Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 47
HAFSTEINN
JÓNSSON
+ Hafsteinn Jónsson fæddist
í Vík í Mýrdal 23. mars
1931. Hann lést 13. april siðast-
liðinn og fór útför hans fram í
kyrrþey 18. apríl.
Hafsteinn var skaftfellskur í báð-
ar ættir, í marga ættliði. Hann var
þó hvorki líkur vötnunum sem þar
flandra um sanda né briminu við
ströndina. Ekki heldur þeim eldi
sem þar liggur undir ísfeldi. Hann
var likari þögulum hömrunum og
dröngunum, hvort sem þeir rísa úr
sandi eða sævi, í umhverfi mótuðu
af þessum höfuðskepnum, eldinum
og vatninu.
„Hann var efnilegastur minna
barna þegar hann fæddist," sagði
amma svo oft. „Hann bar af öðrum
börnum að þroska og líkamlegu
afgervi." Þetta sögðu líka frænk-
urnar og vinkonurnar.
En svo kipptu örlaganornirnar í
þræðina. Hafsteinn varð fárveikur
og vart hugað líf. Hann fékk heila-
himnubólgu. Hann sigraði þó í þeirri
orrustu, en það var annað barn sem
reis af sjúkrabeðnum. Það var barn
sem þurfti mikla umönnun, enda
lögðust foreldrarnir á eitt og hlúðu
að honum af mikilli fórnfýsi. Eink-
um hvíldi þetta á herðum ömmu
minnar. Bjó Hafsteinn hjá henni
nær alla sína ævi, eða þar til hún
var komin á tíræðisaldur. Voru þau
tvö ein saman í heimili síðustu tvo
áratugina eða þar til að hún fór á
dvalarheimili fyrir aldraða, Drop-
laugarstaði. Eftir það bjó hann einn
í íbúðinni þar sem hann hafði átt
heima næstum í fjóra áratugi.
Amma var hans leiðarljós alla
hans ævi, einnig eftir að hún var
komin á Droplaugarstaði. Hann
missti mikið þegar hún dó. Kannski
allt. Og þó. Hún lifði áfram í hans
hugarheimi. Hann talaði oft um
hana, en hann sagði aldrei „þegar
mamma dó“, heldur „þegar hún
fór“. Hún virtist ekki hafa farið
langt, var eins og hún væri áfram
nálæg honum, eða að þau mundu
hittast fljótlega aftur. Kannski
gerðist það tveimur og hálfu ári
síðar þegar hann sjálfur lést. Hann
varð bráðkvaddur á heimili sínu,
eins og ég held að hann sjálfur
hefði helst kosið.
Þar sem ég ólst upp hjá ömmu
frá blautu barnsbeini var ég í stöð-
ugu nábýli við Hafstein, raunar al-
veg þar til ég lauk námi og stofn-
aði sjálfur heimili. Ég minnist hans
frá þessum tíma sem hægláts, til-
litssams manns sem var ákaflega
hlédrægur. Þegar gesti bar að garði
og menn sögðu sögur hver í kapp
við annan, sat Hafsteinn þögull og
hlustaði og lagði sjaldan neitt til
málanna. Þannig seytluðu inn i
huga hans þessar arfsagnir íjöl-
skyldunnar sem voru svo oft rifjað-
ar upp. Hann lifði líka sínu eigin
lífi sem varð uppspretta frekari
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
sagna þótt lífsgæðin hefðu ekki
alltaf verið fjölbreytt. Þannig mynd-
aðist heimsmynd hans sem virtist
einfaldari og fábreyttari en okkar
hinna, en í samræmi við nægjusamt
líf hans. Heimur með krappa sjónar-
rönd. Eins og drangur sem reis upp
úr hugardjúpum sem við vissum svo
lítið um.
