Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 35
-áætlunarinnar minnzt
fram, að Evrópa hefði hvort sem er
náð sér fljótlega upp úr þeim öldu-
dal, sem hún var í á þessum tíma,
og að Bandaríkin hefðu verið að
þjóna eigin hagsmunum með því að
styrkja markaði fyrir sínar eigin
framleiðsluvörur. Bandaríkjastjórn
hafi einnig séð sér hag í því að veija
fé til þess að sporna gegn hættunni
frá Sovétríkjunum og kommúnism-
anum.
Þekktasti sagnfræðingurinn, sem
dregur mikilvægi Marshall-aðstoðar-
innar í efa er Alan S. Milward, en
hann telur efnahagsaðstoð Banda-
ríkjamanna ekki hafa verið nægilega
víðtæka til að ná markmiði sínu.
Þjóðir Vestur-Evrópu hafi af eigin
rammleik komið sér út úr þrenging-
unum. Viðreisnin hafi þegar verið
komin vel á veg áður en fjárstuðn-
ingur Bandaríkjanna kom
til sögunnar. Það eina sem
Marshall-áætlunin hafi
áorkað hafi verið að gera
stjórnvöldum þátttöku-
ríkjanna kleift að jafna
viðskiptahallann við doll-
arasvæðið í alþjóðaviðskiptunum og
tryggja þannig varanlegan efna-
hagsbata.
Einnig er sú skoðun útbreidd, að
Bandaríkin hefðu notið góðs af áætl-
uninni, þar sem þau þurftu að finna
störf handa uppgjafahermönnum og
að beina iðnaði landsins aftur frá
hergagnaframleiðslu.
Orð Williams L. Clayton, þáver-
andi aðstoðarráðherra efnahagsmála
í bandarísku ríkisstjórninni, ýta stoð-
um undir þessa kenningu, en hann
sagði: „Við skulum viðurkenna
hreinskilnislega að markmið okkar
byggjast á þörfum og hagsmunum
bandarísku þjóðarinnar. Við þörfn-
umst markaða - stórra markaða -
til að stunda viðskipti á.“
Ný Marshall-aðstoð fyrir
Mið- og Austur-Evrópu?
Spurningin um „nýja Marshall- .
áætlun“ til hjálpar ríkjum Mið- og
Austur-Evrópu, sem um þessar
mundir beijast við að bæta sér upp
að hafa dregizt áratugi aftur úr
efnahagsþróun landanna í vestur-
hluta álfunnar, var rædd á sameig-
inlegum leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins og Bandaríkjanna, sem
fram fór að morgni sama dags og
fyrrnefnd minningarathöfn um
Marshalláætlunina fór fram, en slík-
ir leiðtogafundir eru haldnir á hálfs
árs fresti.
í viðræðunum á fundinum 28. maí
s!. sagði Clinton að nauðsynlegt
væri að einkageirinn í hinum ríku
löndum vestursins fjárfesti meira í
austantjaldslöndunum fyrrverandi til
viðbótar við þá aðstoð sem þessi lönd
þiggja nú þegar. Á sameiginlegum
blaðamannafundi Clintons forseta,
Wims Kok forsætisráðherra Hol-
lands, og Jaeques Santer, forseta
framkvæmdastjórnar ESB, að fund-
inum loknum gengu leiðtogarnir ekki
svo langt að lýsa yfir nýrri Marsh-
alláætlun til hjálpar Austur-Evrópu.
Wim Duisenberg, seðlabankastjóri
Hollands, varaði nýlega við því að
Marshall-áætlunin væri
höfð að fyrirmynd fyrir
aðstoð sem veita skuli
Mið- og Austur-Evrópu-
ríkjunum, þar sem þar sé
ekki um það að ræða að
hjálpa til við uppbyggingu
skipulags sem þegar er fyrir hendi,
eins og tilfellið var í Vestur-Evrópu
fyrir hálfri öld, heldur frekar að búa
til alveg nýtt kerfi sem taki við af
úreltu skipulagi áætlanabúskapar-
ins. En til þess að setja stærðar-
gráðu efnahagsaðstoðar Bandaríkj-
anna milli 1948 og 1952 í samhengi
sagði Duisenberg:
„Ef iðnríkin tækju sig saman um
að skila sambærilegu hjálparátaki
og flyttu einn hundraðshluta lands-
framleiðslu sinnar til Austur-Evrópu
myndi straumur hjálpargagna til
þessa svæðis nema yfir 170 milljörð-
um bandaríkjadala á ári.“
ísland og
Marshall-aðstoðin
„Það er kaldhæðni örlaganna að
hlutur íslendinga skyldi hafa orðið
hlutfallslega mestur af öllum þeim
Evrópuþjóðum sem þáðu efnahags-
aðstoð Bandaríkjastjórnar á árunum
1948-1953,“ skrifar Valur Ingi-
mundarson sagnfræðingur í nýlegri
bók sinni um samskipti ísiands og
Bandaríkjanna á tímabilinu 1940-
1960.
