Morgunblaðið - 16.08.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚ3T 1997
ERLENT
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Talið er að tæplega 20.000 Pakistanar búi í Danmörku
Einhliða mynd en
margþættur vandi
Reuter
PAKISTANAR halda á fánum Pakistans og Múslimabandalags-
ins á útifundi í bænum Rawalpindi í tilefni af sjálfstæðisaf-
mæli landsins á fimmtudag.
Pakistanar í Danmörku
eru tæp tuttugu þúsund.
Sigrún Davíðsdóttir
hugar að aðstæðum
þeirra á tímamótum
Pakistans.
SAMKVÆMT opinberum tölum eru
um sjö þúsund Pakistanar í Dan-
mörku, en ef taldir eru þeir sem
komu þangað frá öðrum löndum er
nærri lagi að áætla að um átján
þúsund búi þar. Þeir hófu að koma
þangað fyrir tæpum þijátíu árum,
þegar Pakistanar streymdu til Vest-
ur-Evrópu í leit að atvinnu og betri
afkomu. Stóru dönsku blöðin nefna
þetta þjóðarbrot helst í sambandi
við dapurlegar sögur um atvinnu-
leysi og uppflosnuð ungmenni eða
tröllasögur um hvað þeim takist að
hafa út úr félagskerfinu. Góða sag-
an í ár er þó að sá sem fékk hæstu
einkunn á stúdentsprófi er úr pa-
kistanskri íjölskyldu og margir
þeirra eru frábærir námsmenn.
Danska útvarpið er með útsending-
ar á urdu, sjálfír gefa Pakistanar
út blað á sama máli og eru með
sjónvarpssendingar tvisvar í viku. Á
50 ára tímamótunum nú heldur
pakistanska sendiráðið sýningu, en
hún gefur býsna einhliða mynd af
landinu, sem Pakistanarnar hurfu
frá og Pakistanarnir vilja sem
minnst vita af.
Sjoppueigandi sem vill fá
tengdadóttur frá Pakistan
Hin hefðbundna mynd af mið-
aldra Pakistana í Danmörku er að
hann búi á Norðurbrú, reki sjoppu,
láti félagskerfið um að framfleyta
foreldrum sínum og leiti tengda-
dóttur í Pakistan handa syni sínum.
Pakistani hér, sem ekki vill láta
nafns síns getið, segir að þetta sé
þó harla mikil einföldun. Ástæðan
fyrir því hve margir hafa snúið sér
að litlum einkarekstri sé einfaldlega
sú að þó vinnumarkaðurinn hafi
tekið þeim opnum örmum hér áður
fyrr, þá hafi Pakistanar iíka verið
þeir fyrstu sem misstu vinnuna,
þegar hún fór að dragast saman
fyrir 10-15 árum. Einkarekstur eða
opinber framfærsla sé því oft eina
tekjuleiðin. Þegar Pakistanarnir
tóku að koma spurði enginn þá
hvort þeir kynnu dönsku, enda nóg
af verksmiðjuvinnu og annarri
vinnu fyrir lítið menntað fólk. Nú
eru gerðar kröfur um að fólk kunni
dönsku og það veitist eldra fólkinu
nánast óyfírstíganleg hindrun í at-
vinnuleit.
Hið dapurlega er að unga fólkið,
sem er fætt í Danmörku og talar
dönsku eins og innfæddir jafnaldr-
ar, á iðulega ekkert auðveldara með
að fá vinnu, jafnvel þó það sé vel
menntað. Mörg dæmi eru um að
nafnið eitt nægi til að fyrirtæki
flokki umsóknir innflytjendanna frá
og dugir þá hvorki menntun né
dönskukunnátta. Margir menntaðir
ungir Pakistanar leita því fyrir sér
um vinnu hjá fjölþjóðafyrirtækjum
og dæmi eru um að dönsk fyrirtæki
nýti krafta þeirra með því að senda
þá til Asíu. Samt er enn straumur
Pakistana til Danmörku, en þá frá
Englandi og Þýskalandi, því afstað-
an sé betri til þeirra þar og eins
vegna félagskerfisins.
Tíðni barnsfæðinga meðal Pak-
istana í Danmörku er hærri en með-
al Dananna sjálfra og foreldrarnir
eru áfram um að börnin hljóti góða
menntun. Þeim fer fjölgandi í grein-
um eins og verkfræði og læknis-
fræði og því gæti aðstaða þeirra
breyst með árunum, en viðhorf Dan-
anna þarf þá líka að breytast.
Vandræði ungmennanna bloss-
uðu nýlega upp í fjölmiðlum þegar
til átaka kom á Norðurbrú í pakist-
önskum unglingagengjum þar. Þá
var lýðum Ijóst að það er aðeins
spurning um tíma hvenær upp úr
sýður, þar sem unglingarnir eru
iðulega hvorki í skóla né vinnu og
komast heldur ekki í læri. Stjórn-
málamenn stigu fram og sögðu að
nóg væri hægt að gera, en enn á
eftir að koma i ljós hvort tekst að
kljúfa hópana og hindra gengja-
myndun, sem er gróðrarstía glæpa
og vandræða.
