Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 9
FRÉTTIR
Ný kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar Iðnó
Ekki gert ráð fyrir
húsgögnum eða búnaði
í SAMANBURÐI á kostnaðaráætl-
unum við endurbyggingu Iðnó
kemur fram að kostnaður sam-
kvæmt endurskoðaðri heildaráætl-
un frá janúar 1995 hafi verið áætl-
aður 241,9 milljónir króna en að
ný heildaráætlun geri ráð fyrir að
kostnaðurinn verði rúmar 198,7
milljónir eða lækki um rúmar 43,3
milljónir. Rétt er að taka fram að
í nýju áætluninni, er ekki gert ráð
fyrir húsgögnum, lausum innrétt-
ingum og búnaði en í eldri áætlun
var gert ráð fyrir að kostnaðurinn
yrði 41,6 milljónir undir þeim lið.
Yfirlit um kostnaðaráætlun
vegna endurbyggingar Iðnó hefur
verið lögð fram í borgarráði vegna
fyrirspumar frá Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, sem óskaði eftir upplýs-
ingum um hver kostnaðaráætlunin
væri, hvort gerður hefði verið sam-
anburður á nýtingarmöguleikum
og hvort gert væri ráð fyrir að-
gengi fatlaðra í samræmi við lög
og reglur.
í svari byggingadeildar borgar-
verkfræðings kemur fram að sam-
kvæmt endurskoðaðri eldri heild-
aráætlun að viðbættum verkþátt-
um sem ekki hafi verið gert ráð
fyrir í fyrri áætlun frá 1995 en
sýndir væm á teikningum og verk-
lýsingum hefði kostnaðurinn verið
rúmar 241,9 milljónir miðað við
verðlag í júlí 1997. í þeirri áætlun
var gert ráð fyrir húsgögnum,
lausum og föstum innréttingum,
lyftanlegu gólfi og sviðsbúnaði og
var áætlaður kostnaður rúmar
41,6 milljónir
Ný áætlun
I nýrri endurmetinni heildaráætl-
un er gert ráð fýrir að heildarkostn-
aður verði rúmlega 198,7 millj. og
segir í svari byggingardeildar að
hún sé grundvölluð á nýjum for-
sendum hönnuða varðandi frágang.
Ekki er gert ráð fýrir húsgögnum,
búnaði, tækjum og lausum innrétt-
ingum en föstum innréttingum fyr-
ir um milljón. Hætt er við sviðsbún-
að og lyftanlegt gólf í sal en gert
er ráð ráð fyrir lyftu fyrir fatlaða
og er kostnaður vegna hennar 3
millj. Fram kemur að miðað við
nýjar forsendur verði kostnaður
18% lægri en áætlunin frá 1995
gerði ráð fyrir eða sem nemur 43,3
milljónum króna.
Tekið er fram að nýtingarmögu-
leikar hússins séu í öllum aðalatrið-
um þeir sömu og áður.
Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Minni möguleikar á nýtingu
INGA Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
að óverulegur munur sé milli eldri
og nýrri kostnaðaráætlunar vegna
Iðnó. Kjarni málsins sé að nýting-
armöguleikar hússins séu minni en
kostnaður nánast sá sami.
Inga Jóna sagði að verið væri
að bera saman tvær áætlanir, þar
sem munaði 43,3 millj. „Þetta eru
ekki samanburðarhæfar tölur því
að í nýju áætluninni er ekki tekið
tillit til kostnaðar vegna innrétt-
inga búnaðar og tækja,“ sagði
hún. „Þær tölu, sem eru saman-
burðarhæfar, sýna að það er óveru-
legur munur á milli kostnaðar sam-
kvæmt eldri áætlun og þessarar
nýju hönnunar. Munurinn er rétt
rúmar 3 milljónir."
Benti hún á að millisumman
sýndi 200 millj. í eldri áætluninni
en rúmar 194 millj. í nýju áætlun-
inni. í þeirri upphæð væri ekki
gert ráð fyrir kostnaði vegna
brunavarna en í eldri áætlun væri
gert ráð fyrir kerfí sem kostaði
2-3 millj. Því liti hún svo á að
munurinn á samanburðarhæfum
tölum væri 3 milij. í sparnað.
Hönnun
breytt
„í vetur var tekin ákvörðun um
að breyta hönnun hússins," sagði
Inga Jóna. „Hönnun á innrétting-
um hússins og áætlanir Ingimund-
ar Sveinssonar arkitekts voru lagð-
ar til hliðar og nýr arkitekt ráðinn
til að hanna upp á nýtt. Ein af
meginforsendum fyrir þeirri
ákvörðun var að hún hefði í för
með sér verulegan sparnað vegna
endurbóta á Iðnó. Á þeim tíma sem
málið var til umræðu í borgar-
stjórn tilgreindi borgarstjóri að sá
sparnaður gæti numið allt að 65
milljónum króna. Við sjálfstæðis-
menn vöruðum við því á þeim tíma
að þau drög að kostnaðaráætlun
sem þá lágu fyrir væru mjög lág
og að öllum líkindum yrði kostnað-
urinn mun meiri. Við óskuðumn
eftir því að fengnar yrðu upp á
borðið kostnaðaráætlanir áður en
endanlegar ákvarðanir yrðu tekn-
ar. En meirihlutinn vildi ekki bíða
eftir því og samþykkti ekki þá
málsmeðferð. Það kemur síðan á
daginn að sparnaðurinn er óveru-
legur á þessum fjárhæðum en á
móti hafa nýtingarmöguleikar
hússins skerst töluvert en þeir eru
mun minni miðað við þessa hönn-
un. Ég hef aflað mér þeirra upplýs-
inga að ætla megi að nýtingar-
möguleikarnir skerðist um allt að
25%. Það finnst mér vera kjaminn
í málinu, við erum að fá minna
út úr húsinu fyrir næstum því sama
kostnað."
