Morgunblaðið - 21.08.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
LIBBY Urquart og Margrét Hermanns-Auðardóttir við rústir gömlu beitarhúsanna á Litlu-Núpum
en þar í kring er að finna mikið af byggðaleifum.
Ætlunin er að taka könnunar-
skurði eftir aðstæðum inn undir
gerðisveggi og einnig við veggi
í einstaka rústum innan þeirra.
Könnunin sem hér um ræðir
verður styrkt af Norrænu sam-
starfsnefndinni í húmanískum
fræðum og niðurstaða til birting-
ar fæst í lok næsta árs.
Á Litlu-Núpum vekja athygli
ýmiss konar hlaðnir garðar sem
virðast benda til mikillar ræktun-
ar og umfangsmikils búskapar í
fornöld. Þær Margrét og Libby
fóru víða um svæðið og voru
sammála um að þarna sé um
mjög merkilegan stað að ræða
og telja að niðurstöður rann-
sókna geti ef til vill varpað ljósi
á fyrri búsetu manna hér á landi.
Laxamýri. Morgunblaðið.
MARGRÉT Hermanns-Auðar-
dóttir fornleifafræðingur og
Libby Urquart umhverfisminja-
fræðingur fóru á dögunum í for-
könnunarleiðangur að Litlu-
Núpum í Aðaidal, en sá staður
er afar áhugaverður með aldur
upphafs byggðar hér á Iandi í
huga.
Rannsóknir þær sem ætlað er
að gera eru hluti af norræna
samstarfsverkefninu Byggð og
tímatal í Norður-Atlantshafi sem
á að fara ofan ísaumana á aldri
landnámsins á Islandi og í Fær-
eyjum með því að kolefnisgreina
sýni úr byggðaleifum frá fyrstu
öldiam byggðar.
Á Litlu-Núpum hafa áður
*
Ahuga-
verðar
byggða-
leifar
fundist mannabein í gröf með
háa kolefnisaldursgreiningu og
því talið mikilvægt að kanna
frekar aldur minja á þessum
stað.
Stór kvemiaráð-
stefna á íslandi
STÆRSTA kvennaráð-
stefna sem hefur verið
haldin hér á landi verð-
ur sett í dag. Ráðstefn-
an er haldin af samtök-
um sem kallast Busi-
ness and Professional
Women (BPW). Þau
voru stofnuð árið 1917
af bandarískum lög-
fræðingi, dr. Lenu Me-
desin Phillips, með það
að markmiði að auka
samskipti milli starf-
andi kvenna í hinum
ýmsu geirum samfé-
Iagsins.
Ráðstefnan er á veg-
um Evrópudeildar sam-
takanna og taka um
350 konur frá 24 lönd-
um þátt í ráðstefnunni.
Auk þess eru áheyrnar-
fulltrúar víðs vegar að úr heiminum.
Yfirskrift ráðstefnunnar er „í átt
til aldamóta - konur skapa betri
heim,“ en m.a. verður rætt um
„framtíð evrópska stúlkubarnsins".
Jafnrétti langt komið á íslandi
Að sögn Bryndísar Kristjánsdótt-
ur, forseta íslensku samtakanna,
hefur undirbúningur ráðstefnunnar
tekið um tvö ár og margir komið
þar við sögu. Bryndís nefndi það
sérstaklega á blaðamannafundi í
gær að 11 konum frá A-Evrópu
væri boðið á ráðstefnuna en mikil
áhersla er á að styðja við bakið á
konum í A-Evrópu.
Ilse Spritzendorfer, forseti Evr-
ópudeildar BPW, sagði
það einkar ánægjulegt
að vera á íslandi, jafn-
rétti meðal kvenna og
karla væri lengra á
veg komið hér á landi
en víða annars staðar
og því ýmislegt sem
væri hægt að læra af
íslenskum konum.
Sylvia Perry, al-
þjóðaforseti BPW,
verður einnig viðstödd
ráðstefnuna. Hún seg-
ir konur um allan heim
geta sameinast um að
bæta stöðu kvenna
þrátt fyrir ólíkan bak-
grunn og þjóðfélög.
„Betri menntun
kvenna, efnahagslegt
sjálfstæði og aukin
pólitísk áhrif eru sam-
eiginleg hagsmunamál allra
kvenna."
í máli þeirra Bryndísar, Ilse og
Sylviu kom fram að ráðstefnur og
fundir BPW væru mjög gagnlegir
að því leyti að tengsl milli kvenna
frá ólíkum löndum efldust og það
væri mjög lærdómsríkt að hittast.
Frú Vigdís Finnbogadóttir er
verndari ráðstefnunnar og munu
hún og forsetafrú Austurríkis, frú
Edith Klestil, gróðursetja „tré evr-
ópsku konunnar" í grennd við Há-
skólabíó í dag. Frú Klestil afhendir
einnig, fyrir hönd austurríska um-
hverfisráðuneytisins, nokkur
hundruð tijáplantna sem gróður-
settar verða í Vinaskógi.
