Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNf 1997 33 AÐSENDAR GREINAR Samkeppni þörf á fjarskiptamarkaði Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17:00, UM SIÐUSTU ára- mót var Póst- og síma- málastofnun breytt í hlutafélag. Þeirri formbreytingu ber að fagna en fyrirtækið er þó ennþá að fullu í eigu ríkisins og því ber rík- isvaldið ákveðna ábyrgð á hlutafélag- inu. Það er því nauð- synlegt að ríkisvaldið og yfirstjórn Pósts og síma vandi til verka þegar fyrirtækið hefur samkeppni við önnur fyrirtæki. Sé það ekki gert og hefðbundnir einokunartilburðir not- aðir, dregur það úr trú almennings á gildi þess að formbreyta ríkisfyrir- tækjum í hlutafélög. Óeðlileg samkeppni Því miður hefur Pósti og síma hf. ekki tekist sem skyldi að fóta sig á samkeppnismarkaði og bera níu úrskurðir frá Samkeppnisstofn- un því glöggt vitni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fyrirtæki á sam- keppnismarkaði að keppa við hluta- félag sem er að fullu í eigu ríkisins og virðir ekki þær almennu sam- keppnisreglur sem á markaðnum gilda. Ennþá verra er þegar fyrir- tækið, til viðbótar því að stunda samkeppni við einkaaðila, sér um að reka þá grunnþjónustu sem allir keppinautar þess þurfa að nota. Nýr úrskurður Samkeppnisstofnunar í nýjum úrskurði Samkeppnis- stofnunar er tekið á Internetþjón- ustu Pósts og síma og ýmsar at- hugasemdir gerðar við þá þjón- ustu. Þegar Póstur og sími hóf að veita þessa þjónustu voru ýmsir sem gerðu athugasemdir við að- ferðir fyrirtækisins við þá sam- keppni. Meðal annars voru gerðar athugasemdir við að Póstur og sími nýtti miklar tekjur af farsímaþjón- ustu til 'að niðurgreiða kostnað við Internetþjónustuna. Einnig voru p-erðar athugasemdir við það að Póstur og sími sagðist hafa komið upp sér- stökum innhringibún- aði á landsbyggðinni og gæti því boðið lægra verð á sím- kostnaði sem aðrir á Internetmarkaðnum áttu ekki möguieika á að bjóða upp á. Gagnrýni ekki tekin til greina Þrátt fyrir mikla gagnrýni létu Póstur og sími og samgöngu- ráðherra hana sem vind um eyru þjóta. Svo langt var gengið að réttu máli var hallað varðandi innhringibúnaðinn til að losna und- an frekari gagnrýni. í stað þess að skýra rétt frá nýtti Póstur og sími sér þá aðstöðu að hafa símkerfið í Virk samkeppni er, að mati Viktors B. Kjart- anssonar, bezta trygg- ingin fyrir lægra verði. sinni eigu, bauð upp á sérstakan símtalsflutning og seldi viðskipta- vinum sínum þjónustuna á 1,12 krónur á mínútu á meðan önnur Internetfyrirtæki þurftu að greiða 4,15 krónur fyrir sömu þjónustu. Þetta eru vinnubrögð sem ganga ekki upp í nútíma markaðssamfé- lagi og eru ekki til þess fallin að styrkja þá sem vilja beita sér fyrir hlutafélagavæðingu í ríkiskerfinu. Hvað er til ráða? Til þess að tryggja virka sam- keppni á póst- og fjarskiptamarkaði þarf að skipta Pósti og síma upp í nokkur smærri hlutafélög. Þannig þyrfti grunnþjónustan að vera sér- stakt hlutafélag sem sér um rekstur allrar grunnþjónustu Pósts og síma og selur öðrum fyrirtækjum aðgang að símakerfinu. Stofna þyrfti sér- Viktor B. Kjartansson stakt hlutafélag um rekstur tal- símans, annað um farsímakerfin NMT og GSM, og einnig sérstakt hlutafélag um rekstur gagnaflutn- ingsþjónustu Pósts og síma. A póst- sviðinu þyrfti einnig að stofna sér- stakt hlutafélag. Einhverjir kunna að halda því fram að verð þjón- ustunnar myndi hækka við þetta en á móti því má benda á að að- gerð sem þessi myndi efla virka samkeppni og hún er besta trygg- ingin fyrir lægra verði og meiri gæðum. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi. sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. Practical 3ja dyra Hatcback. verð kr. 1.249.ooo Kynntu þér einnig hinar 3 gerðirnar ítarlegar upplýsingar um , . , , ,,,, . ^«,, r*. .*tt ft •» MAZDA eru a heimasiðu i MAZDA 323 rjolskylaunni! okkar: ww.raesir.is Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSAh£ M HF Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs skúlagötu 59, sImi sai 9550 Mörulisti RV «97-199» RV-starísvörur fyrlr alla vinnustaði Hefur |íú séð nýja vörulistann frá Rekstrarvörum? Vörulisti RV 1997-1998: Ómissandi vinnubók við dagleg innkaup! Pöntunarsími 587 5554 i örV9qf á 2 Ve"«a n Vlnn“mðum Rekstrarvörur • Réttarhálsi 2*110 Reykjavík * Sími 587 5554 • Fax 587 7116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.