Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 4

Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Orsök maga- kveisu ekki fundin EKKI liggur fyrir hver er orsök magakveisunnar sem herjað hefur á erlenda ferðamenn á leið sinni um Norðausturland. „Af þeim sýnum, sem send hafa verið í rannsókn, hafa ekki ræktast bakteríur sem tengjast matarsýkingum eins og salmonellu,“ sagði Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir á Norðurlandi eystra. „Þetta er í samræmi við sjúkdómseinkenni fólksins en ég veit ekki betur en að fólk hafi jafnað sig fljótt og vel. Ef það kemur í ljós að hér er ekki um bakteríusýkingu að ræða verðum við að skoða málið nánar og það getur tekið nokkum tíma.“ 9-10 hópar Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi hafa rúmlega 40 erlendir ferðamenn í 9 til 10 ferðahóp- um veikst. Veikindin virðast aðallega hafa komið upp á tímabilinu 18. til 28. júlí. Forráðamenn ferðaskrif- stofanna Samvinnuferða- Landsýnar, Úrvals-Útsýnar og íslandsferða, en ferðafólk á þeirra vegum veiktist, vildu ekki gera of mikið úr veikind- unum á þessu stigi málsins þegar Morgunblaðið leitaði til þeirra. Ekki hafa komið fram ný tilfelli í hópum, sem nú eru á ferð um Norðausturland, á vegum þessara ferðaskrifstofa. „Þetta er ,mjög leiðinlegt mál,“ sagðj Úlfar Antonsson, hjá Úrvali-Útsýn. „Við vonumst til að niðurstaða finnist sem fyrst og að hér sé um einangr- uð tilfelli að ræða. Annað væri mjög slæmt fyrir ferðaþjón- ustuna í landinu," sagði Ulfar. Mikið vatn í ám í Þórsmörk LÖGREGLAN á Hvolsvelli beinir þeim tilmælum til ferðafólks, sem ætlar í Þórsmörk um helgina að at- huga vel vöð ánna, sem fara þarf yfir. Mikil vatnsaukning varð í ám í gær, sérstaklega Steinsholtsá og Krossá, en þar lagðist allt á eitt, tiltölulega mikill lofthiti, austanvind- ur og úrkoma öðru hvoru, til að auka jökulbráðnun. Að sögn lögreglu er best að snúa sértH skálavarða Útivistar, Ferðafé- lags íslands og Austurleiðar til að fá upplýsingar um vatnsmagn í án- um í Þórsmörk. Morgunblaðið/Ámi Alfreðsson HÆTTULEGIR vindstrengir standa frá þyrlunni og þurfa menn að fara gætilega þegar þeir eru nálægt henni. Brottfiutningur Grumman Albatross flugvélarinnar af Gígjökli Hætt við flutning vegna veðurs EKKI tókst að ljúka brottflutningi braks Grumman Albatross flugvél- arinnar af Gígjökli á miðvikudag. Flutningurinn tók lengri tíma en reiknað hafði verið með og varð Chinook-þyrlan, sem flytur brakið í körum niður á aura jökulsár, elds- neytislaus. Til stóð að halda áfram í gær en hætt var við það vegna veðurs. Brak vélarinnar, sem fórst í maí 1952 í um 1.500 metra hæð innan- vert í gígskál Eyjafjallajökuls, var að hluta hreinsað fyrir nokkrum árum af félögum í Flugbjörgunar- sveitinni og með aðstoð þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Þar var aðal- lega um að ræða aftasta hluta vél- arinnar sem slitnaði frá í slysinu. Nú er talið að ekki megi bíða leng- ur með að hreinsa það sem eftir er af flakinu en mikil hætta er á að málmhlutir af ýmsum stærðum og gerðum berist í leysingum niður í jökullónið. Þaðan gætu þeir borist niður jökulsá og út í Markarfljót. Af þeim, mismikið niðurgröfnum, gæti einnig stafað slysahætta, bæði skepnum og mönnum, og þeir gætu einnig rifið dekk bifreiða sem þama fara um. Flakið rambar nú á vest- ari barmi jökulsins, um einum km fyrir ofan jökullónið, og hefur skrið- ið um tveggja km leið vestan megin við sundurtættan Gígjökulinn á 45 ámm. Hættulegur vindstrengur frá þyrlunni Tuttugu kör vom flutt upp á jök- ulinn og er brakinu safnað í þau og þau síðan flutt niður á jökulsár- aura þar sem lyftari tekur við þeim og sturtar úr þeim á vömbílspall. Að sögn Árna Alfreðssonar, sem hefur verið hreinsunarmönnunum innan handar á jöklinum, er nokkuð erfitt að eiga við sumt af þessu vegna gríðarlegs vindstrengs frá þyrlunni. „ísinn tætist upp og þeyt- ist af stað ásamt stöku brakbútum sem lífshættulegt er að fá í sig vegna hraða þeirra. Menn verða skilyrðislaust að hafa hlífðargler- augu og annan hlífðarbúnað ásamt j mannbroddum. Það er stórhættu- legt að vera undir þyrlunni. T.d. kom það fyrir að nokkur full kör af braki þeyttust af stað niður jökuiinn og innihald þeirra fór út um allt. Það þurfti að tína allt saman aftur,“ segir Ámi. Samstarfssamningar um , útgáfumál undirritaðir Morgunblaðið/Jim