Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ JMtfgmtMafeife BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand KAUPFÉLAGSVERSLUNIN var byggð 1930 við hlið Norska hússins. Skipulagsslys endur- vakið í Stykkishólmi Frá Eðvnrði Arnasyni: SNÆFELLSNES vekur ávallt hrifningu ferðalanga fyrir nátt- úrufegurð. Fjöldi ferðamanna um Snæfellsnes hef- ur aukist á liðn- um árum. Sveit- arfélögin og íbú- ar bæjanna á Nesinu hafa gert sitt til þess að laða að ferða- menn, með fegr- un bæjanna, byggt upp söfn sem segja sögu lífsbaráttu, og um atvinnuhætti þerra sem byggðu Snæfellsnes í fyrri tíð. Má nefna sjóminjasafnið á Hellissandi þar má sjá húsakost liðinnar tíðar, bát og klæði þeirra sem stunduðu sjósókn undir Jökli. Þá má nefna gamla Pakkhúsið í Ólafsvík, þar er haldið utan um tæki og tól sem notuð voru fyrir tíma véla og tæknialdar. Stykkishólmur í sinni fögru um- gjörð á sér gamla sögu, og enn eru í elsta hluta bæjarins, hús sem byggð voru í byrjun aldarinnar og önnur sem voru byggð á fyrri hluta síðustu aldar, svo sem Norska hús- ið, sem er þeirra elst, byggt 1832, pg er fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið á íslandi. Clausenshús (byggt 1874) sem búið er að endurnýja svo að mikill bæjarsómi er að. Apótekið, Settuhús, skrifstofuhúsnæði Sig- urðar Ágústssonar hf. (TANG og Riis). Þetta eru allt hús sem eiga sér langa og merka sögu að baki, þó að saga Norska hússins sé eflaust þeirra merkust, en því miður á Stykkishólmur fátt sem gestum er sýnilegt, sem tengist atvinnusögu fyrri tíma. Gamalt skipulagsslys Það mun hafa verið um árið 1930 sem það skipulagsslys varð að reist- ur var steinkumbaldi, kaupfélags- verslun, milli gömlu húsanna, og bókstaflega ofan í Norska húsinu, sem gerði það að verkum að þessi perla Stykkishólms í dag, hefur ekki notið sín síðan. Steinkumbaldi þessi hefur alla tíð skemmt þetta um- hverfi, þennan elsta byggðarkjarna Stykkishólms. Um langt árabil hefur þetta kaup- félagshús verið ónotað. Eftir að rekstri kaupfélagsins var að hætt, gerði Samband íslenskra samvinnu- félaga tilraunir til þess að selja þetta hús. Á þessum tíma komu sérfróðir aðilar til Stykkishólms til þess að skoða og gera úttekt á húsinu, með hugsanleg kaup í huga fyrir opin- bera stofnun. Ónýtt hús Eftir ítarlega úttekt og skoðun þessara skoðunarmanna var álit þeirra að húsið vari nánast ónýtt, og kostnaðarminna væri að byggja nýtt. Veggimir væru ónýtir á tveimur hlið- um eftir áralangan vatnsgang inn í þá og í gegnum þá. Þak og þakviðir væru ónýtir. Vegna ónógra styrkinga væru gólf hússins sigin. Tréverk, gluggar og hurðir ónýtt. Niðurstaða þessara sérfróðu manna var að það væri „óráðsía með almannafé" að ætla að endurbyggja þetta hús. Nokkru síðar keypti Stykkishólms- bær eignir þrotabús kaupfélagsins, og þar á meðal þetta hús. Fljótlega eftir að þessi kaup voru gerð var kunngert að þetta hús ætti að endur- byggja og þar ættu m.a. að vera skrifstofur _ Stykkishólmsbæjar til framtíðar. Á síðustu árum hefur ver- ið eytt einhvetjum milljónum í þetta hús, það klætt að utan með dýru klæðningarefni, sem nú hefur komið í ljós að er gallað, ónýtt efni. Þá hafa nýir gluggar verið settir í húsið, (það er það eina af því sem búið er að gera, sem gæti talist varanlegt). Eftir að hreinsað var innan úr hús- inu, blöstu berir, ónýtir veggirnir við þeim sem að hreinsuninni unnu. Ekki hefur fengist birt hver kostn- aður er nú þegar kominn í íjármálaór- áðsíu kringum þetta hús. Því síður hefur fengist uppgefíð hver endan- legur endurbyggingakostnaður verð- ur í framkvæmdalok. Skattfé Áætlað er að setja um 15 milljón- ir af takmörkuðu fé Stykkishólms- bæjar nú í ár í þetta hús og verður það aðeins hluti af þeim kostnaði sem endurbygging þess krefst. Sérfróðir iðnaðarmenn í Stykkishólmi segja mun ódýrara að bijóta þetta hús nið- ur og byggja nýtt fyrir skrifstofur Stykkishólmsbæjar. Með því að brjóta þennan steinkumbalda niður væri bætt fyrir það skipulagsslys sem varð þegar þessu húsi var valinn staður. Perlur Stykkishólms, gömlu húsin á þessum stað, fengju aftur að njóta sín. Hægt væri að gera við Norska húsið skemmtilegan garð sem hefði að geyma muni úr atvinnusögu Stykkishólms frá þeim tíma er þessi hús voru reist. Það varð alvarlegt skipulagsslys árið 1930 þegar þessi steinkumbaldi var reistur þar sem hann stendur, en alvarlegra er það nú að fram- lengja það skipulagsslys, nú með skattpeningum íbúa Stykkishólms sem væntalega yrðu að greiða her- virkið fram á nýja öld. EÐVARÐ ÁRNASON, yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skíptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉK: Ritstjórn 569 1329, frcttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.