Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tveir menn slösuðust í sprengingu í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri Mesta mildi þykir að ekki varð stórslys TVEIR menn slösuðust er forsjóðari í Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri sprakk á ellefta tímanum í gærmorgun. Sprengingin var gífur- lega öflug og heyrðist víða um bæ- inn og þykir mesta mildi að ekki varð þarna stórslys. Forsjóðarinn er hátt uppi í verk- smiðjunni og voru fjórir menn nærri honum er hann sprakk. Tveir þeirra slösuðust, annar hlaut m.a. annars stigs bruna í andliti og marðist á skrokknum og þá var jafnvel talið að hljóðhimnur í báðum mönnunum hafi skaddast. Hinir mennirnir tveir sluppu betur en þurftu þó að láta mæla í sér heyrnina eftir ósköpin. Sprengifimar lofttegundir Helgi Haraldsson, umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins á Norðurlandi eystra, skoðaði verksummerki í gær og hann telur að sprengifimar loft- tegundir hafi myndast inni í forsjóð- aranum, vegna innri leka, sem hafi svo sprungið er verið var að rafsjóða utan á belg hans. Forsjóðari er tank- ur, um 3 metrar í þvermál og 10-12 metra langur og notaður til að hita upp hráefni með gufu. Hann liggur lárétt í verksmiðjunni og eru lokin á enda hans boltuð föst. Jóhann Pétur Andersen fram- kvæmdastjóri Krossaness, sagðist í gær ekki geta sagt til um hversu mikið tjón hafi orðið í verksmiðjunni og heldur ekki hvort atvikið komi til með að hafa áhrif á vinnsluna. Ekkert hráefni var í verksmiðjunni og lá bræðsla niðri í gær en unnið að viðhaldi. Forsjóðarinn hefur ekki verið í notkun í um þijár vikur og því ekki verið notaður við bræðslu að undanförnu. Hvellurinn var rosalegur Starfsmaður í stjórnherbergi í hin- um enda verksmiðjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að spreng- ingin hafi verið gríðarlega öflug og hvellurinn rosalegur. Rúða í stjórn- herberginu sprakk í látunum og HJÖRTUR Guðniundsson, starfs- maður Véla- og stálsmiðju Akur- eyrar var að rafsjóða í forsjóðar- ann í Krossanesverksmiðjunni er sprengingin varð. „Við spreng- inguna slokknaði á öllum ljósum í verksmiðjunni og húsið hrein- lega nötraði og skalf. Það er skrýtið að tankurinn skyldi ekki springa í tætlur og í raun Guðs mildi að ekki varð þarna stór- slys,“ sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið. Hjörtur og Páll Sigurðsson, starfsmenn VSA, Halldór Brynj- arsson, framkvæmdasljóri VSA, og Hilmar Steinarsson, verk- smiðjustjóri Krossaness, voru við forsjóðarann er hann sprakk og urðu þeir Halldór og Hilmar fyr- ir meiðslum og voru fluttir á hurðin sprakk upp. Hannes Óskars- son múrari var staddur úti á bryggju við Krossanes þegar sprengingin varð. Hann sagðist hafa fundið fyrir bylgju frá sprengingunni og auk þess séð skrúfur úr þakplötum verk- smiðjunnar þjóta upp í loftið. Þtjú hnefastór göt komu á klæðn- ingu á útvegg verksmiðjunnar, auk þess sem einangrun spýttist undan klæðningunni á útveggnum. slysadeild FSA. Hjörtur og Páll fóru í heyrnarmælingu en sluppu að öðru leyti með skrekkinn. Páll stóð við hlið Hjartar og sagði hann að þeir Halldór og Hilmar hafi kastast í átt til þeirra í sprengingunni. „Eg sá að Halldór var meiddur og fór því með hann út úr verksmiðjunni og beina leið upp á slysadeild. Þarna mátti ekki tæpara standa og það hefði ekki þurft að spyrja að leikslok- um ef þeir hefðu staðið einum metra nær lokinu sem sprakk af forsjóðaranum," sagði Páll. Hann sagði að vinnugalli Halldórs hafi hreinlega rifnað í tætlur í látun- um. Liðan þeirra Halldórs og Hilmars var eftir atvikum góð og áttu þeir að fá að fara heim af sjúkrahúsinu í gærkvöld. Hjörtur Guðmundsson, starfsmaður VSA Húsið nötraði og skalf rt rittiti**** *}i****Hllil$m V iih»hi«íi»a. Ht • i s 4 í I ; I 'I b:> i < ,,, AV (\\\\\») Morgunblaðið/Björn Gíslason LOKIÐ þeyttist af forsjóðaranum í sprengingunni, fór í gegnum handrið og hafnaði á palli i 10-15 metra fjarlægð en þar voru tveir menn við vinnu skömmu áður. Heimsókn 7. flokks Þórs í knattspyrnu til KA Leikgleðin skein úr hverju andliti Stefna á meistaraflokk SILJA og