Morgunblaðið - 16.08.1997, Page 12

Morgunblaðið - 16.08.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ íslenskur búnaður um borð í bandarískum skipum í eigu Samherja Guðbjörg ÍS hefur verið leigð til þýskrar útgerðar GUÐBJÖRG ÍS 46 heldur á næst- unni til veiða á vegum þýska út- gerðarfélagsins Klaus Hartmann Eurotrawl GmbH í Bremerhaven, en gengið hefur verið frá leigu á Guðbjörginni til hins þýska félags. Þorsteinn Már Baldvinsson for- stjóri Samheija sem á Guðbjörgina sagði að þýska félagið hefði átt tvö ísfiskskip sem seld voru í vor, en verið er að semja um smíði á nýjum frystitogara fyrir félagið sem væntanlega verður tilbúinn til veiða síðla árs 1998. Guðbjörg ÍS mun veiða kvóta félagins, m.a. grálúðu við Austur-Grænland og þorsk í Barentshafi. „Við horfum til þess á næsta ári að veiða þorsk í Barentshafi og grálúðu við Græn- land auk möguleika sem við höfum á að veiða svokallaðan úthafskarfa innan og utan lögsögu Græn- lands.“ Að sögn Þorsteins Más fylgja engar uppsagnir í kjölfar leigu Guðbjargar til Þýskalands, en áhöfn skipsins verður skipuð Þjóðverjum og íslendingum. „Þjóðveijar eru að sækja sér þekkingu sem Samheiji hefur yfir að ráða á veiðum, vinnslu og sölumálum og vilja læra af okk- ur. Þetta verkefni gefur okkur ákveðna möguleika og ég á von á að þetta verði spennandi bæði fyrir útgerð og áhöfn skipsins," sagði Þorsteinn Már. Annað skip Samheija, Jón Sig- urðsson GK 62, hefur verið seldur til Færeyja og verður afhentur á næstunni. íslenskur búnaður um borð í bandarískum skipum Samheiji keypti síðasta vetur hlut í útgerð í Maine í Bandaríkjun- um, en fyrirtækið á tvö frystiskip, um 40 metra löng og stunda þau veiðar á síld, makríl og smokk- fiski. Þorsteinn Már sagði að síð- ustu mánuði hefði verið unnið við breytingar á vinnslubúnaði skip- anna, veiðarfærum og fiskleitar- tækjum. Stærstur hluti nýs vinnslubúnaðarins var keyptur af íslenskum iðnfyrirtækjum og snn'ð- aður hér á landi og unnu íslenskir iðnaðarmenn við að koma honum upp. Annað skipanna er farið til veiða eftir brejitingar og hitt mun hefja veiðar fljótlega en skipin veiða við austurströnd Bandaríkj- anna. Ástand síldar- og markríl- stofna á veiðislóð skipanna er að sögn Þorsteins Más talið gott. „Við vonumst til að á næsta ári komi í ljós hvernig til tekst með þessa útgerð, en það er okkar reynsla af verkefnum í sjávarút- vegi erlendis að það taki um eitt ár að koma breytingum og endur- skipulagningu rekstrarins í það horf sem við viljum. Þetta er að okkar mati spennandi verkefni og aflinn sem þarna veiðist er seldur á helstu markaðssvæði okkar, Frakkland, Rússland, Kína og Jap- an.“ 45 þúsund tonn af loðnu Rekstur Samheija hefur gengið vel á þessu ári, en fyrirtækið fékk undanþágu Verðbréfaþings að birta 6 mánaða uppgjör vegna mikillar vinnu við að sameina nokkur fyrirtæki í eitt, en Þor- steinn væntir þess að 8 mánaða uppgjör verður verði birt í fyrri hluta októbermánaðar. Hann sagði úthafskarfaveiði minni en í fyrra en verð á afurðum betra. Veiðar á öðrum tegundum voru í samræmi við áætlanir og var Þorsteinn ánægður með hve vel sumarloðnu- veiði hefði gengið, en skip Sam- herja og Fiskimjöls og lýsis hafa veitt um 45 þúsund tonn af loðnu