Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►21.15 Tveir af bestu leikurum Bandaríkjanna, hvor af sinni kynslóð, þeir Jack Lemmon og Matt- hew Broderick, leika tvo leikhúsleikara, hvorn af sinni kynslóð - sá eldri á niðurleið, sá yngri uppleið - í banda- rísku kapalmyndinni Leikhúslíf (A Life In The Theatre, 1993), sem leikskáldið David Mamet vann upp úr samnefndu leikriti sínu. Vel skrifað, vel leikið. Leikstjóri Gregory Mosher. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►22.40 - Sjá umfjöllun hér til hliðar. Stöð 2 ►l5.00 Prúðuleikararnir gerast spæjarar á slóð skartgripaþjófa í London í Prúðuleikararnir leysa vandann (The Great Muppet Caper, 1981). Missnarpir kaflar en yfirleitt fín skemmtun undir stjórn Jims heitins Hensons. ★ ★ 'h Stöð 2^21.00 Hættulegir hugir (Dangerous Minds, 1995) er klisju- kennd útgáfa af kunnuglegu stefi, þar sem er lýsing á nýju kennslukonunni sem kemur inn í róstusaman bekk og snýr honum smám saman á sitt band. Sú fína leikkona Michelle Pfeiffer er afar ósannfærandi í aðalhlutverkinu. Leikstjóri John N. Smith. ★ ★ Stöð 2 ►22.40 Franski leikstjórinn Bertrand Blier gerir yfirleitt heillandi myndir og þótt Einn, tveir, þrír, sól (Un Deux Trois Soleil, 1993) sé ekki ein af hans bestu er hún engu að síð- ur forvitnileg og á köflum áhrifarík lýsing á lífsbaráttu rótlausrar stúlku í fjölbýlishúsahverfi í Suður-Frakk- landi. Marcello Mastroianni er flottur sem fyllibyttan faðir hennar. ★ ★ 'h Stöð 2 ►O .25 A1 Pacino ogekki síð- ur Sean Penn eru í essinu sínu í enn einni glæponastúdíu Brians DePalma, Leið Carlitos (Carlito’s Way, 1993). Ekkert nýtt hér en DePalma sýnir í einstökum atriðum hversu feikilega flinkur hann er í að sviðsetja flóknar hasarsenur. ★ ★ 'h Árni Þórarinsson Robert Altman - óþekkur en agaður, mistækur en meistaralegur. :> i VERSLUN FERDAFOLK5INS UlLáúiJA LAUGARDAG kl. 10-16 SUNNUDAG kl. 13-17 4 MANNA 7.0 KC 10% AFSLATTUR 5MANNA GERÐIR AF TJÖLDUM. HÚ5TJÖLD, KÚLUTJÖLD, BRAGGATJÖLD, A-TJÖLD, JÖKLATJÖLDOG 5AMKOMUTJÖLD ADVENTURE100 mmmm s mani-ia j j m. nroöö ÁÐUR 11.800 'máMA&D SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 107 REYKJAVIK Sími 51 I 2200 TRIGANO Altman í essinu sínu TOPPARNIR og öldudalirnir eru jafn áberandi á óvenjulegum ferli Roberts Altman, eins persónulegasta og frjó- asta leikstjóra bandarískrar kvik- myndagerðar. Kvikmynd hans Klippt og skorið (Short Cuts, 1993, Sjón- varpið ►22.40) er áreiðanlega einn öldutoppurinn. Hún kom árið á eftir öðrum toppi, The Player, en í báðum þessum fínu myndum bregður Altman upp breiðu mannlífsmunstri, þar sem hver púsla tengist þeirri næstu og ekkert rekst á annars horn. Klippt og skorið er byggð á átta sögum og einu ljóði eftir Raymond Carver og speglar sambönd fólks af ýmsu tagi, það sem er ólíkt jafnt sem sameiginlegt, og óvænt uppbrot í lífi þess. í fjölskipuð- um og velmönnuðum leikhópnum eru m.a. Tim Robbins, Lily Tomlin, Tom Waits, Mathhew Modine, Frances McDormand, Andie MacDowell, Fred Ward, Lili Taylor, Madeleine Stowe o.fl. o.fl. Og Robert gamli Altman, nú á áttræðisaldri, heldur um alla þræði siyrkri hendi, spinnur sinn sérstaka samtalastíl saman við hnitmiðaðan myndstíl. Skemmtilegt verk meistara hins óhefðbundna í bandarískum kvik- myndum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á heimildamynd um Klippt og skorið og Robert Altman á dagskrá Sjónvarpsins á morgun, sunnudag, kl. 16.15. ★ ★ ★ 'h MYNDBÖND Plága sem ekki verður útrýmt er í raun algjör plága, en þó er hann afskaplega heillandi. Ég man ekki til þess að hafa séð þennan John Leguizamo áður, nema í Rómeó og Júlíu þar sem ég hreifst af honum, þótt hlutverk hans þar væri mun dramatískara en hér. Honum verið líkt við Jim Carrey í þessari mynd. Mér finnst þeir nú ekkert sérlega líkir, þótt báðir séu góðir. Leguizamo er meira gerpi og gerir jafnvel meira grín að sjálf- um sér. I þessari mynd gerir hann mikið grín að hinum ýmsu þjóðar- brotum sem byggja Bandaríki Ameríku, og hlífir þá hvorki sér né öðrum. Þar á hann alveg óborg- anlega spretti. Húmor hans er mjög ýktur og mun sumum þykja hann fara yfir strikið á stundum, þar sem iínan er mjó. Maðurinn er nú einu sinni plága, en það rist- ir þó ekki dýpra en það að allir geti ekki haft gaman af. John Leguizamo hefur ótrúlegt hug- myndaflug og er frábær eftir- herma. Margar aðrar skemmtilegar persónur koma þó einnig til sögunn- ar, og er þá vert að minnast á hina þýsku feðga. Plágan er hröð mynd, manísk að sama punkti og aðal- söguhetjan sjálf. í henni er hvergi dauðan punkt að finna, og er hún því besta skemmtun fyrir fólk með aulahúmor. Hildur Loftsdóttir. Gjdfavaia — inaíar og kafíislell. Heimsfrægir hönnuðir Allir verðllokkar. m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN ————— Laugnvegi 52, s. 562 4244. Plágan (The Pest) Gamanmynd ★ ★ ★ Framleiðandi: The Bubble Factory. Leikstjóri: Paul Miller. Handrits- höfundur: David Bar Katz eftir sögu sinni og John Leguizamo. Kvikmyndataka: Roy H. Wagner. Tónlist: Kevin Kiner. Aðalhlutverk: John Leguizamo, Jeffrey Jones og Freddy Rodriguez. 92 mín. Banda- ríkin. Tristar Pictures/Skífanl997. Myndin er öllum leyfð. PESTARIO er smákrimmi sem gerist lifandi skotmark til að eignast 50.000 dali þar sem hann skuldar skosku mafíunni sömu upphæð. Veiðarnar ber- ast um víðan völl, og Pestario bregður sér í allra kvikinda líki til að villa um fyrir veiði- manninum. Pestario er málóður, uppfinningasamur, fljótur að hugsa, seinheppinn, oft misheppn- aður, þreytandi, sníkjudýr, óþol- andi en góðhjartaður þjófur. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.