Árið 1939 voru íslendingar fátæk-
asta þjóðin í Norður-Evrópu, en árið
1945 var hún orðin ein hinna efnuð-
ustu. íslendingar höfðu stórhagnazt
á hildarleiknum í skjóli hernáms
Breta og Bandaríkjamanna meðan
eyðilegging stríðsins lagði efnahag
meginlandsþjóðanna í rúst.
Hér var þó um tímabundið ástand
að ræða. Ljóst var að erfitt yrði að
halda þeim lífskjörum til frambúðar
sem þjóðin hafði vanizt á stríðsárun-
um. Ástandið í efnahagsmálum
versnaði verulega árið
1946, þegar tók fyrir freð-
fisksölu til Bretlands og
síldveiðar brugðust ger-
samlega. Á sama tíma
varð ekkert lát á innflutn-
ingi til íslands vegna hins
háa gengis. Hratt gekk á gjaldeyris-
sjóð landsmanna árin 1945-1947.
Með þessu áframhaldi blasti við að
stjórnvöld yrðu að grípa til aðgerða
sem þýddu mikla kjaraskerðingu
fyrir landslýð.
Þótt ísland uppfyllti ekki öll upp-
runalega yfirlýst skilyrði fyrir aðild
að hinni evrópsku endurreisnaráætl-
un Bandaríkjastjórnar var hernaðar-
mikilvægi íslands metið það mikið
meðal bandarískra ráðamanna, auk
þess að þjóðin naut velvildar þeirra,
að sjálfsagt þótti að ísland nyti einn-
ig góðs af bandarískri efnahagsað-
stoð þegar kreppuástand blasti við
í kjölfar stríðsgróðaáranna. Markmið
áætlunarinnar um að stöðva sókn
kommúnista átti að mati bandarískra
sendimanna á íslandi einnig við hér;
þeir óttuðust að sósíalistaflokkurinn
næði að auka fylgi sitt til muna og
kæmist jafnvel aftur í stjórn ef þeir
íslenzku stjórnmálamenn, sem voru
hliðhollir Bandaríkjunum, yrðu gerð-
ir ábyrgir fyrir óvinsælum stjórn-
valdsaðgerðum sem við blasti að
grípa þyrfti til.
Að þiggja erlenda aðstoð virtist
íslenzkum stjórnvöldum við aðstæð-
ur ársins 1947 þannig í senn álitleg-
ur kostur og réttlætanlegt innan
ramma Marshall-aðstoðarinnar.
Efnahagsaðstoðin
olli þáttaskilum
Þegar upp var staðið nam efna-
hagsaðstoðin, sem íslendingar þáðu
frá Bandaríkjunum sem þátttakend-
ur í Marshall-áætluninni, 38,6 millj-
ónum bandaríkjadala, þar af voru
29,8 milljónir óafturkræf framlög.
Eins og áður segir voru þetta hæstu
upphæðir, sem nokkur þjóð sem þátt
tók, fékk í sinn hlut ef miðað er við
höfðatölu.
