Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Vesturfarasetrið á Hofsósi í Skagafirði Sýning um vestur- ferðir Islendinga VESTURFARASETRIÐ á Hofsósi er í senn upplýsingamiðstöð og ferðamannastaður þar sem Vest- urheimsferðum íslendinga á 19. öld eru gerð skil. Byggðasafn Skagfirðinga setti upp sýninguna „Annað land - Annað líf. Vestur- heimsferðir 1870-1914“ í húsinu, en þar er fjallað um vesturfarana og landnám þeirra í nýjum heim- kynnum. Sýningin er byggð á sam- spili ljósmynda, texta og muna sem lýsa hlutskipti þeirra sem sigldu vestur um haf. Byijað er á árferðis- annál og er fjöldi vesturfaranna skráður við hvert ár. Flestir fóru árið 1887 en þá voru alls 1947 einstaklingar sem fluttu búferlum vestur um haf en einnig eru skráð- ar sögur einstaklinga úr hópi vest- urfaranna. Aðstæður fólksins sem ekki fór utan eru sýndar og í kjall- ara setursins hefur verið sett upp bryggja við mynd af skipi sem flutti íslendingana að heiman. Hí- býlum íslendinga í vesturheimi, ferðamáta þeirra og búskaparhátt- um eru einnig gerð skil. Allir mun- ir í þeim hluta sýningarinnar komu úr safni Vestur-íslendinga í Kanada. 7 þúsund komu fyrsta hálfa árið Vesturfarasetrið var opnað 7. júlí 1996 og fram að áramótum það ár komu um sjö þúsund manns í setrið. Það er í eigu og umsjá Snorra Þorfinnssonar ehf. en hlutafélagið hefur staðið að end- urreisn „Gamla kaupfélagshúss- ins“ og uppbyggingu setursins. Valgeir Þorvaldsson, framkvæmd- arstjóri Snorra Þorfinnssonar ehf., segir að unnið hafi verið að varð- veislu og uppbyggingu gamla hluta Hofsóss síðustu sex ár. Þetta hús hafi hentað vel fyrir þessa starf- semi og form þess gefi tilefni til breytinga og henti fyrir ýmis spennandi verkefni. í setrinu er fyrirlestarsalur og annar salur ætlaður fyrir sérsýningar. Hann segir að markmiðið sé að nota umhverfið í kringum húsið og til stendur að byggja timburbryggju fyrir framan setrið. Einnig eru hugmyndir um að hafa árabáta í höfninni og jafnvel að síðar komi skip vesturfara þar sem hægt væri að fá upplýsingar um aðstæð- ur og aðbúnað. Einnig verður unn- ið að sérhæfingu í þjónustu fyrir Vestur-íslendinga sem koma til landsins og hafa áhuga á þessari sögu. Að sögn Valgeirs hentar setrið ferðamönnum vel því ferðaþjón- usta og sýning mætast þar á einum stað. Hans hlutverk hafi verið að gera þetta skemmtilegt fyrir ferða- fólk en að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafnsins, hafi séð um sagnfræðilega þáttinn og upp- setningu sýningarinnar. Sigríður segir að hugmyndin eigi sér fyrir- myndir annars staðar í Evrópu og eru starfræktar sýningar í ellefu þjóðlöndum. Hún segir sýninguna á Hofsósi vera vítamínsprautu fyr- ir Byggðasafnið og að nýr flötur á söfnun og rannsóknum hafi myndast. I Vesturfarasetrinu er unnið að þróun upplýsingaþjónustu og efl- ingu ættfræðirannsókna í tengsl- um við Háskólann á Akureyri. Sig- ríður segir þetta vera fræðasetur fyrir fólk sem vill kynnast vestur- ferðunum eða reyna að fínna ætt- ingja og fyrir Vestur-íslendinga sem vilja komast í samband heim til íslands. Morgunblaðið/Þorkell VESTURFARASETRIÐ á Hofsósi í Skagafirði en þar er sýn- ing tileinkuð vesturferðum íslendinga og upplýsingaþjónusta VALGEIR Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Snorra Þorfinns- sonar ehf., sem rekur Vesturfarasetrið, situr hér á „bryggju" í kjallara safnsins. Gönguskór ÚTIVISTARBÚDIIU viö Umferðarmiðstöðina Sími: 551 9800 og 551 3072 Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir SÉÐ yfir Tjarnargarðinn á Egilsstöðum. Egilsstöðum - Þó ibúar Egils- staða hafi gert sér ýmislegt til hátíðarbrigða á afmælisárinu stendur fyrir dyrum sérstök há- tíðardagskrá dagana 20. til 29. júní. Bærinn er farinn að klæðast hátiðarbúningi. Ljósastaurar hafa verið skrýddir og í nokkrum þeirra hefur Lagarfljótsormurinn tekið sér bólfestu. Unglingar hafa látið hendur standa fram