Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 43 MINNINGAR SIGURJON JÚNÍUSSON ■4- Sigurjón Jú- ' níusson fæddist í Sandgerði 23. september 1964. Hann lést á heimili sínu í Sandgerði 1. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsnes- kirkju 10. janúar. Mig langar að minn- ast hans Sigga sem ég bjó með í rúm fjögur ár. Við keyptum okkar fyrstu íbúð saman í Njarðvíkunum, litla hlýlega íbúð. Eftir stutta sambúð fæddist sól- argeislinn okkar, hann Stefán litli, sem var Sigga líf og yndi. Stefán leit alltaf upp til pabba síns og gat varla beðið eftir að fara til hans og rúnta niður að bryggju og skoða bátana sem pabbi hafði verið að vinna í og hlusta á góða músík og fá sér svo ís, og svona mætti lengi telja. Siggi var léttlyndur og afar stríð- inn, svo ekki á hann Stefán langt að sækja það, jafn stríðinn og glett- inn eins og pabbi sinn. Við Siggi áttum margar góðar stundir saman. Þótt við hefðum slitið sam- vistum vorum við góðir vinir og gátum alltaf komist að samkomu- lagi við erfiðar aðstæð- ur. Elsku Siggi, mig langar að þakka þér fyrir yndislegan son og allar góðu stundirnar sem við áttum öll sam- an. Við munum ávallt sakna þín, en minning- arnar lifa í hjörtum okkar allra. Eg bið góðan Guð að geyma þig og varðveita, og bið ég fyrir ijölskyldu þinni að góður Guð gefi þeim öllum styrk í þessari hörmu- legu sorg og söknuði. Guð veri með ykkur. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, Hryggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (H. Pétursson) Kveðja, Ásta Rán og fjölskylda í Bandaríkjunum. RAGNAR SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON + Ragnar Skarphéðinn Jó- ■ hannsson fæddist í Reykja- vík 2. október 1993. Hann lést af slysförum á Barðaströnd 20. maí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Bijánslækjar- kirkju 28. maí. Bilið miili lífs og dauða er oft stutt. Dökk sorgarský eru ekki lengi að hrannast upp á himni þar sem áður ríkti vor, sól og ham- ingja. Þegar fréttin um hið hörmu- lega umferðarslys er varð Ragnari litla Skarphéðni, syni vinafólks okkar Jóhanns og Halldóru á Bijánslæk, að aldurtila aðeins tæpra fjögurra ára gömlum, vor- um við öll sem lömuð og áttum erfitt með að trúa því að þessir hlutir hefðu raunverulega gerst. Hvernig má það vera að slíkur harmur skuli lagður á herðar svo ungra og lífsglaðra foreldra, bróð- ur og frændfólks. Sú hugsun sæk- ir að hver sé tilgangurinn með þessu öllu saman og hvers vegna lítið, nýkveikt lífsljós er slökkt svo snögglega og fyrirvaralaust. Fátt er um svör, enda vitum við sem mannheima byggjum harla lítið og fátt um það og munum seint skilja þá lífsgátu. Ragnar litli var ákveð- inn snáði og atorkusamur sem lýsti sér best í lýsingu föður hans sem sagði mér að sá stutti hafi aldrei ferðast á gönguhraða heldur ávallt hlaupið allra sinna ferða, enda krafturinn og dugnaðurinn með eindæmum. Hann var jafnframt óvenju greindarlegur og skýr mið- að við sinn unga aldur og mann- vænlegur í alla staði. Ekki er mér grunlaust um að nafni hans og afi, Ragnar eldri, hafi lagt þar gjörva hönd á plóg og miðlað arfi reynslunnar í formi ljóða og sagna til litla vinar síns, enda eyddu þeir félagar oft löngum stundum sam- an og spjölluðu þá mikið. Rósa amma var heldur aldrei langt und- an enda vegurinn að heiman yfir til afa og ömmu aðeins um einar dyr sem ávallt voru opnar litlum manni. Aldrei