Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 45 ferðinni, þá lifum við í anda þess, sem Júlíus hefði viljað. Þó vinátta okkar hafi skapast við sérstakar aðstæður vona ég að hún haldist um ókomna tíð. Því vil ég taka mér í munn orð viturs manns: „Gætið vináttunnar og hlýrra minninga. Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi.“ Að lokum vil ég bera innilegar samúð- arkveðjur til ykkar frá samstarfs- fólki mínu með þakklæti fyrir hlýjan hug í okkar garð. Erla Sigtryggsdóttir. Þegar ég frétti það að Júlíus, vinnufélagi okkar og vinur, væri látinn var erfitt að trúa því. Hann sem búinn var að ganga í gegnum svo mikla erfiðieika, bæði vegna veikinda og slysa. En hvers vegna nú? Við því fáum við engin svör. Þegar ég hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum og Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja var Júlíus starfs- maður Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja. Urðum við strax góðir félag- ar og vinir. Hlýjan, glettnin og íþróttaáhuginn leyndu sér ekki á kaffistofunni. Árið 1990 vantaði okkur mann til að hafa umsjón með útivinnu hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og þegar kom í ljós að Júlíus hafði áhuga að breyta til var ég ekki í minnsta vafa að þar væri kominn réttur maður í starfið. Hann starf- aði fyrir okkur alla tíð síðan, og ávann sér virðingu og vináttu okkar allra sem störfuðum með honum. Hann var hugmyndaríkur, en þó um leið raunsær og áhugasamur um alla starfsemi Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Margar af hans góðu hugmyndum eiga eftir að nýtast okkur um ókominn ár. Hann átti ekki hvað minnstan þátt í þeirri uppbyggingu, og auknu snyrti- mennsku sem orðin er í Sorpeyðing- arstöðinni og á mótun umhverfis hennar á undanförnum árum. Hann var vakinn og sofinn yfir rekstri, velferð og framtíðaráformum Stöðvarinnar. Það var okkur því mikið áfall þegar hann slasaðist alvarlega við vinnu sína í janúar á síðast liðnu ári, þegar nánast klippt- ist af honum hægri höndin. Hann hafði löngu áður misst fjóra fingur vinstri handar og var því fötlunin nóg, þótt ekki kæmi meira til. Með ótrúlegu viljaþreki og bjartsýni tókst honum að ná nokkrum bata. Þegar hann kom og bauð mér í „krók“ og síðan prufutúr á nýja jeppanum sínum ætlaði ég varla að trúa að hann gæti notað höndina og hvað þá að hann æki sjálfur! Eftir að hann var að kom til starfa aftur, nú á útmánuðum, okkur öll- um til mikillar ánægju, fylgdi hon- um ávallt sama bjartsýnin og áður og hið jákvæða viðhorf til allra hluta. Hann var ávallt hress og ótrúlega bjartsýnn. I gegnum tíðina áttum við Júlíus oft ánægjulegt spjall að loknu dags- verki um hin ýmsu málefni. Fjöl- skyldan var honum mjög mikils virði. Fjölskyldan, íþróttir og ferðalög voru oftast umræðuefnin okkar fyrir utan vinnuna. Ég vissi að utanlandsför hafði verið áætluð í sumar og einnig var fímmtugsafmælið framundan í ágúst. Hann hefði einnig átt 20 ára starfsafmæli á vegum SSS í haust. Til alls þessa hafði hann hlakkað. En svo gerast hlutir sem við skiljum ekki, þó kannski sé þetta allt saman ákveðið fyrirfram. Kannski vissi hann meira en við. Við hjá Sorpeyðingarstöð Suður- nesja og á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sökn- um góðs félaga og vinar og munum minnast hans af hlýhug. Elsku Hafrún, börn, tengdabörn og barnabörn, ykkar söknuður er mestur, en við eigum öll minningu um elskulegan ástvin og góðan dreng. Megi góður Guð styrkja ykk- ur í hinni miklu sorg. Guðjón Guðmundsson. • Fleiri minningargreinar um Júlíus Sævar Baldvinsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. ELIN ÞORDIS GÍSLADÓTTIR + Elín Þórdís Gísladóttir fæddist í Reykjavík hinn 2. ágúst 1935. Hún lést á heimili sinu hinn 24. mai síðastliðinn, tæp- lega 62 