úr erm- um, sett niður blóm og plantað trjám. Brú er komin á síkið í Tjarnargarðinum sem forseti ís- lands mun opna laugardaginn 28. júní. Dagskráin þessa helgi verður með ýmsu móti. „Gömlu dagana gefðu mér“ er heiti sérstakrar dagskrár sem hópur innfæddra Egilsstaðabúa hefur unnið að. Dagskráin skiptist í tvo þætti. Annars vegar í skemmtun sem haldin verður í Skjólgarði, „mýr- inni“ bak við Búnaðarbankann og hins vegar í sýningu á hlutum og munum úr daglegu lífi fólks sl. fimmtíu ár. Sýningunni verður komið fyrir í Safnahúsinu. Safna- stofnun óskar eftir því að þeir sem kynnu að eiga i fórum sinum skemmtilega hluti, húsgögn, fatn- að, gömul blöð, matarílát eða leik- Bær á grænni grein föng, hafi samband við Safna- stofnun. Sigurjón Jónasson mun sýna litskyggnur í bíósal Vala- skjálfar. Myndirnar hefur Sigur- jón tekið í áranna rás af daglegu lífi á Egilsstöðum. Fjöldi brott- fluttra Egilsstaðabúa mun leggja leið sína hingað austur í næstu viku til að taka þátt í afmælishald- inu. Um helgina kemur svo út af- mælisblað Egilsstaða sem hlotið hefur nafnið Á grænni treyju. Þar birtast viðtöl og frásagnir af því helsta sem um er að vera í tilefni afmælisins auk dagskrár hátíðar- innar. Föstudaginn 27. júní kemur forseti Islands til bæjarins ásamt eiginkonu. Hann mun heiðra Eg- ilsstaðabæ með nærveru sinni fram á sunnudag. Af einstökum dagskrárliðum má ekki gleyma djasshátíð, útileiksýningu á Draumi á Jónsmessunótt, tívolíinu við Shellið, hátiðardagskránni laugardaginn 28. júní, Iandbúnað- arsýningunni i Vémörk, myndlist- arsýningu, sýningu aldraðra á handverki, sýningu unglinga í Nýung og Egilsstaðamaraþoni. íþróttafélgið Höttur mun selja miiyagripi og föstudaginn 27. júní verður í notkun á pósthúsinu sérstimpill í tilefni afmælisins. Þó hátíðardagskránni sjálfri ljúki sunnudaginn 29. júní er af- mælishaldi engan vegin lokið. 1 júlí mun verða boðið upp á ýmsa skemmtan. Útileikhúsið verður á sínum stað, svo og haugbúinn úr Skriðdal með aðsetur á minjasafn- inu, blómasýning verður á vegum Myndlistarfélagsins á Café Niels- en, hjólað verður í kringum Lag- arfljótið, bæjarstjórnin heldur sérstakan hátíðarfund og um verslunarmannahelgina verður haldin fjölskylduhátíðin Með sH í hjarta. Menn halda svo auðvitað áfram að taka myndir af Lagar- fljótsorminum því höfundur bestu ljósmyndar af honum hreppir 500.000 króna verðlaun. Melstað- arkirkja í Miðfirði 50 ára Hvammstanga - 50 ára vígsluaf- mælis Melstaðarkirkju í Miðfirði var minnst 8. júní sl. en kirkjan var reist í stað timburkirkju sem fauk í ofviðri í ársbyijun 1942. Söfnuðurinn byggði þá stein- steypta kirkju sem vígð var í júní 1947. Tímamótanna var minnst með hátíðarmessu þar sem sóknar- presturinn sr. Guðni Þór Ólafsson þjónaði með aðstoð nágranna- presta. Kirkjukórinn söng undir stjórn Ólafar Pálsdóttur og einnig fluttu tónlist þau Elínborg Sigur- geirsdóttir, Hjálmar Sigurbjörns- son og Lilja Olafsdóttir. Að messu lokinni var kirkjugest- um boðið í veglegt kaffsamsæti í Félagsheimilinu Asbyrgi þar sem fram fór dagskrá. Formaður sókn- arnefndar, Sólrún Þorvarðardóttir, bauð gesti velkomna og fól Jóhann- esi Björnssyni veislustjórn. Sr. Gísli H. Kolbeins flutti samantekt um Melstaðarkirkju og hugleiðingar um fortíð staðarins. Gísli er fyrr- verandi sóknarprestur á Melstað og þjónaði þar í um 25 ár. Þá söng kirkjukórinn nokkur lög. í tilefni afmælisins færði Kam- illa Briem kirkjunni fyrir hönd systkina sinna, silfurskjöld til minningar um foreldra sína Ingi- björgu og sr. Jóhann Kr. Briem sem þjónaði Melstaðarprestakalli um áratugi næstur á undan sr. Gísla. Voru Kamillu færðar þakkir fyrir gjöfina. Þá var tilkynnt að sóknarnefnd Melstaðarsóknar ætl- aði að standa fyrir útgáfu rits um sögu kirkjunnar og Melstaðar og var lýst eftir myndum, greinum og einnig fjárstuðningi við þetta verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.