Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ .38 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 RÚTUR SKÆRINGSSON + Rútur Skærings- son fæddist á Rauðafelli í Austur Eyjafjöllum 28. apríl 1921. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Skæringur Sigurðs- son og Kristín Amundadóttir, þau eignuðust 14 börn en -, af þeim komust 11 á legg. Systkini Rúts eni: Sigurþór, f. 6.7. 1909, Aðalbjörg, f. 23.3. 1911, d. 28.5. 1997, Einar, f. 16.6.1912, Ásta, f. 3.11.1914, d. 4.10. 1994, Baldvin, f. 30.08. 1915, Georg, f. 30.8. 1915, d. 16.3. 1988, Jakob, f. 4.2. 1917, d. 30.8. 1965, Anna, f. 17.6. 1919, d. 21.11. 1982, Guðmann, f. 29.11. 1925, og Kristinn, f. 25.4. 1932. Hinn 2. júní 1945 kvæntist Rútur eftirlifandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Jónsdóttur frá Skagnesi í Mýrdal. Börn þeirra eru: 1) Sigurjón, f. 8.12. 1944, giftur Kristínu Einarsdóttur, en þau eiga 4 börn. Hrefna, f. 4.7. 1978, Rútur Skæringur, f. 17.4. 1985, Viktor Smári, f. Tengdafaðir minn, Rútur Skær- ingsson, dó snögglega. Hann var að störfum fram á síðasta dag, ein- arður og vinnusamur, áhugasamur um öll sín verkefni og í senn vak- andi og fastur fyrir í umræðunni um menn og málefni líðandi stund- , ar. Rútur starfaði sem smiður í Vík í Mýrdal, rak verkstæði sitt í kjallar- anum heima og tók þar á móti við- skiptavinum sínum, gestum og gangandi, úr þorpinu sem úr nálæg- um sveitum, áratugum saman. Ekki síður voru þó barnabörnin, og ann- að ungviði, áhugasöm um að sækja Rút heim í „Smíðahúsið" eins og þessi ævintýraheimur barnanna var gjarnan kallaður. Hver sem vildi kíkja inn og ræða málin var velkom- inn og undantekningarlaust hafði Rútur jafnlangan tíma og gestir hans hveiju sinni til þess að spjalla. Á alþingi götunnar var Rútur harður á sínu. Hann gaf sjaldnast stórar yfirlýsingar, en honum varð ’heldur ekki auðveldlega haggað. 18.11. 1993, Rík- harður, f. 18.9. 1996. Fyrir átti Kristín Einar Kristin, f. 29.9. 1971. 2) Kristín, f. 21.3. 1947, gift Eysteini Helga- syni, þau eiga 3 börn. Kristín Björg, f. 9.3. 1972, gift Ólafi Arin- birni Sigurðssyni, Helgi Ingólfur, f. 14.4. 1976, og Helga Rut, f. 18.9. 1981. 3) Heiðrún, f. 23.4.,1948, giftist Pálma Frí- mannssyni, d. 5.1. 1989, þau eignuðust 3 dætur. Guðbjörg Rut, f. 14.12. 1966, gift Þor- móði Þormóðssyni og eiga þau Pálma, f. 24.4. 1994, Jóhanna Guðrún, f. 13.5. 1976, Hildur Sunna, f. 2.7. 1984. Guðbjörg og Rútur bjuggu ailan sinn búskap á Víkurbraut 9 í Vík. Rútur vann við húsa- smíðar og byggði fjölda bygg- inga í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann vann við smíðar fram til hinsta dags. Útför Rúts fer fram frá Vík- urkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Þegar hann tók afstöðu var það yfirleitt í eitt skipti fyrir öll enda þótt hann þreyttist aldrei á rökræð- unum. Það var gaman að fylgjast með þeim hjónum þegar þau tóku snúning á stjórnmálavettvanginum. Rútur sat ávallt fastur við sinn keip, jafnan ötull málsvari í baráttu bænda og landsbyggðarfólks. Guð- björg, kona hans, var sveigjanlegri, fúsari til að vega og meta ný sjónar- mið og hafði augljóslega alla tíð gaman af að halda þeim á lofti, þó ekki væri nema til að halda fjöri í umræðunni! Verkefni Rúts hveiju sinni voru ávallt það sem átti hug hans allan og voru honum endalaus tilefni til vangaveltna og skoðanaskipta. Við- fangsefnum var velt fram og til baka í leit að heppilegustu leiðun- um, bestu útfærslunum og hag- kvæmustu lausnunum. Rútur hafði gjarnan fólk í vinnu og fór víða um án þess þó nokkurn tímann að setj- ast undir stýri sjálfur, enda hirti hann aldrei um að afla sér réttinda JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR + Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgar- fírði eystra 22. ágúst 1920. