Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Unnið að rannsókn á kröfum um færni sem gerðar eru í störfum ófaglærðra ERU störf að verða einfaldari eða fióknari? Hvemig á að bæta starfs- menntun í skólakerfinu? Hafa kröf- ur til sumra starfa ófaglærðra auk- ist það mikið að ástæða sé til að mennta til þeirra? Um þessar mundir er unnið að viða- mikilli rannsókn á kröfum um fæmi sem gerðar eru í störfum ófaglærðra . Markmið þessarar rannsóknar er að skapa grundvöll til þess að svara ofangreindum spurningum. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, er frumkvöðull rannsóknarinnar. Gerður er doktor í menntunarfræðum og kenndi uppeld- isfræði við Háskóla íslands þar til hún tók við starfi fræðslustjóra fyrir u.þ.b. ári. Rann- sóknin hófst fyrir þremur árum og gerir Gerður ráð fyrir að henni ljúki eftir u.þ.b. tvö ár. 150 störf rannsökuð Rannsóknin er þannig uppbyggð að valin voru 150 störf af handahófi úr þjónustu, framleiðslu og skrifstofu- og viðskiptagrein- um. Rætt við 15 starfsmenn og 5 yfirmenn vegna hvers starfs. „Fyrst leggjum við spurn- ingalista fyrir viðkomandi aðila og síðan fer fram viðtal um starfið. Þetta er auðvitað lág- marksúrtak fyrir hvert starf en í heild er úrtakið stórt því við tölum alls við um 3.000 manns um störfín." Til marks um stærð verkefnisins starfa nú 5 manns yfír sumarið að öflun gagna. „Við vonumst til að ljúka rannsókninni á næstu tveimur árum en það fer að sjálfsögðu eftir fjármagni." Að sögn Gerðar er búið að greina 14 þessara starfa. í þeim hópi eru störf afgreiðslumanns í skóbúð, starfsmanns á rannsóknarstofu, umsjónarmanns bygginga og starfsmanns í sælgætisgerð svo einhver séu nefnd. „Þetta er rannsókn á þróun ófaglærðra starfa i íslensku atvinnulífi," segir Gerður, „Við reynum að kortleggja hvaða kröfur eru gerðar til viðkomandi starfa og hvernig þau hafa breyst síðastliðin ár. Það hefur ekki verið gerð svona rannsókn áður svo við getum ekki gert samanburð á þróuninni. Meðal- starfsaldur þeirra sem við höfum talað við er hins vegar um átta ár svo við fáum vís- bendingar um hvemig störfin hafa þróast á þessum tíma. Verða störfin flóknari eða einfaldari? Að hvaða leyti hafa störfín breyst? „Með aukinni tækni hafa störf tekið mikl- um breytingum. Þá hefur viðskiptaumhverfíð tekið stakkaskiptum og gerðar eru auknar kröfur um þjónustu og gæði. Einnig er nú Miklar breyting- ar á störfum með aukinni tækni * Gerður G. Oskarsdóttir er frumkvöðull að viðamikilli rannsókn á þróun starfa ófaglærðra. Salvör Nordal ræddi við Gerði og forvitnaðist um rannsóknina. meira lagt uppúr samskipta- tækni enda er fólk í auknum mæli að vinna á alþjóðlegum markaði. Allir þessir þættir hafa breytt starfsumhverfinu í nútíma þjóðfélagi. Menn greinir hins vegar á um á hvern hátt þetta hefur breytt störfunum sjálfum. Sumir halda því fram að með aukinni tækni séu störf almennt að verða flóknari. Aðrir segja aftur á móti að þau séu að verða einfaldari og einfaldari. Enn aðr- ir halda því fram að sum störf séu að verða einfaldari en önn- ur, eins og stjórnunarstörf og ýmis sérfræðistörf, séu að verða mjög flókin. Ég lagði upp með þá tilgátu að störf ófaglærðra séu að verða flóknari. Enn sem komið er er of langt í land til þess að geta sagt til um hvort sú tilgáta sé rétt. Af þeim störfum sem við höfum greint er þó athyglisvert að um 60 prósent starfs- manna þessara telja að störfin séu að verða flóknari, þ.e. hafi orðið flóknari frá því þeir hófu störf. Þá fínnst okkur eftirtektarvert að þegar fólk er spurt um hvað hefur breyst og hvar viðkomandi vildi bæta kunnáttu sína standa tveir þættir uppúr, tölvuþekking og tök á erlendum tungumálum.