Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 37 FÍB aðstoðar bifreiðaeig- endur FÉLAG fslenskra bifreiðaeigenda hefur aðstoðað bifreiðaeigendur um verslunarmannahelgina í yfir 40 ár. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bifreiðaeigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bifreiðaverk- stæðis að halda eða vantar varahlut. Upplýsinga- og aðstoðarbílar FÍB verða á fjölförnustu leiðum sem auð- veidar vegfarendum að leita aðstoðar. Víða um land eru verkstæði opin fyrir neyðarþjónustu og flest bíla- umboðin og stærri varahlutasalar hafa skipulagt bakvaktir vegna vara- hlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 562 99 99, hefur milligöngu varðandi aðstoðar- beiðnir um verslunarmannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til mánudags. Verslunar- mannahelgin á Flúðum Á FLÚÐUM verður dagskrá um verslunarmannahelgina sem miðuð er við fjölskyldufólk. Gistimöguleik- ar eru fjölbreyttir og margs konar afþreying er í boði fyrir alla aldurs- hópa, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt segir: „Á Flúðum verð- ur ýmislegt um að vera, furðubáta- keppni og kajakasigling á Litlu- Laxá, varðeldur, karnivalstemmning verður við Ferðamiðstöðina, skop- myndateiknari, andlitsmálun o.m.fl. Upplýsingar og bókanir í Ferðamið- stöðinni. Útimarkaður garðyrkjubænda með fjölbreyttan sumarvarning, golfvöllur og sundlaug opin. Hlað- borð á Hótel Eddu og lifandi tónlist á Kaffi útlaganum." Uppselt tjald- stæði á Búðum ÖLL tjaldstæði á Búðum á Snæfells- nesi eru uppseld um verslunar- mannahelgina. Seld voru stæði fyrir á þriðja hundrað manns, en aðgang- ur er mjög takmarkaður til samræm- is við salernisaðstöðu, bílastæði og eins til að hlífa viðkvæmum gróðri Búðarhrauns. Haft verður strangt eftirlit með tjaldsvæðinu um helgina og öllum þeim er ekki hafa keypt sér aðgang verður skilyrðislaust vísað frá, segir I frétt frá Búðum. Tjaldtæði eru víða á utanverðu Snæfellsnesi, s.s. á Hellssandi, Ól- afsvík og á Arnarstapa. Skátaferð í Hvalfjörð SKÁTASAMBAND Reykjavíkur mun um helgina standa fyrir ferð skáta 14 ára og eldri. Gengið verður úr Dyradölum ofan við Nesjavelli áleiðis gegnum Þingvallaþjóðgarð- inn og síðan Leggjabijótsleið með- fram Botnssúlum sem leið liggur yfir í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni. Á mánudagsmorguninn er síðan ætlunin að vaða upp Botnsá í Hval- íjarðarbotni inn að Glym, hæsta fossi Islands (208 m). Helgarferð að Reynisvatni HESTALEIGAN Hestagarður Reyn- isvatni, Reykjavík, mun á morgun, laugardag, frá íd. 13-17 bjóða ókeypis teymingar og styttri reiðtúra fyrir þá Reykvíkinga og aðra lands- menn sem dvelja á höfuðborgarsvæð- inu um verslunarmannahelgina. Einnig verður boðið til pylsugrill- veislu að hætti SS, með brauði frá Breiðholtsbakaríi og pepsi frá Öl- gerðinni án endurgjalds meðan birgðir endast. Um kvöldið frá kl. 21 mun Jóna Einarsdóttir þenja harmoníku. Fjölskyldusjó- ferðir um helgina BOÐIÐ verður upp á fjölskyldusjó- ferðir og siglingu seglum þöndum frá Reykjavíkurhöfn nú um helgina. Farið verður frá bryggju í Suður- bugt við Ægisgarð. Fjölskyldusjóferðimar verða með farþegabátnum Skúlaskeiði. Farið verður með Örfirisey og um Hólma- sund, með Akurey og út að Sjö- bauju ef sjóveður leyfir. Engeyjar- sund verður farið til baka. Ferðin tekur um 1 'h klst. Brottför frá Suðurbugt alla dagana kl. 14, 16 og kl. 18. Siglt verður með Víkingaskipinu íslendingi. Farið verður inn undir Lundey og lundabyggð skoðuð frá sjó á léttbáti. Að því loknu verður valin leið til baka eftir vindátt og siglt undir seglum frá Sjöbauju eða Gufunesi. Á leiðinni verður hægt að kynnast listasmíð og sjóhæfni skipanna sem báru fyrstu íslensku landnemana yfir úthafið. Brottför alla dagana frá bryggju í Suðurbugt við Ægisgarð kl. 10, 13, 16 og kl. 19. Undir seglum í vestanátts Hólmamir Örfyri: Sigling á Islendingi, kl. 10.00, 13.00 og 16.00,19.00, frá laugardegi til mánudags. 