Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 21.08.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 27 VI. Kaflinn um utanríkisverzlun er mikill að vöxtum og geymir ýmislegt efni, sem hefur ekki birzt áður. Þarna er að finna verzlunartölur all- ar götur aftur til ársins 1624. Þarna sjáum við svart á hvítu, að við flutt- um meira inn af mat, einkum kjöti, smjöri og osti, en af fatnaði öll árin frá 1914 til 1920. Viðskiptafrelsis- andi Jóns Sigurðssonar forseta sveif þá enn yfir vötnum. Búvöruinnflutn- ingurinn var ekki drepinn í dróma fyrr en eftir 1930. Hagstofan hefur birt nákvæmar verzlunarskýrslur um langt árabil, þ.e. skýrslur um innflutning og út- flutning eftir vöruflokkum, þar sem niðurstöðutalan er vöruskiptajöfn- uður við útlönd. Stjórnmálamenn og blaðamenn hafa iðulega misskilið eða mistúlkað þessar upplýsingar. Þegar við Islendingar vorum að sökkva okkur í erlendar óreiðuskuld- ir á 8. og einkum 9. áratugnum, létu stjórnvöld flestar viðvaranir sem vind um eyru þjóta, enda fluttu fjölmiðlarnir þjóðinni mánaðarlega fregnir Hagstofunnar um hagstæð- an vöruskiptajöfnuð. Grunlaust fólk gat haldið, að allt væri í himnalagi. Vöruskiptajöfnuðurinn var áfram hagstæður (þ.e. við fluttum meira út en inn af vörum), á meðan þjón- ustujöfnuðurinn varð sífellt óhag- stæðari vegna síaukinna vaxta- greiðsina af erlendum lánum. Árið 1990 var vöruskiptajöfnuðurinn t.d. hagstæður um næstum 5 milljarða króna, á meðan viðskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 8 milljarða. Það hefði gert þjóðinni meira gagn að fá fréttir af Hagstofunni og frá Seðlabankanum um viðskiptajöfnuð- inn í heild, þar sem bæði vörur og þjónusta eru taldar með, því að þá hefðu hagtölurnar þjónað tilgangi sínum betur með því að lýsa þróun erlendra viðskipta í heild og ekki aðeins einum hluta þeirra. Enn kveður að þessu. Nú um dag- inn birti Morgunblaðið flennifrétt um hagstæðan vöruskiptajöfnuð, þótt hitt skipti miklu meira máli, að við- skiptajöfnuðurinn er nú óhagstæðari en hann hefur verið síðan 1982, svo að erlendar skuldir eru nú aftur byijaðar að hrannast upp með gamla laginu, m.a. vegna mikillar lántöku til stóriðjuframkvæmda. Að nota vöruskiptajöfnuð sem mælikvarða á erlend viðskipti er eins og að meta fjáreign sína með því að skoða að- eins eitt hólfið í réttinni. Þarna eim- ir eftir af þeirri gömlu grillu, að vörur séu merkilegri en þjónusta. Öxi skil ég og vatn í könnu, sagði Jón Hreggviðsson, en það var á 17. öld. Þetta dæmi vekur erfiða spurn- ingu. Það er yfirleitt ekki í verka- hring Hagstofunnar að túlka þær tölur, sem hún reiðir fram; það eiga aðrir að gera. Á Hagstofan þá að haga framreiðslu sinni á staðtölum með því móti, að girt sé eftir föngum fyrir mistúlkun af hálfu stjórnmála- manna og annarra? Ég svara þess- ari spurningu játandi fyrir mitt leyti, en ég kannast við, að erfiðara getur þá reynzt en ella að draga mörkin á milli íhlutunar og hlutleysis. Ein- mitt þess vegna þurfa embættis- menn að vera óháðir stjórnmála- mönnum í einu og öllu. Hæfir og óháðir embættismenn eru sérstak- lega mikilvægir í löndum, þar sem stjórnmálastéttin er ráðvillt og veik. Styrkur Austur-Asíulandanna á efnahagssviðinu undangengna ára- tugi hefur fólgizt m.a. í þessu. VII. í