksturs á íslenskum heiðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.