Smart FORMENN A-flokkanna, Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir, Sveinn R. Eyjólfsson, sfjórnarformaður Frjálsr- ar fjölmiðlunar, og Eyjólfur Sveinsson stjórnarformaður Dags- prents, skrifa undir samstarfssamningana. FORMENN Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags og stjómendur Dagsprents skrifuðu í gær undir samstarfssamninga, sem m.a. fela í sér að Alþýðublaðið og Vikublaðið hætta að koma út. Eyjólfur Sveins- son, stjómarformaður Dagsprents, sagði að með samningunum væri stefnt að því að efla Dag-Tímann. „Við ætlum okkur að nota Dag- Tímann sem þann gmnn sem byggt er á. Dagur-Tíminn hefur náð að festa sig í sessi og er lesinn af á milli 10 og 15% þjóðarinnar á hveij- um degi. Blaðið hefur verið í stöð- ugri mótun frá því það fór af stað í fyrra sumar. Eins og ritstjórinn, Stefán Jón Hafstein, segir í leiðara í dag er það mótunarstarf enn í gangi og hefði verið það þó að þetta samstarf hefði ekki komið til. Það er hins vegar ljóst að menn munu reyna að skoða á hvern hátt er hægt að spila úr þessum nýju tæki- færum. Dagblað mun á hverjum tíma taka mið af sínum lesendahóp og það mun Dagur-Tíminn líka gera,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði að í samningunum væri ekkert kveðið á um ráðningu ritstjóra á Dag-Tímann eða breyt- ingu á nafni. Hins vegar hefði ver- ið rætt um nafnabreytingu án þess að niðurstaða hefði fengist. Stjóm , Dagsprents réði ritstjóra og flokk- amir kæmu þar hvergi nærri. „Dagur-Tíminn hefur verið rek- | inn þannig á þessu ári að þessir hópar félagshyggjufólks, sem hafa verið að velta fyrir sér blaðaútgáfu, telja að sínum væntingum hafi á margan hátt verið mætt, en til þess að blaðið verði öflugra þurfí að skapa því aukið svigrúm á markað- inum og það emm við að gera,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, for- i maður Alþýðubandalagsins. „Þetta blað verður að taka mið af þeim lesendahópi sem ætlast er | til að kaupi það. Það eru hins vegar engin ákvæði í þessu samkomulagi um að flokkamir hafi einhvern ráð- stöfunarrétt á einhveijum tilteknum yfirmannastöðum á ritstjóm,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. “ * Nýjar niðurstöður kynnt- í ar um uppruna Islendinga NYJAR niðurstöður um uppruna ís- lendinga eru meðal þess sem kynnt verður á fjölþjóðlegri vísindaráð- stefnu um mannlíf og umhverfis- breytingar á norðurslóðum sem hefst í Háskóla íslands í dag. í erindi sem ber yfírskriftina „Genaflökt eyþjóða við Norður-Atlantshaf“ greinir Agn- ar Helgason, sem stundar doktors- nám í mannfræði við háskólann í Cambridge, frá rannsóknum sínum, en hann telur að uppruna íslendinga megi að um 70% rekja til Skandinav- íu og um 30% til Bretlands. Agnar bendir á að í fyrri rann- sóknum á uppruna íslendinga hafi því ekki verið gefinn nægur gaumur hversu mikið erfðamengi þjóðarinn- ar hafi breyst á þeim rúmlega þús- und árum sem fólk hefur búið hér á landi. Það segir hann vera vegna svokallaðs genaflökts, sem verði vegna þess hve fámenn þjóðin sé. Það valdi síðan tilviljanakenndum breytingum á erfðamenginu. Agnar segir að fyrri niðurstöður fræðimanna um uppruna íslendinga hafi verið nokkuð misvísandi og nefndi dæmi um tvo fræðimenn sem studdust að mestu við sömu gögnin. Taldi annar að íslendingar væru að stærstum hluta afkomendur íra og nefndi töluna 98% í því sambandi. Hinn komst aftur á móti að því að íslendingar væru 86% Norðmenn. Meginniðurstöður Agnars, eftir að hafa skoðað nokkuð stórt úrtak af blóðflokkagögnum og DNA úr hvatberum, eru þær að erfðamengi skandinavískra og breskra þjóða séu sennilega ekki eins ólík og áður hef- ur verið álitið. „Þeirra erfðamengi eru tiltölulega lík en mjög ólík erfða- mengi íslendinga. Eftir að hafa ein- \ angrað áhrif genaflökts og tekið þau ( út úr myndinni er hugsanlega hægt t að sjá eitthvað um upprunahlutföllin. ’ Þá myndi ég slá á að þau væru um 70% frá Skandinavíu og 30% frá Bretlandi,“ segir hann. Ráðstefnan sem hefst í dag er tvíþætt. Fyrri fundurinn, sem stend- ur fram á sunnudag, er á vegum NABO (North Atlantic Biocultural Organization) og mannfræði- og i þjóðfræðiskorar HÍ. Fyrir síðari ( fundinum, sem verður á mánudag ( og þriðjudag, stendur Veðurfars- , söguhópur Norður-Evrópu. Fundim- ' ir eru í stofu 101 í Odda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.