Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/KVM
KAFFIHÚSIÐ Fjöruhúsið á Hellnum tekur um tuttugu manns í sæti.
Grundarfjörður - Útvegsbændur
á Hellnum undir Jökli hafa opnað
kaffihús sem ber heitið Fjöruhús-
ið.
Frá Hellnum undir Jökli hafa
bændur róið um aldir. Fram á
miðjan níunda áratuginn verkuðu
menn aðaliega í salt, en frá þeim
tíma hefur fiski verið iandað á
Arnarstapa á markað og þaðan
hefur hann verið fluttur í vinnslu,
ýmjst um Nesið eða suður á land.
Á Hellnum standa eftir fá hús
sem voru notuð i tengslum við
útræðið. Niðri við höfnina er eitt
þeirra. Húsið stendur við bratta
brekku sem veit að sjó. Þaðan
sést yfir allt hafnarstæðið og fjör-
una. Frá Fjöruhúsinu má heyra í
öldunni tala við landið og líka í
fuglunum sem eiga sér heimili í
fögru og ævintýralegu umhverfi.
Kristján Brandsson, bóndi í
Gömlu
fiskverk-
unarhúsi
breytt í
kaffihús
Barðarbúð, byggði húsið árið
1937 með aðstoð sona sinna, Leifs
og Kristins, sem betur er þekktur
undir nafninu Diddi í Bárðarbúð.
Hús þetta var notað fyrir geymslu
á veiðarfærum og saltaður var
þar fiskur.
Stóð ónotað í 20 ár
í meira en tuttugu ár hefur
húsjð staðið ónotað þar til í vor
að Ólína Gunnlaugsdóttir frá Ökr-
um, barnabarn Kristjáns, og Sig-
ríður Einarsdóttir, mágkona Ól-
ínu, fengu þá snjöllu hugmynd að
gera úr því kaffihús.
Hugmyndinni var fljótlega
hrundið í framkvæmd og kaffi-
húsið var opnað 9. júlí sl. Að öllu
leyti er haganlega að verki staðið
með Kristjáni Einarssyni snikk-
ara frá Ökrum í fararbroddi
framkvæmda. Húsið, sem nú
gengur undir nafninu Fjöruhúsið,
tekur um tuttugu manns í sæti,
auk þess er verönd þar sem þreytt-
ir og þyrstir geta tyllt sér utan-
dyra og fengið notið hinnar dýrð-
legu náttúru sem þar er.
Vatnsknúin
kornmylla fer á
safnið í Skógum
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
ÞORSTEINN Oddsson við kornmyll-
una sem verður varðveitt á Byggða-
safninu í Skógum.
Hellu - Margir munir sem
forfeður okkar töldu hið
mesta þarfaþing eru nú
gleymdir og glataðir. En
sem betur fer er þó margt
til á söfnum og enn finnast
menn af eldri kynslóðinni
sem muna hvernig þessir
hlutir voru notaðir og það
sem meira er, leggja sitt
af mörkum til þess að þeir
sem á eftir koma fái innsýn
í löngu horfna starfshætti
og þar með daglegt líf fólks
á öldum áður.
Einn þessara manna er
Þorsteinn Oddsson fyrrum
bóndi á Heiði á Rangárvöll-
um, nú búsettur á Hellu.
Hann hefur í sumar unnið
að endurgerð og smíði á
vatnsknúinni kommyllu
sem áður malaði kom fyrir
heimilismenn á Heiði. Að
sögn Þorsteins voru myllur
þessar algengar fram undir
síðustu aldamót, en hans
mylla var notuð fram á
þriðja áratug þessarar ald-
ar.
„Steinarnir í þessari myllu vom
fengnir um 1920 úr Höfnum, en
þá var hún endumýjuð, ég man
eftir að myllan var síðast gangsett
1926 en hætt var að nota hana upp
frá því. Það kom til af því að farið
var að flytja inn malað kom og
ekki var lengur þörf fyrir hana.
Komið sem notað var til mölunar
var aðallega innflutt, rúgur og
bankabygg og eitthvað var um að
menn möluðu melkorn.