samgöngukaflanum eru raktar ýmsar upplýsingár um skipaferðir að og frá landinu allt frá 1661. Þarna er einnig yfirlitstafla um algengustu bílategundir í gegn um tíðina. Árið 1931 voru Chevrolet og Buick eftir- lætisökutæki Islendinga, en Ford skaut þeim ref fyrir rass árið 1940. Bæði 1950 og 1960 var Willy’s jepp- inn vinsælastur. Árin 1970 og 1980 var Ford aftur í fyrsta sæti og Volkswagen í öðru. Árið 1990 var Ford síðan kominn niður í 5. sæti listans. Nú hafði Japan - og Rúss- land! - haldið innreið sína á íslenzk- an ökutækjamarkað: Toyota var komin í efsta sætið, Lada í annað, Mitsubishi í þriðja og Mazda í fjórða. Eg hef það til marks um Rússann í okkur Islendingum, að mér finnst ég hvergi sjá Lödur í umferð að neinu ráði nema hér heima og í Rússlandi og þar um slóðir. Og þarna fáum við einnig að sjá, að erlendum farþegum til landsins hefur fjölgað úr 4 þúsundum árið 1947 í 142 þúsund árið 1990. Er þetta mikið eða lítið? Til viðmiðunar er árlegur fjöldi ferðamanna í nokkr- um nálægum löndum svipaður fólks- fjöldanum (þetta kemur ekki fram í Hagskinnu). Þetta á t.d. við Frakk- land og Spán - og um írland, þótt afskekkt sé. Af þessu virðist mega ráða, að við íslendingar ættum að geta tekið við mun fleiri ferðamönn- um en við gerum nú. Svo er þarna langur kafli um laun, tekjur, verðlag og neyzlu. Þar sjáum við, að hlutur matvæla í neyzluútlát- um heimilanna var nálægt helmingi árið 1914, þriðjungi árið 1968 og fimmtungi árið 1992; í hittiðfyrra (1995) var þetta hlutfall komið niður undir sjöttung, en Hagskinna nær ekki svo langt. Af þessu má ráða, hversu svigrúm heimilanna til að kaupa annað en brýnustu nauðsynj- ar hefur aukizt með árunum. Þó hefur matarkauphlutfallið fram á allra síðustu ár verið hátt hér heima miðað við flest nálæg lönd, þar sem það er nú yfirleitt nálægt sjöttungi eða sjöunda parti, svo að efnahagur íslenzkra heimila hefur verið miklu þrengri en hann þyrfti að vera og er enn. Þetta stafar af óheyrilega háu matvælaverði hér heima gegn- um tíðina, af því að landbúnaðar- stefnan er röng og hefur verið röng a.m.k. síðan 1930. Þarna eru einnig nokkrar töflur um neyzlumynztur þjóðarinnar, þ.á m. fróðlegt yfirlit um áfengis- neyzlu. Þar kemur fram, að þjóðin innbyrti árið 1990 um 4 lítra af hreinum vínanda á mann borið sam- an við 2 lítra um aldamótin síðustu, brot úr potti á bannárunum (!) og 1,5 lítra um miðja öldina. Um miðjan 7. áratuginn fór neyzlan aftur upp fyrir 2 lítra á mann og rauk svo úr rösklega 2 lítrum árið 1983 upp í næstum 4 árið 1990. Hlutur léttvíns í heildarneyzlu var um eða undir 10% fram undir 1970 og þokaðist síðan með auknum utanferðum upp í þriðj- ung eftir 1980, en hrapaði síðan niður í 15% árið 1990, eftir að sala á sterku öli var leyfð aftur með lög- um. Neyzla sterkra drykkja hefur þó staðið nokkurn veginn í stað, nálægt 2 lítrum af hreinum vínanda á mann á ári, síðan á síldarárunum. Fjórir lítrar af hreinum vínanda á mann: er það mikið eða lítið? Það er næstum ekki neitt borið saman við nágranna okkar. A.m.k. 10 Evr- ópuþjóðir neyta 10 lítra eða meira á mann á ári, án þess að þar sjái nokkurn tímann vín á nokkrum manni, a.m.k. ekki á almannafæri og sárasjaldan heima við. Úkraínu- menn og Tyrkir eru einu þjóðir álf- unnar, _sem