Fyrir utan sósíalista telja flestir
þeir sem skrifað hafa um Marshall-
áætlunina á íslandi að hún hafi
valdið þáttaskilum. Þótt fullyrða
megi að þjóðin hefði getað staðið
af sér krepputímabilið 1948 til 1950
er alveg ljóst að án
Marshall-aðstoðarinnar
hefði orðið hér stórfelld
kjaraskerðing. Marshall-
aðstoðin var veitt ekki
sízt með það að markmiði
að efla alþjóðaviðskipti;
að hindra að Evrópuríki féllu aftur
í þá gryfju að reka haftastefnu og
sjálfsnægtabúskap. Þótt innflutn-
ingur til íslands hafi aukizt mikið
á árunum eftir stríð og landið orðið
síháðara alþjóðaviðskiptum, þreifst
samt haftabúskapur hér sem annars
staðar í Evrópu, sem tók áratugi
að afnema. Með tilurð stofnana á
borð við Evrópska efnahagssvæðið
og Heimsviðskiptastofnunina má
segja að þessi markmið Marshall-
áætlunarinnar hafi loks náð fram
að ganga.
Heimildir: Reuters] Foreign Affairs; The Int-
ernational Herald Tribune, Newsweek, The
New York Tinies; Valur Ingimundarson: í
eldlími kalda stríðsins - Samskipti íslands
og Bandaríkjanna 1940-1960; Gunnar Á.
Gunnarsson: ísland og Marshalláætlunin
194S-19Ö3. (Satra. tímarit Sögufélags
XXXIV. 19961.
Efnahagsað-
stoðin 6.000
milljarðar kr.
að núvirði
Fiýtti bata
V-Evrópu en
jók á skipt-
ingu álfunnar
einstök ríki tvíhliða samning við rík-
isstjórn Bandaríkjanna um ráðstöfun
þeirrar aðstoðar sem viðkomandi ríki
var úthlutað. Sérstök stjórnarskrif-
stofa í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu, ECA (Economic Cooperati-
on Administratiorí), sá um efnahags-
aðstoðina af hálfu Bandaríkjastjórn-
ar, en deildir hennar störfuðu í sendi-
ráðum Bandaríkjanna, þar á meðal
í Reykjavík. Á grundvelli slíkra
samninga gerðu ríkisstjórnir þátt-
tökuríkja síðan framkvæmdaáætlan-
ir um fjárfestingar í atvinnulífi.
Donald Johnston, aðalfram-
kvæmdastjóri OECD, segist sann-
færður um að allur heimurinn, ekki
aðeins Evrópa, hafi sitthvað að læra
af Marshall-áætluninni.
„Arfleifð [áætlunarinnar] er afurð
fyrirhyggju þeirra, sem gerðu sér
grein fyrir að varanlegan frið, vel-
megun og öryggi er hægt að veija
með hernaðarmætti, en er aðeins
hægt að öðlast með efnahagslegri
þróun og samvinnu,“ sagði hann
nýlega í ræðu.
Sagnfræðingar ekki
á einu máli
rið 1950 hlutu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um veggspjald, sem
'na átti anda Marshall-áætlunarinnar.
aða efnahagsstefnu áætl-
ana- og sjálfsnægtabúskap-
ar, eins og einkenndi við-
skiptalíf í álfunni fyrir stríð,
og ykju samstarf sín á milli
í efnahagsmálum almennt.
Ut úr þessari áskorun
Marshalls var Efnahagss-
amvinnustofnun Evrópu
(OEEC) sett á laggirnar, en
Efnahags- og þróunarstofn-
unin, OECD, er beinn arf-
taki hennar. Stofnunin
skipulagði samstarf Vestur-
Evrópurikja um skiptingu
efnahagsaðstoðar Banda-
ríkjanna og þróun fijálsari
viðskiptahátta í álfunni, og
átti sinn þátt í því að Sovét-
ríkin fúlsuðu við boði um
þátttöku í áætluninni og sáu
til þess að ekkert land á
áhrifasvæði þeirra þáði boð-
ið heldur. Austurríki, sem á
þessum tíma var undir
hernámsstjórn allra sigur-
veldanna fjögurra, þakkar
það þátttökunni í Marshall-
áætluninni að landið skyldi
sleppa við þau örlög sem
önnur lönd, sem Rússar
hersátu, hlutu.
Ríkisstjórnir 16 Evrópuríkja féll-
ust á að taka þátt í svonefndri við-
reisnaráætlun Evrópu (ERP -
European Recovery Programmé),
eins og Marshall-áætlunin var form-
lega nefnd. Þátttaka hlutaðeigandi
ríkja var tvíþætt. Annars vegar fólst
hún í aðild að Efnahags- og sam-
vinnustofnuninni. Hins vegar gerðu
Bill
Clinton
George C.
