Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mikil hitasveifla á Norður- og Austurlandi Dæmdir fyrir lönd- un fram- hjá vigt ÚTGERÐARMAÐUR og bílstjóri í Þorlákshöfn hafa verið sektaðir í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot gegn lögum um umgengni við nytja- stofna sjávar. Eftirlitsmenn Fiskistofu stóðu mennina að ólöglegri löndun um 7 tonna af óslægðum þorski í júní í fyrra. Hafði aflanum verið landað úr Arnari ÁR og ekið að fiskverkun Auðbjargar ehf. í Þorlákshöfn en ekki vigtaður á hafnarvog, sam- kvæmt reglum um vigtun sjávarafla. í yfirheyrslum sögðust fram- kvæmdastjóri Auðbjargar ehf., sem jafnframt er útgerðarmaður Arnars ÁR, og bílstjórinn það hafa verið ætlun sína að koma um það bil tveimur tonnum framhjá vigt, að skipun þess fyrrnefnda. Skipstjóri Arnars ÁR hefur hins vegar neitað því að hann hafi haft vitneskju um þessa fyrirætlan og var því sýknaður af öllum kröfum. Bílstjórinn var dæmdur til að greiða 200.000 króna sekt eða sæta ella varðhaldi í 30 daga. Útgerðarmaðurinn var dæmd- ur til að greiða 800.000 krónur í sekt eða sitja 80 daga í varðhaldi. ♦ ♦ «---- Bílstjórar í Sleipni boða verkfall FÉLAGSMENN Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis samþykktu á fé- lagsfundi á þriðjudagskvöld að boða til verkfalls frá og með fimmtudeg- inum 12. júní næstkomandi. Var verkfallsboðunin samþykkt með 82,5% greiddra atkvæða. Milli 150 og 160 félagsmenn eru í Sleipni og segir Óskar Stefánsson verkfallið koma til með að hafa áhrif á akstur sérleyfisbíla og hópferðir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, austur í sveitir og um Suðurland, Snæfellsnes, við Akureyri og til Mývatns. Hátt í vika er síðan síðasti samn- ingafundur var haldinn og sagði Óskar að viðræðum hefði ekki verið slitið en sagði báða aðila vera að fara yfír stöðuna. Hann kvaðst vera í sambandi við vinnuveitendur og býst við fundi strax eftir næstu helgi. REYKJAVÍKURBORG bárust alls 60 athugasemdir við 25 atriðum í tillögu að nýju aðalskipulagi en fresti til að gera athugasemdir lauk síðast- liðinn föstudag. Fjórar athugasemdir bárust frá nágrannabæjum, Vega- gerð og Náttúruvemd ríkisins en flest athugasemdabréfín, 46 talsins, eru frá einstaklingum og snerta gatna- og umferðarmál á alls 10 stöðum í borginni. Við kynningu aðalskipulags borg- arinnar 1990 bárust 12 athuga- semdabréf en 26 bréf vegna aðal- skipulagstillögunnar árið 1984. Tengingu Ægisíðu við Suðurgötu mótmælt Meðal athugasemdanna 60 sem nú eru til meðferðar hjá borgar- skipulagi Reykjavíkur eru mótmæli 88 foreldra í foreldrafélagi leikskól- ans Sæborgar við fyrirhugaðri fram- lengingu Ægisíðu til austurs að Suðurgötu neðan við leikskólann. Stjórn hverfissamtaka Litla-Skeija- fjarðar mótmælti sömu framkvæmd, þ.e. tengingu Ægisíðu við Þorragötu ÓHÆTT er að segja að máltæk- ið skjótt skipast veður í lofti eigi vel við norðanlands. Akur- eyringar sem horfðu á hitamæl- inn á Ráðhústorgi á þriðjudag sýna 26 gráðu hita settu stutt- buxurnar aftur inn í skáp í gær, en þá var kalsaveður, norðan- „VIÐ VORUM búin að vara fólk á tjaldstæðinu við þessari hita- sveiflu svo það fékk enginn áfall eftir að hafa lagst til svefns í hitabrælu en vaknað upp við frost- mark. Ein kona flúði reyndar á hótel,“ segir Illugi Már Jónsson leiðsögumaður í Mývatnssveit en mikil hitasveifla var í fyrrinótt á Norður- og Austurlandi. Veðurstofan spáir áfram köldu veðri fram yfir helgi. „Ég get ekki mælt með neinum ákveðnum útilegustað fyrir