7 baujan / góöu sjóvebrí Fjölskyldusjóferð á Skúlaskeiði, kl. 14.00,16.00 og 18.00, frá laugar- degi til mánudags p* Kollafjörbur u Lundey peldinga^ \ nes Akurey í ELDSMIÐJU Árbæjarsafns smíðar eldsmiðurinn ísleifur Friðriksson skeifur. Ferðalög fyrrum í Árbæjarsafni Yfirlýsing frá * Leikfélagi Islands LANGT fram á þessa öld hafa samgöngur verið torveldar hér á landi. Hestar voru einu sam- göngutækin sem völ var á hér áður fyrr, enda var hesturinn oft nefndur „þarfasti þjónninn". Þreyttir ferðalangar á leið til eða frá höfuðstaðnum áðu oft í Árbæ í Mosfellssveit. Þetta hlutverk bæjarins verður endurvakið um verslunarmanna- helgina, en ferðalög fyrrum verða á dagskrá Árbæjarsafns sunnu- daginn 3. ágúst, en safnið verður opið um verslunarmannahelgina frá kl. 10-18 laugardag, sunnudag og mánudag. Lest hestamanna kemur við í Árbænum og munu ferðalangar ríða í hlað með klyfjaða hesta og þiggja veitingar. Gestum verður einnig boðið að bragða á ljúffengum lummum með sykri að hætti Mar- HÉR á landi er nú staddur danski læknirinn Lisbet Kolmos og mun hún halda opinberan fyrirlestur í Nor- ræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Hún er stödd hér vegna nor- rænnar ráðstefnu „antroposofískra“ lækna sem haldin er í Skaftholti, Gnúpverjahreppi, dagana 3.-10. ágúst. Ráðstefnan er lokið, en fyrir- lesturinn er öllum opinn og er að- gangur ókeypis. Fyrirlestur fer fram á dönsku. í fréttatilkynningu segir: „Lisbet Kolmos er 54 ára og hefur sem lækn- ir starfað 15 ár, mest unnið með lík- amlega og andlega fatlaða einstakl- inga. Hún mun í fyrirlestri sínum fjalla um „antroposofískar" lækn- ingar, en í „antroposofískri“ læknis- grétar í Árbæ. í eldsmiðjunni mun eldsmiðurinn ísleifur Friðriksson smíða skeifur og í Lækjargötuhús- inu verður lítil sýning á reiðtygjum og söðuláklæðum. Auk þess verður ýmiss konar handverk sýnt í húsum safnsins. Gullsmiður verður að störfum í Suðurgötu 7. í Árbænum verður sýndur pijónaskapur af ýmsu tagi og roðskógerð. Harmoníkan verður þanin við Árbæ og Dillonshús. Krakkar eru minntir á húsdýrin; hanann Hreggvið, hrútinn Arn- höfða og þrílemburnar Söru og Surtlu, kúna Búkollu, kálfinn og heimalninginn Baug. Á mánudag geta ferðalangar komið við í Dillonshúsi og bragðað á þjóðlegum veitingum Árnýjar Hallvarðsdóttur undir dillandi harmoníkuleik. Þá verða konur við tóvinnu og roðskógerð. fræði er tekið mið af því að maður- inn sé ekki bara líkaminn. Hugsan- ir, tilfinningar og vilji gegna mjög stóru hlutverki hvað heilsuna varð- ar. Einnig er mikil áhresla lögð á mataræðið." -----♦ » ♦--- Norræna húsið Hin helgn vé KVIKMYNDASÝNING verður mánudaginn 4. ágúst kl. 19 á sum- arhátíð í Norræna húsinu. Sýnd verður kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hin helgu vé. Myndin er frá árinu 1993 og er sýnd með enskum texta. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Leikfélagi íslands: Leikfélag íslands hefur ekki nokkurn áhuga á að blandast í þá umræðu sem átt hefur sér stað að undanfömu um slæma stöðu Leik- félags Reykjavíkur. En nú þegar Þórhildur Þorleifsdóttir hefur marg- ítrekað beitt fyrir sig rangfærslum, getum við ekki lengur orða bundist og erum knúnir til að leiðrétta þær sem að Leikfélagi íslands beinast. 