Morgunblaðið/Ásdís
SYLVIA Perry, al-
þjóðaforseti sam-
takanna Business
and Professional
Women.
Sjávarútvegsmál voru ofarlega á baugi á fundi utanríkisráðherra íslands og Chile
Santiago. Morgunblaðið.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Chile, José Miguel
Insulza, hefur lýst áhuga sínum á því að heim-
sækja Island á næsta ári í tengslum við heim-
sókn til annarra Norðurlanda. Jafnframt hefur
Juan Manuel Gruz, sjávarútvegsráðherra
Chile, þegið boð Þorsteins Pálssonar, sjávarút-
vegsráðherra um að koma til íslands á næsta
ári. Frá þessu var skýrt í lok opinberrar heim-
sóknar Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra og viðskiptasendinefndar til Chile.
Utanríkisráðherrar landanna ræddu á fundi
sínum í Chile um utanríkismál almennt, þ.á m.
um Atlantshafsbandalagið og þróunina í Evr-
ópu. Þeir snæddu síðan hádegisverð með sendi-
herrum hinna Norðurlandanna í Chile.
„Utanríkisráðherra Chile er mjög áhuga-
samur um að auka samvinnu við íslendinga
á sviði jarðhitamála og jarðskjálftavarna,"
segir utanríkisráðherra. „I landinu verða
verulegir jarðskjálftar og náttúruhamfarir,
en það hafa einmitt orðið flóð í landinu þessa
dagana. Ég skýrði honum frá þeirri æfingu
sem var haldin á íslandi í tengslum við Atl-
antshafsbandalagið og samvinnu í þágu frið-
ar. Honum fannst það afar áhugavert, þar
sem þeir hefðu mikinn áhuga á meiri sam-
skiptum við sína nágranna á þessu sviði. Við
ákváðum að vera í sambandi áfram um það
hvort hægt væri að finna leiðir til að auka
alþjóðlega samvinnu á þessu sviði, ekki ein-
göngu meðal NATO-rikjanna og þeirra sam-
starfsaðila, heldur að útvíkka slíkt samstarf.
Það gæti haft mjög góð áhrif á stöðugleika
í Suður-Ameríku.“
Utanríkisráðherra sagði ennfremur að utan-
ríkisráðheri'a Chile hefði mikinn áhuga á að
auka sanivinnu við Islendinga á sviði sjávar-
útvegsmála. „Þeir vilja að við reynum að út-
færa frekar hugsanlega samvinnu á sjávarút-
vegssviðinu. Ég taldi að það væri mjög gott
skref ef þeir sendu nemendur í hinn nýja sjáv-
arútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna sem
verður opnaður á íslandi á næsta ári. Við
ræddum allítarlega um hvalamálin og hann
kvaðst vera þeirrar skoðunar að byggja ætti
hvalveiðar á vísindalegum grundvelli, en bann
er við slíkurn veiðum í Chile. Eg kynnti honum
sjónarmið íslendinga í þessu sambandi sem
hann taldi vera vel viðunandi. Almennt má
segja að okkur hafi verið tekið opnum örmum
og einlægur áhugi virðist vera fyrir því að
vinna með okkur áfram.“
Halldór Ásgrímsson og sjávarútvegsráð-
herra Chile ásamt hluta af viðskiptasendi-
nefndinni héldu á þriðjudag til borgarinnar
Mikilláhugiá
aukinni samvinnu
í sjávarútvegi
Opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra
til Suður-Ameríku lauk í Chile í vikunni. Bæði utanríkisráð-
herra og sjávarútvegsráðherra Chile munu væntanlega endur-
gjalda heimsóknina á næsta ári til að efla frekar samskipti
landanna. Kristinn Briem ræddi við utanríkisráðherra um
árangurinn af ferðinni.
Coneeption. Þar heimsótti utanríkisráðherra
m.a. tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki, Bio Bio
og E1 Golfo, spm bæði hafa átt í nokkrum við-
skiptum við íslenska aðila. Þannig notar E1
Golfo meðal annars vogarkerfi frá Marel, laus-
frysta frá Kælismiðjunni Frosti, troll frá Hamp-
iðjunni, toghlera frá J. Hinrikssyni ásamt því
að njóta ráðgjafar Meka um uppsetningu og
hönnun. Jafnframt hefur þetta fyrirtæki nýlega
samið við Marel um uppsetningu á flæðilínu í
frystihúsi sínu og er það í fyrsta sinn sem
fyrirtækið selur slíkt kerfi til Chile. Bio Bio
hefur ennfremur átt í viðræðum við Marel um
kaup á vinnslukerfi og fengið ráðgjöf þar að
lútandi frá íslenskum aðilum.