Trúarbrögð og menning
Það er óljóst hve stór hluti Pak-
istananna er trúarlega sinnaður, en
dijúgur hópur þeirra er múhameðs-
trúarmenn, sem iðka trú sína. Fyrir
nokkru stóð til að reisa stóra mosku
á Amager, en sú áætlun féll um
sjálfa sig sökum kröftugra mót-
mæla íbúa þar, sem ekki vildu vera
vaktir í býtið með bænakalli. Eina
viðurkennda moskan er úti í
Hvidovre, úthverfi Kaupmanna-
hafnar, en trúarlegar miðstöðvar
múhameðstrúarmanna eru kallaðar
menningarmiðstöðvar, því þannig
fá þær styrk til tómstundastarfs.
Áfstaðan til heimalandsins er
blendin. „Ég fer stöku sinnum heim
og læt þá eins og ég sakni ails
þaðan,“ segir pakistanskur viðmæl-
andi, sem búið hefur erlendis í tutt-
ugu ár, „en sannleikurinn er sá að
fyrir flestum er Pakistan aðeins
draumur. Þeir sem ég þekki og
hafa snúið aftur heim eftir langa
fjarveru hafa ekki getað fest þar
rætur aftur eftir að hafa búið í
Evrópu.“ Vandinn er að hluti pak-
istanskra foreldra í Danmörku sér
það enn sem æðstu dyggð að gifta
börn sín ungmennum frá Pakistan
og það er oft orsök gríðarlegrar
togstreitu. Fyrst togstreitu við að
fá krakkana, sem eru meira dönsk
en pakistönsk, til að fallast á ráða-
haginn og svo togstreitu milli ungu
hjónanna, sem tilheyra hvort sínum
heimi. Ung pakistönsk stúlka, sem
lagt hefur stund á arkitektúr heima,
er ekki endilega vel sett að vera
flutt vil Danmerkur og látin vinna
í sjoppu tengdaforeldranna. Tog-
streita myndast einnig í kringum
klæðaburð, þegar foreldrarnir láta
dæturnar klæðast hefðbundnum
fötum, en blæja er sjaldséð í Dan-
mörku. Helst að ungu stúlkurnar
og ungu mæðurnar sjáist með háls-
klúta þéttbundna um höfuðið.
Þeir sem leggja leið sína um
Norðurbrú sjá fatabúðir með pakist-
önskum fötum, sjoppur með Pak-
istönum og annað sem minnir á þá,
en það er fjarri því að hverfið hafi
á sér einsleitan blæ. Það eru þó til
hverfi, þar sem mikill meirihluti
skóiabarnanna er af pakistönskum
ættum og þar stefnir sums staðar
í gettó. Það er engin auðveld lausn
á sambúðarvandanum, en Pakistani
búsettur í Danmörku sem þekkir
vel til aðstæðna landa sinna undir-
strikar að mikilvægt sé að hætta
að setja alla landa hans undir einn
hatt og blása vandann upp í fjöl-
miðlum. Það heyrist sjaldan um lít-
inn minnihluta sem hefur komið sér
mjög vel fyrir.
Hin eina sanna mynd af Pakistan
eins og Pakistanar vilja sjálfir láta
líta á það fæst á sýningu pakist-
anska sendiráðsins í ráðhúsinu í
Höfn. Þar er ekkert fjallað um hina
fjölbreyttu menningu landsins og
menningararf, heldur aðeins sagt
frá landi og þjóð undanfama hálfa
öld. Hin einhliða mynd er því ekki
aðeins vandi Dana og Pakistana
innbyrðis.
Ljósmynd/Anna Pjóla Gísladóttir
LERKISVEPPIR vaxa í lerkiskógum. Myndin er úr
bókinni Villtir matsveppir á Islandi.
Um 2.000 sveppateg1-
undir skráðar hér
MÉR dugir alveg að nota ullblekil,
furu- og lerkisveppi til matargerðar,
sagði Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
dr. í sveppafræðum, þegar blaða-
maður sló á þráðinn til hennar. En
hún vinnur á Akureyrarsetri Nátt-
úrufræðistofnunar íslands, þar sem
sveppadeildin er til húsa.
Það er frá miðju sumri og fram
á haust sem hægt er að tína sveppi.