frá 1. júlí síðastliðnum. „Við erum þokkalega sáttir við reksturinn það sem af er þessu ári,“ sagði Þor- steinn Már. Bæjarráð heimilar hafnarhús BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur veitt heimild til að bjóða út og hefja framkvæmdir við byggingu hafnar- húss, en byggingin er ekki á fjár- hagsáætlun þessa árs. Húsið verður reist sunnan við Fiskihöfnina og verður um 430 fermetrar. Þar verð- ur öll starfsemi hafnarinnar og landamærastöð Fiskistofu. Ný hafnarvog verður við húsið. Heild- arkostnaður, við lóð, byggingu og vog er áætlaður um 57 milljónir króna. Einar Sveinn Ólafsson, formaður Hafnarsamlags Norðurlands, sagði að samkvæmt niðurstöðum ráð- gjafafyrirtækis, sem skoðaði rekst- ur hafnarinnar fyrir nokkrum misserum, hefði þótt hagkvæmast að leggja niður áhaldahús hafnar- innar þar sem starfsemi á þess veg- um var harla lítil orðin, enda skylt að bjóða út allar ríkisstyrktar fram- kvæmdir. -----♦ - ---- Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta á morgun, kl. 11. Séra Svavar A. Jónsson. Allir velkomnir til messu. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 21 á morgun, séra Hannes Örn Blandon þjónar. Hnn þjónar prestakallinu í sumarleyfi sóknarprests. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma kl. 11, ræðumaður Jóhann Pálsson. Almenn samkoma kl. 20, ræðumaður G. Rúnar Guðna- son. Andlegar þjálfunarbúðir á mið- vikudag kl. 20.30 á miðvikudag, samkoma í umsjá ungs fólks á föstu- dag kl. 20.30. Bænastundir á mánu- dags-, miðvikudags-, og föstudags- morgnum frá kl. 6-7 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14. Allir veíkomn- ir. Vonarlínan, 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritn- ingunni sem gefa huggun og von. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma í litla salnum kl. 20 á sunnudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18. í dag, laugardaginn 16. ágúst og á morg- un, sunnudag kl. 11. Morgunblaðið/Björn Gíslason STÖLLURNAR í Tehettunni Freyju, þær Sigurbjörg Snorradóttir, Sigríður Hafstað og Valva Gísla- dóttir á Dalvík og Svarfaðardal notuðu væntanleg biskupsefni sem fyrirmyndir að þessum tehettum. Fjölbreytt og vandað handverk „SÝNINGIN finnst mér í heildina mjög góð, hér er vandað hand- verk og mikil fjölbreytni," sagði Edda Herbertsdóttir í Nikulásar- koti í Reykjavík en hún er ein fjölda sýnenda á handverkssýn- ingunni Handverk ’97 sem stend- ur yfir í Iþróttahúsi Hrafnagils- skóla. Tæplega 200 manns, hand- verksfólk af öllu landinu sýnir muni af ýmsu tagi á sýningunni og hafa sýnendur aldrei verið fleiri en nú þegar sýningin er haldin í fimmta sinn. Á síðustu árum hafa komið á bilinu 5-6000 gestir og er gert ráð fyrir svipuð- um fjölda á sýninguna nú. „Við höfum ekki tekið þátt í þessari sýningu áður,“ sagði Edda. „En við höfum sótt sýning- ar af þessu tagi í útlöndum og mér finnst þessi standa upp úr, fjölbreytnin er mikil og hand- verkið yfirleitt mjög gott.