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn á heimili sínu. For- eldrar hennar voru Þórína V. Þórðar- : dóttir, ljósmóðir, og Björn Jónsson, söðlasmiður. Systk- ini Jakobínu voru Ingibjörg, f. 1919, Aðalbjörg, f. 1921, d. 1985, Dagur, f. 1925, d. 1985, Hörð- ur, f. 1931, Þórdís, f. 1933, og Jón, f. 1935. Jakobína giftist 1941 Aðal- steini Ólafssyni, f. 12. desember 1906, d. 2. júní 1970. Börn Jakobínu og Aðalsteins eru Anna Ólöf, f. 1939, Birna Þórunn, f. 1940, Ing- unn Gyða, f. 1942, Baldur, f. 1943, Sverrir, f. 1944, Bjarnþór, f. 1946, d. 1965, _ Jónína, f. 1949, Ólafur, f. 1953, Björn, f. 1955, Björg, f. 1959, og Soffía, f. 1962, d. 1963. Jakobína eign- aðist 29 barnabörn og 9 barnabarna- börn. Útför Jakobínu fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, okkur langar að 'V minnast þín með nokkrum línum nú þegar þú ert komin til Alla afa á ný. Við viljum þakka þér fyrir þessi yndislegu ár sem við áttum saman þó að við fengjum ekki tækifæri til að hitta þig eins oft og við vildum þar sem þú áttir heima í óraQarlægð frá okkur. Þegar við vorum hjá þér á sumrin varstu þessi hugljúfa og elskulega manneskja sem var alltaf til staðar til að halda utan um mann og hugga þegar eitthvað bjátaði á og varst ekkert nema elskulegheitin. Þú æstir þig ekki einu sinni þegar við komum inn í Sólvang til þín grútdrullug upp fyrir haus eftir vænan sundsprett í Svínalæknum. Okkur er það mjög minnisstætt þegar þú heimsóttir okkur til Sví- þjóðar, sérstaklega þegar þú settist ofan á köttinn okkar, við lit.lar und- MINNINGAR til þess arna. Samstarfsmenn hans og viðskiptavinir sáu um þessa hlið starfans og ef á þurfti að halda var fjöldi vina og kunningja ávallt reiðubúinn til þess að hlaupa undir bagga. Rútur smíðaði allt sem til féll. Fínustu innréttingar fæddust í kjallaranum jafn auðveldlega og gripahús nágrannabændanna. Sköpunargleðin var alla tíð alls ráð- andi og þegar heilsan gerði Rúti það erfitt íyrir á sjötugsaldri að smíða í mikilli hæð vílaði hann ekki fyrir sér að söðla um og snúa sér að gijóthleðslu. Fjölmargar vegg- hleðslur hans, m.a. við kirkjugarða í Hjörleifshöfða, Dyrhólaey og Sól- heima, bera fagmennsku hans fag- urt_ vitni. Ég bar gæfu til þess að kynnast handbragði Rúts er hann byggði íbúðarhús okkar Kristínar í Ysta- seli. Hvort heldur sem var við móta- uppsláttinn eða gluggasmíðina, þar sem Rútur vann efnið allt frá reka- viðardrumbi til gluggapósta, var unun að fylgjast með útsjónarsemi hans og verkviti. Fyrir hjálpina þá, og tækifærið til að kynnast honum í starfi, verð ég ævinlega þakklát- ur. Ekki síður var ánægjulegt þegar við hjónin fengum tækifæri til þess að taka á móti tengdaforeldrum mínum þegar við héldum heimili okkar í Bandaríkjunum. Skýjakljúf- ar stórborganna og framandi mann- líf stórþjóðar vöktu í senn aðdáun og forvitni ferðalanganna, sem voru óþreytandi í að sjá og upplifa nýj- ungar á hveijum degi heimsóknar- innar. Tæplega þijátíu ára samferð okkar Rúts er lokið. Um leið og ég þakka honum gefandi og ógleyman- lega samveru bið ég Guð að blessa minningu hans og vera aðstandend- um styrkur á sorgarstund. Eysteinn Helgason. Nú er komið að kveðjustund og á þessum sorglegu tímamótum er það þakklæti sem er okkur efst í huga. Við viljum þakka þér fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Við þökkum þér allan þann hlýhug og alla þá um- hyggju sem þú hefur alla tíð sýnt okkur. Það var óskaplega sárt er okkur bárust þau tíðindi að afi hefði skyndilega fallið frá. Afi okkar, hann Rútur, það gat ekki verið að heilsan hefði brugðist honum. Hann var rómaður fyrir hreysti, dugnað og atorkusemi og við töldum að ef ein- hver gæti lifað að eilífu þá væri það afí Rútur. Alla sína tíð vann hann baki brotnu og lét aldrei bilbug á