Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 26

Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 27 JMwgrotiÞlafeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÆTT UMHVERFI - DREGIÐ ÚR SÓUN RÍKISSTJÓRNIN samþykkti nýlega umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem Guðmundur Bjarnason, umhverfis- ráðherra, kynnti. Stefnumótun ríkisstjórnarinnar felur m.a. í sér aðgerðir til að draga úr notkun og sóun á papp- ír og flokkun á úrgangi. Þá er ætlast til að i ríkisrekstrin- um verði vörur, sem merktar eru viðurkenndu umhverfis- merki, t.d. því norræna eða merki Evrópusambandsins, teknar fram yfir aðrar við innkaup. Samkvæmt umhverfisstefnunni er einnig ætlast til, að allar stofnanir ríkisins taki þátt í aðgerðunum og verður starfsmaður tilnefndur í hverri þeirra til að skipuleggja þær og bera ábyrgð á framkvæmdinni. Að tveimur árum liðnum verður árangurinn metinn, m.a. með tilliti til fjár- hagslegs ávinnings og hvaða breytingar verða hjá hverri stofnun fyrir sig. Umhverfisráðherra segir, að pappírsnotkun ríkisstofn- ana sé gríðarleg og nefnir hann sem dæmi, að 320 stofnan- ir noti um tíu milljón ljósritunarblöð á ári hveiju. Þá verð- ur kannað, hvort ekki sé unnt að draga úr pappírsnotkun með nútíma tölvutækni, pappírslausum skjalasamskiptum. Vafalaust er þarna um lítt plægðan akur að ræða, því enn er það svo, að fólk þarf að þeytast með vottorð og skjöl milli ríkisstofnana, oft um langan veg, þótt tölvutæknin geri kleift að senda þau milli tölva. Nýting tækninnar sparar ekki aðeins ríkinu ýmsan kostnað heldur öllum al- menningi, sem ekki skiptir síður máli. Akvörðun ríkisstjórnarinnar um átak í þessum efnum er tímabær og fagnaðarefni. Vonandi skilar hún ekki að- eins sparnaði í ríkisrekstrinum heldur einnig skjótari, betri og ódýrari þjónustu fyrir viðskiptamenn ríkisstofnana. RÍKISFJÁRMÁL AUST- AN HAFS OG VESTAN SAMKOMULAG hefur náðst milli Bandaríkjaforseta og Bandaríkjaþings um ramma fjárlaga næstu ára. I samkomulaginu felst m.a. að stefnt er að hallalausum fjár- lögum árið 2002. Jafnframt á að lækka skatta verulega á þessu sama tímabili. Samhliða því að ná hallalausum fjár- lögum og lækka skatta var hins vegar ákveðið að auka útgjöld til velferðarmála á ákveðnum sviðum. Hin auknu velferðarútgjöld eru fyrst og fremst á vegum heilbrigðismála og ná m.a. til aldraðra og fatlaðra. Er þar í mörgum tilvikum um að ræða breytingar á heilbrigðiskerf- inu til að ná inn þáttum er felldir voru út er forsetinn beitti neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi repúblikana árið 1995. í Evrópu hefur á síðustu árum verið mikil umræða um ríkisfjármál, ekki síst í tengslum við áformin um Efna- hags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Öflugustu iðnríki Evrópu eiga flest hver í miklum erfiðleikum með að upp- fylla það markmið Maastricht-sáttmálans að fjárlagahalli fari ekki fram úr 3% af vergri landsframleiðslu. í Bandaríkjunum er það hins vegar vart talið eiga eftir að hafa teljandi áhrif á efnahagslífið að fjárlög verði halla- laus upp úr aldamótum. Fjárlagahalli undanfarinna ára hefur verið í kringum 1% og er þ_að ekki síst að þakka miklum uppgangi í efnahagslífinu. Á sama tíma hefur tek- ist að halda verðbólgu í skefjum og draga úr atvinnu- leysi, sem sömuleiðis er langtum minna en í Evrópuríkjun- um. Uppsveiflan gerir Bandaríkjamönnum kleift að ná jöfn- uði í ríkisfjármálum án þess að taka í raun á innbyggðum útgjaldavanda ríkisfjármála. Fregnirnar af ástandi mála í Bandaríkjunum ættu að vera Evrópuríkjum jafnt gleði- sem áhyggjuefni. Öflugt bandarískt efnahagslíf hefur jákvæð áhrif á umheiminn, örvar viðskipti og eflir hagvöxt í öðrum ríkjum. Það hlýtur