“ Laufey Skúladóttir á Litla verk- stæðinu á Stóru-Tjörnum er einn- ig að sýna handverk sitt í fyrsta sinn, „ég hef fyrirfram engar væntingar, er bara að prófa og sjá hvernig til tekst,“ sagði hún, en framleiðslan er einkum hús af ýmsu tagi, eggjahús, fuglahús og gardínuhús svo eitthvað sé nefnt. „Eg hef mest verið að selja og sýna mína framleiðslu heima en það er gaman að prófa að vera hér,“ sagði Laufey. Dóra Sigfúsdóttir var í óða önn að kenna Láru Júlíu að vefa á pinnavefstól og fórst það vel úr hendi, en unga stúlkan var afar áhugasöm. „Það er oftast biðröð af börnum að fá að prófa stólinn, þeim þykir þetta spennandi. Það er afskaplega gaman að horfa á þessar litlu hendur vinna og það er ótrúlegt hve fljót þau eru að ná tökum á vefnaðinum,“ sagði Dóra en hún tekur nú þátt í sýn- ingunni í þriðja sinn og segir aðsókn aukast ár frá ári. SÍLDARSPEKÚLANTINN Óskar Halldórsson er fyrirmynd Bjarna Þórs Kristjánssonar í þessu verki, en hann sýnir með félögum sínum í hand- verkshúsinu Hnossi í Reykjavík. LÁRA Júlía sýndi mikla leikni þegar hún sat við pinnavefstólinn hjá Drífu Sigfúsdóttur og óf lítið teppi. Bændur bjóða heim Ráðunaut- ar kynna starf sitt Á SVÆÐI Búnaðarsambands Eyjafjarðar munu bændur á fimm bæjum bjóða gestum heim á sunnudag, 17. ágúst, frá kl. 13-20. Þetta eru bæirn- ir Bakki í Öxnadal, Stóri-Dun- hagi í Hörgárdal og Víðigerði, Hríshóll og Rifkelsstaðir II í Eyjafi'arðarsveit. Á þessum bæjum verða ráðunautar Bún- aðarsambandsins, einn á hveijum bæ og kynna þeir starfsemi sambandsins frá kl. 13rt 7. Á bæjunum verður boðið upp á léttar veitingar og njóta ábúendur þar aðstoðar Mjólkursamlags KEA og Kaffibrennslu Akureyrar. Gestum gefst tækifæri á að kynnast lífinu í sveitinni, dýr- unum, vinnunni, framförunum og nýjungunum. Myndlist í Kjarnaskógi ELLEFU myndlistarmenn opna sýningu í Kjarnaskógi í dag, laugardaginn 16. ágúst kl. 14 en hún er haldin í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að ræktun hófst í skóginum. Sýn- ingin ber yfirskriftina Upp- skera og stendur hún til 30. september næstkomandi. Myndlistarsýningum að ljúka Lokadagur sýninga Örnu Valsdóttur í Deiglunni og Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu verð- ur á morgun, sunnudaginn 17. ágúst. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14 til 18 um helgina. Flaututónleikar Manuela Wiesler heldur tón- leika í Deiglunni á morgun, sunnudaginn 17. ágúst kl. 17. Hún leikur verk af nýjum geisladiski sem kemur út í næsta mánuði og heitir „Small is beautiful." Aðgangseyrir er 1500 krónur, en 800 fyrir eldri borgara og nemendur. Bautamót í golfi BAUTAMÓTIÐ í golfi fer fram á Jaðarsvelli næstkomandi sunnudag, 17. ágúst. Það er opið öllum kylfingum og er 18 holu höggleikur með og án for- gjafar. Bautameistari og kvennameistari Bautans verða þau sem ná besta skori nettó en einnig verður keppt um titil- inn púttmeistari Bautans. Þá verða veitt óvænt aukaverð- laun, sem eru matarkörfum frá Bautabúrinu. Bautinn býður öllum þátttakendum upp á veg- legt kaffihlaðborð í mótslok. Gönguferð um Oddeyri GÖNGUFERÐ verður farin um Oddeyri undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri, næstkomandi sunnudag, 17. ágúst kl. 14. Gengið verður um elsta hluta Oddeyrar og saga byggðar og húsa rakin. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Gangan tekur um eina og hálfa klukku- stund og er leiðsögn á ís- lensku. Þátttaka er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.