Að sögn Guðríðar er það eftir al-
mennilega rigningu sem búast má
við að finna sveppi. En þá er hún
að tala um þá sveppi sem lifa við
rætur tijáa, má þar nefna lerki-
sveppinn sem vex við lerkitré, en
latneska heitið á honum er suillus
grevillei. Guðríður segir að það sé
betra að nota latnesku heitin á
sveppum, allavegana að nota þau
með vegna þess að það er svo stutt
síðan þeir fengu íslensk heiti. „Lerki-
sveppurinn hefur verið kallaður ler-
kisúlungur, lerkisúla og lerkisvepp-
ur. Hann er í rauninni ekki eini
sveppurinn sem vex í nálægð við
lerkið þannig réttast væri að tala
um lerkisveppi í fleirtölu. En það er
líklegt að hann verði kallaður lerki-
súla í framtíðinni." Hún segir að lík-
ami sveppsins, sem er ofan í jörð-
inni, sé vafinn utan um rætur
tijánna. „Þessi líkami ákveður að
æxlast og þ:'. koma sveppirnir upp,
þessir hattar sem maður kallar
sveppi, það eru æxlunarfærin," seg-
ir sveppafræðingurinn.
Hún segir það borga sig að tína
bara þá sveppi sem maður þekkir
og aldrei að éta þá sem maður er í
vafa um. Það er búið að planta mik-
ið af lerkitijám hér á landi og því
er mikið af lerkisveppunum. „Ef
lerkitrén ná manni orðið í axlarhæð
er næstum fullvíst að hægt sé að
finna lerkisveppi sem eru gulbrúnir
að lit.“ Guðríður segir að best sé
að velja þurran dag því það er erfitt
að tína sveppi ef þeir eru mjög blaut-
ir. „Sveppirnir draga í sig raka eins
og svampur og ef þeir eru mjög
blautir eru þeir erfiðir í vinnslu."
Þegar Guðríður tínir sveppi passar
hún sig á að tína unga sveppi því
þeir gömlu geta verið maðkaðir og
byijaðir að rotna. „Ég sker yfirleitt
Nýtt
íslenskir fisk-
réttir í nýrri bók
ICELAND Review hefur gefið út
nýja matreiðslubók á ensku sem
nefnist Atlantic Gourmet - The
Best of Icelandic Seafood. I frétta-
tilkynningu frá Iceland Review seg-
ir að í bókinni sé að finna uppskrift-
ir að íslenskum fískréttum, bæði
forréttum og aðalréttum og þær séu
aðgengilegar og auðveldar. Bjarni
Þór Ólafsson matreiðslumeistari sá
um matreiðslu þeirra 25 rétta sem
neðan af stilknum á lerkisveppnum
þannig að hann sé fagurgulur í sár-
ið, neðst getur stilkurinn verið trén-
aður og það er ekkert annað en að
skera það í burtu þar til maður sér
fagurgulan iit. Allar plöntuleifar á
sveppnum á að fjarlægja áður en
hann er látinn í körfuna. Hnífurinn
sem notaður er við sveppatínslu á
að vera flugbeyttur, þunnblaða
stuttur skrælihnífur." Guðríður segir
að það sé nauðsynlegt að tína sveppi
í hart ílát og alls ekki plastpoka því
þá fara þeir í klessu. Hún segir nauð-
synlegt að ganga fljótt frá sveppun-
um eftir tínslu því þeir þoli illa
geymslu þó svo að þeir séu geymdir
á svölum stað.
Til að sveppirnir geymist sem
best frystir hún þá en það ku vera
algengasta og þægilegasta aðferðin,
fyrir utan þurrkun. Guðríður hefur
sveppina í heilu lagi þangað til hún
er tilbúin að sjóða þá. „Ég tek botn-
víðan pott og set í hann u.þ.b. dl
af vatni eða eins lítið og ég kemst
af með og læt það sjóða á meðan
ég brytja sveppina í meðalstóra bita
og set hæfilegt magn ofan í sjóð-
andi vatnið og hræri í. Sveppir eru
að langmestu ieyti vatn þannig að
þegar þeir fara í vatnið sjúga þeir
það í sig. En síðan, þegar þeir fara
að hitna, gefa þeir frá sér það vatn
sem var í þeim og þá fer að koma !
aukinn vökvi í pottinn. Eftir að suð- i
an er komin upp sýð ég sveppina í
fimm mínútur og hræri stöðugt í og
læt ögn af salti í pottinn.“ Eftir
suðuna lætur hún sveppina í skál
þar sem þeir eru látnir kólna, síðan
eru þeir settir í hæfilegum skömmt-
um í frystipoka ásamt safanum, og
í frysti þar sem þeir eru tilbúnir í
matargerðina. Að sögn Guðríðar eru
sveppir ekki bara bragðgóðir heldur
virka þeir á meltingarfærin eins og )
trefjar og því er ekki ráðlagt að j
hafa meira en ‘A hluta af sveppum
í matnum. Einnig segir hún að nauð- 1
synlegt sé fyrir þá sem eru að byija
að þreifa sig áfram í sveppatínslu
að fara varlega og borða aðeins eina
tegund í fyrsta skipti, því það getur
hent að fólk hafi ofnæmi fyrir vissum
sveppategundum.
er að finna í bókinni og Guðmundur )
Ingólfsson tók myndirnar. Anna |
Yates þýddi á ensku. Bókin kostar
1.992 krónur.