Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 13

Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 13 Morgunblaðið/Kristján DAVÍÐ Rúnar Gunnarsson, Haukur Grettisson og Sigurður Rún- ar Marinósson í hljóðveri Frostrásarinnar. Utvarpa allan sólarhringinn SUMARÚTVARP Frostrásarinnar hófst formlega 1. júní síðastliðinn en þetta er í fyrsta sinn sem útvarp- að er að sumarlagi. Eins og nafnið gefur til kynna hafa aðstandendur útvarpsstöðvarinnar einkum verið á ferðinni að vetrarlagi. „Við ætlum að útvarpa allan sólar- hringinn í allt sumar,“ segja þeir Davíð Rúnar Gunnarsson og Haukur Grettisson sem standa að Frostrás- inni ásamt Sigurði Rúnari Marinós- syni og Magnúsi Magnússyni. Frostrásin er til húsa á 3. hæð við Ráðhústorg 1 og ætlar útvarpsstöðin að taka virkan þátt í efla mannlíf á torginu. „Við verðum með tónleika á torginu, fáum vinsælar hljómsveit- ir til að spila þar og ætlum að efna til einhvers konar torgarteitis einu sinni í mánuði með margs konar uppákomum, hljómsveitum, grilli og útimarkaði svo eitthvað sé nefnt,“ segja Davíð Rúnar og Haukur. Útsendingar Frostrásarinnar nást á Akureyri og í næsta nágrenni og er tíðnin FM 98,7. Heimasíða Frost- rásarinnar er http://www.nett.is/ frostrasin. í gegnum hana er m.a. hægt að koma kveðjum á framfæri. Garðsláttuvélar Reykjavík: Ármúla 11 - Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka -Sími 461-1070 | ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Píanótón- leikar í Akureyrar- kirkju UNGUR píanóleikari, Árni Heimir Ingólfsson, heldur píanótónleika í safnaðarheimili Ákureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach, Olivier Messiaen og Richard Wagner. Auk þess flytur Arni Heim- ir nýtt verk eftir Atla Heimi Sveins- son, sem nefnist Agnus Dei, og var samið sérstaklega fyrir þessa tón- leika. Þetta verður í fyrsta sinn sem nýja verkið er flutt á Islandi, en tón- leikarnir verða endurteknir á höfuð- borgarsvæðinu um næstu helgi. Arni Heimir stundaði píanónám hjá Erlu Stefánsdóttur og Jónasi Ingimundarsyni, og útskrifaðist af tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð vorið 1993. Hann hefur síðan stundað nám hjá prófessor Lydiu Frumkin við Oberlin-tónlistar- háskólann í Bandaríkjunum, og hefur nýlokið B.Mus-námi í píanóleik og tónvísindum við þann skóla. Þá fékk hann sérstök verðlaun tónvísinda- deildarinnar fyrir lokaritgerð sína, sem fjallaði um orgelkonsert Jóns Leifs. Hann hefur auk þess hlotið margar aðrar viðurkenningar, meðal annars verðlaun sem heiðursfélag bandarískra tónlistarmanna, Pi Kappa Lambda, veitir nemendum fyrir framúrskarandi tónlistarhæfi- leika, og styrk úr Thors Thors-sjóðn- um fyrir komandi skólaár. I haust mun Árni Heimir hefja doktorsnám í tónvísindum við Harvard-háskóla. ----------» 4 4---- Krabbameinsf élag Akureyrar og nágrennis Heilsuhlaup í kvöld HEILSUHLAUP Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis verður á fjórum stöðum í Eyjafirði í kvöld, og hefst það kl. 19. Á Akureyri verður hlaupið í Kjamaskógi, í Ólafsfírði hefst hlaup- ið við Gagnfræðaskólann, á Grenvík við kaupfélagið og í Hrísey hefst hlauþið við sundlaugina. Á Dalvík verður hlaupið næstkomandi laugar- dag, 7. júní, og hefst kl. 12 við sund- laugina. Skráning hefst klukkustund fyrir hlaup. Upphitun hefst kl. 18.45 á þeim stöðum þar sem hlaupið verð- ur í kvöld. í tengslum við hlaupið á Akureyri verður boðið upp á strætis- vagnaferð fólki að kostnaðarlausu frá Ráðhústorgi kl. 18.30 í Kjarna- skóg og til baka að hlaupi loknu. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur efnt til heilsu- hlaups síðastliðin átta ár. Allur ferðamáti er leyfilegur, þátttöku- gjald er ekkert og að hlaupi loknu verður boðið upp á drykki í boði Frissa fríska. Á dögunum var hlaupið í Gríms- ey og tóku 30 manns þátt. 10 Flauelsblóm ikf 199,- fimmtudag til sunnudags 6 Fiölærar plöntur (að eigin vali) kr 20 Stjúpur likú1 ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.