Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 26

Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Tvær víddir tvísýn“ MYNPLIST Nýlistasafnið MÁLVERK Birgir Snæbjörn Birgisson, Sigtrygg- ur Bjarni Baldvinsson. Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 8. júní. Aðgangur ókeypis. ÁTT hafa sér stað drjúgar breytingar og uppstokkanir á hús- næði Nýlistasafnsins, sem vísar til framfara og eykur möguleika á sveigjanlegri framkvæmdum. Tveir nýir salir hafa verið opnað- ir, og hafa fengið nafnið Bjarti salur, þar sem áður var skrifstofa, og Svarti salur sem eykur á mögu- leika fyrir tæknileg verk og inn- setningar í myrkri. Þó eru þær viðhorfsbreytingar ánægjulegast- ar, að horfið hefur verið frá ein- stefnu fyrri ára og hugtakið sam- tímalist tekið til endurskoðunar. Um leið verða menn samstiga þeirri almennu skilgreiningu hug- taksins sem rýnirinn hefur endur- tekið vísað til á liðnum árum. Að samtímalist teljist öll lifandi og frjó myndsköpun frá styijaldar- lokum 1945. Einskorðast alls ekki við neina hreintrúarstefnu né af- markað svið eins og fámennur hópur einangrunarsinna og marsipanmarxísta hefur hingað til álitið hér á útskerinu. Kannski gerist þetta nokkuð seint, því eins og annars staðar á Norðurlöndum, hafa hin þröngu stefnumörk fælt listunnendur á burt, gvo víðast hvar hafa salirnir og listaverkin verið í skeggræðum við sig sjálf á almennum sýningartíma, hversu áhugaverðar sem þær hafa annars verið. Það er langt síðan rýnirinn hefur séð jafn mikið af málaralist í sölum safnsins og prýðir þá um þessar mundir. Málaralist sem er laus við að eltast við erlendar skammtímastefnur og leitar ein- ungis inn á við í sjálfan myndflöt- inn og grunnmál hans. Og eins og iðulega gerist í slíkum tilvikum, finnur skoðandinn jafn mikið og helst meira af ferskum nústraum- um í vinnubrögðunum og þegar gerendurnir eru í nokkurs konar launalausri þegnskylduvinnu hjá innlendum og útlendum bendiprik- um. Við lifum á tímum uppstokk- unar allra sjónrænna gilda, og er svo er komið verður að álíta það hreina íhaldssemi að halda fram einni stefnu, öllum æðri og rétt- hærri. Þetta virðast jafnaldrarnir tveir frá Akureyri gera sér grein fyrir og fara því sínar eigin leiðir í málverkinu, þótt þeir séu sér mjög meðvitandi um list dagsins og um leið fortíðar eins og op- inská skrif þeirra í sýningarskrá eru til vitnis um. Báðir eru þeir fæddir 1966 og skólaganga þeirra afar samstiga, stúdentar af mynd- listarbraut Menntaskólans á Ak- ureyri 1986 og eftir eitt ár við Myndlistarskólann þar í bæ innrit- uðust þeir í MHÍ, þar sem Sig- tryggur nam við málunardeild en Bjarni í grafíkdeild. Báðir hafa farið hægt af stað og er þetta þeirra stærsta framtak til þessa á vettvanginum, og þó hafa menn fylgst vel með þeim og myndir þeirra ratað á söfn. Birgir Snæ- björn gengur út frá sakleysinu í málverkum sínum, en þó því sak- leysi sem menn skilgreina helst með setningu Balzacs „Sakleysið, síst má án þess vera, en.“ Dúkar Birgis eru nefnilega á köflum hlaðnir erótík, þó með afar sak- lausu yfirbragði, og mjög á skjön við athafnirnar á þeim. Þar kemur þetta margfræga og afdrifaríka „en“ inn í hina tvíræðu skilgrein- ingu. Birgir málar í afar ljósum og viðkvæmum litatónum, svo að á stundum rétt greinir í hið hlut- vakta á myndfletinum og því þurfa dúkarnir sérstaka birtu og um- hverfi til að njóta sín til fulls. Það gera þær því miður sjaldnast á hinum hvítmáluðu veggjum Ný- listasafsins, og reynir óþarflega mikið á skoðandann ef hann á annað borð vill ná sambandi við þær. Hér hefði þurft að koma til sérstök innsetning á svipuðum nótum og hjá Kristínu Gunnlaugs- dóttir, þó frekar í heitum milli- grænum tónum, sem eru svo al- gengir í listhúsum jrtra. Ekki vant- - Gœðavara ( Gjafavara — malar og kaffístell. Allir verðílokkar. ^ : VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heiinsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versatc. Lóttu ekki minnihóttar lýti verað að stóru vandamóli. MARBERT ANTI - COUPEROSE EFFECT: Sérstök meðferð sem vinnur gegn roða og hóræðasliti. Með reglulegri notkun styrkjost héræðarnar og húðin fær eðlilegan litarhótt. ANTI - COUPEROSE EFFECI skilar undraverðum órongri. Kynning i Evitu, í