Hafsteinn stökk ekki hæð sína í
öllum herklæðum. Hann tók ekki
heldur stór hliðarspor. En það gerðu
hinsvegar stundum hrannirnar sem
á honum buldu, en hann haggaðist
ei. Þótt hann stæði þannig föstum
fótum á sinni undirstöðu gat hann
tekið stór skref aftur á bak, til for-
tíðar. Þannig hugsa ég raunar líka
nú þegar ég lít til baka og horfi á
frumbernsku hans og hugleiði
hvernig ævi hans hefði getað orðið:
Þá verður drangurinn að eyju, eyjan
að nesi og nesið að fjalli megin-
lands. Þá er eins og að drangarnir
í Vík í Mýrdal, þar sem Hafsteinn
fæddist, fái líf, gangi aftur og verði
að Reynisfjalli. Þannig fæddist
hann inn í þennan heim eins og fjall,
en óblíð náttúruöfl, sjúkdómur,
gerði hann að drangi. En eins og
Reynisdrangar eru höfuðprýði
kauptúnsins í Vík, varð drengurinn
augasteinn foreldra sinna.
I skjóli Reynisfjalls og foreldra
sinna ólst hann upp til 8 ára ald-
urs, síðan fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur og frá fermingaraldri
var Laugarnesið og Laugardalurinn
hans heimaslóð. Þessi tvö svæði
mynduðu kjarna ættjarðar hans.
Þótt harn færi sjaldan áfram
hrað- eða stórstígur átti hann sér
framtíðarsýn, drauma sem hann
dreymdi oft, en urðu alltof sjaldan
að veruleika. Drauma rætta í fortíð-
inni, þegar hann horfði fram á veg-
inn var líkara að hann liti í spegil
og horfði þannig í raun, um öxl.
Það gerum við kannski öll, en hann
sgði það meira en aðrir.
Hann minntist oft hringferðar
um landið sem hann fór með ömmu
þjóðhátíðarárið 1974. Þá ferð fór
hann á bílnum sínum, Volgunni,
með myndavél, tjald og fleiri ferða-
tæki. Fyrsti áfangi ferðarinnar var
Vík í Mýrdal. Annar áfangi var
Svínafell í Öræfum, þar sem amma
fæddist. Tók vænn hluti fjölskyld-
unnar þátt í þessari ferð þangað.
Og Hafsteinn tók margar myndir,
myndir sem hann festi á filmu og
í minni. Mér er minnisstætt hve
stoltur hann var þegar hann sýndi
fjölskyldunni litskyggnur sínar á
tjaldi á afmælisdaginn sinn tæplega
ári síðar. Þar voru margir saman
komnir sem tóku þátt í þessari ferð.
Síðar fór hann aðra hringferð með
ömmu og fleiri myndir bættust við.
Síðustu ár ævi sinnar átti hann sér
þann draum að endurtaka mynda-
sýninguna sem átti að gefa fyllri
mynd af þessum stutta, en mikil-
væga kafla lífsferils hans með þeim
nýju litskyggnum sem bæst höfðu
við safn hans. Af því varð aldrei.
Kannski blasir við honum nú,
stærra og fegurra draumaland, land
sem ekki er á tjaldinu og ekki í
speglinum. Land, sem er enginn
draumur.
Eins og traustir drangar eiga að
vera, var Hafsteinn staðfastur og
oftast óhagganlegur. Hann var líka
ljúfur og hlýr eins og þegar hafið
er spegilslétt við Reynisdranga. Oft
brá fyrir kímniglampa í auga, eins
og sólargeisla á bárum sjávar. Hann
breyttist lítt þótt brimaði. Þá birtist
ytri veðrahamur fremur en innri
ólga. Sjávarlöður, en engin tár.
Smám saman, án þss að nokkur
tæki eftir, máðist brott mólitað
hrungjarnt yfirborð drangsins. Þá
birtist blárri, harðari og eilítið
hvassari kjarni. Sumir kalla þetta
þroska. Hann varð ekki eins hlé-
drægur og áður. Nú gekk hann í
sjó fram, og þá var eins og hafald-
an stæði kyrr. Hann fékk málið.
Það var ekki bergmál. Nú var kom-
inn tími til að bera nafn með rentu.
Æsku- og gelgjuskeiði Hafsteins
var loks lokið. En, ellin -tekin við.
Eins náin og samskipti okkar
Hafsteins voru fyrr á árum þegar
ég var barn og unglingur, urðu þau
ekki jafn náin síðar þótt mörg bönd
sem þá voru bundin slitnuðu aldrei.
Leiðir skildu, sýn okkar fram á
veginn var ólík eins og gengur.
Þegar liorft er til baka blasir þó
sama myndin við okkur báðum.
