Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 3 7 AÐSENDAR GREINAR Sjónarmið Benjamíns og* Beckers TVEIR vinir mínir, Benjamín Eiriksson, og Gary Becker, hagfræði- prófessor í Chicago, hafa ekki getað sam- þykkt allar röksemdir mínar í deilunum um kvótakerfið íslenska, ýmist opinberlega eða í einkaviðræðum. Grein Benjamíns hér í blaðinu á föstudaginn gefur mér kærkomið tækifæri til að svara. Báðir hafa þeir Benjamín og Beck- er haldið því fram, að fiskveiðiarðurinn sé ein- okunararður og þess vegna eðlilegra, að þjóð- in njóti hans en útgerðarmenn einir. Þetta er í senn rétt og rangt. Allur arður af einkaafnotum eða eignum er vissulega „einokunararð- ur“, því að notandanum eða eigand- anum er veitt „einokun" á nýtingu gæða. En þá er horft fram hjá aðal- atriðinu, að eðlismunur er á arði af eignum, sem myndast hafa vegna náttúrulegs skorts, eins og arði af landi, vatnsfölium, hverum, olíu- lindum eða fiskistofnum, og arði af einkaleyfum, sem eiga sér enga stoð í neinum náttúrulegum skorti, tii dæmis arði Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, sem Benjamín nefnir sérstakiega. Auðvitað á að vera frjáls samkeppni um sölu á áfengi; enginn náttúrulegur skortur krefst þess, að aðgangur sé tak- markaður inn á þennan markað. En skortur er á fiski í sjónum; þess vegna verður að takmarka aðgang að fiskistofnum. Þetta leiðir hugann að öðru at- riði í grein Benjamíns. Auðvitað er fískveiðiarðurinn sambærilegur við jarðrentu þá, sem Henry George vildi gera upptæka á nítjándu öld. Mér sýnist Benjamín rugla því sam- an, hvernig stofnað var til eignar- réttarins (við hægfara þróun í öðru dæminu, úthlutun miðað við afla- reynslu í hinu) og hvers eðlis sjálfur arðurinn af eigninni er. • HSM Pmssen GmbH • öruggir vandaðir pappírstaetarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð Hannes Hólmsteinn Gissurarson WM J.ASTVHIDSSONHF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535. IMT® STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Þeir Benjamín og Becker hafa, held ég, hvorugur neitt við það að athuga, að vandi, sem sprettur af nátt- úruiegum skorti, sé almennt leystur með myndun einkaafnota- réttar eða eignarrétt- ar. Þannig var land- inu skipt upp í jarðir á sínum tíma, og þannig er verið að skipta veiðiréttindum á íslandsmiðum upp á milli einstakra út- gerðarmanna á okkar dögum. Ágreiningur- inn er aðeins um það, hvernig stofnað skal til slíks réttar í upphafi. Ég hef bent hér á sjónar- mið Adams Smiths, að það skipti sáralitlu máli, því að eignir flytjist jafnan í fijálsum viðskiptum til þeirra, sem best kunna með þær að fara, og allir njóti góðs af. En ég ætla að bæta við tveimur rök- semdum, sem Gary Becker hefur raunar tekið undir í bréfum til mín. Fyrri röksemdin er, að ekki hefði myndast samkomulag um að taka upp kvótakerfið, ef rétturinn til að veiða, sem útgerðarmenn hafa haft frá örófí alda, hefði verið tekinn af þeim með lagaboði. Þegar gera þarf í lýðræðislandi róttækar breyt- ingar í atvinnugrein, ber að gera það í samráði við mennina í grein- Mér sýnist Benjamín rugla því saman, segir Hannes Hólsteinn Gissurarson, hvernig stofnað var til eignar- réttarins. inni, sé þess nokkur kostur. Þess vegna var einfaldast að afhenda þeim, sem þegar stunduðu veiðar, veiðiréttindin og láta þá síðan ráð- stafa þeim í fijálsum viðskiptum, þangað til veiðarnar væru orðnar hagkvæmar. Síðari röksemdin er, að þeir fjög- ur þúsund útgerðaraðilar, sem eru á landinu, séu miklu líklegri til að ávaxta fiskveiðiarðinn vel en þeir 33 atvinnustjórnmálamenn, sem mynda tímabundinn meirihluta á Alþingi, hugsa í kjörtímabilum og mega ekki sjá svo fjall, að þeir vilji ekki gera göng í gegnum það. Frá sjónarmiði hagfræðingsins séð hlýt- ur málið að lokum að snúast um þetta, hvað sem líður stjórnmála- sjónarmiðum. Höfundur er prófessor í stjómmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. 7W m = 40 w _ ÍIW Jli . MW ( ) ISW Q = 75W W 20W W . I00W © Nó kr. 1990 Með OSRAM Dulux EL qetur þú sparað allt að kr. 4.700 Veist þú um betri ávöxtun? Liftími OSRAM Dulux EL er tífaldur á við almenna qlóperu Raf orkukostnaður lækkar um 80% Söluaðilar Árvirkinn Selfossi Byggt og búið Reykjavík ByKO Kopavogi BYKO Hafnarnrði BYKO Reykjavík Geisli Vestm. eyjum KEA Rafl.deild Akureyri Ljós & Orka Reykjavík Lónið Höfn Magasín Reykjavík R.u. Rafbúð Keflavík Radiovinnustofan Akureyri Rafbúöin Álfask. Hafnarfirði Rafþj. Sigurdórs Akranesi Segull Reykiavík Siemensbúðin Akureyri Straumur ísafirði Sveinn Guðmundsson Egilsst. J.D.NEUHAUS TALIUR - loft eða rafmagns 250 kg -100 tonn SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215 L A st g r. af s I út ág ú st Persía Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: 568 6999 S t ö k t e p p i o g m o t t u r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.