Það var myllukofi við bæjarlæk-
inn, en vatnið var leitt í gegnum
kofann, þar sem það knúði spaðana
sem eru undir mjölkassanum. Korn-
ið fór eftir rennunni niður í gat í
miðju efri kvamarsteinsins þar sem
það malaðist á milli steinanna og
hmndi smám saman undan þeim
sem mjöl í mjölkassann, en á honum
var lítið op með fyöl sem hægt var
að opna og loka að vild og sópa
mjölinu út um.“
Harmon-
íkutónar og
söngur á
Daladögum
Búðardal - Ljúfir harmoníkutón-
ar og fagur söngur hljómuðu um
Búðardal síðdegis föstudaginn
25. júlí auk þess sem ilmur af
grilluðu lambakjöti Iagði yfir
þorpið. Ungar stúlkur biðu eftir-
væntingarfullar eftir því að kom-
ast til dularfullu spákonunnar
sem spáði í lófa og spil. Aðrir
fóru í biðröð til þess að láta
teikna af sér andlitsmynd. Sólin
sendi geisla sína á gesti og gang-
Morgunblaðið/Guðrún Vala
HALLDÓR Þórðarson harmon-
íkuleikari og Ásgeir Saiberg
Jónsson tenórsöngvari létu tón-
ana óma um Búðardalinn.
andi og stemmningin minnti helst
á atriði úr rómantískri bíómynd.
Þarna átti sér stað síðasta „föstu-
dagskryddið" á þessu sumri, sem
haldið er í tengslum við Dala-
daga ár hvert.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÁGÚST R. Morthens í versluninni Veiðisporti á Selfossi.
Veiðisport á Selfossi 10 ára
Agæt veiði á Suðurlandi
Selfossi - Verslunin Veiðisport á
Selfossi heldur nú í sumar upp á
10 ára starfsafmæli verslunarinnar.
Eigendur Veiðisports eru hjónin
Ágúst R. Morthens og Hrefna Hall-
dórsdóttir.
í Veiðisporti er hægt að kaupa
veiðileyfi í ár og vötn víðs vegar
um Suðurland og að sögn Ágústs
Morthens eru bæði seld veiðileyfi i
lax og silung. „Hingað hafa komið
menn af öllu landinu, einnig er tölu-
vert um það að erlendir ferðamenn
kaupi hér veiðileyfi," segir Ágúst.
Þj óðhátíðarstemmn-
ing á sæluhelgi
Morgunblaðið/Sturla Páll
Á MEÐAN dómarar í mansakeppninni sátu og réðu ráðum sín-
um gáfu keppendur sér tíma til þess að virða fyrir
sér aflann í fiskkörunum.
Fjöldi tók þátt í
mansakeppni
Suðureyri - Mansavinir á Suður-
eyri héldu í ár sína tíundu mansa-
keppni. í tilefni afmælisins var
dagskrá Sæluhelgarinnar, sem
haldin er í tengslum við mansa-
keppnina, með veglegasta móti.
Margir brottfluttir Súgfirðingar
og aðrir góðir gestir sóttu Súg-
andafjörð heim í tilefni hátíðar-
haldanna 18.-21. júlí.
Dagskráin hófst að vanda með
fjölskylduferð yfir á Norðureyri,
sem er gegnt Suðureyri. Þangað
voru 200 manns ferjufluttir yfir
á bátum og grillað og sungið. Var
gleðin við völd langt fram eftir
nóttu. Á laugardeginum voru
ýmsar uppákomur, m.a. dansleik-
ur fyrir börn og fullorðna og
körfuboltakeppni. Sjálf mansa-
keppnin vakti þó mesta hrifningu.
108 þátttakendur mættu til leiks
í aldurshópnum 0-12 ára og
nokkrir tugir í fullorðinskeppnina.
Ævar Einarsson, sem er upphafs-
maður mansakeppninnar, stýrði
henni af röggsemi að vanda. Veitt
var í eina klukkustund og var
allur afli, sem kom á land á þeim
tíma, veginn og síðan sleppt lif-
andi í fiskkör. Að keppni lokinni
var öllum aflanum sleppt aftur í
höfnina. Það var mikill handa-
gangur í öskjunni meðan á keppni
stóð og mátti sjá afa og ömmu
og pabba og mömmu á þeytingi
með aflann til vigtarmannsins á
meðan veiðimennirnir viku ekki
frá stönginni.
Helgi Þór er mansakóngur
Þegar keppni var blásin af kom
í ljós að Helgi Þór Arason hafði
veitt flesta mansana. Var hann
því krýndur mansakóngur annað
árið í röð og fékk að launum veg-
legan bikar. Þá voru veittar viður-
kenningar og bikarar fyrir stærsta
og minnsta mansann, furðuleg-
ustu veiðina og annan og þriðja
mesta aflann. Viðurkenningarnar
eru gefnar af trillusjómönnum á
Suðureyri sem standa vel að baki
kegpninnar.
A sunnudeginum var svo „kamiv-
al“-stemmning í bænum þegar búið
var að setja upp útimarkað í mið-
bænum. Þar fór einnig fram keppni
í ýmsum léttum keppnisgreinum,
s.s. húsmæðrafótbolti, kraftkeppni
karla og kvenna, sleggjukast,
söngvakeppni o.m.fl.
Þegar kvölda tók var tendraður
varðeldur og grillaðar pylsur við
söng og gítarleik fram eftir kvöldi.