Mynd sem hann ræddi mjög mikið
um, spegilmynd framtíðarsýnar
hans. Þetta var spegill sem ég hafði
ekki þolinmæði til að horfa jafnmik-
ið á og hann, þótt ég geri það
kannski nú í þessari minningar-
grein. Þegar Hafsteinn var ungur
sat hann og hiustaði á „speglasjón-
ir“ annarra. Þegar árin liðu þróað-
ist smám saman hans eigin sýn, sýn
með þröngu sjónarhorni, en oft
mikilli dýpt. Hann hafði öðlast sinn
þroska, þótt hægt hafi farið. Nú
var röðin komin að honum að tjá
sína lífsreynslu. Þessi fyrrum hægl-
áti, hlédrægi og tillitssami maður
gat á slíkum stundum breyst í and-
stæðu sína og vildi í ákafa segja
sínar sögur. Sögur sem alltof fáir
höfðu þolinmæði til að hlusta á, enn
einu sinni. Þannig var oft tillitssemi
okkar hinna gagnvart Hafsteini.
Honum sárnaði þetta oft, miklu
oftar en nokkurn grunaði. Hann lét
fyrrum lítið á því bera, en síðari
árin leyndi hann gremju sinni síð-
ur. Hann var ekki aðeins útskrifað-
ur úr skóla lífsins, hann var líka
orðinn fulltrúi öldungadeildarinnar
í fjölskyldunni. Hans tími var kom-
inn.
Þótt Hafsteinn hafi staðið eins
og klettur í lífsins ólgusjó var ævi
hans líka eins og sú sama höfuð-
skepna, eins og vatnið. Þannig er
það kannski með líf okkar allra.
Þegar við horfum til baka, til æsku-
áranna, eru minningarnar stundum
eins og smádropar, dögg á krónu-
blaði sóleyjar, stundum tár, stund-
um skúr. Ur þessu safnast smá
lækjarsprænur sem oft glitra á
milli stráa í sólinni eða skoppa stein
af steini. Þessar sprænur verða svo
að lækjum, sem renna saman og
mynda ár, sem geta flæmst um
sanda, kvíslast og myndað flóknar
fléttur. Sennilega gerist eitthvað
svipað í barnshuganum þegar
skynjun og hugmyndir barnsins eru
að móta boðleiðir í mjúkan leir heil-
ans, sem síðan á eftir að harðna
og verða að klöpp. Smám saman
fækkar farvegunum en þeir dýpka
og að lokum rennur þetta vatn á
haf út um einn ós. Þessar ár í huga
Hafsteins voru kannski ekki marg-
ar, en farvegirnir voru djúpir, eins
og maður fann oft að hugur hans
var. Hugsun hans flæmdist ekki
um neina aura, heldur streymdi
oftast lygn eins og Volga til þess
Kaspíahafs, sem bíður okkar allra.
Síðustu árin, jafnvel áratugina,
rann þessi á þó lengst af í þröngu,
en djúpu gljúfri sem við sáum ekki
alltaf til botns í. Ég held að sólin
hafi ekki heldur alltaf náð að skína
þangað niður. Það voru ekki marg-
ar stjörnur himinsins sem spegluðu
sig í vatnsfletinum. Það var ekki
heldur nauðsynlegt að hafa margar
leiðarstjörnur. Sú sanna, hin fagra
og eina góða, móðir hans, skein
niður á vatnsflötinn. Hún gekk
ætíð á gljúfurbarminum meðan hún
lifði. í gljúfrinu voru líka fossar og
flúðir. Það vissu fáir nema þegar
staðið var nærri börmunum, en það
gerði hún amma. Ég gægðist sjald-
an þangað niður, þótt ég kannaðist
vel við niðinn, bæði sem uppeldis-
bróðir Hafsteins og nú síðari árin,
sem læknir. Ég vissi líka að stutt
var í feigðarósinn.
En nú er síðasti fossinn að baki.
Mér finnst þegar ég rita þetta sem
ég standi á sléttunni ofan gljúfurs-
ins og horfi til strandar þar sem
ég veit að ósinn bíður. Lengra hand-
an hans, þar sem himinn og haf
renna saman, sé ég drang sem er
að hverfa sjónum mínum út í móð-
una. Sannkallaðan hafstein.
Hafsteinn var drengur góður.
