Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 26
var
Ófáir knattspyrnumenn flosna upp í yngri
flokkum og sjá eftir þvi seinna á ævinni.
Ivar Páll Jónsson er einn af þeim, en iét
núna drauminn rætast og mætti á æfíngu
----7--------------------------------
hjá Asgeiri Elíassyni og skjólstæðingum
hans í meistaraflokki Knattspyrnu-
félagsins Fram.
KÁLDIÐ Ómar Ragnarsson
kemst skemmtilega að orði í
ljóðinu: „Eg er og verða mun
Framari þar til ég dey“ og þau orð
eiga við mig ekki síð-
ur en hann. Þau
tryggðarbönd sem
snemma mynduðust
milli mín og félags-
ins munu seint
rofna, þótt ég hafi
löngu hætt að mæta
á æfíngar.
Ég hóf æfingar
með Fram þegar ég
var fímm ára, þó.tt
mæting hafi verið
stopul til að byrja
með. Fyrsta leikinn
lék ég með b-liði
sjötta flokks þegar
ég var níu ára, en ár-
ið eftir hófst gaman-
ið fyrir alvöru og
stóð yfír stanslaust
næstu sex ár. Meðal
annars fór ég á
fyrsta Eyjamótið
fyi'ir sjötta flokk,
sem kallaðist þá
Tommamótið, eftir
fyrstu íslensku ham;
borgarastöðunum. I
fimmta flokki urðum
við íslandsmeistarar
og þegar ég var á
eldra ári í fjórða
flokki töDuðum við
úrslitaleik um íslandsmeistaratitil-
inn við FH. Árið áður höfðum við
farið í ógleymanlega ferð til Bret-
lands. Siðast mætti ég á æfingu í
þriðja flokki, sextán
ára gamail. Nú eru
sjö ár síðan og mér
finnst rétt að endur-
nýja kynnin við
Framheimilið og
þann góða anda sem
fylgir félaginu.
Ég er taugaó-
styrkur þegar ég
stíg inn fyrir þrösk-
uldinn með gömlu
íþróttatöskuna í
hægri hendi. Þegar
inn er komið kemur
kona að máli við mig
og vill fá að vita um
æfingatíma meist-
araflokks. Vitaskuld
kemur hún að tóm-
um kofunum, en ég
lofa að ná í Ásgeir
þjálfara.
Ég geng til vinstri
inn ganginn að bún-
ingsherberginu.
Þegar þangað kem-
ur eru menn að gera
sig klára, en heilsa
mér sem löngu týnd-
um syni. Óstyrkur-
inn hverfur sem
dögg fyrir sólu. Mér
líður eins og alvön-
Upphit-
unin fár
meS hnnn
ÁSGEIR Elíasson þjálfari var
þokkalega ánægður með nýja
manninn. „Jú jú, það vantaði
kannski aðeins upp á þrekið
hjá honum, en miðað við að
hann hefur ekki æft lengi stóð
hann sig hara vel,“ segir hann
og bætir við: „það var greini-
Iegt að upphitunin sat svolítið í
honum." Hefði eitthvað getað
orðið úr honum ef hann hefði
haldið áfram 1 boltanum? „Já,
ég efast ekki um það, hann
hefði ugglaust spjarað sig
ágætlega. Það kom í ljós að
tæknin og skilningurinn á
leiknum voru alveg í lagi.“
Hvernig ætli sé að þjálfa
strákana? „Það er skemmti-
legt. Andinn í hópnum er al-
veg ágætur, en það vantar
kannski upp á sjálfstraustið í
liðinu. Það var töluverður
uppgangur hjá okkur þangað
til við töpuðum á móti IA, en
það var auðvitað erfitt.“
Til sölu
Mercedes Benz 300 TE 4matic (4x4) árg. 1994. Glæsilegur
farkostur, hlaðinn aukabúnaði, s.s. 2 stk. Airbag, rafmagns-
rúður, rafmagnstopplúga, sjálfskiptur, ABS bremsur, splittað
drif, hleðslujafnari.Verð 3.980.000,-
Upplýsingar gefur Bílasalan Höfði,
sími 567 3131.
rj BLAÐAMANNI fannst réttast að setja á sig legg-
hlifarnar, enda er stutt mllli hláturs og gráts á
knattspyrnuvellinum.
Q SUMIR vissu hvar þeir ættu að halda sig til að vera
sem oftast í mynd. Blaðamaður reynir að leyna
þjáningu sinni.
:
g] HINIR sfðustu verða fyrstir og öfugt (vonandi).
□ ALLTAF skrefinu á undan, eða þannig.
n TVÖFALDUR sigur: í skotkeppni og grettukeppni.
Þetta skot fór framhjá.
□ ÁSGEIR Ásgeirsson og Jón Sveinsson berjast um
boltann. Jón hafði betur f leíknum, enda var hann
með blaðamanni í liði.
-■
|
Sálarlífið í umferðinni?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Er hægt að ráða í
skapsmuni fólks og andlegt jafn-
vægi eftir því hvernig það ekur
eða hagar sér í umferðinni?
Svar: Það er enginn vafi á því að
aksturslag manna og hvemig
þeir bregðast við öðrum öku-
mönnum og taka tillit til þeirra
segir margt um skapferli þeirra.
Það er töluverður munur á akst-
urslagi ungra ökumanna og hinna
eldri og stafar hann þó meira af
þroska en skapgerð. Komið hefur
í ljós að slysahætta er mest hjá
yngstu ökumönnunum 17-24 ára.