Marshall
Hálf öld liðin
on Bandarikjaforseti minntist Marshall-
marinnar við hátíðahöld í Ilollandi í til-
af 50 ára afmæli áætlunarinnar. Hún er
d við Marshall, sem var utanríkisráðherra
laríkjanna 1947-1949. Hann var forseti
áðs bandaríska landhersins öll stríðsárin
og varnarmálaráðherra 1950-1951.
Samvinna skilyrði
aðstoðar
í ræðu sinni 5. júní 1947 sagði
Marshall að frumkvæðið að sam-
starfsáætlun um endurreisn Evrópu
yrði að koma frá Evrópumönnum
sjálfum. Skilyrðið fyrir því að Banda-
ríkin hjálpuðu væri að Evrópuríkin
létu af því að reka einangrunarsinn-
Sagnfræðingar eru ekki á einu
máli um hvort áætlunin hafi frekar
þjónað hagsmunum Bandaríkjanna
eða Evrópu, og heldur ekki hvort
hvatarnir að baki henni hafi frekar
verið pólitísks eða efnahagslegs eðlis.
En eitt er ljóst nú, fimmtíu árum
síðar, þegar fleiri og fleiri lönd bíða
þess að fá að gerast aðilar að Evr-
ópusambandinu - að grundvallar-
hugmyndirnar um samstarf ríkja,
sem Marshall-áætlunin byggðist á,
hafa þjónað sem fyrirmynd að síðari
tíma alþjóðlegum samstarfssamn-
ingum. Rekja má uppruna mikilvæg-
ustu samstarfsstofnana Vestur-
landa, hvort sem er á efnahags- eða
öryggissviðinu - OECD, Evrópu-
sambandsins og Atlantshafsbanda-
lagsins - til þeirra hugmynda sem
lagðar voru til grundvallar endur-
reisnaráætlun Evrópu, Marshallá-
ætluninni.
Áhrif Marshalláætlunarinnar á
þróun evrópskrar samvinnu - eða
samruna - eru þó hvorki einföld né
augljós, eins og sagnfræðingurinn
David Reynolds bendir á í Foreign
Affairs. Árið 1947 spillti hún sam-
skiptum risaveldanna tveggja enn
meir en orðið var og steypti skipt-
ingu álfunnar í fastari skorður. Inn-
an Vestur-Evrópu er vafasamt að
efnahagsaðstoð Bandaríkjanna hafi
nýtzt sem raunverulegur samruna-
hvati. Til þess voru upphæðirnar sem
um var að ræða of litlar og viðkom-
andi Evrópulönd of ólík. En óbein
áhrif bandarísks þrýstings á evr-
ópskar ríkisstjórnir voru töluverð.
Þýðingarmest í þessu sambandi er
að Marshallaðstoðin átti verulegan
þátt í að „kaupa“ stuðning Frakka
við efnahagslega endurreisn Þýzka-
lands og að sannfæra franska stjórn-
málaleiðtoga um að vænlegast væri
að Frakkland ætti náið samstarf við
Þýzkaland um langtímalausnir á
efnahags- og öryggisvandamálum
Evrópu.
Misjafnt mat á mikilvægi
áætlunarinnar
Sú söguskoðun er útbreidd og ef
til vill ríkjandi í Bandaríkjunum, að
örlæti og höfðingskapur Bandaríkj-
anna hafi reist Evrópu á fætur er
hún var komin að fótum fram og
með Marshall-áætluninni hafi
grunnurinn að núverandi velmegun
verið lagður.
Þeir sem þannig telja að Marshall-
áætlunin hafi gegnt lykilhlutverki í
viðreisn Vestur-Evrópu, svo sem
Michael J. Hogan, eru þeirrar skoð-
unar að Marshall-áætlunin hafi skipt
sköpum fyrir aðildarríki OEEC. Hún
hafi tryggt innflutning á nauðsynja-
vöru á krepputímum, komið í veg
fyrir framleiðslustöðvun vegna tíma-
bundins skorts á fjárfestingarvöru
og örvað ijárfestingu. Þetta hefði
ekki aðeins leitt til stóraukinnar
framleiðni og eflt viðskipti aðildar-
ríkjanna heldur lagt grundvöllinn að
mesta velmegunarskeiði í sögu Vest-
ur-Evrópu.
En sumir sagnfræðingar halda því