innbyrða minni vínanda en við Sslendingar skv. World Drink Trends - Úkraínumenn væntanlega af efnahagsástæðum og Tyrkir af trúarástæðum. VIII. í bankakaflanum eru raktar tölur um peningamagn í umferð, innlán og útlán síðan 1886 auk yfirlits um efnahag viðskiptabanka og spari- sjóða frá upphafi. Þarna sjáum við, að fjárfestingarsjóðirnir hafa vaxið bönkum og sparisjóðum yfir höfuð: útlán fjárfestingarsjóðanna komust upp fyrir útlán banka og sparisjóða árið 1989. Af þessu má ráða, hversu brýnt það er að skoða bankakerfið í heild, þ.e. banka, sparisjóði og Qár- festingarsjóði, þegar fjallað er um peningamál, í stað þess að sleppa fjárfestingarsjóðunum, eins og stundum er gert. Það sakar ekki að riija það upp hér, að útlánatap bankakerfisins í heild, að fjárfesting- arsjóðunum með töldum, hefur verið svipað undangengin ár og útlánatap- ið annars staðar á Norðurlöndum, þar sem bankakreppan vakti heims- athygli og kallaði á hörð viðbrögð. Hér heima hafa tölur um útlánatap banka og sjóða verið birtar á víð og dreif og voru því síður lagðar sam- an, enda hafa yfirvöld bankamála reynt að breiða yfir bankakreppuna hér heima til að skjóta sér undan ábyrgð á henni. Þannig hafa rösk- lega 60 milljarðar króna farið í súg- inn í bönkum og sjóðum undangeng- in ár, án þess að nokkur hafí þurft að sæta ábyrgð á þeirri óreiðu, sem að baki bjó. Þetta kemur Hagskinnu að vísu ekki við, enda lýkur henni yfirleitt árið 1990. Mestur hluti útl- ánatjónsins átti sér stað eftir það. í þjóðhagsyfirliti eru birtar tölur um þjóðarframleiðslu aftur til ársins 1901. Þær sýna, að framleiðsla á mann óx um 2,5% á ári að jafnaði fyrstu 90 ár aldarinnar. Það er mik- ill vöxtur, um hálfri prósentu meiri en t.d. í Danmörku á sama tíma, og felur í sér tíföldun tekna á mann frá aldamótum hér heima á móti sexföldun í Danmörku til saman- burðar. Þetta þætti að vísu þunnur þrettándi í Austur-Asíu, þar sem tekjur á mann hafa sums staðar tí- faldazt á aðeins 40 árum. Hagvöxt- urinn hér hefur haldizt í hendur við samfelldan, en að vísu skrykkjóttan viðskiptakjarabata alla öldina. Þarna virðumst við hafa notið þess, að fisk- verð hefur smám saman farið hækk- andi á heimsmarkaði frá aldamótum vegna þess, að ofveiði rýrir fiski- stofna og dregur með því móti smám saman úr framboði á fiski og knýr verðið upp á við. Svo er þarna kafli um opinber fjármál. Þar eru rakin útgjöld ríkis- sjóðs og tekjur frá 1876, og er m.a. stuðzt við rannsóknir dr. Gísla Blöndal, en hann var að minni hyggju einn mætasti embættishag- fræðingur landsins um sína daga. Hann var hagsýslustjóri um margra ára skeið, en varð smám saman af- huga embættisstörfum á íslandi og hvarf þá til starfa fyrir Alþjóðagjald- eyrissjóðinn í Washington og starf- aði þar til dauðadags árið 1988. Á Ameríkuárunum birti hann m.a. prýðilega bók á ensku um ríkisfjár- mál iðnríkjanna. En höldum áfram með Hagskinnu: útgjöld ríkisins juk- ust úr 3% af landsframleiðslu um aldamótin síðustu í 39% árið 1990. Það er að sönnu minni aukning en sums staðar í löndunum fyrir austan okkur, en það er ekkert til að hreykja sér af í landi, þar sem þjónusta ríkis- ins við þegnana er í lágmarki: menntakerfið er að miklu leyti í lamasessi vegna lágra launa, lækn- arnir og