verður með nokkru móti fyllt það skarð sem rofið hef- ur verið í hina ungu, glaðværu og lífsglöðu fjölskyldu, sem með dugnaði sínum, atorku og bjart- sýni á framtíðina hefur byggt fal- legt heimili þar sem hláturinn skip- ar öndvegi og ávallt er gott að koma. Ykkar bíður það erfiða hlut- skipti, kæru vinir, að hjálpa hvert öðru að horfa til framtíðar því líf- ið heldur áfram hvað sem tautar og raular. Harmur ykkar er mik- ill, elsku Jói, Hadda og Markús, svo mikill að enginn getur skilið hann til fulls nema sá er sjálfur hefur mátt reyna. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei taiar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Megi allar góðar vættir vera ykk- ur styrkur í sorginni. Sigurður, Margrét og börn, Patreksfirði. ÞORARINN GRÍMSSON + Þórarinn Gríms- son fæddist í Vestmannaeyjum 31. desember 1924. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónina Guðrún Isleifsdóttir og Grímur Th. Gríms- son. Þórarinn átti eina alsystur, Þó- reyju ísleifu Doyle, og þrjú hálfsystkini, Theodóru, Hilmar og Ólaf Grímsbörn. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Erla Guð- jónsdóttir. Þau skildu. Með henni átti hann tvö börn, Theó- dóru Jónu og Guðjón Þór. Seinni kona hans var Ása Guð- rún Jónsdóttir. Þau skildu. Sam- býliskona hans síðustu ár var Margrét Magnúsdóttir. Útför Þórarins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (AA-bænin.) Fallinn er frá góður vinur og fé- lagi minn, Þórarinn Grímsson, öðru nafni Doddi, eins og hann var kallað- ur. Þrátt fyrir þá vissu að öllu lífí fylgi dauði, erum við sjaldnast viðbú- in endalokunum, þessu var ég ekki viðbúinn, þótt ég vissi að hveiju stefndi, því nokkrum dögum áður hafði ég heimsótt hann. Það voni mér mikil vonbrigði, þegar hringt var í mig til Eyja, þar sem ég var í nokkra daga og mér sagt að Doddi væri allur, því næsta dag ætlaði ég til Reykjavíkur og hlakkaði mikið til að hitta Dodda vin minn. Ég var með svo miklar og góðar kveðjur til hans frá vinum okkar í Eyjum, en það fer margt öðruvísi en ætlað er. Það var fyrir mörgum árum, já mörgum árum, sem kynni okkar hófust, við þá búsettir í Vestmanna- eyjum. Doddi starfaði þá hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja en ég við mötuneyti. Mér er það ógleymanlegt hvað Doddi var alltaf fínn þegar hann mætti í mat, það var eins og hann væri að fara á ball, þótt hann væri að vinna í fiski. Doddi var alla tíð einstakt snyrtimenni. Það er margs að minnast frá þess- um árum okkar í Eyjum og ekki síð- Útileiktæki og busllaugar Vönduð útileiktæki frá V-Þýskalandi, stoðir 45 mm, lökkuð stálrör. Ein róla kr. 6.900, stgr. kr. 6.555. Tvær rólur kr. 9.500, stgr. kr. 9.025. Róla og vegaróla (mynd) kr. 12.200, stgr. kr. 11.590. m & m Busllaug, sterkur dúkur á stálgrind. Sæti, viðgerðarsett og botnloki. Stór laug, 122x244 kr. 10.900. stgr. kr. 10.355. Lítil 122x188, kr. 5.400, stgr. kr 5.130. Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 tin stærsta sportvoruverslun landsins Verslunin ur eftir að við hjónin fluttum til Reykjavíkur og fram á þann dag, þegar hann kvaddi, hann var alltaf samur við sig. Ef við fórum ekki í heimsókn hvor til annars, eftir að kon- an mín dó, þá höfðum við símasamband nokkum veginn dag- lega. Mér fannst mikið vanta að kvöldi ef Doddi hafði ekki hringt og þá hringdi ég. Við félagarnir og vinimir frá Eyjum eig- um svo margs að minnast frá heim- sóknum hver til annars, sögumar sem sagðar vom og við Doddi rifjuð- um upp, þegar við ræddum saman. Mér fannst mjög gott að rifja þær upp, þegar Dodda leið illa upp á síð- kastið, hann lyftist allur upp við þær. Þessar sögur eigum við öll með okkur sem lifum hann. Síðustu starfsár Dodda vora hjá Sölufélagi garðyrkjumanna í Reykja- vík, þar eins og annars staðar undi hann sér vel, þar kom snyrtimennsk- an hans að góðum notum, því varð ég vitni að, er ég heimsótti hann þangað, allir hlutir á sínum stað, en Doddi varð að hætta vinnu vegna veikinda í baki og það var honum erfítt að þurfa að hætta allri vinnu. Síðastliðin 17 ár var Doddi í sam- búð með Margréti Magnúsdóttur, mikilli sæmdarkonu, í Bogahlíð 13 í Reykjavík, og var yndislegt að koma í heimsókn til þeirra, að sjá og hlusta hvað þeim leið vel saman, enda hafði Doddi vinur minn oft á orði við mig hvar hann væri staddur hefði hann ekki kynnst Margréti. Þetta var ynd- islegt tímabil, sem gaf mér svo mik- ið, sem ég get aldrei- fullþakkað. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini og félaga, sem ætlaði að eiga gott ævikvöld með henni Margréti sinni, en þá brast heilsan. Hann hafði fengið ólæknandi sjúkdóm, sem varð honum að falli. Nú, þegar að leiðarlokum er kom- ' ið, langar mig að þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þakka tryggð þína við íjölskyldu mína, sem við munum geyma í minn- ingunni um þig, kæri vinur. Ég sendi Margréti, börnum hans, systur og íjölskyldum þeirra, mínar einlægustu samúðarkveðjur. Kæri vinur, far þú í friði. Hafðu þökk fyrir allt. Ólafur Runólfsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fjölskyldan. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Elsku amma Magga, hugur okkar er hjá þér á þessum erfiðu tímum. Við samhryggjumst þér. $■ María og Hrefna María, Davíð, Brynhildur, Eva Björk og Þorgeir Bjarki. FASTEIGNASALA ® 55 10090 SKIPHOLTl 50B, 2. hæð t.v. - HOLL - engum líkur Fálkagata - laus fyrir þig! Vorum að fá í sölu alveg stórglæsilega 68 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð, steinsnar frá Háskólanum. Gengið er beint út á hellu- lagða verönd mót suðri. Já, hér verður aldeilis gott að grilla í sumar...! Áhv. 3,0 millj. Verð 5,9 millj. Tilvísunarnr. 2878. Þingholtin - Mýmisvegur Vorum að fá í sölu hörkuskemmtilega 90 fm íbúð á 2. hæð í virðulegu steinhúsi. Á þessum frábæra stað. Hátt til lofts og vítt til veggja. Góðar suðursvalir. Fallegir gluggar. Áhv. byggingarsjlán 3,5 millj. Verð 9,3 millj. Hringdu strax því að þessi selst í dag! 3115. Ástún - Kópavogur Afar vönduð 64 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Virkilega fallegar innréttingar. Parket og flísar. Frábært útsýni og stutt í útivist- arparadísina í Fossvogsdalnum. Skipti á stærri íbúð óskast. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,1 millj. Bárugata Á þessum frábæra stað, í hjarta Vesturbæjar, vorum við að fá í sölu einstaklega fallega 63 fm 2ja herb. kjallaraíbúð í litlu fjöl- býli með sérinngangi. Merbau-parket. Glæsileg eign. Verð 4,5 millj. 2404. — Jörð á Austurlandi - Utivistarparadís Spennandi 280 hektara jörð sem liggur að sjó, skammt frá Djúpavogi. (búðarhús er ca 80 fm og í góðu ástandi. Tilvalið tækifæri fyrir félagasamtök eða einstaklinga. Allar upplýsingar veitir Ágúst á Hóli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.