Ottó berjast um boltann í leik KA og Þórs í 7. flokki á KA-vellinum í gær. Morgunblaðið/Björn Gíslason KA tefldi fram tveimur liðum sem eingöngu voru skipuð stúlkum og léku þau á móti strákaliðum Þórs. I öðru þeirra var Silja Jóhannesdóttir en hún hóf að æfa knattspyrnu nú í sumar. Silja sagðist hafa mjög gaman af knattspyrnu og liði hennar hefði gengið hreint ágætlega í sumar. Hún hyggst halda áfram knattspyrnuiðkun og hefur sett stefnuna á meistaraflokk þegar fram líða stundir. framlínunni og það sé reyndar mun skemmtilegra en að leika í vörn. ÞAÐ var líflegt á félagssvæði KA í gærmorgun, er börn í 7. flokki Þórs í knattspyrnu heim- sóttu jafnaldra sína í KA og léku við þá nokkra létta æfingaleiki. Leikgleðin skein úr hverju and- liti og þarna fóru framtíðarleik- menn félaganna, bæði í karla- og kvennaflokki. KA tefldi fram mun fleiri stelpum í leikjunum en Þór, eða tuttugu á móti tveimur Þórs- stelpum. Alls voru um 60 börn í hvorum hópi og leikirnir því fjöl- margir. Ottó Reynisson fór fyrir sínum mönnum í 3:1 sigri á Silju og stöllum hennar í KA. Ottó hóf að æfa knattspyrnu á síðasta sumri og líkt og Silja stefnir hann að því að halda áfram alveg upp í meistaraflokk. Hann segir að liði sínu hafi gengið vel í sumar þótt ekki hafi unnist mjög margir leikir. Skemmtilegast finnst honum þó að leggja KA að velli. Ottó segist hafa gaman af því að spila í ÍSLENSKU og sænsku ungmennin saman komin á góðri stund í heimsókninni til Svíþjóðar. Norðlensk ung-menni á faraldsfæti Heimsóttu jafnaldra sína í Svíþjóð FJÓRTÁN ungmenni frá Húsavík, Akureyri og Dalvík komu í vikunni frá Svíþjóð, þar sem jafnaldrar þeirra í Ornsköldsvik í Norður-Sví- þjóð voru heimsótt. Sænsku ung- mennin höfðu komið til Akureyrar fyrr í sumar og skoðað sig um víða um Norðurland. Þema þessara samskipta var hrein náttúra og skoðuðu íslensku ung- mennin félagsmiðstöðvar í Svíþjóð og kynntu sér menningu og það umhverfi sem heimamenn lifa í. Mar- ías Kristjánsson, annar fararstjóra íslensku ungmennanna, sagði að báð- ir hóparnir hafi fengið fjárstyrk frá samtökunum Ungt fólk í Evrópu og sá styrkur hafi gert þessar gagn- kvæmu heimsóknir mögulegar. Áuk þess söfnuðu íslensku ungmennin peningum hér heima til fararinnar. Marías sagði að ferðin til Svíþjóðar hafi heppnast í alla staði mjög vel, þar hafi verið margt forvitnilegt að sjá, auk þess sem ungmennin hafi fengið að reyna ýmislegt fyrir sér. Heimsókn íslensku gestanna vakti nokkra athygli og var fjallað um hana í staðarblaðinu í Örnsköldsvik. Tónleikar ÞESSA vikuna hefur staðið yfir flautunámskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri á vegum Kristínar og Tristans Cardrew. Kristín býr í Frakklandi en kemur heim til Akur- eyrar til að kenna áhugasömum flautuunnendum. Að þessu sinni njóta nemendur einnig tiisagnar Manuelu Wiesler. í lok námskeiðs- ins, laugardaginn 23. ágúst verða nemendatónleikar í Deiglunni kl. 12.00. Verður forvitnilegt að heyra í hinum ungu og upprennandi flautu- leikurum. Jazz í Deiglunni Á heitu fimmtudagskvöldi þann 21. ágúst ki. 22.00 mun Tríó Grönw- alds koma saman í Deiglunni og spila jazz. Tríóið skipa Haukur Grön- dai, sax, Hitmar Jensson, gíta,r óg ungra flautuleikara SUMAR AKUREYRI Ólafur Stolzenwald, kontrabassi. Farið verður um frumskóg jazzlag- anna og gömui slóð troðin og önnur ný könnuð. Islenskt skyr í myndlist Listamaðurinn Stan Roncken sem dvalið hefur í gestavinnustofu Gilfé- lagsins í ágústmánuði, opnar sýn- ingu í Gallerí Plús, Brekkugötu 35 kl. 16.00 á laugardag. Stan er fæddur í Hollandi árið 1963. Hann nam myndlist við Stadacademie í Maastrikcht og AKI í Enschede 1981-1987. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Hollandi, nú síðast í Beam Gallery í Nijmegen. Stan starfar að myndlist og er einnig list- ráðunautur í Enschede. Á myndirnar á sýningunni í Gallerí Piús notar hann m.a. íslenskt skyr. Tónleikar Olafs Arna Ólafur Árni Bjarnason tenór held- ur einsöngstónleika í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Undirleikari erÓlaf- ur Vignir Albertsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.