hjúkrunarfólkið eru á flótta til annarra landa af sömu sökum, vísindamennirnir eru í viðbragðs- stöðu, og annað er eftir þessu. Ef við gætum státað af almannaþjón- ustu á heimsmælikvarða og léttri skattbyrði í ofanálag, þá gætum við sett okkur á háan hest, en því er ekki að heilsa. IX. í heilbrigðiskaflanum kemur þetta fram auk annars: meðalþyngd ís- lenzkra karla jókst úr 68 kílóum árin 1920-1923 upp í 85 kíló árin 1988-1989. Þetta er engin smáræð- isaukning - 25%. Við lengdumst um 5 cm á sama tíma, eða innan við 3%. Aukningin hefur því verið mest á þverveginn. Konur þyngdust og lengdust miklu minna. Svo kemur dómsmálakafli með fangatali og fleiru, en mig langar heldur að íjalla um menntamálakafl- ann, sem kemur næst á eftir. Þar sést, að rösklega helmingur allra tvítugra stúlkna og þriðjungur allra tvítugra pilta tóku stúdentspróf árið 1990. Árið 1977 tók aðeins tæplega fjórðungur allra tvítugra Islendinga af báðum kynjum stúdentspróf. Fram að því tóku mun færri stúlkur en piltar stúdentspróf. Nú hefur þetta sem sagt snúizt við. Og svo er þarna tafla um íslenzka náms- menn í háskólanámi erlendis, og gefst þá tækifæri til að sannreyna fullyrðingu, sem heyrist oft, og hún er þessi: Islendingar hættu að sækja háskólanám til Bretlands, eftir að ríkisstjórn Thatchers tók upp á því að leggja skólagjöld á erlenda stúd- enta. Er þetta rétt? Nei, segir Hag- skinna. Þar kemur fram, að íslenzk- ir háskólastúdentar á Bretlandi voru 161 árið 1979, þegar Thatcher komst til valda. Þeim fækkaði í 88 árin 1982-1983 og fjölgaði síðan smám saman upp í 253 árið 1990. Nú er ný ríkisstjórn Verkamanna- flokksins brezka búin að ákveða að ganga skrefi lengra og leggja skóla- gjöld einnig á innlenda stúdenta, 120 þúsund íslenzkar krónur á hvern á ári. Lúmúmbaháskólinn í Moskvu tekur 140 þúsund íslenzkar krónur í skólagjöld af hveijum stúdent á ári til samanburðar og þykir sjálf- sagt. Svo er þarna önnur tafla um ís- lenzka námsmenn erlendis. Þar kem- ur fram, að þeim hefur ekkert fjölg- að miðað við aðra háskólanema síðan 1929. Þriðjungur íslenzkra háskóla- stúdenta sækir til útlanda nú (1990) eins og þá. Flestir læra listir, næstf- lestir tæknigreinar og verkfræði, og viðskiptafræði og hagfræði skipa 3. sætið. Mikil aðsókn að listanámi endurspeglar þá einföldu staðreynd, að listamenn eru nú orðið ein fjöl- mennasta starfsstéttin í okkar heimshluta. Lokakaflinn fjallar um kosningar. Þar er misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu kortlagt langt aftur í tímann. Þarna kemur það t.d. fram, að at- kvæðisrétturinn var mun ójafnari árið 1991 en hann var við upphaf núverandi kjördæmaskipanar árið 1959 í þeim skilningi, að sumir kjós- endur úti á landi höfðu næstum fjór- faldan atkvæðisrétt á við Reykvík- inga árið 1991 á móti rösklega þre- földum atkvæðisrétti árið 1959. Forfeður okkar hefðu betur hlustað á Hannes Hafstein, þegar hann var- aði við hættulegum afleiðingum ójafns atkvæðisréttar árið 1905. X. Ég hef stiklað á stóru, og samt er þessi texti orðinn allmiklu lengri en ég ætlaði. Ég hef reynt að segja kost og löst á þessu mikla verki, eins og það horfir við mér. Og þá vaknar lokaspurningin: Hvað vant- ar? Hvaða upplýsingar á Hagstofan - og ekki bara hún, heldur einnig aðrar