Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 39 •
AÐSENDAR GREIIMAR
LEITIN að tilgangi
lífsins er nafn á bók
sem út kom fyrir jól
og Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir þýddi.
Lítil bók, tæpar 140
síður í mórauðri kápu.
En hún hafði með-
mæli. Páll Skúlason
prófessor bað menn að
lesa hana. Hún kynnir
lífsspeki dr. Frankls í
Vínarborg.
Hún flutti formála
eftir amerískan pró-
fessor, Gordon W.
Allport. Hann er
kynntur sem fyrrver-
andi prófessor í sálar-
fræði við Harvardháskóla og í far-
arbroddi höfunda og kennara á sínu
sviði: Það var einkum fyrir braut-
ryðjendastörf prófessors Allports
að hinar mikilvægu kenningar dr.
Frankls voru kynntar í Bandaríkj-
unum.
Hólmfríður segir í eftirmála þýð-
ingar sinnar:
„Eg hef kosið að kalla kenningu
Frankls lógóþerapíu. Gríska orðið
logas hefur verið þýtt á marga
vegu, t.d. orð, merking, rök en
Frankl þýðir það með tilgangi
(meaning)."
Kjarninn í kenningu Frankls er
sá að hamingja mannsins sé undir
því komin að hann finni líf sitt
hafa tilgang, að hann viti til hvers
hann lifir.
Þessi tilgangur er þannig tilkom-
inn að maðurinn er ábyrgur fyrir
einhveiju. Abyrgð og tilgangur
veita verkefni.
Frankl telur að vegna tilgangs-
leysis fari fjöldi manns á mis við
lífsgleði og lífsnautn. Þetta er böl
aldarinnar. Afbrot ýmiskonar og
neyslu áfengis og annarra eiturlyfja
má oft rekja þangað.
Það er kannske ógætilegt af mér
að fullyrða að dr. Frankl telji að
manneskjunni líði best ef hún á í
tvísýnni baráttu fyrir það sem hún
ábyrgist. Samt held ég að það sé
ekki fjarri sanni.
Gordon Allport segir svo í for-
mála sínum:
„Dr. Frankl segir í
þessari bók frá þeirri
reynslu sem leiddi til
þess að hann upp-
götvaði lógóþerapíu.
Langvarandi fangavist
í dýrslegum fangabúð-
um rændi hann öllu
nema lífinu sjálfu. Fað-
ir hans, móðir, bróðir
og eiginkona dóu í
fangabúðum eða voru
send í gasklefann.
Hann missti alla fjjöl-
skylduna nema eina
systur í fangabúðun-
um.“
Viktor Frankl talar
um uppgjafasýkina
sem alþekkt var í fangabúðunum.
Hún lýsti sér svo „að fangarnir
neituðu allt í einu að fara á fætur
klukkan 5 og halda til vinnu en
héldu kyrru fyrir í skálanum í
Eyða má barlómi og
bölmóði en vekja lífstrú
og lífsnautn, segir
Halldór Kristjánsson
frá Kirkjubóli um
bók Yiktors Frankl
og lífsspeki hans.
hlandblautum og saurugum hálmi.
Þeim varð ekki þokað, hvorki með
góðu né illu. Og svo gerðist hið
dæmigerða. Þeir drógu sígarettu
djúpt upp úr vasa sínum og fóru
að reykja. Þá vissum við að þeir
mundu deyja innan tveggja sólar-
hringa eða þar um bil. Tilfínningin
um tilgang var horfin og stund-
arfróun var komin í hennar stað.
Minnir þetta okkur ekki á svipað
fyrirbrigði sem við sjáum daglega?
Eg á við unglingana sem tala um
sjálfa sig sem „framtíðarlausa"
kynslóð. Þeir hugga sig að vísu
ekki við sígarettu - heldur eiturlyf.
Eiturlyfjaneysla er í raun ein hlið
almennara vandamáls, þ.e.a.s. til-
gangsleysistilfinningar vegna þess
að frumþörfum okkar hefur ekki
verið fullnægt. Tilfinning fyrir til-
gangsleysi er á hinn bóginn orðið
útbreitt vandamál í iðnvæddum
ríkjum."
