Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 2

Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bflar ónýtir eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á Suður- landsvegi við Þykkvabæjarveg síð- degis í gær. Bílstjóri bíls, sem ekið var í vest- urátt, ætlaði að beygja til vinstri nið- ur í Þykkvabæ en þurfti að bíða vegna umferðar sem kom á móti. Þá var bíl, sem kom á eftir honum, ekið á hann á mikilli ferð og kastaðist ffemri bíllinn út af veginum og á vegvísa og umferðarskilti sem skemmdust talsvert. Bílstjóri fremri bflsins, sem var einn í bílnum, var fluttur í heilsugæslustöðina á Hellu til skoðunar. í aftari bílnum voru tveir menn og sluppu þeir ómeiddir. Allt fólkið var í bflbeltum. Bflamir eru ónýtir. Gestir víða komn- ir á útihátíðir ÚTIHÁTÍÐIR hefjast í dag víða um land en í gær var fólk víða farið að safnast saman á hátíðasvæðunum. Halló Akureyri hófst fyrst útihá- tíða en hún var sett í gær. Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, lét vel af stemmning- unni í bænum. Mest var um Akur- eyringa á hátíðinni í gær en Magnús sagðist búast við að straumur gesta hæfist fyrir alvöru í dag. Hann vildi fara varlega í að spá um væntanleg- an fjölda gesta en bjóst þó við um 8.000 manns. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst með óformlegum hætti í gærkvöldi þegar slegið var upp balli í íþrótta- húsinu. Hún verður sett formlega í dag. Ekkert var flogið til Eyja fyrr en í gærkvöldi vegna þoku en að sögn Stefáns Ragnarssonar, sem er í þjóð- hátíðamefnd, fóm þjóðhátíðargestir að tínast til Eyja strax í upphafi vik- unnar. „Margir Eyjamenn, sem eru fluttir upp á fastaland, nota tækifær- ið um verslunarmannahelgina tíl að sækja Vestmannaeyjar heim.“ Á Siglufirði var gott veður í gær og góð stemmning að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Mikið var um ferðafólk í bænum en Ólöf vildi þó engu spá um fjölda gesta á Siglufirði nú um helgina. Hátíðin þar verður sett klukkan þrjú í dag. í Galtalæk var nokkuð komið af fólki í gær en hátíðin þar hefst í kvöld með dansleik. Jón Guðbergs- son, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagðist búast við um fimm til sex þúsund manns miðað við aðsókn síð- ustu ára. „Mikið er um að sama fólk- ið sæki Galtalæk ár eftir ár hvernig sem veður er,“ sagði Jón en í gær var milt veður í Galtalæk. Regngalli í farangrinum Á morgun er spáð rigningu sunn- anlands og vestan en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag á að rigna á Norðausturlandi en vera súld vestanlands. Á Veðurstofunni ráðleggja menn því ferðafólki að taka regngaflann með hvert á land sem er. Morgunblaðið/Arnaldur ÞOKUNNI létti í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og flugfélögin töku þá strax til við að flytja þjóðhátíðargesti frá Reykjavík. Morgunblaðið/Arni Sæberg MIKILL kraftur er á vatninu sem hleypt er framhjá fyrirhugaðri stíflu við Hágöngumiðlun þar sem myndin er tekin. Jöklaleysing veldur nú víða vexti í jökulám á hálendinu. Ovenjumikil leys- ing vegna hlýinda VÖXTUR hefur hlaupið í ár á há- lendinu vegna hlýinda. Sigmund- ur Freysteinsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Landsvirkjun, segir að mikil jöklaleysing sé oft á þessum tíma en ekki sé hægt að tala um hlaup í því sambandi. í lok síðustu viku lásu