irtektir hans að sjálfsögðu, í þeirri trú að hann væri koddi. Þetta eru tímar sem aldrei eiga eftir að gleym- ast. Jæja, amma mín, þín verður sárt saknað því enginn mun fylla það skarð sem þú skilur eftir. Nú verður tómlegt að koma til Borgarfjarðar án þess að þú bíðir eftir okkur með heitar kleinur. Bless, elsku amma, og megi Guð geyma þig. Jakobína og Aðalsteinn. Jakobína og Aðalsteinn. Elsku mamma og amraa. Drottinn, við þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir mömmu og ömmu trú og dyggð. Lof sé þér fyrir Ijósið, sem hún gaf, sem leiðir okkar för um úfíð haf. Þökk sé þér fyrir gengin spor. Gæfurík minning fyllir hjörtu vor. Þökk sé þér Guð. Lof sé þér Guð, sem gafst mér hennar ást, göfugrar konu hjarta; er aldrei brást, sem leiddi mig um lífsins hálu braut og léði mér styrk að buga hveija þraut. Hún var mér allt, mitt helga lífsins Ijóð, svo ljúf og fögur, mildirík og góð. Allt hennar líf var fögur fyrirmynd, ein friðargjöf af þinni kærleikslind. Lof sé þér Guð. (Ágúst Böðvarsson.) Hvíl í friði. Björg, Björn, Harpa sér finna. Allt fram á dauðadag skálmaði hann beinn í baki og tók til hendinni við smíðar og gijót- hleðslu eins og þrótturinn leyfði. Alltaf þurfti hann afi að hafa eitt- hvað fýrir stafni. Ef hann var ekki önnum kafinn við húsbyggingar úti í sveit eða gijóthleðslu þá tók hann sig iðulega til og skundaði vestur í kofa eftir kartöflum. Síðan þegar einhver tími gafst var hann kominn niður í kjallara að smíða leikföng, húsgögn og svo til allt milli himins og jarðar. Við munum aldrei gleyma hversu gaman var að koma í Víkina þegar afí hafði smíðað handa okkur bíla, skip, dúkkuhús og dúkkuvagna. Fyrir okkur var afi töframaður, hann bjó til dót, og það var á fárra valdi. En nú er hann afi farinn frá okkur en fallegu leikföngin og húsgögnin sem við öll eigum geyma minning- arnar að eilífu. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja afa og ömmu í Víkina. Alltaf biðu þau spennt í eldhús- glugganum og tóku á móti okkur hlýleg og sæl með bros á vör. Mað- ur var ekki fyrr kominn inn úr dyr- unum en amma var farin að bjóða upp á ijúkandi kaffi og með því og afi var tekinn til við að spjalla. Honum þótti (óskaplega) gaman að ræða málin og var alltaf til í að spjalla við okkur börnin. Hann ræddi um það sem okkur var efst í huga og sagði síðan sögur af sam- ferðarmönnum og rakti gang mála í sveitinni sem honum var svo annt um. Síðan verður hún okkur ævin- lega minnistæð náttborðsskúffan hans afa, því þar geymdi hann allt- af sælgætið. Álltaf gátum við geng- ið að því vísu að afí myndi læðast í skúffuna og bjóða okkur síðan bijóstsykursmola, opal eða súkkul- aðistöng. Fyrir mörgum hefðu slík boð verið daglegt brauð en það var svo sérstakt þegar afi gerði það, og nammið var svo gott, betra en heima. Rútur var einstakur maður. Hann hafði ekki látið öra framþróun sam- félagsins og tæknivæðingu ná til sín. Aldrei tók hann bílpróf og eðli- legast þótti honum að tálga kjötið af beinunum með virðulegum en þreytulegum vasahnífnum. Einu seinni tíma þægindin sem hann nýtti sér voru sjónvarpið, sem hann hafði mikið dálæti á, og rafmagns- verkfæri í ýtrustu neyð. Mörgum hefur eflaust þótt hann sérstakur en fyrir okkur var hann einstakur. Svona var hann Rútur afi okkar, og svoleiðis vildum við hafa hann. Afi var alltaf stórgjöfull og fyrir allar gjafirnar verðum við að eilífu þakklát. En það voru ekki einungis gjafirnar sem voru svo sérstakar heldur hugurinn og góðmennskan sem lágu þeim að baki, og slíkt er ómetanlegt. Það verður aldrei eins að heim- sækja Víkina nú þegar afi hefur kvatt okkur, en ömmu verður áfram þar að finna og víst er að hún mun halda uppi hætti þeirra hjóna þegar kemur að gestrisni og góðmennsku um ókomna tíð. Elsku amma, guð blessi þig og gefi