Síðan segir Frankl frá atvinnu-
lausu fólki og ellilífeyrisþegum sem
þjáðust af þunglyndi. „Menn settu
samasemmerki á milli þess að vera
atvinnulausir og gangslausir og á
milli þess að vera gagnslausir og
að líf þeirra væri tilgangslaust.
Þunglyndið hvarf þegar mér tókst
að telja sjúklingana á að taka þátt
í æskulýðsstarfi, fullorðinsfræðslu,
sækja almenningsbókasöfn og þess
háttar, í stuttu máli að fylla langan
frítíma með einhvers konar ólaun-
uðu en mikilvægu starfi. Þunglynd-
ið hvarf þótt fjárhagsstaðan breytt-
ist ekki og hungrið væri samt við
sig. Sannleikurinn er sá að maður-
inn lifir ekki á bótunum einum sam-
an.“
„í fangabúðunum, þessari lifandi
rannsóknarstofu, og í prófraunun-
um urðum við t.d. vitni að því að
sumir félaganna höguðu sér eins
og svín, aðrir eins og dýrlingar.
Maðurinn býr yfir tilhneigingu til
hvors tveggja. Það er háð ákvörðun
en ekki aðstæðum, hvor hliðin verð-
ur ofan á.“
Maðurinn ræður ekki örlögum
sínum en á að ráða viðbrögðum sín-
um hvað sem að höndum ber.
Eina tilvitnun enn. Dr. Frankl
segir:
„Vissulega er manneskjan dauð-
leg og frelsinu eru takmörk sett.
Maðurinn ræður ekki yfir aðstæð-
unum en honum er í sjálfsvald sett,
hvernig hann bregst við þeim. Eins
og ég orðaði það einu sinni: „Ég
sem er prófessor í tveim greinum,
taugasjúkdómafræði og geðlæknis-
fræði, geri mér fyllilega grein fyrir
að hve miklu leyti maðurinn er
háður líffræðilegum, sálfræðilegum
og félagslegum aðstæðum. En til
viðbótar því að vera prófessor í
tveim greinum hef ég lifað af vist
í fernum fangabúðum - þ.e.a.s.
einangrunarbúðum - og sem slíkur
get ég borið vitni um óvænta getu
mannsins til að standast og bjóða
birginn hræðilegustu aðstæðum
sem hægt er að hugsa sér.“
Þriðji Vínarskólinn leggur öllu
sálgæslufólki orð á tungu. Með
þeim má eyða barlómi og bölmóði
en vekja lífstrú og Iífsnautn. Því
fagna góðir lesendur þýðingar
Hólmfríðar.
Höfundur er rithöfundur.
Þriðji
Vínarskólinn
Halldór
Kristjánsson
Skattar unga fólksins
ÞAÐ ÞEKKIST sú
skoðun og þykir fín
bæði meðal ungra og
hinna sem eldri eru,
að ungt fólk greiði
litla sem enga skatta
þar sem það sé að
mestu laust við tekju-
skattinn. Nú er það
út af fyrir sig rétt að
ungt fólk greiðir alla
jafna lægri tekju-
skatta en aðrir, en því
miður er ekki þar með
sagt að skattbyrðar
þess séu léttar. Ríkis-
sjóður hreppir nokkur
hundruð krónur í
hvert skipti sem keypt
er pítsa og þegar kaup eru fest á
peysu og buxum getur ríkissjóður
hagnast um þúsundir króna.
Meirihlutinn af þeim þúsundum
sem fara í bensín á bílum ung-
menna lenda í ríkissjóði, nýr
geisladiskur sem keyptur er aflar
ríkissjóði hundraða króna og svo
mætti lengi telja. Það er nánast
sama hvenær menn dirfast að taka
upp budduna, alltaf tekst stóra
bróður að krækja í væna summu.
