Morgunblaðið - 16.08.1997, Side 36

Morgunblaðið - 16.08.1997, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 AÐSEfMDAR GREIfMAR Gengisáhætta fyrirtækja Happdrætti eða stjórnun? NOKKUR umræða hefur átt sér stað undanfarið um gengisþróun gjaldmiðla og þau áhrif sem hún hefur á afkomu fyrirtækja hér á landi. Af þeirri umræðu má ráða að almennt telji stjórnendur fyrir- tækja sig varnarlausa gagnvart ... gengisáhættu. Það sé eins konar 'happdrætti hvaða áhrif þróun í gengi gjaldmiðla hafi á rekstur fyrirtækjanna og ekki sé annað að gera en að sætta sig við afleiðing- arnar. En er það svo? Síðustu mánuði hafa útflutn- ingsfyrirtæki sem selja afurðir sín- ar í öðrum Evrópumyntum en breska pundinu tapað á lækkandi gengi þessara mynta. Sömuleiðis hafa innflutningsfyrirtæki sem kaupa vörur fyrir bandaríska doll- ara eða bresk pund þurft að greiða hærra verð en áður vegna þess hve gengi þessara gjaldmiðla hefur ver- ið að styrkjast. Sum þessara fyrir- tækja kenna nú gengisþróuninni að hluta til um slaka afkomu. Á hinn bóginn hafa mörg þeirra fyrir- tækja sem fá greitt í dollurum og pundum eða kaupa inn í Evrópu- myntum hagnast á hagstæðri gengisþróun. Ólafur Ásgeirsson Jafnast sjaldan út Gengisbreytingar hafa því ótví- rætt mikil áhrif á afkomu fyrir- tækja. Hversu mikil þau eru getum við séð með því að skoða dæmi um daglega breytingu á verði einnar milljónar sterlingspunda frá árs- byijun 1996 mælda í íslenskum krónum. Gengisbreytingin ein og sér getur orsakað tap upp á rúmar 2 m.kr. eða nálægt 2% af heildar- upphæðinni á einum degi. Það get- ur verið dýrt að bíða í einn dag! Oft er spurt hvort ekki sé hægt að gera eitthvað til að veijast þess- ari áhættu ogjafnvel nýta sér hag- stæða gengisþróun. Því er hægt að svara hiklaust játandi. Sú fullyrðing hefur heyrst að gengisbreytingar jafni sig út til lengri tíma litið og viðskiptakostn- aður vegna áhættustýringar, jafn- vel þótt hann sé lítill, valdi einung- is viðbótarkostnaði hjá fyrirtækjun- um. Þetta er í fiestum tilvikum rangt. Margt má betur fara í stýringu gengisáhættu fyrirtækja, segja Ólafur Asgeirsson og Einar Pálmi Sigmundsson, og stjórnendur stærri fyrir- tækja eiga trúlega eftir að líta á hana sem einn af lykilþáttum í fjármálastjórn sinni. í fyrsta lagi getur það tekið mjög langan tíma fyrir áhrifín að jafnast út, ef þau þá gera það, og í öðru lagi getur samkeppnisstaðan versnað ef aðrir á markaðnum gera ráðstafanir til að draga úr áhrifum óhagstæðrar gengisþróunar. Einn- ig þarf að taka tillit til þess að þegar gengisáhættan er mikil getur gengistap vegið þyngra en gengis- hagnaður og jafnvel leitt til gjald- þrots, eins og dæmi eru til um. Framangreind fullyrðing er því aðeins gild ef um litla gengis- áhættu er að ræða. Annars er hún varasöm. Það er því mikil- vægt fyrir flest fyr- irtæki, og ætti hrein- lega að vera krafa hluthafa, að huga vel að gengisáhættu sinni og líta á stjórn- un hennar sem hluta af ijármálastjórnun fyrirtækjanna. Spurningin ætti ekki að vera hvort, heldur hvernig. Áhættustýring Möguleikarnir eru margir. Sum fyrir- tæki jafna út alla áhættu jafnóðum og hún myndast, önnur hluta hennar og enn önnur eru með virka stýr- ingu. Virkri stýringu er ætlað að veijast stærri sveiflum um leið og möguleikum á að nýta hagstæða gengisþróun er haldið opnum. Gera ekk.rtTaka*töðu 5% 1% Full jöfnun 28% Einar Pálmi Sigmundsson '(M • möguleika á að stýra gengisáhættu sinni frá tímum fastgengisstefnu Bretton Woods-samkomulagsins (1973) og hefur því víða skapast mikil þekking og hæfni hjá fyrir- tækjum í þessum efni. Hjá erlendum fyrirtækjum eru menn meðvitaðir um möguleikana og líta á stjórnun gengisáhættu sem mikilvægan lið í rekstrinum. Þeir sem standa sig illa á því sviði eiga það á hættu að verða undir í samkeppninni. Þar er það ekki lengur talin gild skýring að óhagstæðar gengishreyfingar hafi valdið slæmri afkomu. Ef slíku er haldið fram er um leið verið að játa að tekin hafi verið áhætta sem hægt hefði verið að forðast. Hvað er best að gera? Þau fyrirtæki sem telja sig búa við gengisáhættu, hvort sem er vegna beinnar áhættu af rekstrar- eða efnahagsliðum í erlendum myntum eða óbeinnar