Þá hafa bæði fyrirtækin í Conception sýnt
áhuga á samstarfi við íslensku sölusamtökin,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Islenskar
sjávarafurðir, bæði varðandi sölu á afurðum
af lýsingi og makríl. Fram til þessa hefur
makt'íll eingöngu verið settur í bræðslu í Chile,
en líkur benda til að hægt sé að finna mark-
aði fyrir frystan makríl í Rússlandi eða Kína.
„íslendingar hafa þegar unnið sér verulegan
sess í Chile á undanförnum árum og við upp-
lifðum það í Conception að þeir njóta hér virð-
ingar og trausts," segir utanríkisráðherra þeg-
ar hann er spurður álits á þessum árangri.
„Hér er því kominn ágætur grunnur sem bei'
að byggja á. Ég tel að þessi heimsókn hafi
treyst þennan grunn enn betur og við sýnt
með henni að okkur er full alvara með auknum
samskiptum við Chile. Það eru miklar breyting-
ar framundan í landinu, ekki síst í sjávarút-
vegi, og það er litið til íslands í því sam-
bandi. Ég er þeirrar skoðunar að þessi ferð
tii Argentínu og Chile hafi verið mjög gagnleg
og eigi eftir að skila sér í framtíðinni. Hins
vegar er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
því að allir slíkir hlutir taka tíma, en það er
alveg ljóst að við höfum ekki ræktað þennan
garð mjög mikið á undanförnum árum. í þess-
ari ferð höfum við hins vegar orðið þess áskynja'
að þetta er garður sem ber að hugsa um. Mér
hefur fundist skemmtilegast hvað íslending-
arnir hafa staðið vel saman í ferðinni og góður
andi verið meðal þeirra."
Fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja í Concepti-
on voru töluvert áhugasamir um fiskveiði-
stjórnunarkerfi íslendinga og spurðu utanríkis-
ráðherra ítarlega um úthlutun kvóta o.fl. Ekki
var þó rætt beint um samstarf landanna á því
sviði. Um framhaldið i þeim efnum sagðist
utanríkisráðherra eiga von á því að það verði
mál sem sjávarútvegsráðherra Chile taki upp
í heimsókn sinni til Islands í samtölum við
Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra. „Chile-
búar eru komnir á það stig að flotinn er of
stór og verða að takmarka veiðar með bann-
dögum, þannig að það er alveg ljóst að það
stefnir í óarðbærar veiðar með sama áfram-
haldi."
En hvernig skyldi ástand þjóðmála í þessum
tveimur ríkjum Suður-Ameríku hafa komið
utanríkisráðherra almennt fyrir sjónir? „Það
kom mér á óvart hvað þessi samfélög hafa
þróast hratt á undanförnum árum og hversu
fólkið er líkt Evrópubúum. Ég hafði ekki gert
mér grein fyrir því hvað miklar breytingar
hefðu átt sér stað í Suður-Ameríku og hér er
að skapast stöðugleiki, bæði í efnahagsmálum
og stjórnmálum. Það gerir það að verkum að
allt annað verður að eiga samskipti við þessi
lönd.
Fyrir okkur Islendinga hlýtur það að vera
umhugsunarefni að hafa ekkert sendiráð í öll-
um þessum heimshluta á sama tíma og hin
Norðurlöndin eru með fulltrúa sína um alla
álfuna. Það kemur í ljós hversu alþjóðavæðing-
in er hröð. Mér finnst besta dæmið sem við
höfum upplifað að íslendingar eru að selja laxa-
hrogn til Chile. Þau eru flutt alla þessa leið
og laxinn ræktaður hér fyrir markaði í Banda-
ríkjunum og Japan. Þetta sýnir hversu miklu
máli verkaskiptingin í viðskiptum getur skipt
og verið til hagsbóta fyrir alla. í þessari ferð
hefur enn sannast hvað fijáls viðskipti skipta
miklu máli fyrir íslendinga.
Það kemur fram hjá utanríkisráðherra að
ráðist verði í það í framhaldi af ferðinni að
meta í samráði við fulltrúa fyrirtækjanna hver
skuli vera næstu skref í því að efla viðskipti
við ríki Suður-Ameríku. „Það er alveg ljóst að
þeir hafa treyst böndin við ræðismenn okkar
í þessum löndum og munu hafa meiri sam-
skipti við þá í framhaldinu. Eins munum við
hafa meira samband við ræðismennina. Þessir
menn hafa unnið frábært starf af mikilli óeigin-
girni og eljusemi. Síðan verður að meta það
hvað hægt sé að gera. Við erum að byggja
upp viðskiptaþjónustu okkar og ég á erfitt
með að sjá hana í lengri framtíð án þess að
nokkur aðili starfi á vegum utanríkisþjón-
ustunnar í þessum heimshluta. Þetta kostar
allt peninga, en það má ekki gleyma því að
þetta eru hlutir sem skila sér til liaka. Ef við
ætlum að standast samkeppnina við aðrar þjóð-
ir þá verðum við að vera með í þessum sam-
skiptum og þessum leik."