Morgunblaðið - 21.08.1997, Page 29

Morgunblaðið - 21.08.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 29 AÐSENDAR GREINAR EKKI er það von um að bæta málflutning Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem knýr mig til að láta frá mér þennan greinar- stúf vegna nýlegra Morgunblaðsgreina hans um veiðigjald. Miklu fremur er það vonin um að lesendur þeirra sjái skýrar rang- færslurnar í málflutn- ingi hans og láti þær ekki villa sér sýn í því mikilvæga máli. „Kyrkingar í atvinnulífinu" í fyrstu grein sinni segir Hannes að það sé ekki rétt að sjávarútveg- urinn hafi nú ókeypis aðgang að fiskimiðunum. Með kvótakerfinu frá 1984 hafi þessi aðgangur í raun verið takmarkaður og á hann sett verð. Til þess að geta sótt fiskimiðin þurfi útgerðarmenn að eiga kvóta, leigja hann eða kaupa. Hann svarar því hins vegar ekki af hvetjum þeir þurfa að ieigja eða kaupa kvóta, þ.e. hver af öðrum, og heldur ekki hvernig þeir sem leigja út eða selja kvóta fengu hann, þ.e. úthlutaðan ókeypis. Þá gerir Hannes að umræðuefni hvemig voldug íslensk stórbænda- stétt stundaði dulbúið arðrán með innheimtu á veiðigjaldi á árunum 1602 til 1787. Hann segir stéttina hafa staðið fyrir „kyrkingum i at- vinnulíftnu“ og kyrr- stöðu í landinu öldum saman. Undir lok greinarinnar segir Hannes: „Sem betur fer eru veiðigjalds- sinnar okkar daga ekki nærri því eins voldugir og stór- bcéndastéttin forðum." Rangfærslan er sú að færa veiðigjaldssinna nútímans í búning stórbændastéttarinnar áður. Mun eðlilegra væri að líkja kvóta- kóngum nútímans við hina voldugu bænda- stétt forðum. Hvetjir eru það annars sem nú hafa völd- in, innheimta arðinn og vilja við- halda ójafnri samkeppnisstöðu greina? Svarar röngum spurningum í annarri grein sinni vitnar Hannes í föður hagfræðinnar Adam Smith til að sýna lesendum fram á að fiskurinn sem íslenskir útgerðarmenn veiða hverfur ekki ofan í þá. Vart þarf hina fornu fræðinga til að sannfæra lesendur um að þessi auðlind okkar skapar atvinnu fyrir marga hér á landi. Með tilvitnun sinni er Hannes að færa stoðir undir svar sitt við spurningunni: Hvort er betra fyrir þjóðarhag að kvótakóngar nútím- ans eða stjórnmálamenn fari með ráðstöfun arðsins? Gildra sú sem Hannes leggur fyrir lesandann felst í spurningunni því valið stend- ur ekki bara á milli þessara tveggja kosta. Hannes minnist nefnilega ekki á þann kost að hver ísiending- ur fái notið arðsins þó að það sé krafa flestra veiðigjaldssinna. Hannes afneitar líka með öllu þeim áhrifum sem ókeypis aðgang- Hannes Hólmsteinn sleppir viljandi þeim möguleika, segir Har- aldur Sumarliðason, að hver íslendingur fái notið fiskveiðiarðsins. ur útgerða að fiskimiðunum hefur á samkeppnistöðu annarra at- vinnugreina. Þessi áhrif eru þó vel þekkt og viðurkennd af öllum þorra hagfræðinga. Deilan er ekki um kvótakerfið í þriðju og fjórðu grein sinni vill Hannes gera veiðigjaldssinn- um upp andstöðu við kvótakerfið. Flestir vita hins vegar að hér er um tvö aðskiiin mál að ræða. Til- tölulega góð sátt ríkir um kvóta- kerfið enda er viðurkennt m.a. af OECD að kerfi er býggir á tak- mörkuðum og framseljanlegum aflaheimildum sé hagkvæmasta stjórnkerfi fiskveiða sem völ er á. Þessi grein Hannesar með til- vitnunum í þýska heimspekinginn Karl Marx er einungis til að slá ryki í augu lesenda. Deilan um veiðigjaldið snýst ekki um kvóta- kerfið heldur um það hverjir skulu fá fiskveiðiarðinn til ráðstöfunar og hvaða áhrif það hefur á afkomu annarra greina. Óréttlæti í þeirri ráðstöfun gæti hins vegar auð- veldlega orðið þessu kerfi að fjör- tjóni. Væri það miður. Að vísu hrekkur prófessorinn