helgina. Ég held það verði einfaldlega of kalt fyrir allar útilegur," segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur um helgarveðrið. Mesta sveiflan mældist á Akur- eyri en klukkan 18 á þriðjudag mældist hitinn 24 gráður en tólf timum seinna var hitastigið komið niður í 2,4 gráður. Hitastigið á Raufarhöfn féll einnig mikið þessa sömu nótt eða um 19,6 stig. Þriðju- dagurinn var dæmigerður „besti og íbúi við Ægisíðu mótmælti einnig tengingu Ægisíðu frá gatnamótum við Starhaga að Suðurgötu en þaðan gerir skipulagstillagan ráð fyrir tengingu götunnar um Þorragötu að flugvallarsvæðinu og síðan við Njarðargötu. Þessi tenging hefur verið inni á fyrri aðalskipulagstillögum borgar- innar, að sögn Bjarna Reynarssonar, aðstoðarskipulagssstjóra í Reykja- vík. Þrír aðilar undirrita tvö athuga- semdabréf vegna umferðarþunga við Miklubraut og fyrirhugaðs neð- anjarðarstokks. Auk undirskriftarlista 1.734 íbúa í Seljahverfi sendu 32 einstaklingar í hverfinu sérstakar athugasemdir við ofanbyggðarveginn. 2.204 íbúar í Voga- og Langholts- hverfum kröfðust þess á undirskrift- arlista að Álfheimum, Holtavegi og Skeiðarvogi milli Sæbrautar og Suð- urlandsbrautar verði breytt úr tengi- brautum ! safngötur og að fyrirhug- aðri staðsetningu Ósabrautar verði breytt, auk þess sem kennararáð Skjótt skipast veður í lofti gjóla og vottur af snjókomu. Krakkarnir sem starfa hjá Um- dagur sumarsins" á Norðaustur- og Austurlandi á meðan gærdag- urinn var með köldustu júnídögum sem verða. Sérstakt samspil hæðar og lægðar Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands má rekja þess- ar hitabreytingar til einstaks sam- spils hæðar og lægðar. Öflugt háþrýstisvæði kom frá suðaustri af Bretlandi. Loftið sem hæðin bar með sér var óvenju hlýtt sem sást best á því að á þriðjudag fór hiti dagsins víða í 22 til 25 stig á Norð- ur- og Austurlandi, mest 25,5 stig á Ejgilsstöðum. A sama tíma var ískalt loft að safnast saman við austurströnd Grænlands. Hæðin hélt hinsvegar kalda loftinu í skefjum og vamaði því að það fengi útrás suður á bóginn. í fyrrakvöld hélt svo hæð- in áfram ferð sinni vestur í átt að Suður-Grænlandi og þá gat kalda Vogaskóla og stjórn Sjálfsbjargar gerðu athugasemdir sama efnis. 25 mótmæla Geldinganesi Aðrar athugasemdir varðandi umferðarskipulag eru m.a. þess eðlis að 28 íbúar við Stakkhamra og Vest- hverfisdeild Akureyrarbæjar sáu að ekki þýddi annað en taka fram vetrarfatnaðinn að nýju þar sem þau voru að hreinsa til í tijábeðum við Glerárgötu. Á myndinn má sjá þær Alís, Sól- veigu og Aðalbjörgu kappklædd- araðstörfum. loftið haldið óhindrað áfram ferð sinni suður á bóginn. Það sem skipti hins vegar sköpum var við Vestfirði myndaðist dálítil lægð á mörkum þessa misheita loftmassa. Um leið og hæðin fór vestur, dýpk- aði litla lægðin og barst til austn- orðausturs og hjálpaði hún við það að beina þessu ískalda heimskauta- lofti til landsins. Ekki einsdæmi Að sögn Einars Sveinbjörnsson- ar, veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands, þá er atburðarás sem þessi fátíð en alls ekkert eins- dæmi. Hið svokallaða Hákonar- hret í apríl 1963 kom einmitt I kjölfar svipaðs samspils hæðar og lægðar. I því hreti frysti og fór það illa með gróður. Björgvin Steinsson, forstöðu- maður Lystigarðsins á Akureyri, segir að ekki þurfi að hafa áhyggj- ur af gróðri svo lengi sem ekki fijósi. urfold mótmæla tengingu við Sunda- braut á mótum Strandvegar og Borgarvegar, einn aðili í Seljahverfi mótmælir