“ Gerður segir að í þessari rannsókn sé lögð megináhersla á söfnun upplýsinga frá þeim sem störfin vinna. Grundvallarfærni „í mörgum erlendum rannsókn- um um störf er stuðst meira við upplýsingar frá yfirmönnum starfsmanna en starfsmönnun- um sjálfum. Það hefur þó komið fram töluvert misræmi á þessum tveimur hópum þegar þeir skil- greina kröfur til starfa. Við rannsökum hvaða grund- vallarfæmi er krafist í hinum ýmsu störfum. Þessi grundvall- arfærni er gjarnan flokkuð í fernt. í fyrsta lagi lestur, skrift og reikningur, í öðru lagi tján- ing, samskipti og samvinna, í þriðja lagi huglæg færni eins og frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði og í ijórða lagi meðferð á gögnum og upplýsingum. Við lögðum upp með þá tilgátu að í öllumm störfum reyni á þessa grundvallarfærni. Það kemur til dæmis oft fram hjá yfirmönnum að í þessum störfum öllum reyni mikið á alla þessa þætti, ekki síst frumkvæði og hug- myndaauðgi. En hér virðumst við fá ólík svör. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þegar greint reynir að einhvetju marki á flesta þessa færniflokka en í mjög mismikl- um mæli. í sumum tilfellum reynir sára lítið á fyrsta þáttinn lestur, skrift og reikning. En í miklum meirihluta tilfella er talað um færni á sviði samskipta. Þá reyna sum störf mjög lítið á huglæga færni. Einnig virðist lítið um _ Gerður G. Óskarsdóttir að fólk sé krafíð um úrvinnslu gagna og upplýsinga í þessum störfum." Þarf að auka starfsmenntun? Hvert er hagnýtt gildi þessarar rannsóknar? „Það tala mjög margir um mikilvægi þess að auka starfsmenntun, jafnt stjórnmála- menn, skólamenn og menn úr viðskiptalífinu. Ef þetta er mikilvægt þá verðum við að finna ný störf til að mennta fólk til. Það eru ekki fleiri námspláss fyrir fleiri iðnnema í hefð- bundnum iðngreinum, svo nú verðum við að sækja á ný mið. Þegar við höfum unnið úr okkar gögnum getum við metið hvort sum störf eru flókn- ari en önnur og þar með væri ef til vill rétt að skoða hvort stofna ætti til starfsmenntun- ar til undirbúnings þeim. Við höfum til dæmis komist að raun um að húsvarðarstarfið, eða það sem kallað er nú umsjónarmaður bygginga, hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Þeir sjá um loftræsikerfí, vatnskerfi, skrá jafnvel upplýsingar inní tölvukerfi og fylgjast með orkunýtingu. Þá má benda á að afgreiðslu- fólk þarf að kunna ákveðna þjónustulund sem ef til vill ætti að kenna í skólakerfinu. Sá sem afgreiðir í skóbúð þarf að vita jafnmikið um leður og skósmiður til þess að geta veitt góða þjónustu." Atvinnulífið getur ekki staðið undir starfsmenntun En á skólakerfíð að veita þessa menntun eða atvinnurekendurnir sjálfir? „Ég tel mikilvægt að sá sem fer út á hinn almenna vinnumarkað til að leita að starfi hafi eitthvað sérstakt að selja. Það hefur líka sýnt sig að atvinnuleysið er mest hjá ófag- lærðu fólki. Ef til vill kemur það í ljós í okkar könnun að flest þessara starfa eru svo einföld að ekki þarf að mennta til þeirra. En það vant- ar tilfinnanlega upplýsingar um hvort svo sé. Ef skólarnir veita þessa þjálfun erum við að spara atvinnulífinu ákveðinn kostnað. Við verðum hins vegar að líta til þess að þetta er lítil þjóð og ég tel að atvinnufyrirtækin séu ekki í stakk búin til að gera þetta sjálf. Hér ætti líka að koma til aukið samstarf skóla og atvinnulífs. Auðvitað er mikilvægt að skólarnir veiti sem besta almenna menntun. Það hefur hins vegar sýnt sig víða um heim að fólk sem hefur aðeins stúdentspróf eða almennt há- skólanám kemur aftur í skóla til þess að öðlast sérhæfingu og til að verða betur gjald- gengt á vinnumarkaðinum. Þetta gildir jafnt um framhaldsskóla- og háskólastigið." Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson FRIÐLAND í Flóa séð úr lofti, Flóagaflstorfan ofarlega fyrir miðju. Tjarnir litaðar af mýrarrauða eru íjósar, en óraskaðar eru dökkar. Fríðland fyrir fugla formlega stofnað SAMKOMULAG hefur verið und- irritað milli Fuglaverndarfélags- ins og Eyrarbakka um stofnun friðlands fyrir fugla og endur- heimt votlendis á austurbakka Ölf- usár í landi jarðanna Óseyrarness og Flóagafls. Ólafur Einarsson, formaður Fuglaverndarfélags ís- lands, og Magnús Karel Hannes- son, oddviti Eyrarbakkahrepps, undirrituðu samkomulagið. Undirbúningur undir stofnun friðlandsins hófst vorið 1996 þeg- ar Fuglaverndarfélagið fékk styrk úr Umhverfissjóði verslun- arinnar til verksins. Eyrbekkingar hafa frá upphafi verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni og hefur samvinnan verið með ágætum. Fuglaverndarfélagið hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa barist fyrir endurheimt vot- lendis og talið það eitt hið brýn- asta í íslenskum umhverfismálum. Stærstur hluti friðlandsins er flæðiengjar og var það fyrrum nýtt til engjasláttu og sjást víða um- merki Flóaáveitunnar á svæðinu. Um og fyrir 1966 stóð framræslan sem hæst i Flóanum og var þá áveituskurðum breytt í framræslu- skurði og nýir skurðir grafnir. Grunnvatnsstaða á Flóagafls- engjum reyndist þó of há og þær lituðust af mýrarrauðu úr fram- ræsluskurðum. Svæðið er nú ein- göngu nýtt undir hrossabeit, auk þess sem bakki Ölfusár er vinsælt veiðisvæði. Aðalskipulag Eyrar- bakka gerir ráð fyrir algerri beit- arfriðun á næstu árum, og er það í anda friðlandshugmyndarinnar, enda er gróður illa farinn af of- beit. Fuglaflíf í friðlandinu er sér- staklega auðugt á varptíma, en það hefur verið kannað frá árinu 1990, m.a. með styrk úr Poka- sjóði Landverndar. Þar verpa m.a. lómar, álftir, gæsir, fjöl- margar andategundir, þ. á m. nokkrar sjaldgæfar, kría, hett- umáfur og margir vaðfuglar. Varpþéttleiki lóuþræls hefur hvergi mælst meiri á landinu og jaðrakan og óðinshani verpa óvenju þétt. Gulstör er ríkjandi jurt, en gróður er fjölbreyttur og hafa t.d. fundist tvær sjaldgæfar plöntutegundir, stúfa, sem mikið er af, svo og sjöstjarna. Vinna er nú að hefjast við frið- iandið, eftir að varptími er um garð genginn. í fyrsta áfanga verður hafist handa við stíflun skurða og endurhæfingu á tjörn- um um miðhluta svæðisins. Að- koma í friðlandið verður bætt, gönguleiðir afmarkaðar og brýr byggoar yfir skurði. Fræðsluefni verður útbúið og undirbúningur hafinn að gerð skoðunarskýlis, sem jafnframt verður fræðslumið- stöð. Rannsóknir verða efldar, en þær verða unnar í samvinnu við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun. Hafnarfjörður • • Olvaður ökumaður á stolnum bíl eltur uppi LÖGREGLAN í Hafnarfirði þurfti snemma gærmorguns að elta uppi ölvaðan öku- mann, sem þar að auki var á stolnum bíl og með tvö illa fengin reiðhjól. Lögreglu hafði borist tilkynning um grunsamlegt ökulag fyrr um morguninn og sá bílinn við Hvaleyrarbraut skömmu síð- ar. Þegar ökumaður varð lög- reglunnar var jók hann hrað- ann og endaði eltingarleikur- inn við Lækjargötu og Hlíðar- berg, þegar bíllinn hentist upp á umferðareyju og á umferð- arskilti sem þar var fyrir. Einn farþegi var í bílnum og reyndist hann einnig ölvaður. Tvö stolin reiðhjól í skottinu Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru mennirnir á stolnum bíl, en höfðu einnig haft meðferðis í skottinu tvö stolin reiðhjól, sem féllu úr bílnum við eltingarleikinn. Mennirnir tveir voru færðir í fangageymslu lögreglunnar og tekin af þeim skýrsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.