Þessi drangur mun standa sem
Pétursey í sandflákum huga míns
innan um kvíslar og þurra farvegi.
Far vel, frændi.
Sigurður V. Sigurjónsson.
+ Sæunn Jónsdótt-
ir fæddist á Hofi
í Vesturdal 23. októ-
ber 1924. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 28.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Guðmunds-
son og Soffía Jóns-
dóttir. Tvær systur
hennar, Gestheiður
og Guðrún, lifa, en
látnir eru Jón og
Jónatan og hálfsyst-
ir hennar Ingibjörg.
Hinn 25. júlí 1944
giftist Sæunn Eyþóri Gíslasyni
og bjuggu þau lengst af í
Vesturhlíð í Skagafirði en flutt-
ust suður 1965. Börn þeirra eru
María, f. 14.5. 1944, Birna Guð-
björg, f. 30.5. 1946, maki Bragi
Sveinsson og eiga
þau fjögur börn,
Gísli, f. 20.4. 1950,
maki Sigrún Þor-
varðardóttir og
eiga þau fjögur
börn en eitt barn
átti Gísli áður,
Guðrún Ingibjörg,
f. 11.1. ’54, og á
hún tvö börn með
Gesti Hólm Krist-
inssyni, og eitt
barn með Herði
Sigmundssyni,
Kári Ómar, f. 23.8.
’58, maki Pamela
VVright og eiga þau þrjú börn,
Jón Hörður, f. 16.3. ’67, maki
Heiða Guðmundsdóttir og eiga
þau eitt barn.
Útför Sæunnar fór fram frá
Áskirkju 4. júní.
Þegar komið er yfir miðjan ald-
ur kemur það ekki lengur á óvart
að samferðamenn kveðji. Það kom
heldur ekki á óvart að móðursyst-
ir mín Sæunn Jónsdóttir væri lát-
in. Ég vissi óljóst af því að hún
hefði verið að berja í nestið um
tíma og viðskilnaður því fyrirsjá-
anlegur áður en langt um liði.
Samt er það svo, að það er ekki
fyrr en dauðinn kveður dyra að
minningarnar þyrpast að, minn-
ingar sem spanna hálfa öld. Víst
man ég þessa móðursystur mína
í hálfa öld. Ég man árin á Krókn-
um og hve gott var að koma til
þeirra hjóna Eyþórs og hennar á
neðstu hæðina í „Rússlandi” þar
sem einu sinni var fjós í þessu elsta
ljölbýlishúsi á Króknum. Ég man
meira að segja hvað til var af-
barnabókum og elstu dætur þeirra
áttu. Síðar á ævinni hefi ég ekki
sett mig úr færi að kaupa eintök
af þessum bókum ef þau hafa boð-
ist, sem sjaldan gerist, því þessar
bækur voru oftast lesnar upp til
agna af okkur sem vorum börn
upp úr síðari heimsstyijöldinni.
En fyrst og síðast man ég Ijúf-
iyndi hennar og hve vel hún tók
okkur sem vorum börn. Sama gilti
eftir að þau hjón voru flutt fram
í Vesturhlíð og barnahópurinn
þeirra stækkaði. Alitaf var okkur
tekið vel og aldrei býsnast yfir
leikjum og ærslum. Þau komu líka
oft til okkar þegar farið var á
Krókinn. Heimili foreldra minna
var á margan hátt miðstöð ætt-
ingja sem lögðu þangað ieið sína.
Stundum var stoppað í nokkra
daga eins og þegar nýr einstakl-
ingur hafði séð dagsins ljós á
sjúkrahúsinu á Króknum. Síðan
var haldið á ný fram í Vesturdal,
sem enn er í huganum dalur allra
dala. Þar mátti átta sig á veður-
fari morgundagsins eftir því
hvernig roða sló á tinda og þar
var Hofsáin sem gat verið viðsjár-
verð, en geymdi líka spegilfagra
fiska. Ég held að það hafi líka
verið Unna sem sagði mér fyrst
hvar helst væri fisk að fá. Þó veit
ég ekki til að hún tæki nokkurn
tíma þátt í veiðiskap, en hún hafði
frá barnæsku tekið eftir hvar aðr-
ir veiddu og var ekki fremur en
fyrri daginn sink á að miðla stút-
ungsstrák af reynslu sinni. Sömu
sögu var að segja um Eyþór, hann
fórnaði okkur líka tíma sínum. Til
dæmis fór hann með mig ríðandi
fram að Hraunþúfuklaustri fyrir
þrjátíu og átta árum. Til þeirrar
farar fékk ég léðan gráa klárinn
hans afa míns og síðan hefi ég
ekki komið á hestbak svo heitið
geti, enda þyrfti meira en meðal-
hest til að bera öll þau kíló sem
síðan hafa bæst við.