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 3. október 1913, d. 16. maí 1996 og Jóhanna Bjarna- dóttir, f. 31. desem- ber 1898, d. 31. október 1996. Þór- dís ólst upp í Viðey sín fyrstu æviár, en fluttist með fjölskyldunni til Reykjavíkur árið 1939. Þórdís átti tvö systk- ini, þau Kjartan Steinólfsson, eiginkona hans er Sigríður Þor- láksdóttir, og Guðrúnu Pálínu, eiginmaður hennar Eyþór Jóns- son. Eiginmaður Þórdísar var Sveinn Anton Stefánsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, f. 16. júlí 1932, d. 12. febrúar 1981. Þeim varð sjö barna auðið. Þau eru: 1) Gísli Stefán, f. 19. maí 1955, eiginkona hans er Kristín Guðjónsdóttir og á hann þrjú böm af fyrra hjónabandi. 2) Ólöf, f. 17. apríl 1959, eigin- maður hennar er Jón Ragnar Jörundsson og eiga þau þrjú börn. 3) Jóhanna f. 28. desember 1960, og á hún tvö börn. 4) Sveinbjörg Þor- dís, f. 13. april 1963, sambýlismað- ur hennar er Snorri Örn Hilmarsson og eiga þau tvö börn. 5) Hafdís, f. 18. desember 1964, sambýlismaður hennar er Magnús Arinbjarnarson og eiga þau fjögur börn. 6) Sveinn Anton, f. 8. janúar 1968, sambýliskona hans er Selma Guðbjörnsdóttir og eiga þau eitt barn. 7) Guðrún Svava, f. 8. júní 1973, sambýlismaður hennar er Kristján Vigfús Jó- hannesson og eiga þau eitt barn. Þórdis stundaði nám í Aust- urbæjarskóla og lauk þaðan fullnaðarprófi. Eftir að Þórdís og Sveinn stofnuðu heimili sitt starfaði hún sem húsmóðir, auk þess sem hún sinnti útgerð þeirra. Árið 1984 hóf Þórdís störf í Verzlunarbankanum og starf- aði hún þar til ársins 1990. Útför Þórdísar fer fram frá Háteigskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig). Elsku heimsins besta mamma. Ég átti ekki von á því, elsku mamma mín, að ég ætti eftir að standa í þessum erfiðu sporum sem ég og við systkinin stöndum í í dag og skrifa til þín mína hinstu kveðju og kveðja þig í hinsta sinn. Þessi kveðja er svo ótímabær og svo óskaplega erfið að maður neit- ar að þetta skuli geta gerst. Að kona á besta aldri í blóma lífsins skuli hrifin á brott svo skyndilega er okkur öllum sem eftir stöndum svo óskaplega erfitt að skilja. En við trúum því að æðri máttarvöld ætli þér annað hlutverk á öðrum stað með pabba og öllum þeim sem þú elskaðir líka. Ég þakka af öllu hjarta svo inni- lega fyrir hvern þann dag sem ég fékk að eiga og njóta með þér, og umfram allt að hafa fengið að eiga þig. að. Ég vil þakka þér af öllu mínu hjarta svo innilega fyrir fuilt hjarta af svo yndislegum minningum sem þú skilur eftir hjá mér eftir allt of stutta dvöl hjá okkur. Og munu allar þessar minningar ylja mér um hjartaræturnar og fylgja mér um ókomna tíð. Þú varst mér og henni Tinnu minni svo afskaplega góð, og alltaf varst þú tilbúin að hjálpa mér og öllum öðrum sem á þér þurftu að halda. Aldrei máttir þú vita til þess að kraftar þínir væru vannýttir á einhveijum stöðum, ef það var „Slökkviliðskaffi", afmæli eða einhveijir sérstakir dagar framundan brást það ekki að annaðhvort varst þú mætt á staðinn með uppbrettar ermar til að hjálpa til við bakstur og ýmislegt fleira eða þá að þú töfraðir fram þitt allra besta góðgæti í eldhúsinu heima og mættir með það á staðinn. Og þetta voru þær allra bestu kræsing- ar sem maður nokkurn tímann gat fengið þótt víða væri leitað, svo maður tali nú ekki um þann allra besta mömmumat sem þú bjóst til. Elsku mamma mín, þær voru yndislegar stundirnar sem við Tinna fengum að eiga með þér, hvort sem það voru ferðirnar niður að Tjörn að gefa öndunum og rölt í bænum á eftir eða gönguferðirnar í garðinum okkar með tilheyrandi hlaupum á eftir henni Tinnu og frásögnum þínum um það sem þú hafðir að geyma um þann stað. Eða bara allar ferðirnar okkar í bæinn til að skoða og hafa gaman af, og að ógleymdum öllu góðu stundunum á yndislegu heimili þínu sem var svo fallegt og bar