Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 51
SKÓLASLIT
ÚTSKRIFTARNEMAR við athöfnina í hátíðarsal skólans.
í fararbroddi
SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550
BílavörubúSin
FJÖDRIN
BODDÍ
Eigum mikið úrval af boddíhlutum í flestar gerðir bifreiða.
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar
í síma 588 2550
Morgunblaðið/Asdís
Helga Thoroddsen, dux
scholae, með fangið fullt af
verðlaunum.
Skólaslit Verslunar-
skóla Islands
Útskrift-
arhópur
óvenju
I fámennur
BRAUTSKRÁÐ var frá Verslunar-
skóla íslands föstudaginn 30. maí
sl. Brautskráðir voru 176 nemendur
og telst það óvenju fámennur hópur.
132 stúdentar luku prófum. 101 af
hagfræðibraut, 12 af málabraut og
19 af stærðfræðibraut. 22 luku versl-
unarprófi og af þeim höfðu 2 einnig
lpkið stúdentsprófi úr öldungadeild.
Úr öldungadeild luku 19 til viðbótar
prófum. 3 nemendur luku stúdents-
prófí utanskóla.
Helga Thoroddsen varð dux
scholae með meðaleinkunnina 9,12.
Onnur varð Inga Magnúsdóttir með
8,65 og þriðji hæsti varð Birkir Rún-
ar Gunnarsson með 8,64 í meðalein-
kunn. Halla Thoroddsen, systir
Helgu, varð 5. efst á stúdentsprófi
með meðaleinkunnina 8,60.
Fram kom að 199 nemendur
gengu til prófs í 5. bekk nú í vor og
er því fyrirsjáanleg veruleg fjölgun
í 6. bekk næsta vetur. Fjölmargir
nýstúdentar voru verðlaunaðir fyrir
góðan námsárangur í ýmsum grein-
um. Bestan árangur í viðskiptagrein-
um á stúdentsprófí sýndi Yngvi Hall-
dórsson og hlaut hann verðlaun
Verslunarráðs íslands. Kristrún Sig-
urgísladóttir hlaut einnig verðlaun
ráðsins fyrir hæstu aðaleinkunn á
verslunarmenntaprófí.
Helga Thoroddsen var á leið í út-
skriftarferð til Mallorca með skóla-
systkinum sínum. Hún var að vonum
ánægð með árangurinn og kvaðst
hafa verið búin að gefa það upp á
bátinn að hún yrði efst á prófum þar
sem henni hafði ekki þótt sér ganga
nægjanlega vel. í sumar hyggst hún
vinna hjá heildsölu en með haustinu
setur hún stefnuna á Þýskaland, þar
sem hún ætlar að nema viðskipta-
fræði og tungumál við háskólann í
Mannheim. Tungumálakunnátta sé
nauðsynleg hyggi maður á starf í
viðskiptum innan Evrópu.
Reiknadu með
SP-Fjármögnun
- efþú ert í fjárfestingarhugleiðingum
SP-Fjármögnun hf. býður fyrir-
tækjum og einstaklingum i rekstri
eignarleigusamninga til að fjár-
magna kaup á atvinnutækjum.
Eignarleigusamningar hafa marg-
víslegt rekstrarhagræði í för með
sér: Staðgreiðsluafslátt sem getur
sparað stórar fjárhæðir, sveigjan-
lega greiðslubyrði innan hvers árs,
skattalegt hagræði með styttri
afskriftartíma, ábyrgð í tækinu
sjálfu er helsta tryggingin auk þess
sem að ekki þarf að ganga á
dýnnætt rekstrarfé fyrirtækisins.
• Staðgreiðsluafsláttur
• Tækið er helsta tryggingin
• Skattalegt hagræði
• Sveigjanleg greiðslubyrði
• Allt að 100% fjármagnað
SP- FJARMOGNUN HF
Vegmúla 3 ■ 108 Reykjavik ■ Simi 588 7200 ■ Fax S88 7250
SP-Fjármögnun hf. er hlutafélag i eigu Sparisjóöanna