Lands- virkjunarmenn af vatnamælum og var þá um 70 rúmmetra rennsli á sekúndu í Sveðju sem rennur úr Hamrinum á Vatnajökli. Halldór Ingólfsson, staðarverkfræðingur hjá Veli hf., sem vinnur að gerð Hágöngumiðlunar, segir að rennslið nái nú allt 90 rúmmetrum á sekúndu. Óvenjumikil jöklaleysing Sigmundur segir að Sveðja sé jökulá. Óvenjumikil jöklaleysing sé um þessar mundir. „Það var lít- ill snjór á jöklinum í vor og snælfnan nær hátt upp. Þegar svona hlýtt hefur verið leysir mik- ið. Það eru tvö lón við Hamarinn í Vatnajökli, Hamarslón og Hvíta- lón, sem geta komið hlaup úr og verður rennslið þá töluvert meira. Þau fyllast og tæmast en það er engin regla í því. Þá getur komið hlaup í Sveðju en það er ekkert stórbrotið og menn taka ekki eftir því niðri í sveit,“ segir Sigmund- ur. Átta ferkílómetra lón Verið er að undirbúa að steypa botnrás undir aðalstíflu Hágöngu- miðlunar og þar er komið átta fer- kílómetra stórt lón. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki næsta sumar og verður lónið þá á bilinu 20-30 ferkílómetrar. Það rennur um far- veg Köldukvíslar f Þórisvatn. I Kvíslaveitu var í vikunni hleypt vatni úr Þjórsárlóni í fyrsta sinn inn í Þjórsárskurð. Þar fer vatnið í Kvíslavatn og þaðan í Þórisvatn. Framkvæmdirnar miða að því að auka vatnsmiðlun í Sig- öldu-, Hrauneyjarfoss-, Sultar- tanga- og Búrfellsvirkjun. ■ Vatni/26-27 Lengd minn- ingargreina ATHYGLI höfunda minning- argreina, sem birtast eiga í Morgunblaðinu, er vakin á því að blaðið birtir að jafnaði eina uppistöðugrein af hæfilegri lengd um látinn einstakling. Miðað er við að lengd annarra minningargreina um sama einstakling takmarkist við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd eða um 2.200 tölvuslög. Þetta jafngildir um 25 dálksentímetrum í blaðinu, sem er rúmlega hálfur dálkur. Það eru eindregin tilmæli Morgunblaðsins til höfunda minningargreina að þeir virði þessi lengdarmörk. Með því stuðla þeir að því, að minning- argreinar um látinn einstak- • ling geti að jafnaði birzt allar á útfarardag en dreifist ekki á fleiri daga, eins og stundum vill verða. Ef minningargreinar, aðrar en ein uppistöðugrein, reyn- ast lengri geta höfundar búizt við því að óskað verði eftir styttingu. Vaxtalækkanir í met- 100 ára afmæli Oddfellowreglunnar á Islandi hrinu á V erðbréfaþingi A fimmta tug millj. afhentar GRÍÐARLEG viðskipti áttu sér stað á Verðbréfaþingi í gær og reyndist þetta annar stærsti við- skiptadagurinn í sögu þess. Alls námu viðskipti dagsins röskum 2 milljörðum króna og virtust fjár- festar nánast einblína á skulda- bréfamarkaðinn í kjölfar fregna af hækkun Moody’s á lánshæfismati íslenska ríkisins. Viðskipti með skuldabréf námu tæpum 2 milljörðum en heildarvið- skipti með hlutabréf námu hins vegar röskum 29 milljónum króna. Vextir lækkuðu nokkuð í gær og fór ávöxtunarkrafa húsbréfa til að mynda úr 5,28% í 5,22% og sams- konar lækkun varð á ávöxtunar- kröfu 20 ára spariskírteina ríkis- sjóðs, sem stóð í 4,92% við lok við- skipta. Teikn á lofti um frekari lækkanir Þeir sérfræðingar á fjármagns- markaði sem Morgunblaðið ræddi við í gær töldu fátt benda til annars en að vextir myndu halda áfram að lækka. Þegar saman færi lítil sem Búnaðarbanki og Landsbanki lækka vexti engin lánsfjárþörf ríkissjóðs og aukinn spamaður, sér i lagi í lifeyr- issjóðakerfinu