Kringlunni i dag og ó föstudag. Glæsilegur kaupauki. SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson: Lauf, olía á léreft, 1996. ar þó að afar vel málaðar myndir séu á staðnum og hér vísa ég helst til tveggja; „Drengur að klifra" (1997) og „Hvít rotta“ (1996). Og þrátt fyrir að sjálf rottan sé allt annað en geðsleg er málun- arhátturinn þrunginn fegurð, hreinleika og sakleysi. - Sigtrygg- ur Bjarni á fátt sam- eiginlegt með félaga sínum annað en þá sérstöku fágun í vinnubrögðunum sem er kennimark beggja. Það er afar jafn og rólegur stígandi í verkum hans, og að því leyti eru vinnu- brögðin gædd meira öryggi, skilur hér á milli náms í grafík og málun. Myndefnin eru líka fjölþættari, þótt hann takmarki sig við þröngt svið og BIRGIR Snæbjörn Birgisson: Drengur að klifra, olía á léreft, 1997. byggi á nokkurs konar kerfi end- urtekinna smáatriða. Er þó alls óhræddur við að fólk flokki vinnu- brögðin undir skreyti. Allt mál- verk er að vissu marki skreyti, en það er allt annar handleggur að vera í bland við innri lífæðar grunnflatarins en yfirborðið eitt. Athygli vekja málverk sem sam- hverft jafnvægi einkennir, og há- mark þess kemur greiniiegast fram í myndinni „Lauf“ (1996), sem er framúrskarandi vel máluð. Sigtryggur er trúr hinu hreina sjálfhverfa málverki og skilur að listin er annað og meira en flipp, skemmtun og dægrastytting. Fyr- ir slíka skiptir myndefnið minna máli en útfærslan, sjálf blóðrík lifunin að baki pensilstrokanna. Sýning þeirra félaga er afar skýrt dæmi um unga málara á þroska- braut sem flýta sér hægt og láta ekki glepjast af stundarfyrirbær- um á listavettvangi. Bragi Ásgeirsson Lit- brigði efna MYNPLIST Tuttugu fcrmetr- ar, Vcsturgötu lOa kjallari INNSETNING TUMIMAGNÚSSON Opið miðvikudaga-sunnudaga kl. 15-18018. júní. Aðgangur ókeypis. HVAÐ getur verið líkt með hafragraut og heróíni eða hæsnaskít og handsápu ann- að en lítill litbrigðamunur og sameiginlegur upphafsstafur. í innsetningu Tuma eru fjórir litafletir sem standa fyrir til- tekin heiti. Tumi vinnur með allt rýmið og eru litafletirnir gerðir með málningarsprautu beint á veggina. Blæbrigði lita fyrrnefndra heita eru bor- in saman innbyrðis þar sem tveir fletir mætast í sitthvoru horni rýmisins. Hér er ekki um tilviljanakennda litanotk- un að ræða, heldur blandar Tumi lit sem líkist mest upp- runalegu efni. Heiti litaflet- ana sem hann gerir afhjúpa þá samstundis og myndlík- ingin verður tákn um ákveðið efni. Stórir fletirnir eru úðað- ir með venjulegri veggmáln- ingu til þess að þeir dreifist vel og samlagist rýminu. Samtóna litir efnanna virðast renna saman þar sem þeir mætast en eru aðskildir hver á sínum vegg. Veggmálverkin eru loft- kennd í rýminu, litir þeirra eru skýrastir þar sem fletir mætast en fjara síðan smám saman út og samlagast hvít- um lit veggjana. Framsetn- ing málverkana sem Tumi vinnur í innsetningu sinni er nálgun við litbrigði ólíkra efna. Hann framkallar efnin á veggi rýmisins með máln- ingu sem áhorfandinn leitast síðan við að kalla fram í huga sér. Hulda Ágústsdóttir Byrjað í Maí ‘97 September ‘97 HAWAIIPACIFIC UNIVERSITY Nám í U.6.A. ♦ ALÞJÓÐLEGT YFIRBRAGÐ: Nemcndur frá öllum 50 fylkjum Dandaríkjanna og 90 öðrum löndum. ♦ EINSTAKLINGURINN í FYRIRRÚMI: Meðalfjöldt í bekk er 22 ♦ AKADEMÍSK NÁMSKRA: Valið úr meira en 40 aðalnámsgreinum. 4 NÁMSKRÁÐUR: MBA, MSIS, MA ♦ HLUTASTARF: Möguleiki á launuðu hlutastarfi, einskonar starfsþjálfun í viðkomandi fagi. HPU inntökukröfur: ♦ Fyrir Bachelor- gráðu: „High Scool“ gráða, stúdentspróf eða sambærileg menntun. ♦ Fyrir Master-gráðu: Bachelor-gráða eða sambærileg frá viðurkenndum háskóla í ýmsum greinum. KYNNINGARFUNDUR & GLÆRUR SÝNJ4AR þriðjudctginn 25- tnars 1997 k.L 19, á Hvantmi á Graná Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 568 9000. Rétt val á cedri menntun í U.S.A. VIÐTÖL við Stephen Wright samkvæmt pönlun, miðvikudaginn 26. mars 1997frá kL 15-21 ci Grand Hótel Reykjavík. Enginn aðgangseyrir. Foreldrar og nemendur velkomnir. HAWAIIPACIFIC UNIVERSITY 1164 Bishop Street, Honotulu, Hawaii 96813, U.S.A. Sími 00 1 808544 0238. Fax 00 1 808 544 1136 E-maiV admissions@hpu.edu Heimasíða: http://wivw.hpu.edu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.