Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 39 NILS ALFREÐ GUÐNASON + Nils Alfreð Guðnason var fæddur í Finnshúsi, Eskifirði, 20. maí 1915. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn á Eskifirði. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðni Jónsson frá Gerði, Reyðarfirði, og Nathelie Krogh frá Þórshöfn í Fær- eyjum. Guðni og Nathelie giftust 1910 og settust að á Eskifirði þar sem þau áttu heima til dauðadags. Guðni Jónsson dó þegar Alfreð var um fermingu, þá veikist móðir hans og heimil- ið leystist upp, börnin fóru sitt í hverja áttina. Alfreð fór að ímastöðum í Vöðlavík og var þar á annað ár. Árið 1930 fór hann að vinna í klæðaverk- smiðjunni Álafossi í Mosfells- sveit. Vetrarvertíðina 1931 reri hann á trillu frá Grindavík. Vorið 1931 fór hann austur á Eskifjörð, þá sameinaðist fjöl- skyldan á ný. Upp frá því hélt hann heimili með móður sinni, meðan hún lifði, en eftir dauða hennar var hann í heimili hjá Sigurbjörgu systur sinni og Óskari Snædal, manni hennar. Síðustu árin var Alfreð heimil- ismaður í Ilulduhlíð, dvalar- heimili aldraðra, á Eskifirði. Systkini Alfreðs voru: Krist- rún, f. 1911, Krisljana Mekkin, f. 1913, Sigurbjörg Halldóra, f. 1917, Jón Rikharð, f. 1920, Gerða, f. 1924. Þau eru öll látin. Fyrstu árin eftir að Alfreð kom á Eskifjörð á ný stundaði hann sjó. 1939 fór hann á vélstjóra- námskeið og var eftir það vélstjóri í nær 40 ár. Fyrst á ýmsum bátum heima og heiman, en síðan í Frystihúsi Hraðfrystihúss Eskifjarðar í nær 20 ár. Síðustu starfsár sín var hann afgreiðslu- maður hjá Pöntun- arfélagi Eskifjarð- ar. Alfreð var kos- inn í sljórn Verka- mannafélagsins Árvakurs 1946 og formaður félagsins 1949. Hann var formaður í alls 19 ár. Hann átti sæti í sljórn Alþýðu- sambands Austurlands og þar af forseti 1958 til 1960. Hann átti sæti á öllum þingum Al- þýðusambands íslands á ár- unum 1942 til 1978 að þrem undanskildum. í miðstjórn ASÍ var hann kosinn 1954 og 1968. Alfreð var kosinn í hrepps- nefnd Eskifjarðar 1946 og sat þar þá til 1962, aftur var hann kosinn í hreppsnefnd 1970 og sat til 1974. Hann var oddviti í nokkra mánuði 1970 auk þess sem hann gegndi samhliða störfum sveitarstjóra. Hann var formaður sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi 1971 til 1972. Alfreð starfaði mikið að slysavarnarmálum og var forgöngumaður að stofnun björgunarsveitarinnar Brim- rún á Eskifirði. Utför Alfreðs verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ÞORGRÍMUR V. JÓHANNESSON + Þorgrímur V. Jóhannesson var fæddur á Eið- húsum, Miklaholts- hreppi, Hnappa- dalssýslu, 6. nóv. 1931. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 21. júní síðastliðinn. Þor- grímur var sonur Iijónanna Jóhönnu Halldórsdóttur húsfreyju, f. mars 1902, d. júní 1970, og Jó- hannesar Þor- grímssonar bónda, Eiðhúsum, f. 16. okt. 1898, d. 25. sept. 1988. Systkinin sem upp komust voru níu. Bjarni Stefán, (sam- mæðra) f. 7. nóv. 1925, Hall- dóra, f. 5. nóv. 1929, Þorgrím- ur, f. 6. nóv. 1931, Soffía, f. 8. apríl 1933, Erling, f. 19. júlí 1934, Hörður, f. 9. febr. 1938, d. 7. okt. 1988, Guðmundur, f. okt. 1940, f. 1. nóv. 1943, Þráinn, f. 1. nóv. 1943. Tvö lét- ust í bernsku, Dóra, f. 29. sept. 1927, d. 15. mars 1930. Drengur, f. 21. og lést viku síðar. Þorgrímur kvæntist 13. des- ember 1955 Stein- unni Eysteinsdótt- ur, f. 23. júní 1933. For: Eysteinn Ein- arsson bóndi Bræðrabrekku, f. 12. apríl 1904, d. 25. febr. 1991, og Kristín Lilja Jóhannesdótt- ir, f. 26. ágúst 1900, d. 21. maí 1988. Þorgrímur og Steinunn eignuðust fimm dætur: Hanna Kristín, f. 4. mars 1955, Erna, f. 13. jan. 1958, Hrönn, f. 13. jan. 1958, Unnur, f. 17. maí 1960 og Elsa, f. 18. apríl 1965. Þorgrímur var jarðsettur í kyrrþey 29. júní. Æviskeiðið áfram rennur alltaf sömu leið. Sifellt japla tímans tennur tyggja lífsins meið. Flest er háð þeim harða aga að hröma og tapa lit. Enda sína ævidaga eftir