Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 49 ' *
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
YAMAHA
Ég mæli með
Myndum lausum við
rembing
Kristinn Einarsson hákarlabóndi
KRISTINN horfir meira á mynd-
bönd á sumrin en á vetuma þar
sem hann stundar þá nám sam-
hliða vinnunni. „Mér þykir nauð-
synlegt að horfa á afþreyingu eins
og góðar spennumyndir. Það eru
samt ekki þær myndir sem era
eftirminnlegastar, heldur myndir
sem hafa einfalda góða sögu, sem
vel er farið með og fjallað um á
nýjan hátt. Jafnvel gömul klisja
séð út frá nýju sjónarhorni."
Fargo
Fargo -1996
Leikstjóri: Joel Coen. Frances
McDormand, William H. Macy,
Steve Buscemi, Harve Presnell og
Peter Stormare. „Fargo fjallar um
miðaldra bílasala í Kanada sem á
við fjárhagsörðugleika að stríða.
Til þess að leysa fjárhagsvandræði
sín fær hann tvo smákrimma sem
reiða vitið ekki í þverpokum, til
að nema eiginkonu sína á brott og
krefjast lausnargjalds af forríkum
tengdaföður sem hefur óbeit á
duglausum tengdasyni sínum.
Vegna andlegs þróttleysis smák-
rimmanna tveggja og samvisku-
leysis fer atburðarás af stað sem
engin leið er að hafa stjórn á. Það
sem gerir þessa mynd fyrst og
fremst skemmtilega era þessar
óhefðbundnu persónur sem halda
myndinni uppi en sagan sjálf er
Morgunblaðið/Ásdis
„RÓLEG og hversdagsleg
samskipti lögreglukonunnar
og eiginmannsins í Fargo, er
ástarsamband aldarinnar á
hvíta tjaldinu."
hvorki ný né framleg. Persónu-
sköpun er stórkostleg og leikur
frábær. Ef taka ætti eina persónu
út er það bílasalinn hörmulegi sem
stendur upp úr því þar fer saman
mjög vel skrifuð persóna og ótrúleg
túlkun Williams H. Macy á þessum
örvæntingarfulla mannvesalingi
sem reynir í sífellu að snúa sig út
úr gjörsamlega vonlausum aðstæð-
um. Lögreglukonan kasólétta sem
leysir morðgátuna er ofurhvers-
dagsleg og látlaus. Róleg og hvers-
dagleg samskipti milli lögreglu-
konunnar og eiginmanns hennar
era svo skemmtileg að í mínum
huga er þetta ástarsamband aldar-
innar á hvíta tjaldinu."
Bitur máni
Bitter Moon - 1992
Leikstjóri: Roman Polanski. Hugh
Grant, Kristin Scott-Thomas, Pet-
er Coyote og Emanuelle Seigner.
„Myndin fjallar um bamlaus hjón
sem fara í siglingu á skemmti-
ferðaskipi til austurlanda til þess
að lappa upp á hjónabandið. í skip-
inu hitta þau lamaðan rithöfund
og heillandi eiginkonu hans sem
H.G. hríst af. Rithöfundurinn býð-
ur H.G til káetu sinnar og segir
honum sögu sína og eiginkonu
sinnar. H.G. verður gagntekinn af
sögu rithöfundarins en er jafn-
framt fullur viðbjóðs og hneyksl-
unar bæði á sögunni og rithöf-
undinum en verður að koma aftur
og aftur til að heyra alla söguna.
Af leikendum stendur P.C. upp úr
sem lamaði rithöfundurinn. H.G.
er þokkalegur sem taugaveiklaður
breskur millistéttarmaður enda
leikið það hlutverk æ síðan. K.S.T.
er ágæt sem rólega eiginkonan
sem tekur þá sveiflu sem H.G.
ætlaði sér við litla hrifningu eigin-
manns síns.“
Hundalíf
Mit liv som hund - 1985
Leikstjóri: Lasse Hallström. An-
ton Glanzelius, Tomas von
Brömssen og Anki Liden. „Myndin
fjallar um eitt og hálft ár í lífi
drengs sem er u.þ.b. tíu ára gam-
all. Hann elst upp hjá berklaveikri
móður sinni og eldri bróður sínum.
Drengurinn er óhemju orkumikill
og uppátektasamur þannig að
heisuveil móðir hans treystir sér
ekki til að hugsa um hann og
kemur honum fyrir í öðru
byggðarlagi. Myndin lýsir sam-
skiptum drengsins við fólkið í
þorpinu sem honum er komið fyr-
ir í og spaugilegri athafnasemi
hans þar. Það sem þessi mynd
hefur fram yfir margar aðrar
myndir sem fjalla um sama efni
er hversu látlaus, hlý og falleg
hún er og laus við allan rembing.