Sagði hún ljóst af þessum
kostnaðaráætlunum, sem dreift
hefði verið í borgarráði að þær
væru gerðar með fyrirvara um
breytingar vegna rekstraraðila.
Þær gætu því tekið breytingum
og þá að öllum líkindum til hækk-
unar þegar ljóst væri hvers konar
starfsemi og hvaða búnað þyrfti
í húsið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
Munar mest um glerskála og gólf
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að munurinn
milli síðustu kostnaðaráætlunar og
þeirra eldri séu þær breytingar,
sem urðu þegar fallið var frá gler-
skálanum við suðurhlið Iðnó og að
hætt hafí verið við sviðsbúnað og
lyftanlegt gólf í sal.
„Þetta eru stærstu liðirnir en
nú er gert ráð fyrir að gera upp
gamla gólfið í stað lyftanlegs
gólfs,“ sagði hún. „Ovissuþáttur-
inn er búnaður innan húss og þess
vegna er ekkert sett inn á þann lið
í nýju áætluninni. Hugmyndirnar
hafa verið þær að þarna kæmi ein-
hver rekstraraðili inn, sem kæmi
þá með búnað með sér í húsið að
einhveiju leyti. Við legðum til
dæmis ekkert til af því sem þyrfti
varðandi veitingaaðstöðuna en í
fyrri áætlun var gert ráð fyrir öll-
um hlutum föstum og bundnum.
Þarna er óvissuþáttur og gæti ver-
ið að einhver kostnaður kæmi á
borgina af því.“
Fimm kostnaðaráætlanir
Borgarstjóri benti á að nýja
áætlunin væri fimmta kostnaðar-
áætlun sem gerð væri vegna Iðnó.
Sú fýrsta hafí verið lausleg og
ekki byggð á nákvæmri skoðun á
húsinu. Samkvæmt henni var gert
ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um
100 millj. „Það á ekki að vera
mikil óvissa í þessari nýjustu áætl-
un,“ sagði Ingibjörg. „En ég átti
von á að meiri sparnaður yrði til
dæmis við að flytja ekki stigann
eins og ráðgert var, þar sem við
notum áfram stigann sem er í
húsinu. Spurningin er hvort eitt-
hvað hafi verið vanáætlað í þeim
efnum.“
Endurbygging Samanburður á Irnctnoðoráoatliinnm
Iðnó
Ný áætlun hönnuða og verktaka er með fyrirvara um breytingar vegna rekstraraðila
pij ; Endurmetin áætlun á»t nn afl t!l werkloka, byggð aætlun að viðbættum A rallnkn«:tnaði nn verkþáttum sem þar /|?|un hönnuða9 hafa falliö niöur “"T.íktaka
Verðlag í júlí 1997
Sundurliðun áætlunar
Útveggir frágengnir að utan 14.467.178 14.467.178
Gluggar og útidyr 17.755.480 17.755.480
Þak frágengið 9.130.427 9.130.427
Viðbygging:
- sökklar og frág. lóðar 4.287.819 4.287.819
- glerhús 9.300.008 7.100.008
- niðurrif og lagfæringar 1.110.000
Viðgerð inni 67.500.000 66.170.795
Lagnir 37.000.000 30.424.143
Frágangur utandyra (sorpg. og fl.) 2.000.000 2.000.000
Hönnun, eftirlit og fl. 38.875.628 42.260.360
Millisumma: 200.316.540 194.706.210
Húsgögn og lausar innréttingar 9.827.000 0
Fastar innréttingar 5.350.000 1.000.000
Lyftanlegt gólf og sviðsbúnaður 8.523.000 0
Búnaður og tæki 17.969.000 0
Lyfta 3.000.000
Samtals: 41.669.000 4.000.000
í HEILD: 241.986.000 198.706.000
Síðasti dagur
útsölunnar
öðumu^
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680.
Pottar í Gullnámunni 24. - 30. júlí 1997:
Silfurpottar:
Dags. Staður Upphæð kr.
24. júlí Ölver............................. 404.939
25. júlí Ölver.............................. 78.386
26. júlí Mónakó............................ 270.644
27. júlí Háspenna, Laugavegi................ 77.832
28. júlí Catalína, Kópavogi................ 133.736
28. júlí Ölver.............................. 57.152
28. júlí Háspenna, Hafnarstræti............ 126.798
29. júlí Hótel Örk, Hveragerði.......... 182.528
30. júlí Háspenna, Laugavegi................ 94.417 1
2
<
o
Staða Gullpottsins 31. júlí kl. 8.00
var 5.700.000 kr.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.