Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ T \ Hercutes f:MMM Höfum úrval höggdeyfa i margar gerðir bifreiða. Leiðbeinum einnig við val á högg- deyfum í breyttar bifreiðar. BílavörubúSin FJÖÐRIN / fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Einstakt tækifæri Við flutningana í Skeifuna 6 kom ýmislegt eigulegt í ljós úr kjallaranum; stólar, lampar, sófar, borð, efnisbútar o.fl. Allt selt á ótrú- lega hagstæðu verði. Fimmtudag og föstudag, opið kl. 9-18, laugardag kl. 10-14 epol Skeifunni 6, sími 568 7733. Velkomin á Elizabeth Arden kynningu ídagfimmtudag, fóstudag og laugardag gefst þér einstakt tœkifieri til að kynnast Elizabeth Arden snyrtivörunum i Kringlunni Þessi glæsilegi kaupauki tylgir þegar keyptir eru tveir hlutir í kremlínunni V Wrrrrryj H Y G E A dnyrlivöruverjlun • Austurstrreti • Laugavegi • Kringlunni. ______________J með hroðvirka brúnkuflýtinum Banana Boat Tan Express Þú þekkir sólarmargfaldarann Banana Boat Sun Ampllfier (magnar sólarljósiö), Banana Boat djúpsólbrunkugelið (dýpri húölög framleiöa einnig sólbrúnku), Banana Boat dökksólbtunkukremið/oliuna (framkallar svart-brúna sólbrúnku) og sólbrúnkufeslinn Banana Boat Dark Accelerator (lengir endingu sólbrúnkunnar um 7 - 9 vikur). Nú hafa þessir eiginleikar verið sameinaðir í eitt í hraðvitka brúnkuflýbnum Banana BoatTan Express. Með Hrað-brunkuflýtinum Banana BoatTan Express nærðu á mettíma dýpstu, dekkstu, fallegustu og endingarbestu sólbrúnku sem völ er á. Um leið nærir þú húöina meö Aog E vitamíni, sólblomaolíu, Aloe Vera, kókos, kvöldvorrósarolíu og öðru heilsufæði húðarinnar. 6 gerðir: Olia, krem, gel, mjólkur-sprey, sólbrúnkufestandi After Sun lotion og friskandi After Sun spray. Onnur Banana Boat nýjung: Bitvörnin Banana Boat Bite Block, skordýrafælandi sólkrem með sólvörn #15. Banana Boatfæst f vönduðum sólbaðsstofum, apótekum, snyrtivöruverslunum, i öllum heilsubúðum utan Reykjavikur og í Heilsuvali, Barónsstig 20 i Reykjavik, simar 562 6275 og 551 1275. I DAG skák llmsjón Margcir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á meistaramóti Skákskóla Islands sem fram fór um helgina. Jón Viktor Gunnarsson (2.270) var með hvítt og átti leik, en Sigurður Páll Steind- órsson (1.675) hafði svart. 15. Hxe5! (En auðvitað ekki 15. Bxf6? — Rxd3+ og mát á h7 er ekki leng- urtil staðar) 15. — Bxg2 (Eina tilraunin, því eftir 15. — Dxe5 16. Bxf6 valdar svartur ekki lengur mátið, á h7) 16. Dxg2 — Dxe5 17. Rc6 - Dc7 18. Rxe7+ - Dxe7 19. Re4 - Kh8 20. Rxf6 — gxf6 21. Dh3 og svartur gafst upp. Þeir Jón Viktor Gunn- arsson og Bergsteinn Ein- arsson urðu jafnir og efst- ir á mótinu með 6 vinn- inga af 7 mögulegum og verða að tefla einvígi. Bragi Þorfinnsson og Ein- ar Hjalti Jensson komu næstir með 5 72 v. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 3.707 krónur. Þær heita Edda Rut Þorvaldsdóttir og Sylvía Björg Runólfsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nemendur Laugarvatns- skóla 1940-’42 Nú ætlum við að hittast á veitingastaðnum LA Cafe, Laugavegi 45a, föstudaginn 6. júní kl. 19.30. Borða þar og spjalla saman. Frekari upplýsingar hjá: Binna 551-2203, Dóra 552- 6069 og Soffíu 553- 7411. Fyrirspurn til Pósts og síma BELLA hringdi og var hún með fyrirspurn til Pósts og síma. Hún segir að sonur hennar hafi fengið nú um miðjan maí jólakort sem sett var í póst um miðjan desember í Kópavogi. Henni fínnst pósturinn lengi á leiðinni milli Kópavogs og Reykjavíkur og spyr hvernig standi á þessu. Tapað/fundið Slæða tapaðist SILKISLÆÐA, rauð í grunninn með frönsku munstri, tapaðist fyrir utan Borgarleikhúsið sl. laugardagskvöld. Hafi einhver fundið slæðuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 557-3549 á milli kl. 17 og 19. Nike-skór töpuðust SVARTIR lágir Nike-skór nr. 38 töpuðust í Sundlaug Kópavogs milli kl. 16 og 18.15 mánudaginn 2. júní. Skilvís finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 554-3354. Fríhafnarpoki tapaðist UNGUR piltur kom með véi frá Portúgal síðdegis sl. þriðjudag ti! Keflavíkur. Hann hafði tekið að