Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 19

Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 19 LISTIR Rúrik Haraldsson Ingrid Jónsdóttir Kristbjörg Kjeld Sumarsnældur Morgunblaðið/Amaldur Götuleik- húsið kveður LOKASÝNING Götuleikhússins á höfuðborgarsvæðinu á þessu sumri var á miðvikudag. Hófst hún á Laugaveginum og lauk á Austurvelli. Götuleikhúsið verð- ur á Vopnafirði um verslunar- mannahelgina. I Götuleikhúsinu í sumar starfa 30 leikarar á öllum aldri, auk fimm leiðbeinenda, en þetta er fjórða árið sem leikhúsið starfar. Götuleikhúsið hefur komið víða við og skemmt land- anum með uppákomum og litrík- um búningum. SÉRLÁKUR Hólms ber aldur- inn býsna vel þótt greinilega sé hann ekkert ung- lamb lengur, enda rétt 110 ár frá því hann fyrst tók að glíma við ráðgát- ur með aðstoð vinar síns, Wat- sons læknis. Undanfarna öld hafa þeir verið iðnir við að dvelja dægrin fyrir fólki, fyrst og fremst sem per- sónur í sögum Sir Arthurs Conan Doyle, en einnig sem persónur á leiksviði eða í kvik- myndum. Ágætt barn síns tíma Nú í sumar komu Ævintýri Sherlock Holmes út á hljóðbók hjá Hljóðbókaklúbbnum. Bókin hefur að geyma þrjár stuttar sögur í þýð- ingu Lofts Guðmundssonar og akk- úrat réttri túlkun Rúriks Haralds- sonar. Tvær snældur, rúmir 3 tímar af fyrirtaks sumarafþreyingu. Margt breytist á hundrað árum og lesandi Sherlocks fer ekki var- hluta af því. Þótt Holmes hafi á seinni árum verið vinsælt skoðunar- efni bókmenntafræðinga fyrir ályktunarhæfni sína og undraverða rökhugsun, fer ekki hjá því að ýmislegt í viðhorfi manna um síð- ustu aldamót stingi nokkuð í augu í lok 20. aldar. Afstaða fólks hvers til annars hefur t.d. orðið talsvert „láréttari“ með tímanum, miðast ekki jafn afdráttarlaust við stefn- una „ofan frá og niður“ eins og áður var algengt. Undir þetta fellur viðhorfíð til kvenna og þjónustu- fólks, sem í sögum frá þessum tíma verður sjaldnast hneykslanlegt, enda er það samgróið viðteknum hugsunarhætti tímans. Vísinda- hyggjan og hin harða rökspeki hafa líka ofurlítið látið undan síga á umliðinni öld. Það væri þó nokkuð þótt bók- menntirnar sýndu okkur ekki annað en þá hægfara þróun sem mann- kynið þrátt fyrir allt er í. Sherlock Holmes er barn síns tíma og hreint ágætur sem slíkur. Út á guð og gaddinn Tvær gamlar konur heitir seinni sumarbók Hljóðbóka- klúbbsins í ár. Sagan kom út á prenti fyrir tveimur árum í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Höf- undurinn, Velma Wallis, er af at- habaska-ætt- flokki indíána í Alaska. Hún er vart nema hálf- fertug og endur- segir hér með eigin orðum sögn sem borist hefur mann fram af manni um tvær gamlar konur sem einn harðan vetur voru skildar eftir af ættbálknum til að mæta örlögum sínum í freðinni auðninni. Sagan segir frá baráttu kvennanna, á átt- ræðis- og níræðisaldri, fyrir lífi sínu í fimbulkulda vetrarins. Þetta er dæmisaga um hvernig maðurinn getur valið að bregðast við frammi fyrir grimmum örlögum, um baráttuþrek, sektarkennd og fyrirgefningu. Einnig gæti sagan með óbeinum hætti ýjað að hlut- skipti aldraðra i nútímanum með vísun í það grimmilega úrræði for- tíðarinnar að setja aldrað fólk út á guð og gaddinn þegar að kreppti í lífi samfélagsins - þannig varð færri munna að metta. Þýðing Gyrðis er vönduð og sama er að segja um lestur Ingridar Jóns- dóttur leikara. Sagan er tvær snældur, u.