lífsins strit. (H.A.) Stórt skarð er nú höggvið í systkinahópinn frá Eiðhúsum þar sem Þorgrímur (Bóbó) er látinn. Hann ólst upp í Eiðhúsum og átti þar sitt heimili alla tíð þar til hann flutti í Borgarnes árið ’79. Bjó hann með Erlingi bróður sínum í Eiðhúsum í mörg ár og byggði sér þar sína fyrstu íbúð. Með búskap fór hann svo að aka fyrir Kaupfé- lag Borgfirðinga og annaðist mjólkur- og vöruflutninga vestur um Snæfellsnes. Eftir að hann flutti búferlum í Borgarnes vann hann áfram hjá Kaupfélagi Borg- fírðinga og vann þar til dauðadags. Það var ekki á allra færi að annast þessa flutninga, til þess þurfti bæði þrek og þor og var vart á færi annarra en hraust- menna. Vetrarveðrin válynd og færðin oft erfið, en ekki voru marg- ar ferðir sem féllu niður hjá Þor- grími og skilaði hann sínu verki með sóma og var farsæll í sínu erfíða starfi. Frændgarður Þor- gríms er stór víða um Snæfellsnes- ið (Þorsteinsætt), en næst voru J)ó bræðrasystkinin á Borg, börn Ás- gríms Þorgrímssonar og Önnu Með nokkrum orðum vil ég kveðja Alfreð Guðnason. Kynni mín af Alfreð hófust þegar ég fór að skifta mér af málefnum Vmf. Ár- vakurs á Eskifírði og síðar þegar ég varð formaður Alþýðubanda- lagsfélags Eskifjarðar. Álfreð hafði gegnt um árabil forystu fyrir Ár- vakur samhliða því sem hann var einn helsti foringi sósíalista í mál- efnum Eskiíjarðar og hafði setið í hreppsnefnd og gegnt tímabundið starfi oddvita og sveitarstjóra. Ég mat þess vegna mikils ráð hans þegar ég lenti í þeirri aðstöðu að verða arftaki hans á þessum tvenn- um vígstöðvum. Alfreð Guðnason var sprottinn upp úr jarðvegi mikill- ar fátæktar. Foreldrar hans voru í hópi fyrstu kynslóðarinnar sem settist að sem daglaunafólk á Eski- firði. Lífsbaráttan var hörð og óvægin og hlaut að marka það fólk sem ólst upp við þau kjör. Ungur gekk Alfreð Guðnason á hönd stefnu kommúnista og hóf að berj- ast fyrir réttlátara þjóðfélagi. Hann var trúr þeirri hugsjón allt til dauða- dags að allir menn ættu kröfu til réttláts þjóðfélags sem skammtaði börnum sínum af réttsýni gæði heimsins. Það var mikil gæfa fyrir verkafólk á Eskifirði að Alfreð Guðnason skyldi veljast til forystu í stéttabaráttu þess á miklum um- brotatímum. 19 ára gamall hóf hann að starfa fyrir Verkamannafélagið Árvakur og því átti hann eftir að veita for- ystu lengur en nokkur annar eða í 19 ár. Hann var kosinn heiðursfé- lagi Árvakurs fyrstur manna árið 1976. Alfreð Guðnason var heil- steyptur maður með mikla réttlæt- iskennd. Fyrir honum voru það óuindeilanleg sannindi að verður væri verkamaður launa sinna. Hann hafnaði því réttlæti sem fólst í valdi fjármagnsins. Hann var að sama skapi sómakær og vandaður gagn- vart þeim sem hann gerði samninga við. Þar lagði hann ríka áherslu á Stefánsdóttur og systrasystkinin í Gröf, börn Helga Péturssonar og Unnar Halldórsdóttur. Þorgrímur var kvaddur í kirkjunni á Borg á Mýrum og jarðsettur í kirkjugarð- inum á Fáskrúðarbakka í heima- sveit sinni, meðal foreldra, skyld- menna og vina. Sárt er til þess að vita, að Þor- grími skuli ekki hafa endst aldur til að njóta efri ára með ástvinum sínum og þá ekki síst barnabörnum, sem voru hans yndi og stolt, en flest eru enn í bernsku. Steinunni, dætrunum fimm, barnabörnunum og öðrum ástvinum færum við alúð- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um kæran bróður og drengskaparmann. Hvíl þú í Guðsfriði. Systkinin frá Eiðhúsum Bjarni Stefán Óskarsson. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Kæri bróðir, okkur systkinin langar að minnast þín og þakka samfylgdina seni því miður varð allt of stutt. Okkur var það mikið áfall þegar Hörður bróðir dó svona ungur, og ekki datt okkur í hug að þú yrðir næstur. Þú varst búinn að minnka við þig vinnu og hugðir gott til elliár- anna og að lifa lífinu. En þá kom höggið og enginn er sáttur við það. En enginn deilir við dómar- ann. Við kveðjum þig og þökkum þér liðna tíð. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Vottum konu og börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. F.h. systkinanna, Soffía. að orð og undirskriftir skyldu standa. Alfreð kunni þá list að vega og meta af raunsæi stöðu mála. Slík afstaða kostar oft erfiða ákvörðunartöku. Það getur verið erfitt að sannfæra vígreifa verk- fallsmenn um hvenær kominn er sá árangur sem bestum má ná, án þess að það kosti of mikinn fórnar- kostnað. Hann vissi mætavel að atvinna var undirstaða velferðar verkafólks og af þeirri ástæðu vann hann með mörgum öðrum Eskfirð- ingum að uppbyggingu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf. sem atvinnu- fyrirtækis þar sem eignarhaldið var á félagslegum grunni. Það urðu honum mikil vonbrigði að þetta fyr- irtæki skyldi enda í eigu einkaaðila, það breytti ekki því að hann vildi veg þess sem mestan, enda hafði hann ríkan skilning á því að velferð byggðarlagsins var samofin afkomu þessa stærsta atvinnufyrirtækis á Eskifírði. Alfreð Guðnason haslaði sér völl á hinum pólitíska vettvangi sam- hliða verkalýðsbaráttunni. Hann tók sæti í hreppsnefnd Eskifjarðar fyrst 1946 og sat þá samfellt í hreppsnefnd til 1962 eða í 16 ár. Hann var síðan kosinn á nýjan leik í hreppsnefnd 1970 og sat eitt kjör- tímabil eða til 1974. Hann var því i hreppsnefnd í 20 ár. Þessi langa seta hans í hreppsnefnd er enn einn votturinn um það traust sem Alfreð naut meðal Eskfirðinga. Störf hans í hreppsnefnd einkenndust af sömu hugsjónunum og starf hans í verka- lýðsmálum. Hann hafði þar for- göngu um, eins og fyrr sagði, upp- byggingu atvinnumála, þá var hann meðal forgöngumanna þeirra sem unnu að byggingu Félagsheimilisins Valhallar og er þá aðeins minnst á fátt eitt af baráttumálum hans a*" ‘ vettvangi sveitarstjórnar. Ég naut leiðsagnar Alfreðs fyrstu ár mín sem ég starfaði á vettvangi sveitarstjórnar á Eskifirði. Það urðu honum því mikil vonbrigði þegar ég tók þá ákvörðun að ganga úr Alþýðubandalaginu, hjá honum voru þetta óafsakanleg brigð við fólkið sem hafði trúað mér til for- ystu í Alþýðubandalaginu og hann gerði þá kröfu að ég viki þegar sæti í bæjarstjórn. Það var ef til vill vegna þeirrar virðingar sem ég bar fyrir Alfreð að ég varð við þeirr^* kröfu. Eftir þetta áttum við sam- starf á vettvangi verkalýðsfélagsins en á það hafði borið skugga þannig að fyrri samskipti okkar urðu ekki söm. Ég harmaði það þótt ég hafi aldrei efast um að ákvörðun mín væri rétt. Á sama hátt skildi ég afstöðu Alfreðs og þess fólks sem var hert í óvæginni stéttabaráttu fjórða og fimmta áratugarins, í huga þess var það ósamrýmanlegt að starfa samhliða í forystu verka- lýðsfélagsins og Sjálfstæðisflokkn- um. Nú, þegar ég kveð Alfreð Guðnason, vil ég þakka honum ómetanlega leiðsögn. Hann er einn þeirra manna sem ég hefi kynnst um dagana og met hvað mestr** Aðstandendum hans votta ég sam- úð mína. Hrafnkell A. Jónsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, VILBORG JÓNA SIGURJÓNSDÓTTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. ágúst sl. Hún verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 14.00. Jón Pálsson, Steinunn E. Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Pálmar Jónsson, Porsteinn Jónsson, Sólveig H. Þorsteinsdóttir, Unnar Jónsson, Ingibjörg A. Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR, Grensásvegi 56, andaðist á Landspítalnum fimmtudaginn 14. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ingileif Friðleifsdóttir, Margrét Friðleifsdóttir, Guðjón Friðleifsson, Leifur Friðleifsson, Dóra Friðleifsdóttir, Franklín Friðleifsson, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR, Espigrund 7, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 19. ágúst kl. 14.00. Sveinn Kr. Guðmundsson, Örnólfur Sveinsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson, Dagbjört Hansdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.