þér styrk. Kristín Björg, Helgi Ingólfur og Helga Rut. Andlát afa míns bar brátt að. Það er einkennilegt að hugsa til þess að hann muni ekki standa bros- andi í dyragættinni næst þegar ég kem til Víkur. Það hefur alltaf verið notalegt að koma í Víkina til ömmu og afa. Lítil stúlka kunni alltaf vel við sig þar og hafði æviniega nóg fyrir stafni. Eftir að ég hafði gætt mér á einhveiju góðgæti í eldhúsinu hjá ömmu trítlaði ég oft niður í smíða- hús til afa. Hann tók alltaf vel á móti mér þrátt fyrir mikið annríki. Iðulega tókst mér að negla saman einhveija trékubba en úr því varð aldrei nokkuð sem orð var á ger- andi. Það voru öllu nytsamlegri hiutir sem urðu til hjá afa. Eina alvörustrákaleikfangið mitt var pallbíll sem afi smíðaði og enn meiri lukku vakti tveggja hæða dúkkurúmið sem afi færði mér eitt sinn eftir að ég hafði nefnt að mig langaði mikið í eitt slíkt. Síðustu árin hef ég lítið gert af því að negla saman trékubba en þó hef ég aldrei komið í Víkina öðruvísi en að líta aðeins inn í smíðahúsið hans afa. Þannig verður það örugglega næst þegar ég kem og þá mun ég minnast afa þegar hann tók á móti mér brpsandi og vingjarnlegur. Blessuð sé minning afa míns. Jóhanna Guðrún Pálmadóttir. Hann Rútur afi minn er dáinn og komið er að kveðjustund. Sorgin og söknuðurinn eru sárari en orð fá lýst. Ég á mér yndislegar minn- ingar um hann afa og eru þær mikil huggun á svo erfiðri stund. Ég bjó með mömmu í Víkinni hjá ömmu og afa þar til ég var rúmlega sex ára og eftir að við fluttum í burtu var ég mikið hjá þeim á sumrin. Afi var smiður og ég var staðráðin í að verða smiður þegar ég yrði stór svo að ég gæti smíðað eins fínt og hann. Þær voru óteljandi stundirnar sem við áttum saman í smíðahúsinu. Afi passaði alltaf að ég hefði nóg fyrir stafni og sá mér fyrir spýtum og nöglum og ég hafði líka mín eigin verk- færi sem voru tveir litlir hamrar og gamall og siitinn naglbítur. Ég gat alltaf fengið að vera hjá afa í smíðahúsinu, en ég varð þó alltaf að biða fyrir utan þegar hann var að nota stóru sögina og hefilinn. Stundum fékk ég líka að fara með þegar hann fór út í sveit að smíða og það fannst mér óskaplega gam- an. Afi ræktaði alla tíð kartöflur. Ferðirnar í kartöflugarðinn og litla kofann í Hrapinu voru hinar mestu ævintýraferðir. Hann afi lagði mik- inn metnað í kartöfluræktina og það ríkti alltaf viss spenna á upp- skerutímanum. Afi gerði alla hluti af mikilli alúð. Smíðar hans og ekki síst gijóthleðslurnar bera því glöggt vitni. Fyrir tveimur árum drifum við okkur, fjölskyldan, ásamt afa og ömmu upp á Hjörleifshöfða, því þá hafði afi lokið við að hlaða og gera upp grafreitinn sem þar er. Veðrið var dásamlegt þennan dag og afi fór alla leið upp á topp með okkur til að sýna okkur verkið. Þeirri stund sem við áttum í Höfðanum mun ég aldrei gieyma, náttúrufeg- urðin var þvílík og ég var svo stolt af honum afa mínum. Fyrir ári gifti ég mig, og það var afi sem leiddi mig upp að altarinu. Ég var svo örugg með hann við hlið mér, hann afa sem var alltaf svo rólegur og traustur. Þátttaka hans í brúðkaupinu var bæði mér og Þormóði ómetanleg. Það er erfitt að segja þriggja ára snáða að langafi hans sé nú farinn til himna. Þeim kom svo vel saman Pálma og afa. Pálmi undi sér vel í Víkinni og var duglegur að fá afa til að leika við sig. Við eigum ómet- anlegar myndir af þeim félögunum saman sem munu án efa verða dýr- gripir í Pálma augum seinna meir. Ég er svo þakklát fyrir allt sem hann afi gerði fyrir mig. Pálmi seg- ir að nú sé afa batnað hjá Guði og ég kveð hann í þeirri trú. Guðbjörg Rut. Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska i raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Hjartans þakkir fyrir allt. Guðrún Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.