sér að kaupa í Fríhöfninni fyrir vini sína og var búinn að geyma 8.000 krónur til þess. Með einhvetjum hætti varð varningur- inn viðskila við hann og líklega hefur einhver tekið pokann í mis- gripum, en í honum var m.a. sælgæti og ilm- vatn. Viti einhver heiðarlegur um pokann er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 478-8116. Lesgleraugu töpuðust LESGLERAUGU töpuðust á göngustíg fyrir neðan kirkju- garðinn í Fossvogi. Gleraugun eru karl- mannsgleraugu. Skilvís ftnnandi vinsamlega hafi samband í síma 533-1500. Nike-bakpoki tapaðist NIKE-bakpoki, vínrauður, tapaðist á Laugardalsvelli föstu: daginn 16. maí. í töskunni eru íþrótta- skór. Skilvís finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 562-1747. Dýrahald Hvolpa vantar framtíðarheimili 10 VIKNA gamlir hvolpar, blandaðir labrador og skota, eru að leita sér að fram- tíðarheimilum. Uppl. í síma 565-6978. Border-collie leitar að heimili SJO mánaða hundur, sem er border-collie íslensk blanda, fæst gefins á gott sveita- heimili. Hlýðinn og fallegur, vanur litlum börnum. Uppl. í síma 482-2779. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkvetja var einn af þeim mörgu sem notfærði sér boð ISALs fyrir skömmu um að skoða verksmiðjuna í sunnu- dagsblíðunni. Var bæði fróðlegt og skemmtilegt að betja þessi miklu mannvirki augum innan frá. Það er undarleg tilfinning að standa í öðrum enda nýju álmunnar og rétt grilla í hinn endann, vegalengdin er nær kílómetri! Starfsmenn ÍSALs á staðnum stóðu sig einnig vel er þeir svöruðu spurningum gestanna og virtust ágætlega undirbúnir fyrir verkefn- ið. Athyglisvert er hve mikil áhersla er lögð á umhverfismál og að sögn starfsmanna mælist nú engin mengun frá álvinnslunni í gróðri utan við lóð verksmiðjunnar, svo vel hefur tekist til. Eitt fór þó mjög í taugarnar á kunningja Víkvetja. Inni í matsaln- um var myndasýning þar sem rak- inn var ferill verksmiðjunnar og skýrt frá mörgu forvitnilegu í sam- bandi við álvinnslu. Textinn við myndirnar virðist hins vegar hafa verið saminn af einhverjum sem ekki ber neitt skynbragð á réttrit- un. Viðstaddir töldu í fljótheitum meira en tvo tugi af grófum villum, sérheiti voru með litlum upphafs- staf og þannig mætti lengi telja. Fjöldi barna á grunnskólaaldri var í gestahópnum. Næsta vetur segja þau vafalaust íslenskukennar- anum sínum að það sé alveg ástæðulaust að læra réttritun. Full- orðna fólkið stafi orðin bara ein- hvern veginn. Ef ÍSAL er á móti réttritunar- kennslu, sem er auðvitað afstaða út af fyrir sig, þá hefði verið heiðar- legra að skýra frá því en varpa ekki vandanum á kennara og for- eldra. Hirðuleysi af þessu tagi er ekki fyrirtækinu til sóma. xxx * ISÍÐUSTU viku, nánar tiltekið á þriðjudegi, varð Víkverji vitni að einstöku kæruleysi vagnstjóra SVR í umferðinni. Víkverji var að aka upp Háteigsveginn, rétt við apótekið, er strætisvagn kom niður Háteigsveginn. Bílstjóri vagnsins virtist upptekinn af einhveiju, sem var að gerast uppi á gangstéttinni sunnan götunnar, stöðvaði þó ekki vagninn, en hélt áfram að aka, komin yfir á vinstri götuhelming- inn. Stefndi hann beint á bíl Vík- veija og virtist ekki vakna af þess- um vökusvefni sínum, fyrr en Vík- vetji þeytti horn bifreiðar sinnar til hins ýtrasta. Þóttist Víkveiji góður að sleppa við að vagninn æki beint á bifreið hans. Umferðarlög ku kveða svo á að strætisvagnar eigi forgang í um- ferðinni. Til dæmis ber mönnum að vlkja fyrir þeim, er þeir aka út úr biðstöðvunum. Þessi forgangur vagnanna virðist, a.m.k. meðal sumra vagnstjóra, valda því að þeir telja sig eiga meiri rétt í umferð- inni en aðrir. Þessi vagnstjóri, sem var þarna um níuleytið að morgni, virtist svo sannarlega telja sig eiga götuna og aliir aðrir voru greinilega aðeins að flækjast fyrir honum. Það vill nú svo til að „Palli var einn í heiminum" er ekki raunverulegt ævintýr, þótt ýmsir vagnstjórar SVR virðist líta svo á að þeir séu í hlutverki hans. A.m.k. virðast þeir sofa jafn vært við aksturinn og Palli í ævintýrinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.