1) Þórhildur heldur því fram í viðtali við DV, 26/7, að Leikfélag íslands hafi aldrei sóst eftir því að komast að í Borgarleikhúsinu nú í sumar. Þetta er rangt og það ætti leikhússtjórinn að vita. Árið 1996 setti Leikfélag íslands upp Stone Free í Borgarleikhúsinu. Stone Free var langaðsóknarmesta leiksýningin sem sett var upp í hús- inu það árið, með álíka aðsókn og allar leiksýningar LR samanlagt. Þegar undirbúningur Leikfélags Is- lands fyrir uppsetninguna Veðmálið hófst, var leitast eftir því að komast að í Borgarleikhúsinu enda góð reynsla af samstarfinu í fyrra. Þetta var rætt á fundi framkvæmdastjóra Leikfélags íslands og LR, forsvars- menn Leikfélags íslands ræddu við formann leikhúsráðs LR, auk þess sem leikhússtjóra LR og fram- kvæmdastjóra LR var sent bréf varðandi málið. Okkur þykir undar- legt að nú skuli Þórhildur halda því fram að Leikfélag íslands hafi aldr- ei sóst eftir þvi að komast að í Borg- arleikhúsinu nú í sumar. Sú staðhæf- ing leikhússtjórans stangast einfald- lega á við sannleikann. 2) Frá því að Þórhildur tók við leikhússtjórastöðu hefur hún haft hátt um þá stefnu sína að innan veggja leikhússins verði engar sýn- ingar á vegum „utanaðkomandi“ leikhópa. Á þessari stefnu hefur orð- ið kúvending þar sem einn slíkur leik- hópur hefur skyndilega fengið inni í leikhúsinu, en forsvarsmaður leik- hópsins er einnig starfandi formaður leikhúsráðs LR og leikstjóri leikhóps- ins er einnig Borgarleikhússtjóri. 3) Samningurinn sem LR hefur gert við leikhópinn er í öllum aðalat- riðum samhljóða samningi þeim sem Leikfélag íslands gerði í fyrra við LR og stangast það á við yfirlýs- ingar Þórhildar um að hér sé um annarskonar samstarf að ræða en áður hefur tíðkast. 4) Þegar Þórhildur hefur rök- stutt andúð sína á sýningum „utan- aðkomandi" leikhópa í Borgarleik- BOÐIÐ verður upp á staðarskoðun og sögukynningu á Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 3. ágúst. Kynnt verður í máli og myndum starfsemi Sólheima og saga staðar- ins. Auk þess verða fyrirtæki og vinnustofur skoðaðar. húsinu hefur hún haldið því fram að þar sé leikhúsfólk að vinna kaup- laust. Þetta er alrangt hvað Leikfé- lag íslands varðar. í Stone Free voru yfir 70 manns á launaskrá. Allir fengu greidd laun fyrir vinnu sína, launagreiðslur voru aldrei undir taxta og gjarnan yfir þeim taxta sem atvinnuleikhúsin starfa eftir. Fullyrðingar leikhússtjóra LR um annað eni einfaldlega rangar. Leikfélag íslands starfar eins og flestir sjálfstæðir leikhópar án opin- berra styrkja. Við setjum upp leik- sýningar sem virðast vekja áhuga borgarbúa og fólk vill sjá. Það er von okkar að Þórhildur muni í fram- tíðinni einbeita sér að því að stýra því leikhúsi sem henni hefur verið falið í stað þess að rífa niður það sem aðrir leikhópar eru að skapa. Virðingarfyllst, Leikfélag Islands; Breki Karlsson, Karl Pétur Jónsson, Magnús Geir Þórðarson. ------» » ♦------ Lýst eftir ljós- bláum Chevro- let Lumina LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir ljósblárri bifreið af gerðinni Chevrolet Lumina, árgerð 1990, með einkennisstafina SV303. Lög- reglan leitar að þessari bifreið í þágu rannsóknarmáls. Mjög lítið er til af bílum af þessari tegund hér á landi og hugsanlega kann um- ræddur bíll að vera á röngum skrán- ingarmerkjum. Þeir sem hafa orðið bifreiðarinnar varir hafi samband við lögregluna^ t t____ LEIÐRÉTT Lést á Landspítala MEÐ minningargreinum um Óla Kristinsson, sem birtust í gær, fimmtudag, og á miðvikudag, sagði, að hann hefði látist á Sjúkrahúsi Suðurlands. Hið rétta er, að Óli lést á Landspítalanum í Reykjavík. Rangtföðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Guðbrands Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Ak- ureyringa í frétt í Morgunblaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Staðarskoðun hefst kl. 14 við List- hús Sólheima og verslunina Völu. Þar eru til sölu og sýnis afurðir vinnustofu auk listaverka og hand- verks eftir íbúa Sólheima. Opið er alla helgina frá kl. 13-18. Fyrirlestur um mannspeki Staðarskoðun og sögu- kynning á Sólheimum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.