Um leik er lítil ástæða til að fjöl-
yrða nema Anton Glanzelius sem
leikur strákinn og er hreint eins
og lítill djöfull í sumum uppátækj-
um sínum en eins og engill þess
á milli og að sjálfsögðu indælis
barn.“
Trufluð tilvera
Trainspotting -1996
Leikstjóri: Danny Boyle. Ewan
McGregor, Robert Carlyle, John Lee
Miller, Keven McKidd og Ewan
Bremner. „Fjallar um líf nokkurra
ungmenna í Edinborg sem flest era
atvinnulausir fíkniefnaneytendur.
Myndin er hrá og einföld, tónlistar-
vai mjög vel heppnað og er þetta
hreint út sagt veisla frá upphafí til
enda og kaldranalegur húmorinn
hárbeittur. Vissulega er freistandi
að nefna atvik sem mér finnst í
senn geggjuð og spaugileg en læt
það vera svo ég falli ekki um þrep
í samfélagsstiganum. Af framan-
sögðu mætti ætla að þessi mynd
væri ein lofgjörð um fíkniefna-
neyslu en hún er þvert á móti einn
albesti áróður sem ég hef séð gegn
fíkniefnaneyslu vegna þess að hún
er algerlega laus við alla predikun.
Það sem hér er á ferðinni er einfald-
lega lýsing á lífí ungmenna sem
hafa ánetjast fíkniefnum og afleið-
ingum þess. Manngerðimar era
ógleymanlegar en ég læt nægja að
nefna þær tvær sem mér fannst
athyglisverðastar. Þar ber fyrst að
nefna hinn ólánlega og lánlausa
Spud sem ekki er hægt að hugsa
til án þess að skella upp úr og svo
Begbie sem er gjörsamlega sið-
blindur og óhæfur til að lifa í mann-
legu samfélagi. Þetta er ein af eftir-
minnilegri myndum síðari ára.“
YZF 600
kr. 1.225.000
Útiskilti
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
Verslun Háteigsvegi 7 • Sfmi 511 1100
Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sfmi 555 6100
Alvarleg-
ur imbi
► KVIKMYNDALEIKARINN
Brendan Fraser vill láta taka sig
alvarlega sem listamann. Þegar
hann lék sitt fyrsta aðalhlutverk
í Hollywood-kvikmynd, „School
Ties“ frá árinu 1992, var hann
auglýstur upp sem mikil upp-
götvun. Fraser er samt ekki best
þekktur fyrir stórhlutverk í al-
varlegum myndum heldur sem
heilalaus gaur í gamanmyndum
eins og „Encino Man“ (einnig
þekkt sem „California Man“) og
„Airheads".
í nýjustu mynd sinni heldur
Fraser áfram í imbahlutverkun-
um. Hann leikur titilhlutverkið í
„George of the Jungle", sem er
byggð á teiknimyndasögu frá sjö-
unda áratugnum þar sem gert
er grín af hetjum eins og Tarz-
BRENDAN Fraser lagði
áherslu á að útlit sitt væri
gott fyrir „George of the
Jungle".
an. Til þess að finna sig í hlut-
verkinu æfði Fraser líkamsrækt
af miklum krafti í fjóra mánuði
enda betra að vera í formi í hlut-
verki sem krefst þess að hann
sé hálfnakinn mest alla myndina.
Vinnið gegn fíla-
penslum og bólum
Saguná
silicol skin
silicol sk\n
Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin
í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð.
íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum.
í sumarleik Shellstöðvanna geta allir krakkar eignast fjórar hljóösnaeldur
meö skemmtilegu efni eftir Gunna og Felix. Nóöu þér i þótttökuseöil ó
næstu Shellstöö eön i Ferðabók Gunna og Felix og byrjaðu nð safna skeljum.
Það fast ein skel viö hverja ófyllingu ó Shellstöövunum og þegar
skeljarnar eru orðnar f jórar, færöu hljóösnældu.
Ferðabók Gunna og Felix fylgir öllum kössum af Hl-C
sem keyptir eru ó Shellstöðvunum.
——p-
£
[VfÆ 5j :’v l ál. v ^sátea m
Matvaro ■ sérvara
SO fríkortspvfíktar
1 fyrír hverjar lOOOkr.
Shellstöðvarnar