Til að sýna í samhengi hvað
um er að ræða og hversu mikið
ríkissjóður fær í sinn hlut með
neyslusköttum, sem leggjast vita-
skuld bæði á unga og aidna, má
sjá í fjárlögum ársins
í ár að virðisauka-
skatturinn skilar rík-
inu 49 milljörðum
króna, tollar 2 millj-
örðum, vörugjöld 17,
áfengisgjald 2 millj-
örðum og aðrir óbeinir
skattar 9 milljörðum.
Samtals hefur ríkið
því um 79 milljarða í
tekjur með sköttum á
neyslu, eða svokölluð-
um vöru- og þjón-
ustusköttum. Af þess-
ari sköttum greiðir
ungt fólk vitaskuld
jafnt hlutfall og aðrir,
þannig að það er full-
ljóst að ungmenni þessa lands búa
ekki í neinni skattaparadís.
Skemmtana-
skatturinn
Sérstök ástæða er í þessu sam-
hengi til að nefna einn skatt sem
er eins og sniðinn til að kroppa
fé af fátækum ungmennum, en
það er skemmtanaskatturinn.
Hann er gott dæmi um þá hug-
myndaauðgi og þann innblástur
sem talsmenn hárra skatta virðast
ávallt njóta, því þeir eru ævinlega
reiðubúnir að láta sér detta í hug
nýja skatta þegar þeim þykir ríkis-
kassinn geta borið fleiri krónur.
Hvenær sem ung
manneskja tekur upp
budduna, segir Torfi
Krisljánsson, í grein
um skattadaginn,
hirðir ríkissjóður
drjúgan hluta.
Gleði unga fólksins þótti meiri en
góðu hófi gegndi og því nauðsyn-
legt að leggja einhveijar hömlur
á hana. Enda þótti það snjallræði
að setja skatt á þá auðlind sem
skemmtanafýsn unga fólksins var
orðin. Gleði þess skyldi virkjuð í
þágu ríkiskassans og ríkiskassinn
um leið nýttur sem hemill á gleði
þess. Kátína og ærsl unga fólksins
annars vegar og fjárfrek ríkishítin
hins vegar myndu nú vegast á og
finna hina einu sönnu hagfræði-
legu harmóníu.
Skattapúkinn færðist skrefi
nær því markmiði sínu að hafa
af okkur allt sem við eignumst
og við hörfuðum skref undan í
helsisátt.
Torfi
Kristjánsson
Eg vil kjósa minn
heimilislækni og
sýslumann líka
EINS OG allir vita
hafa prestar verið kosn-
ir með einhveijum hætti
á íslandi, annað hvort
með kjörmannakosn-
ingu eða í almennri
kosningu. Ég verð að
segja það, að mér fínnst
þetta fyrirkomulag svo
afburða gott, að full
ástæða væri til að við
fengjum að kjósa okkur
heimilislækna og sýslu-
menn líka. Ég sé enga
annmarka á því.
Læknirinn
Eins og dæmin sanna
er það ætíð þannig, að
fólkið kýs þá sem það vill. Eg skil
satt að segja ekkert í því að megin-
rökin fyrir prestskosningum, sem
eru þau, að samband prests og sókn-
Auk þess legg ég til
að í þessu nýja fyrir-
komulagi, segir Þórey
Guðmundsdóttir, verði
það ávallt haft að leiðar-
ljósi að yfirlæknar og
sýslumenn verði karlar
og undirmenn konur.
arbama sé svo náið, gildi ekki líka
um læknana. Ég veit þess meira að
segja dæmi, að læknar vaða innan
í fólk sem prestar gera almennt
ekki. Hvað er náið samband ef ekki
það? Þeir skoða inn í eyrun á manni,
augun, munninn, nefið og önnur þau
op sem fyrirfinnast kunna á líkam-
anum. Hvað er náið ef
ekki það?
Sýslumaðurinn
Ég vil líka fá að kjósa
sýslumanninn. Það er
einnig náið persónulegt
samband milli sýslu-
manna og almenns
borgara. Hugsið ykkur .
tii dæmis, þegar sýslu-
menn senda útsendara
sína inn á heimili ykkar
einhverra erinda og
taka jafnvel upp á því
að fjarlægja eitthvað í
nafni laganna, eigur
okkar eða jafnvel ætt-
ingja. Hvað er náið sam-
band ef ekki það? Viðurkennast verð-
ur þó, að þessu hef ég komist hjá
en frétt hef ég af því að þetta hafi
verið gert.