tengingu frá Kópavogi inn á Skógarsel, stjórn húsfélags við Kleppsveg mótmælir umferðar- þunga á Sæbraut og íbúi í Rima- hverfí vill að Langarima verði lokað öðrum en strætisvögnum og bréf barst með mótmælum við umferð við Háaleitisbraut. Þá má nefna að 25 íbúar í Húsa-, Folda- og Engjahverfi hafa sent inn bréf með mótmælum landnýtingar í skipulagi á Geldinganesi. Bjarni Reynarsson, aðstoðar- skipulagsstjóri í Reykjavík, sagði að á mánudag verði athugasemdirnar lagðar fyrir fund skipulagsnefndar ásamt drögum að umsögnum en nefndin íjallar einnig um skipulagið og athugasemdir á tveimur fundum í júní. Þar með er ráðgert að umfjöll- un nefndarinnar ljúki og það verði sent borgarráði og komi síðan fyrir tvo fundi borgarstjórnar ! sumar. Væntanlega verði það sent skipu- lagsstjórn í byijun ágúst. Refsirétt- amefnd skipuð DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað refsiréttarnefnd til að vera ráðuneytinu til ráðgjafar á því rétt- arsviði og annast endurskoðun refsilaga. Nánar tiltekið eru föst verkefni nefndarinnar að fylgjast með rétt- arþróun á sviði refsiréttar, þar með talin ákvörðun viðurlaga vegna mis- munandi afbrota, og gera tillögur um breytingar á almennum hegn- ingarlögum og ákvæðum sérrefsi- laga eftir því sem ástæða þykir til. Einnig hefur ráðherra falið nefnd- inni að kanna sértaklega hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum almennra hegningarlaga um lík- amsmeiðingar og ákvæðum refsi- laga um ávana- og fíkniefnabrot. í refsiréttarnefnd eiga sæti Bene- dikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndar- innar, Atli Gíslason, hæstaréttar- lögmaður, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor, Ingibjörg Benediktsdótt- ir, héraðsdómari og Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismála- stofnunar ríkisins. Ritari nefndar- innar er Ragnheiður Harðardóttir, deildarstjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. ♦ ♦ ♦-- Andlát HELGA KRABBE LÁTIN er í Viborg í Danmörku Helga Krabbe, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur. Hún var á 93. aldursári. Helga flutti burt af Is- landi árið 1933 en hélt ævinlega tryggð við ættjörðina. í desember síðastliðnum gaf hún tæplega hálfa milljón króna til vegagerðar á Skeiðarársandi eftir að jökulhlaupið mikla rauf samgöngur um sandinn. Helga Krabbe fæddist í Kaup- mannahöfn 25. ágúst árið 1904. Hún var dóttir hjónanna Thorvalds Krabbe, fýrrum landsverkfræðings og vita- og hafnarmálastjóra, og Sigríðar Þorvaldsdóttur. Hún bjó á íslandi með foreldrum sínum fram- an af ævi og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924. Hún var síðasti eftirlifandi stúdent- inn úr sínum árgangi. Helga flutti til Danmerkur árið 1933. Hún var löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur og starfaði m.a. ! sendiráði íslands um tíma. Þá fékkst hún við málakennslu allt fram undir það síðasta. Fyrri maður Helgu var Helge Gad, lektor ! Ábenrá. Þau skildu. Seinni maður hennar var Ole Widd- ing sendikennari. Þau skildu fyrir allmörgum árum. Helga átti þUu börn, tíu barnabörn og tíu barna- barnaböm. Gjöf Helgu Krabbe til íslendinga varð kveikjan að greinaflokki Em- ars Laxness um Krabbefjölskylduna ) en fyrsta greinin birtist í Lesbók | Morgunblaðsins síðastliðinn laugar- | dag. Fleiri greinar munu birtast næstu laugardaga. 60 athugasemdir gerðar við aðalskipulag borgarinnar Úr blíðu niður í nísting skulda á 12 tímum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.