Yngra fólk er að jafnaði hraðara í
öllum athöfnum, er snarpara í
viðbrögðum, hefur næmari skynj-
un og meiri viðbragðsflýti, en
hefur á hinn bóginn minni þroska
og reynslu, tekur meiri áhættu og
er óþolinmóðara. Dæmi um óþol-
inmæðina má m.a. sjá í því hve
ungir ökumenn aka oft nálægt
næsta bíl á undan, jafnvel á mikl-
um hraða, eins og þeir vilji ýta
honum á undan sér. Eða þegar
menn taka fram úr í langri bíla-
röð, ef minnsta færi gefst, aðeins
til að komast nokkrum metrum
framar í röðinni. Flestir róast síð-
an með aldrinum og margir verða
eins og gömlu mennirnir „með
hatt“ sem þeim fannst áður rétt
silast áfram og vönduðu þeim
ekki kveðjurnar. Eftir vissan ald-
ur hægir á viðbrögðum fólks og
kemur það ekki síst fram í akstri.
Athyglin og snerpan verður
minni og margir eldri ökumenn
verða því að aka hægar til að hafa
fullt vald á akstrinum. Þessi mun-
ur á ungu fólki og eldra í umferð-
inni er eðlilegur og skiljanlegur
og tengist ekki skapferli þeirra
að öðru leyti en því sem eðlilegt
getur talist miðað við aldur og
þroska.
Þegar tekið hefur verið tillit til
aldurs dylst þó engum að skap-
ferli fólks og sálarástand kemur
oft vel fram í því hvernig fólk
hagar sér i umferðinni og með-
höndlar bíla sína, eins og reyndar
í öllu öðni atferli. Margir nostra
við bíla sína, eru sífellt að bóna þá
eða gefa þeim aukahluti eða
skraut Aðrir láta þá drabbast
niður. f akstri fara sumir óblíðum
höndum um gírana, tæta af stað
og aka ójafnt, meðan aðrir halda
jöfnum hraða miðað við aðstæður
og skipta um gíra svo blíðlega að
enginn verður var við. Margir
ökumenn sem hafa góða stjórn á
sér í beinum samskiptum við
aðra, eru dagfarspráðir, kurteisir
og tillitssamir, breytast í hálf-
gerða villimenn þegar þeir eru
sestir undir stýri. Það er eins og
losni um hömlur á innibyrgðri yf-
irgangssemi og gremju þegar
þeir eiga í höggi við bílstjóra sem
þeir horfast ekki í augu við. Aðrir
eru sífellt að taka tillit til ann-
arra, t.d. með því að hleypa þeim
inn í röðina í svo miklum mæli að
ökumönnum á eftir finnst nóg
um. Sálarástand manna birtist í
mörgum og mismunandi myndum
í hegðun þeirra, en við akstur í
mikilli umferð kemur sálará-
standið betur fram en í öðrum at-
höfnum, líkt og í hnotskum.
Því er stundum haldið fram að
karlmenn laðist að bílum eins og
konum. Að minnsta kosti má
ráða það af bílaauglýsingum,
sem byggjast á sálfræðilegum
markaðsrannsóknum. Þá má ein-
nig gera ráð fyrir því að sömu
karlmenn meðhöndli bíla sína
eins og konur og aksturslag
þeirra beri vitni um framkomu
þeirra við konur. Karlar eru al-
mennt kröfuharðari en konur um
þá bíla sem þeir eiga eða aka.
Þeir þurfa að vera kraftmiklir og
glæsilegir og ganga í augu ann-
arra. Konur gera að jafnaði ekki
sömu kröfur til bíla og karlar, en
stjórnast af skynsemi og öryggi
við bílakaup. Bílasalar bjóða
konum minni bíla og sparneytn-
ari, snotra bfla sem þjóna því
hagkvæma hlutverki að komast
á milli staða á þægilegan og ör-
uggan hátt. Hér er auðvitað um
alhæfingar að ræða sem rétt er
að taka með miklum fyrirvara,
en það getur samt verið áhuga-
vert að skoða hegðun fólks í ljósi
kenninga um innri hvatir manna.
Hverjar þær hvatir eða ástæð-
ur eru sem kunna að liggja að
baki hegðun manna í akstri, þá
hafa rannsóknir sýnt að vissir
þættir í skapgerð og persónu-
leika manna hafa í för með sér
meiri áhættu en aðrir í umferð-
inni. Þeir sem hafa þessa eigin-
leika tfl að bera í miklum mæli
eru líklegri en hinir til að lenda í
eða valda slysum. Meðal þessara
eiginleika má nefna örlyndi,
kæruleysi, lélega sjálfstjórn, til-
finningalegt ójafnvægi, óraunsæi,
óhóflega bjartsýni og áræði.
Hægt er að mæla þessa eigin-
leika með prófum sem hafa verið
þróuð í þessu skyni og þannig að
einhverju leyti spá um hversu
farsælir viðkomandi einstakling-
ar muni vera í umferðinni. Próf af
þessu tagi mættu vera hluti af
ökuprófinu eða nota til að meta
þá sem missa ökuleyfið tíma-
bundið.
OLesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeiin liggur á lijarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan JO og 17 í súna
5691100 og brófum eða sfmbréfum
mcrkt'
Vikulok, Fax: 5691222.
Ennfremur símbróf merkt: Gylfi
Ásmundsson, Fax: 5601720.