Um prestskosningu
Fyrirkomulag prestskosninga er
svo frábært eins og allir vita, að
taka mætti það upp óbreytt. Þó upp *-
geti komið staða þegar enginn veit
hvað gera skal, né heldur hvert
næsta skref gæti hugsanlega orðið,
er það ekkert til að láta hræða sig.
Blessaðir fjölmiðlamir verða að hafa
eitthvað til að fjalla um og fólk eins
og ég að senda aðsendar greinar.
Auk þess legg ég til að í þessu
nýja fyrirkomulagi verði það ætíð
og ávallt haft að leiðarljósi að yfir-
læknar og sýslumenn verði karlar
og undirmenn konur. Þannig er það
í kirkjunni, allir sóknarprestar í líf- ,
vænlegum brauðum, utan einn, eru
karlar og þið hljótið að viðurkenna
það, að það er óumdeilt og hið ágæt-
asta fyrirkomulag.
Höfundur er sóknarprestur og
félagsráðgjafi.
Guðmundsdóttir
SMAAUGLYSINGAR
FELAGSLIF
Konur athugið!
Síðasti Aglow-fundurinn fyrii
sumarfrí er í kvöld, 5. júní, kl. 2C
á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.
Ásta Júlíusdóttir talar til okkar.
Komdu og vertu með, því að
Aglow er fyrir allar konur,
þig líka.
Stjórn Aglow Reykjavík.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
í kvöld kl. 20.30: Kvöldvaka i
umsjá starfsfólks gistihússins.
Happdrætti og veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagsferðir
sunnudaginn 8. júní:
Kl. 10.30 Fjallasyrpan,
3. áfangi. Gengið á Botnssúlur.
Kl. 10.30 Árganga. Farið frá
Svartagili inn i Öxarárdal.
Helgarferð næstu helgi
6.-8. júnf Skjaldbreiður —
Hlöðufell - Uthlíð.
Skráning hafin i sólstöðuferðir
20.-22. júní, Fimmvörðuháls,
Snæfellsjökull, Básar.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Helgarferðir um næstu helgi:
Ferð á slóðum Eyrbyggju o.fl.
7.-8. júní. Söguskoðun,
náttúruskoðun. Einstök ferð.
Upplýsingablað á skrifstofu.
Pantið fyrir miðvikudagskvöld.
Þórsmerkurferð 6.-8. júní.
Gist í Skagfjörðsskála.
Laugardagur 7. júní
kl. 09.00 Á söguslóðir Njálu.
Fróðleg og skemmtileg ferð með
Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur.
Verö kr. 2.500.
Kl. 20.00 Kvöldganga á Esju
(Kerhólakambur).
Verð kr. 1.000.
Sunnudagur 8. júní
kl. 10.30 Hengilssvæðið,
2. áfangi 70 km göngu.
Botnadalur — Grámelur —
Nesjavellir. 10 km ganga.
Kl. 13.00 Hengilssvæðið,
seljaskoðun. Nýstárleg og fróð-
leg gönguferð í fylgd Sigurðai
Hannessonar á Villingavatni.
Fræðsluritið nýja um Hengils-
svæðið er ómissandi i þessar
ferðir. Brottför frá BSÍ, austan-
megin, og Mörkinni 6.
Skráið ykkur á heillaóska- og
áskriftarlista í afmælisriti
Ferðafélagsins, Ferðabók
Konrads Maurers.
Sálarrannsóknarfélag
j Suðurnesja,
Víkurbraut 13,
Keflavík.
Fjöldafundur
María Sigurðardóttir miðill held-
ur fjöldafund i húsi félagsins é
Víkurbraut 13, Keflavík, í dag,
fimmtudaginn 5. júni, kl. 20.30
Húsið opnað kl. 20.00. Aðgangui
kr. 1.000. Allir velkomnir.
Stjórnin.
r
Höfundur erfélagi í Heimdalli.