Svo liðu árin og milli okkar
Unnu voru engir gagnvegir. Samt
voru ekki langar vegalengdir á
milli okkar hin síðari ár, en hlutirn-
ir bara verða þannig. Og frænd-
systkini mín hefi ég varla séð svo
áratugum skiptir. Samt virðist dag-
urinn í gær ekkert nær heldur en
dagarnir fyrir fimmtíu árum þegar
litið er til baka og ljúflyndið henn-
ar móðursystur minnar og elsku-
semin jafn raunveruleg og þá og
fyrir það vildi ég svo gjarnan mega
þakka við leiðarlok. Páll postuli rit-
aði einu sinni: Nú varir þrennt, trú,
von og kærleikur, þetta þrennt, en
þeirra er kærleikurinn mestur. Og
þegar við felum þessa móðursystur
mína í Drottins faðm að hún sé
umvafin kærleika hans, þá vil ég
þakka fyrir að hafa kynnst kær-
leiksþeli hennar á þeim árum sem
eru Samshuganum svo mikilvæg.
Sigurður Helgi
Guðmundsson.
Það er merkilegt hvað dauðinn
kemur manni alltaf að óvörum.
Dauðsfall Sæunnar var ekki óvænt
og þó var ég alls ekki undir það
búinn. Ótal mörg atvik frá liðnum
árum koma upp í hugann og eru
ljúf og sár í einni tilfinningu. Ég
man varla svo eftir mér að hún
væri ekki einhvers staðar í nánd,
í það minnsta í huganum. Móðir
mín og hún voru góðar vinkonur
og þegar mamma veiktist og lagð-
ist banaleguna tók Sæunn mig að
sér á fleiri en einn veg. Það má
raunar segja að hún gengi mér í
móður stað. Hvernig sem á stóð
og hvernig sem aðstæður voru
reyndist hún mér einstaklega vel. 491
Ég held raunar að það hafi ekki
verið til sem hún vildi ekki fyrir
mig gera og þar skipaði ég sama
sess og börnin hennar. Þeir tímar
komu þegar erfiðleikar sóttu að
mér á margan veg, en alltaf gat
ég leitað til hennar og alltaf hafði
hún tíma til að hlusta og leiðbeina
án þess að dæma. Slík var þolin-
mæði hennar að ég hefi aldrei
kynnst neinu slíku fyrr né síðar og
ég efast um að hennar líkar séu
margir hvað það snertir.
Þau Eyþór fluttust hingað suður
1965. Ég var þá fluttur hingað
fyrir nokkru þó ég hefði jafnan
samband norður. Það var mér að
sjálfsögðu gieðiefni að fá þau hing-
að, enda hefí ég jafnan litið á fjöl-
skyldu hennar sem mína. Og ekki
brást Sæunn heldur vonum mínum
hér. Heimili hennar stóð mér jafnan
opið og þá ekki síður kærleiksfaðm-
ur hennar. Hvernig sem á stóð fyr-
ir mér virtist hún jafnan hafa skiln-
ing á öllu og ætíð geta hlustað.
Ég veit að hún hafði oft áhyggjur
af mér. Við öðru var ekki að búast
þar sem ég veit að henni þótti
vænt um mig og þegar tímarnir
breyttust og urðu bjartari gladdist _
hún líka einlæglega og fylgdist með
öllu.
Það er gæfa að kynnast fólki
eins og Sæunni en það er lífsgæfa
að eignast slíka manneskju að vini
og fyrir það vil ég þakka. Hvar sem
lífsbrautin liggur mun minningin
um hana jafnan verða með því
bjartasta sem ég á og hefi upplifað. M
Hreiðar Margeirsson.
SÆUNN
JÓNSDÓTTIR