áhættu vegna samkeppnisstöðu, og hafa yfir í sömu mynt. Þannig jafnar fyrirtækið áhættuna að hluta. Ef tekjur minnka vegna gengislækk- unar lækkar skuldin líka. Eftir því sem fyrirtækið er stærra og áhættan meiri þarf að leggja meiri vinnu í greiningu áhættunnar og framkvæmd stýr- ingar. Ýmsar aðferðir-.er’u notaðar en flestar byggja á sömu grunnatr- iðunum. Sjálf áhættustýringin felst í því að fyrirtæki nota fjármála- samninga samhliða hagkvæmum aðgerðum innan fyrirtækins sem beinast að því að draga úr gengisá- hættunni. Þeir ijármálasamningar sem helst koma til greina eru fram- virkir samningar, skiptasamningar og valréttarsamningar. Tilgangurinn með þessu stutta yfirliti er að benda á að ýmsar leið- ir eru færar til að stýra gengisá- hættu fyrirtækja. Það er okkar mat að oft velji fyrirtækin áhættu- sömustu aðferðina með því að gera ekki neitt. Margt má betur fara í stýringu gengisáhættu hjá íslensk- um fyrirtækjum og líklegt er að stjórnendur margra stærri fyrir- tækjanna eigi eftir að líta á hana sem einn af lykilþáttunum í fjár- málastjórn sinni. Það ætti að þykja Virk stýring 66% Áhættustýring getur verið flókin í framkvæmd og oft á tíðum koma margir möguleikar til álita. En hún borgar sig. Hagsmunir fyrirtækja af því að hafa öfluga gjaldeyrisstýr- ingu geta verið verulegir. Hún ger- ir fyrirtækið fjárhagslega sterkara, eflir samkeppnisstöðuna, styrkir ímyndina og að sjálfsögðu eru hlut- hafarnir ánægðari. Kannanir er- lendis frá benda til þess að stór hluti fyrirtækja sé virkur í stýringu gengisáhættu. Eftirfarandi mynd sýnir niðurstöðu könnunar Price Waterhouse (1995) meðal tæplega 400 fyrirtækja víðs vegar um heim. Möguleikar íslenskra fyrirtækja á að stýra gengisáhættu sinni juk- ust verulega með gildistöku nýrra gjaldeyrislaga í lok árs 1992. Fyrir þann tíma gátu stjórnendur fyrir- tækjanna oft lítið annað gert en að líta framhjá henni. Nú er aftur á móti gjörbreytt staða og íslensk fyrirtæki hafa nánast sömu mögu- leika á að stýra áhættunni og er- lendir keppinautar þeirra. Erlend lyrirtæki á undan Erlendis hafa fyrirtæki haft Tafla 1. Hvað þarf að gera? 1. Greining áhættu (flokkun f greiðsluáhættu, bókhaldsáhættu og hagræna áhættu) Afstaða stjórnar til áhættu (t.d. lágmörkun áhættu eða virkari stýring) Spá um þróun gjaldmiðla Framkvæmd aðgerða (fyrst að skoða hvað hægt er að gera innan fyrirtækisins og síðan gerðir fjármálasamningar) Aðgerðir og skráning Skýrslugerð til stjórnar Tafla 2. Helstu samningar sem notaðir eru við stýringu gengisáhættu. Framvirkir gjaldmiðlasamningar: □ Einfaldir í gerð og notkun □ Samið um gengi nú en efhending fer ffam siðar □ Henta vel til að festa gengi á væntanlegum greiðslum □ Auðvelda hagnaðarútreikninga og áætlanagerð Gjaldmiðlaskiptasamningar: □ Svipar til ffamvirkra gjaldmiðlaskiptasamninga nema að þeir ná til lengri tíma, oft nokkurra ára. □ Oft notaðir til skuldastýringar. Valréttarsamningar með gjaldeyri: □ Virka eins og trygging og eru því gott tæki I viðskiptum þar sem samkeppni er hörð □ Minnka gengisáhættu en halda opnum möguleikanum á að hagnast á hagstæðum gengishreyfingum □ Gefa meiri sveigjanleika í stjómun gengisáhættu en ffamvirkir samningar □ Henta vel í fyrirtækjum þar sem gengisáhættan er flókin 10-16 laugardag, iflHaH r* vJ Viö num a flutnings Húsgögn og gjafavara 15-70% afsláttur. DUX xafeni 7 - Sími: 568 9950 wmmmm ekki leitt hugann að stýringu henn- ar ættu að gera það sem fyrst. Umfang greiningar og aðgerða fer eftir því hversu mikil áhættan er. Stundum dugar að taka á málinu innan fyrirtækisins. Til dæmis gæti fyrirtæki, sem hefur hluta af tekjum sínum í erlendri mynt, skuldbreytt láni sem það er með slöpp afsökun fyrir lélegum rekstrarárangri að segja að gengis- þróun hafi verið óhagstæð. Ólafur er forstöðumaður fjárstýringa- og viðskiptastofu Islandsbanka og Einar Pálmi er sérfræðingur í viðskiptastofu Islandsbanka. Wicanders Kork "O" Plast EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. JKork-o-Plast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið maeðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKprk'O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.