hins vegar að valda Evrópuríkjunum áhyggjum hve illa þeim tekst að ná sambærilegum árangri. Ekki síst ætti að líta til hins ósveigjanlega vinnumarkaðar í því sam- bandi, sem er ein helsta rót evrópska vandans. Hann tor- veldar Evrópuríkjunum að draga úr atvinnuleysi, heldur uppi ríkisútgjöldum og gerir þeim erfiðara fyrir að bregð- ast við ytri áföllum. I ljósi áformanna um sameiginlegan gjaldmiðil, evróið, ætti fordæmi Bandaríkjanna að vera Evrópumönnum umhugsunarefni. Miklar virkjanaframkvæmdir í Kvíslaveitu og Hágöngumiðlun V atni hleypt á Þj ór sárskur ð Miklar framkvæmdir standa nú yfir sem miða að því að safna vatni úr Hofsjöklf og Vatnajökli 1 Kvíslaveitu og Hágöngumiðlun og miðla því til virkjana í Sigöldu, Hrauneyj- arfossi, Sultartanga og Búrfelli. Guðjón Guðmundsson og Arni Sæberg fóru á þessar slóðir og kynntu sér framkvæmdirnar. nyrðri en vinnubúðirnar og stíflu- mannvirkin eru við syðra fjallið. Þar tók á móti okkur Halldór Ingólfsson, staðarstjóri og einn af eigendum Valar hf., sem hefur verkið með höndum ásamt Aðalverktökum. Syðri Háganga er 1.284 metra há en vinnustaðurinn er í 840 metra hæð. Halldór segir að þetta sé hæsti vinnustaður sem unnið hafi verið í samfellt á Islandi. Verkið hófst í byrjun júní. Þá var snjór á svæðinu og segir Halldór að stutt sumar á hálendinu tefji mest S. áfangi Kvíslaveitu Þórisvatn Sultartanga- Hrauneyjafoss lón gölausföð Krókslón Raforkuvirkjanír og veitur á Þjórsár- Tungnaár- svœðinu stifla skurður on HágöngU- miðlun MIKLIR jarðvegsflutningar eru samfara framkvæmdunum í Hágöngumiðlun. SÉÐ yfir Þjórsárlón sem er 3,5 ferkílómetrar að stærð. Morgunblaðið/Ami Sæberg BRÚIN yfir Þjórsárskurð heldur leiðinni yfir Sprengisand opinni. MERKUR áfangi varð í virkjunarmálum ís- lendinga síðasthðinn miðvikudag þegar vatni var hleypt úr Þjórsárlóni í Þjórsárskurð í svonefndri Kvísla- veitu. Lónið veitir vatni í Kvíslavötn sem renna í Þórisvatn. Ur Þórisvatni kemur vatn sem knýr rafala Sig- öldu- og Hrauneyjarfossvirkjana. Þórisvatn er náttúrulegt lón og ásamt Sauðafellslóni er stærð þess í hæstu stöðu um 78 ferkílómetrar. Ætlunin er að nýta Þórisvatn enn betur því það tekur við meira vatni en það gerir nú. Þá eru framkvæmd- ir við Hágöngumiðlun öllu austar á hálendinu komnar í fullan gang. Þar hefur myndast um átta ferkílómetra lón sem er um þriðjungur af endan- legri stærð þess. Nú er unnið þar að gerð stíflu og botnrásar. Þaðan verð- ur vatni miðlað í fyrri farveg Köldu- kvíslar sem rennur í Þórisvatn. Vatn í Þjórsárskurð Leið okkar lá fyrst að Kvíslaveitu, suðaustan við Hofsjökul og Þjórsár- ver, þar sem fimmti áfangi er langt kominn. Þegar Morgunblaðið var á þessum slóðum fyrir rétt um einu ári var unnið að framkvæmdum við Þjórsárlón og greftri 2,3 km langs skurðar, Þjórsárskurðar, sem liggur frá lóninu og sameinast Hreysis- kvísl. Núna var Þjórsárlón fullt af vatni frá Hofsjökli og að hluta til úr Bergvatnskvísl sem er nyrsta upp- taka Þjórsár ásamt Austurkvísl og Fjórðungskvísl. Rennslið í lónið var um 60 rúmmetrar á sekúndu þegai- stíflunni var að fullu lokað á mið- vikudag. Botnloka í lóninu út í skurðinn var opnuð á hádegi og vatn fór að streyma um Þjórsárskurð. Ekki var á áætlun að hleypa vatni úr lóninu í skurðinn fyrr en að einum og hálfum mánuði liðnum. Lónin í Kvíslaveitu, sem eru fimm talsins, eru samtals 25 ferkílómetrar að stærð. Nyrst er Þjórsárlón, sem er eina manngerða lónið, þá Hreys- islón, Eyvindarlón, Kvíslavatn og Dratthalavatn. Þjórsárlón er 3,5 fer- kílómetrar að stærð og í það rennur fjórðungur til þriðjungur af Þjórsá. Eini tilgangurinn með Þjórsárlóni er sá að ná vatni upp í ákveðna hæð svo það renni um Þjórsárskurð. Bráðabirgðastífla til