þ.b. 3'A tími að lengd. Heitir ágústdagar í fyrrasumar gaf klúbburinn út Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller, litla, áhrifaríka ást- arsögu sem notið hefur verðskuld- aðra vinsælda á síðustu árum. Sag- an er í ágætri þýðingu Péturs Gunn- arssonar sem flytur formála og eft- irmála höfundar. Sjálf ástarsagan gerist á fáeinum heitum ágústdög- um í Madisonsýslu í Iowa. Skáld- sagan spannar hinsvegar nokkra áratugi, enda urðu áhrif þessara heitu sæludaga langvinn. Sagan er á þremur snæsdum, u.þ.b. 5 klst. að lengd, og er í frábærum flutn- ingi Kristbjargar Kjeld. Fiðluleikaranum og meistara rökhugsunar, Sherlock Holmes, hefur orðið margra lífdaga auðið. Kjartan Arna- son slóst í för með spæjaranum og einnig Tveimur gömlum konum og brá sér yfir Brýrnar í Madisonsýslu. Formálar nýrra ævin- týra í Stöðlakoti tu.Auim GUNNARJ. Straumland opnar myndlistarsýningu í Stöðlakoti, Bók- hlöðustíg 6, á morg- un, laugardag, kl. 14. Sýnipgin er tví- skipt. Á jarðhæð verða olíumálverk úr syrpu lífrænna helgimynda og verk tengd Sköpunar- sögu 1. Mósebókar. I risi verða sýndar pennateikningar úr myndaröð- inni „Formálar nýrra ævintýra" og verður gestum gefinn kostur á að prjóna við þau ævintýri sem bryddað er upp á í teikningun- um. Þetta er sjötta einkasýning Gunnars, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi og erlendis á undanförnum árum. Sýningin verður opin alla daga vikunnar frá kl. 14-18 og lýkur laugardagskvöldið 16. ág- úst á Menningarnótt í Reykja- vík. Japanir kynna sér Ragnarök SVEIT manna frá svæðisstöð japanska ríkissjónvarpsins í Hi- roshima var stödd hér á landi á dögunum í því skyni að mynd- rita leikþáttinn Ragnarök úr Völuspá, sem er hluti af sýningu Ferðaleikhússins Light Nights. Fyrir sveitinni fóru leikstjórinn Mindru Otani og óperusöngkon- an Shinobu Sato, sem hyggjast selja Niflungahring Richards Wagners á svið ytra í haust. Að sögn Kristínar G. Magnús hjá Ferðaleikhúsinu er fyrir- hugað að flétta afrakstur heim- sóknarinnar inn í þátt sem sjón- varpið í Hiroshima hyggst sýna í tengslum við fyrrnefnda upp- færslu á Niflungahringnum, en sjónvarpsmenn lögðu leið sína jafnframttil Sviss, Svíþjóðar og Rússlands. Auk leikþáttarins voru teknar upp umræður, þar sem Kristín og Sato veltu vöng- um yfir Ragnarökum úr Völu- spá. Nýlistasafnið „ON Ice- land 1997“ ALþJÓÐLEG gerninga- og mynd- bandahátíð var opnuð í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b og í MIR-salnum, Vatnsstíg 10 í Reykjavík laugar- daginn 26. júlí sl. Hátíðin lýtur að tímatengdri myndlist, þ.e. verkum þar sem ljós- myndir, myndbönd, tölvur og gern- ingar eða afleidd tækni eru megin miðlarnir. ON Iceland er viðamesta verkefni sinnar tegundar sem sett hefur verið upp á íslandi. Fjöldi innlendra sem erlendra myndlistar- manna taka þátt í hátíðinni og gef- in hefur verið út sýningarskrá og nákvæm dagskrá með tímasetning- um einstakra viðburða. Helgina 2. og 3. ágúst flytja eftirfarandi lista- menn gerning: Laugardaginn 2. ágúst kl. 14.: Julian Smith og Tob- ias Sjödin í Nýlistasafninu og Alex- andra Kostrubala og Karl Ramberg í MÍR-salnum kl. 15. Alexsandra flytur ennfremur geminginn „Himnastigi“ fyrir aftan Loftleiða- bygginguna kl. 11 á laugardags- morguninn. Sunnudaginn 3. ágúst býður finnski listhópurinn ne+ultra upp á hafnabolta, mæting í Nýlista- safninu kl. 16. Auk gerninganna eru uppi myndbandaverk og inn- setningar eftir gerninga m.a. inn- setning írska myndlistarmannsins Alaster McLennan. ON Iceland lýkur sunnudaginn 10. ágúst, aðgangur er ókeypis og safnið er opið um helgar frá kl. 14-18. Verkefnið er styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum. JAPÖNSKU sjónvarpsmennirnir að störfum í Tjarnarbíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.