svo mikil merki um þá snyrtikonu og hannyrðasnilling sem þú varst og það verður mikill söknuður að geta ekki átt þig og þetta víst eins og maður hefði vonað. Og á heimili þínu sást þú af þinni alkunnu snilld vel fyrir því að við fengjum aðeins það besta sem þú gast gefið okk- ur, þetta voru svo sannarlega stundir sem gáfu okkur svo óskap- lega mikið og ég vona að þær hafi gefið þér það sama og þær gáfu okkur Tinnu. Og það var svo gaman að sjá þig á ættarmótinu síðasta sumar. Þú skemmtir þér svo vel og þú hafðir það svo skemmtilegt að það var hrein unun að fylgjast með þér, og til að kóróna allt tókst þú þátt í pokahlaupinu þar sem þú stóðst þig eins og hetja. Já, þetta var skemmtilegur tími sem við fengum að eiga með þér og við vorum öll svo ánægð að geta átt þetta mót með þér. Elsku mamma, það var svo gott að sjá þig rétt eftir að Tinna kom í heiminn. Þú varst svo ánægð með að fá eitt barnabarn í viðbót í stóra hópinn þinn, og að koma heim til þín nokkrum dögum seinna var svo gott. Þú varst búin að gera allt svo fínt og flott að það var svo yndis- lega gott að koma heim til þín. Og ég er glöð yfir að hafa átt svo góðan dag með þér nú í byrjun maí þegar ég fékk þig til að koma með mér í sónarinn og það þótti þér alveg meiriháttar. Ég er svo glöð yfir því að þú, mín heimsins besta mamma og vinkona, hafir átt þessa stund með mér. Þetta var og verður mér eitt það dýrmætasta um ókomna tíð. Þú varst henni Tinnu minni heimsins besta amma Dísa og hún þakkar þér allar stundirnar sem þið áttuð saman, og alltaf gat hún leitað til þín þegar bæði vel og illa stóð á. Þú varst henni og okkur öllum til taks og við eigum eftir að sakna þín sárt. Elsku mamma mín, hefði ég vit- að hvað morgundagurinn bar í skauti sér þegar ég og Tinna kvöddum þig um kvöldið þegar við föðmuðumst og kysstumst bless og hún sagðist „elska fíg“ eins og hún ein segir, þá hefði ég aldrei leyft þér að fara. Ég hefði gert allt sem í mínu mannlega valdi stóð til að geta átt með þér fleiri daga, fleiri vikur og fleiri ár en ég vissi ekki neitt, máttarvöldin voru sterkari í þetta skiptið. Hefði ég bara vitað það, elsku mamma mín. Elsku mamma mín, ef ég fengi einhverju ráðið þá vildi ég helst af öllu aldrei þurfa að kveðja þig með þessari kveðju sem ég kveð þig í dag. En ég kveð þig með svo mikl- um söknuði og sorg í hjarta og þín á eftir að vera sárt saknað af okk- ur öllum. Ég er því ævinlega þakk- lát að þú hafir fætt mig í þennan heim og verið mamma mín og veitt mér alla þína ást og umhyggju frá fyrsta degi, kennt mér það sem ég kann um lífið í dag, stutt mig í gegnum súrt og sætt og umfram allt verið til. Þetta eru stórir hlutir að þakka en þú svo sannarlega gafst þá alla skilyrðislaust og af öllu hjarta. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir gefið mér svo stóran hluta af þér eins og þú gerðir. Elsku mamma mín, ég þakka þér enn og aftur af öllu mínu hjarta fyrir að hafa verið mín heimsins besta mamma, amma og vinkona. Hafðu þökk fyrir allt, elsku besta mamma mín. Ég elska þig. Þín Svava. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín,“ (Kahlil Gibran). I örfáum orðum langar mig að kveðja tengdamóður mína og þakka henni fyrir ljúfar og góðar samverustundir. Eftir eril vinnu- dagsins á heimleið, var oft gott að setjast aðeins niður yfir kaffi- bolla hjá Dísu og spjalla um heima og geima. Oftar en ekki kom ekki annað til greina en vera fram yfir kvöldmat. Hún var frábær í matar- gerð og bakstri og voru fiskiboll- urnar hennar engu líkar. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa í einu og öllu og á ég henni kærar þakkir fyrir alla hjálp og stuðning í brúðkaupi okkar Gísla fyrir tæpu ári og í fermingu sonar- dóttur og nöfnu, Elínar Þórdísar, um páskana. Helst vildi hún hafa alla fjöl- skylduna í kringum sig í einu og voru barnabörnin henni afar kær. Við vorum flest samankomin hjá henni á jóladag og á ættarmóti síðastliðið sumar og var þá mikið líf og fjör. Söknuðurinn er mikill þegar kallið kemur svona óvænt en minn- ingin um góða konu, móður og ömmu mun lifa áfram í hjörtum okkar og veita okkur styrk. Bless- uð sé minning hennar. Kristín. Ég ætla með þessum fáu orðum að kveðja Elínu Þórdísi tengda- móður mína sem er látin. Ég kom í fjölskylduna fyrir tæplega tíu árum. Það brást aldrei þegar við komum í heimsókn til Dísu að hún var strax komin inn í eldhús til að finna eitthvað handa okkur að borða, og tala ég nú ekki um heimsins bestu fiskibollurnar sem henni var einni lagið að matreiða. Ég er svo þakklát að sonur minn, Sveinn Anton, hafði fengið tæki- færi að kynnast ömmu sinni þótt aðeins hefði verið í sjö mánuði. Hún var í miklu uppáhaldi hjá bamabörnunum og hændust þau mjög að fallega gullhringnum með rauða steininum og hálsmeninu sem hún bar ávallt. Sveinn Anton, sonur minn, átti margar góðar stundir með henni og mun ég að- stoða hann að halda í minningarn- ar um ömmu Dísu. Enn í dag er ég ekki búin að átta mig á því að hún Dísa sé far- in frá okkur. Ég hugsa svo oft um að þetta sé bara draumur sem ég vakna brátt af, en innst inni veit ég að svo er ekki. Kæra Dísa, ég kveð þig með ^ söknuði, blessuð sé minning þín. Elsku Svenni, Gísli, Óla, Jóa, Sveina, Haddý og Svava, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Selma og Sveinn Anton yngri. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hveiju sinni. ** Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gætir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibj. Sig.) Elsku hjartans besta amma Dísa. Ég vil þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir að hafa verið svona yndislega góð amma Dísa og verið til fyrir mig. Alltaf gat ég leitað til þín hvort sem vel eða illa stóð á og alltaf vildir þú hjálpa mér. Og það var alltaf svo gaman að dansa með þér dansana okkar. ^* Ég sakna þín mjög mikið og gönguferðirnar eiga eftir að vera mjög einmanalegar án þín, en ég veit að mamma og pabbi eiga eftir að hjálpa mér að muna allar fallegu og góðu minningarnar sem ég á um þig. Sofðu rótt hjá Svenna afa, elsku amma mín, og ég kveð þig með mínum orðum sem ég kvaddi þig með í síðasta sinn „ég elska fíg“. Þín Tinna Osp. ”** Þegar ég heyrði það þá trúði ég því ekki. Þegar mér var sagt það þá trúði ég því ekki. Þegar ég sá þig þá trúði ég því. Þá varst þú dáin, þú varst amma mín, þú varst amma Dísa mín. En nú ert þú engillinn minn sem ég get talað við i bænum mínum. Þitt bamabarn og alnafna. Elín Þórdís Gísladóttir. Kæra Dísa. Mig langar að skrifa örfáar línur til að kveðja þig og þakka þér fyr- ir samverustundirnar í gegnum árin. Sem barn kom ég fyrst í Holta- gerðið og kynnist þér og fjölskyld- unni þinni. I gegnum tíðina hef ég átt ófáar stundir þar og síðan á Ásbrautinni eftir að þú fluttirþang- að. Ætíð fékk ég góðar móttökur þótt þú hefðir alltaf næg verkefni _ enda með stóra fjölskyldu. ' í barnahópnum þínum eignaðist ég yndislega vinkonu, Jóhönnu, og hjartkæra mágkonu, Ölu, en einnig aðra kæra vini og kunningja. Það er erfítt að hugsa til þess að ég sé búin að hitta þig í síðasta sinn og eigi aldrei eftir að sjá þig framar. Ég veit að sorgin er djúp hjá barnahópnum þínum því brott- hvarf þitt hefur skilið eftir sig skarð sem enginn getur fyllt. Með tímanum verður sorgin von- andi ekki eins sár og við getum^. öll yljað okkur við kærar minningar um þig og samverustundirnar með þér. Kæru systkini, makar og börn. Megi kærleikurinn og samheldni ykkar vera ykkur styrkur í sorg- inni. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ykkar vinkona, w Sóley Gyða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.