í kjölfar undangeng- inna launahækkana, skapaðist tals- vert ójafnvægi milli framboðs og eftirspumar sem hlyti að leiða til frekari vaxtalækkana. Við venjulegar kringumstæður mætti búast við því að aðrir lán- takendur leituðu inn á markaðinn, svo sem fyrirtæki og sveitarfélög, en á meðan vextir væm mun hærri hér en í nágrannalöndunum væri lítill áhugi þessara aðila fyrir lán- tökum hér á landi. Önnur vaxtalækkun Búnaðarbanka á 3 vikum Landsbanki íslands lækkar í dag vexti af verðtryggðum skuldabréf- um um 0,10%, úr 6,35% í 6,25%. Vextir af óverðtryggðum skulda- bréfum lækka um 0,25%, úr 9,40% í 9,15%. Forvextir víxla lækkuðu um 0,40%, úr 9,60% í 9,20%. Auk þess var lítilsháttar lækkun á vöxtum verðtryggðra innlánsreikninga. Búnaðarbankinn lækkar einnig í dag útlánsvexti sína og er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem bankinn grípur til vaxtalækkana. Óverðtryggð vaxtakjör munu lækka um 0,20% og verðtryggð vaxtakjör um 0,10%. Samtals hafa óverðtryggð vaxtakjör bankans þá lækkað um 0,45% frá 11. júlí en verðtryggð vaxtakjör um 0,2% á sama tímabili. Að sögn Sigurjóns Þ. Ámasonar, forstöðumanns hagfræði- og áætl- anadeildar Búnaðarbankans, hafa væntingar bankans um vaxta-, verðlags- og gengisþróun gengið eftir í öllum meginatriðum frá síð- ustu vaxtalækkun. Vextir á lang- tímamarkaði hafi farið lækkandi og ekki sjái raunar enn fyrir endann á þeirri þróun, m.a. þar sem fyrirsjá- anlegt sé að eftirspum ríkisins eft- ir lánsfé fari áfram minnkandi. Því sé ekki útilokað að frekari vaxta- lækkanir kunni að vera framundan. FÉLAGAR Oddfellowreglunnar á íslandi afhentu þrjár peningagjafir í hófi sem haldið var í gær í tilefni af 100 ára afmæli starfs Oddfellowa á íslandi en Ingólfur, stúka nr. 1, var stofnuð 1. ágúst 1897. Til að minnast 100 ára stofnafmælisins var ákveðið að kosta allar nauðsynlegar breytingar og innréttingar á húsnæði fyrir líknardeild, sem rekin verður í hluta húsnæðis endurhæfingar- og hæf- ingardeildar Landspítalans í Kópa- vogi, en slík deild miðar að því að lina þjáningar og viðhalda lífsgæð- um einstaklinga síðasta spölinn í viðureign við banvæna sjúkdóma og veita aðstandendum stuðning. Ákveðið var að verja allt að 33 millj- ónum til þessa verkefnis. Stefnt er að því að Ríkisspítalar hefji rekstur líknardeildar í byrjun næsta árs og þar verður rúm fyrir 15 sjúklinga í einu. Auk þessa verkefnis hefur Odd- fellowreglan ákveðið að verja tveim- ur milljónum króna til rannsóknar- í verkefna við barna- og unglingageð- deild Landspítalans og veita Fræðslumiðstöð í fíknivörnum tveggja milljóna króna styrk til út- gáfu á handbók með heitinu „Fíkni- efni og forvamir - handbók fyrir heimili og skóla“ auk átta sérbækl- inga úr efni handbókarinnar fyrir nemendur grann- og framhalds- j skóla. í tilefni afmælis Ingólfs, Oddfell- owstúku nr. 1, hefur verið ákveðið ) að styrkja kaup Landspítalans á Lazer Harmonic Scalpel, hátækni- skurðarhníf, sem brennir fyrir æðar um leið og skorið er, með einni millj- ón króna; að styrkja kaup Landspít- alans á HDR-eftirhleðslutæki til geislalækninga með 2,5 milljónum króna og að styrkja Rrýsuvíkursam- tökin sem einni milljón króna. Gjaf- j imar verða aíhentar í dag, á afmæl- isdegi stúkunnar. ■ Mikill uppgangur/23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.