Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 33

Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNf 1997 33 AÐSENDAR GREINAR Samkeppni þörf á fjarskiptamarkaði Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17:00, UM SIÐUSTU ára- mót var Póst- og síma- málastofnun breytt í hlutafélag. Þeirri formbreytingu ber að fagna en fyrirtækið er þó ennþá að fullu í eigu ríkisins og því ber rík- isvaldið ákveðna ábyrgð á hlutafélag- inu. Það er því nauð- synlegt að ríkisvaldið og yfirstjórn Pósts og síma vandi til verka þegar fyrirtækið hefur samkeppni við önnur fyrirtæki. Sé það ekki gert og hefðbundnir einokunartilburðir not- aðir, dregur það úr trú almennings á gildi þess að formbreyta ríkisfyrir- tækjum í hlutafélög. Óeðlileg samkeppni Því miður hefur Pósti og síma hf. ekki tekist sem skyldi að fóta sig á samkeppnismarkaði og bera níu úrskurðir frá Samkeppnisstofn- un því glöggt vitni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fyrirtæki á sam- keppnismarkaði að keppa við hluta- félag sem er að fullu í eigu ríkisins og virðir ekki þær almennu sam- keppnisreglur sem á markaðnum gilda. Ennþá verra er þegar fyrir- tækið, til viðbótar því að stunda samkeppni við einkaaðila, sér um að reka þá grunnþjónustu sem allir keppinautar þess þurfa að nota. Nýr úrskurður Samkeppnisstofnunar í nýjum úrskurði Samkeppnis- stofnunar er tekið á Internetþjón- ustu Pósts og síma og ýmsar at- hugasemdir gerðar við þá þjón- ustu. Þegar Póstur og sími hóf að veita þessa þjónustu voru ýmsir sem gerðu athugasemdir við að- ferðir fyrirtækisins við þá sam- keppni. Meðal annars voru gerðar athugasemdir við að Póstur og sími nýtti miklar tekjur af farsímaþjón- ustu til 'að niðurgreiða kostnað við Internetþjónustuna. Einnig voru p-erðar athugasemdir við það að Póstur og sími sagðist hafa komið upp sér- stökum innhringibún- aði á landsbyggðinni og gæti því boðið lægra verð á sím- kostnaði sem aðrir á Internetmarkaðnum áttu ekki möguieika á að bjóða upp á. Gagnrýni ekki tekin til greina Þrátt fyrir mikla gagnrýni létu Póstur og sími og samgöngu- ráðherra hana sem vind um eyru þjóta. Svo langt var gengið að réttu máli var hallað varðandi innhringibúnaðinn til að losna und- an frekari gagnrýni. í stað þess að skýra rétt frá nýtti Póstur og sími sér þá aðstöðu að hafa símkerfið í Virk samkeppni er, að mati Viktors B. Kjart- anssonar, bezta trygg- ingin fyrir lægra verði. sinni eigu, bauð upp á sérstakan símtalsflutning og seldi viðskipta- vinum sínum þjónustuna á 1,12 krónur á mínútu á meðan önnur Internetfyrirtæki þurftu að greiða 4,15 krónur fyrir sömu þjónustu. Þetta eru vinnubrögð sem ganga ekki upp í nútíma markaðssamfé- lagi og eru ekki til þess fallin að styrkja þá sem vilja beita sér fyrir hlutafélagavæðingu í ríkiskerfinu. Hvað er til ráða? Til þess að tryggja virka sam- keppni á póst- og fjarskiptamarkaði þarf að skipta Pósti og síma upp í nokkur smærri hlutafélög. Þannig þyrfti grunnþjónustan að vera sér- stakt hlutafélag sem sér um rekstur allrar grunnþjónustu Pósts og síma og selur öðrum fyrirtækjum aðgang að símakerfinu. Stofna þyrfti sér- Viktor B. Kjartansson stakt hlutafélag um rekstur tal- símans, annað um farsímakerfin NMT og GSM, og einnig sérstakt hlutafélag um rekstur gagnaflutn- ingsþjónustu Pósts og síma. A póst- sviðinu þyrfti einnig að stofna sér- stakt hlutafélag. Einhverjir kunna að halda því fram að verð þjón- ustunnar myndi hækka við þetta en á móti því má benda á að að- gerð sem þessi myndi efla virka samkeppni og hún er besta trygg- ingin fyrir lægra verði og meiri gæðum. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi. sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. Practical 3ja dyra Hatcback. verð kr. 1.249.ooo Kynntu þér einnig hinar 3 gerðirnar ítarlegar upplýsingar um , . , , ,,,, . ^«,, r*. .*tt ft •» MAZDA eru a heimasiðu i MAZDA 323 rjolskylaunni! okkar: ww.raesir.is Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSAh£ M HF Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs skúlagötu 59, sImi sai 9550 Mörulisti RV «97-199» RV-starísvörur fyrlr alla vinnustaði Hefur |íú séð nýja vörulistann frá Rekstrarvörum? Vörulisti RV 1997-1998: Ómissandi vinnubók við dagleg innkaup! Pöntunarsími 587 5554 i örV9qf á 2 Ve"«a n Vlnn“mðum Rekstrarvörur • Réttarhálsi 2*110 Reykjavík * Sími 587 5554 • Fax 587 7116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.