efnahagsstofnanir ríkisins - að grafa upp og reiða fram í skýrsl- um sínum? Hún þarf augljóslega að velja og hafna, bæði um efnisöflun og birtingu. Ég sakna einkum tvenns í Hag- skinnu umfram það, sem ég hef þegar nefnt. Ég hefði viljað sjá þarna meira af upplýsingum um mennta- mál. Margir, sem fylgjast vel með á þeim vettvangi, þykjast sjá ýmis merki um afturför í menntamálum okkar mörg undangengin ár. Hið sama er að gerast t.d. í Svíþjóð og nokkrum öðrum nálægum löndum. Mér hefði þótt fróðlegt að sjá tölur um námsástundun og árangur, um menntun mannaflans eftir atvinnu- vegum og landshlutum og um af- köst menntunar af ólíku tagi, svo sem þörf er á til að geta myndað sér skynsamlega skoðun á því, hversu alvarlegt ástandið í mennta- málum er í raun og veru. Og til að hægt sé að leggja mat á slíkar töl- ur, þarf að setja þær í samhengi við sambærilegar upplýsingar frá öðrum löndum. Ég hefði einnig viljað sjá eitthvað um skiptingu auðs og tekna á ís- landi. Það er t.a.m. afleitt, að engar opinberar tölur skuli enn vera til í hagskýrslum um þá gríðarlegu eignatilfærslu, sem átt hefur sér stað í skjóli aflakvótakerfisins und- anfarin ár. Alþjóðabankinn birtir nú reglulega tölur af þessu tagi, svo að menn geti gert sér grein fyrir því, hvar jöfnuður er mestur í heim- inum og hvar hann er minnstur og þess háttar, en ísland vantar enn í alþjóðasamanburð af þessu tagi. Það virðist líklegt, að við íslending- ar höfum dregizt niður eftir jafnað- arlistanum að undanförnu, en um þetta er þó ekki hægt að fullyrða neitt, fyrr en tölurnar eru til. Tölur af þe'ssu tagi eru í raun og veru forsenda þess, að menn geti myndað sér skynsamlega skoðun um sum mikilvægustu álitamálin á vettvangi stjórnmálanna. Hvernig eiga menn t.d. að geta tekið afstöðu með eða á móti íhaldsstefnu eða jafnaðar- stefnu, ef menn hafa engar hald- bærar tölur um jöfnuð og ójöfnuð í samfélaginu af völdum ólíkra stjórnarhátta? Þetta er grundvallar- atriði. Þessar ábendingar breyta þó engu um það, að það er mikill fengur að Hagskinnu. Hún treystir grundvöll- inn undir skynsamlegum umræðum og ákvörðunum um efnahagsmál á íslandi. Hún varpar skýru ljósi liðins tíma á líðandi stund. Hún er beiniín- is bráðskemmtileg og öllum aðstand- endum sínum til sómp. Þorvaldur Gylfason W sr e/i • *SI ZZZmm * Fjórði fyrirlestur „Laxnessársins" í Norrœna húsinu í dag f{l. ij. /5: Hetjan snýr aftur Íj/t4 Aí^ - Jón Karl Helgason rœðir um Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist: Hetjan snýr heim — Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. í erindi sínu mun Jón Karl ræða um Halldór og Nóbelsverðlaunin í samhengi við átök í íslensku menningarlífi á fimmta áratugnum, ekki síst milli Halldórs Laxness og Jónasar frá Hriflu. Oft og tíðum einkenndust þessar deilur af mikilli hörku og má sem dæmi nefna að Halldór var sóttur til saka fyrir að stafsetja íslenskar fornsögur að nútímahætti! Jón Karl Helgason hefur undanfarin ár verið bókmenntaritstjóri Ríkisútvarpsins, auk þess að vera starfandi dagskrárstjóri Rásar 1 um skeið. Hann er með doktorspróf í bókmenntum frá University of Massachusetts. Fyriri.estur í 4» Norræna húsinu VAKAHELCAFELL IDAG KL. 17.15 Laxnessklúbburinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.