að Ijúka gerð aðalstíflunnar Suðurverk og BV-tæki eru aðal- verktakar í Kvíslaveitu og undir- verktaki í steypuframleiðslu er Arn- arfell. Ómar Orn Ingólfsson, staðar- verkfræðingur Landsvirkjunar í Kvíslaveitu, segir að byggð hafi ver- ið bráðabirgðastífla við endann á að- alstíflunni. „Bráðabirgðastíflan er gerð til þess að hægt að sé að Ijúka gerð að- alstíflunnar yfir farveg Þjórsár. Með þessu móti er hægt að veita vatninu strax yfir í Þjórsárskurð. Það gerð- ist núna kl. 12 í dag [miðvikudag] að vatnið fór að renna úr Þjórsárskurði yfir í Hreysiskvísl. Gerð aðalstífl- unnar lýkur síðan í haust og verður það lokaáfanginn í Kvíslaveitum og þar með lýkur því verki,“ segir Óm- ar Örn. Áðalstíflan verður um 600 metra löng. Hjá Kvíslaveitu liggur gamla Sprengisandsleiðin sem nú kallast Kvíslaveituvegur. Yfir Þjórsárskurð hefur verið smíðuð brú til þess að þessi leið lokist ekki. Mesta umferð- in fer hins vegar framhjá Versölum. Hæsti vinnustaður á landinu Meðal verkþátta við Hágöngu- miðlun var lagning 17 km slóða frá Kvíslavatni með brú yfir Eyvindar- skurð. Þar sem búið var að hleypa vatni í Þjórsárskurð var þessi vegur í sundur og tóku blaðamaður og ljós- myndari því á sig talsverðan krók suður að Versölum og aftur í norður- átt að Hágöngu syðri. Miðlunin dregur nafn sitt af tveimur strýtu- laga fjöllum, Hágöngu syðri og fyrir framkvæmdum. Vinnutími sé frá júnílokum fram í miðjan septem- ber. Verkið skiptist í þrennt, þ.e. gerð hjástíflu úr 60 þúsund rúmmetrum efnis, aðalstíflu og 400 mefra langs yfirfalls sem er gert úr 160 þúsund rúmmetrum efnis. Yfir- fallið er í 815 hæð og er til þess að verja aðalstífluna í flóðum. 8 ferkílómetrar undir vatn Aðalstíflan er stærsta mannvirkið, gerð úr 300 þúsund rúmmetmm efn- is. 30 þúsund rúmmetrar fara í leiði- garð og vegi. Allt efni er tekið í næsta nágrenni við framkvæmda- stað. Miðlunin er 400 gígalítrar og þegar era 8 ferkílómetrar komnir undir vatn. I heildina nær lónið yfir 20-30 ferkílómetra svæði þegar stíflumannvirki verða fullgerð. Óvenjumikil jökulbi'áð hefur verið í Hamrinum í Vatnajökli vegna mik- illa hlýinda á hálendinu í sumar. Hefur því Sveðja, sem venjulega er lítil og saklaus árkvísl sem samein- ast Köldukvísl, vaxið nokkuð. Búið er að hleypa vatninu í Há- göngumiðlun í hjáskurð til hliðar þar sem verið er að undirbúa gerð að- alstíflunnar. Þar þurfti að fjarlægja 30 þúsund rúmmetra efnis og gera 15 þúsund rúmmetra stíflu til að beina vatninu í hjáskurðinn. Halldór sagði að gert væri ráð fyrir að sum- arrennslið væri um 50 rúmmetrar á sekúndu en það hefði verið á bilinu 90-100 rúmmetrar á sekúndu alla síðustu viku. Meðalrennsli á ári sé um 20 rámmetrar á sekúndu. Hall- dór segir að þessu valdi hlýindi í sumar á hálendinu. Hann segir að Sveðja hafi verið um eins metra breið árspræna fyrir um hálfum mánuði og ók þá Halldór yfir hana á bíl sínum. Núna sé hún eins og belj- andi fljót. Ur lóninu í gamlan farveg Köldukvíslar Botnrás stíflunnai' verður þar sem náttúrulegur farvegur Köldukvíslar var. Miðlunarvatnið fer því aftur í gamla farveg Köldukvíslar á leið sinni í Þórisvatn. Þaðan fer það um stöðvar Landsvirkjunar í Tungnaá og Þjórsá, þ.e. Sigöldu, Hrauneyjar- foss, Sultartanga og Búrfell. Stíflan verður 27 metra há og verður því í 821 metra hæð. Hún verður 400 metra löng. í botninn verður stíflan 100 metra breið. Hall- dór segir að á þessu ári verði stíflan byggð upp í 808 metra hæð og á þá að geta flutt sumarrennsli. Næsta vor verður stíflað fyrir hjáskurðinn og vatnið leitt í gegnum botnrás stíflunnar. Verið var að hreinsa botnrásina sem er sprengd í bergið áður stokk- urinn yrði steyptur. Alls fara um 2.000 rámmetrar af steypu i hana. Hún er 100 metra löng og henni fylgir lokuhús, tvær varalokur og ein aukaloka. Verkinu á að vera lokið haustið 1998 og kostnaður við það er um 540 milljónir króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg BJORN Sigurðsson, verksljóri hjá Sveinbirni Sigurðssyni. Morgunblaðið/Arni Sæberg f ELDHÚSINU. Eva Marín Hlynsdóttir, Elísabet Þórunn Ásthildur Maack Pétursdóttir, Gaukur Eyjólfsson og Svandís Torfadóttir. Stutt í veturinn VERIÐ er að undirbúa að steypa botnrás aðalstíflunnar í Hágöngu- miðlun. Verkið annast fyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. í sam- starfi við Völ hf. og Aðalverktaka. Starfsmenn fyrirtækisins eru ný- búnir að steypa brú í Ártúns- brekku. Steypustöð sem hefur ver- ið staðsett í Kvíslaveitu og er í eigu Amarfells efh. verður flutt um 17 km leið til Hágöngumiðlunar. Björn Sigurðsson, verksljóri hjá Sveinbirni Sigurðssyni, sagði að sér litist vel á þetta verk en reynd- ar styttist í að vetur gengi í garð á hálendinu. Tveir starfsmenn unnu niðri í skurðinum, í um 795 metra hæð yfir sjávarmáli, við að hreinsa alla möl frá berginu áður en steypt yrði. Björn sagði að óvíst væri hve mikil steypa færi í botnrásina. Það réðist að mestu af berginu. Hann sagði að talsverðar skorur og geil- ar væm í berginu sem þyrfti að fylla upp í. Á þessum 100 metra kafla væri flestar bergtegundir að finna, hart berg, mjúkt berg, sand, leir, basalt, hraun og fleiri sýnis- horn. Eins og stórt heimili GLAÐVÆRÐIN er ríkjandi í eld- húsinu í vinnubúðunum í Há- göngumiðlun. Þar ræður ríkjum Gaukur Eyjólfsson matreiðslu- maður og starfsstúlkurnar Elísa- bet ÞÓrunn Ásthildur Maack Pét- ursdóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Svandís Torfadóttir. Þau vinna í átta daga í senn og eiga fjög- urra daga frí nema Gaukur, sem vinnur í ellefu daga og þrjá daga frí aðra hverja helgi. Elísabet er eiginkona Halldórs Ingólfssonar, eins af eigendum Valar. Hún segir að Halldór hafi unnið víða úti á landi og verið + mikið fjarverandi. „í vetur gafst ég upp og vildi annaðhvort koma með honum eða hafa hann í bæn- um. Hann bauð mér þá þessa vinnu áður en hann fékk verkið,“ sagði Elísabet. Hún er iðnrekstr- arfræðingur og segir ekki veita af því slíkri menntun í eldhúsinu til að koma sparnaði við. Dæturnar í heimsókn Þau hjónin eiga tvær dætur, 6 ára og 10 ára. Þær eru í Reykja- vík hjá foreldrum Halldórs og hafa komið í heimsókn í eina viku til foreldranna. „Þær nenna ekki að horfa á sjónvarp eða myndband því þær hafa nóg fyrir stafni utan dyra. Þær eru dug- legar að dunda sér og trufla okk- ur ekki neitt. Þær eru líka vanar svona flakki því ég hef alltaf far- ið með þær á vinnustaði Halldórs úti á landi í heimsókn," sagði Elísabet. Á bilinu 30-50 manns eru í mat og segir Elísabet nauðsynlegt að hafa gott skap í farteskinu. „Það er markmið hjá öllum hérna að hafa gaman af dvölinni og starf- inu. Enda líður öllum afskaplega vel,“ sagði Elísabet. „Þetta er eins og risastórt heimili. Við hérna í eldhúsinu er- um foreldrarnir því við gefurn starfsmönnunum að borða. Síðan sendum við þá út í sandkassa að leika sér, því vinnusvæðið hérna er risastór sandkassi,“ sagði Elísabet. Eva Marín segir að dagurinn líði við Ieik og störf. Hún er vön fámenninu því hún er ættuð úr sveit, frá Giljum í Lýtingsstaða- hreppi. Þetta sé líka ágæt leið til þess að eignast peninga því engu sé hægt að eyða á staðnum. Laun- -f in séu líka mun hærri en hún eigi að venjast annars staðar. Starfsmenn hafa aðgang að gervihnattarásum í sjónvarpi en íslensku stöðvarnar nást ekki. Dagblöðin koma vikugömul á staðinn en útvarpsrásirnar færa þeim helstu fréttir liðandi stund- » ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.