óvænt í gír í þriðju greininni og man nú allt í einu að „útgerðarmönnum var úthlutað aflaheimildum endur- gjaldslaust og ótímabundið og þeir mega síðan kaupa þær og selja að vild“. Hollenska veikin í fimmtu grein sinni gerir Hannes að umræðuefni þau áhrif sem sveiflur í starfsumhverfi geta haft á rekstur fyrirtækja, fjárfest- ingar og hagsæld þjóðar. Er Hannes þeirrar skoðunar að sveifl- ur í launum, vöxtum og gengi með tilheyrandi verðbólgu sé til merkis um góða hagstjórn. Flestir af kynslóð Hannesar eru búnir að brenna sig nægjanlega á þessari hagfræði. Hollenska veikin er vel þekkt innan hagfræðinnar og minnir á þá ábyrgð sem á stjórn- völdum hvílir í hagkerfi sem bygg- ir á frumvinnslu og er þess vegna hættara við efnahagssveiflum en öðrum. Markaðsverð veiðiheimilda Sjötta grein Hannesar ljallar að mestu um Georgisma. Hann lýsir sjónarmiðum sem Henry Georg setti fram 1879 um að arður af landareignum yrði gerður upptæk- ur og notaður til að leysa fjárhags- vanda hins opinbera. Hann segir síðan að hugsun veiðigjaldssinna sé nánast sú sama og Georgistanna forðum. Gallinn sé sá að „tekjurn- Eintal Hannesar Hólmsteins Haraldur Sumarliðason Byggðamál í kreppu „BYGGÐAPÓLI- TÍK mun snúast um samkeppni’ við út- lönd.“ - Svohljóðandi fyrirsögn birtist á leið- arasíðu Morgunblaðs- ins fyrir nokkru, yfir viðtali við Ingu Jónu Þórðardóttur, borgar- fulltrúa í Reykjavík. Hún hafði nýverið set- ið ráðstefnu á Akur- eyri um byggðamál. Það er sjálfsagt eitthvað til í þessari staðhæfingu. Auknir búferlaflutingar ís- lendinga til útlanda eru áhyggjuefni. Mis- munur á almennum launakjörum, okkur í óhag, er þar vafalaust stór orsakaþáttur. Þannig hafa t.d. íslenskir kennarar orðið að una því að vera hálfdrættingar á við stéttarsystkini sín í nágranna- löndum okkar, enda brostinn á flótti úr íslenskri kennarastétt og allt annað en bjartar horfur fram- undan, hvað sem líður lofi og prís um uppsveiflu í íslensku efnahags- lífi. Byggðir í vanda. En hugum nánar að samkeppn- inni og lítum okkur nær - á sam- keppnisaðstöðu einstakra byggðarlaga á fslandi og af hvetju mörg þeirra standa svo höllum fæti - telja sig jafnvel sjá fram á algert hrun ef fram fer sem horf- ir. Lítum til Grímseyjar, eyjunnar norður við heimskautsbaug, með snyrtilega og aðlaðandi byggð og iðandi af fuglalífi. Við hjónin heim- sóttum hana nú í sumar, hittum þar fólk og fræddumst um hagi þess. Eyjarskeggjar hafa lifað af smábátaútgerð og vinnslu aflans í eigin fiskvinnslustöð. En nú var dauft í þeim hljóðið. Þá dagana hafði hæst- ráðandi fiskveiðistjórn ákveðið að fækka út- haldsdögum smábáta niður i 18 daga á næsta fiskveiðiári. Þetta þýddi rothögg fyrir byggðina. Talað var um, að allt að helming- ur íbúanna myndi flytja brott. Þessi skömmtun úthalds- daga nær hinsvegar ekki til togara. Allt skal vera stórt. Og Grímseyingar eru ekki þeir einu sem telja hér illa og ómaklega að sér vegið. Smærri staðir og útgerðar- fyrirtæki um allt land eru þarna á sama báti Nú skal allt vera stórt - stórt svo að um munar! - Þeir smærri dæmdir úr leik, sameining fyrirtækja í risablokkir talið lausn- arorðið. Vandséð er, hvernig slíkt fái staðist þegar sameiningin á að ná til fyrirtækja hvors á sínu lands- horninu. Auðvitað raska slíkar að- gerðir jafnvægi og leiða til atvinnu- missis og fólksfækkunar í smærri byggðarlögum sem ekki þola slíkar tilfærslur. Kvótinn seldur hæstbjóðanda. Á Patreksfirði eru, santkv. frétt- um, um 60 manns að flytjast brott. (íbúaij. tæpt þús.) Meira en helm- ingur fiskveiðikvótans seldur burt af staðnum, sem leiðir að sjálf- sögðu til stórskertrar atvinnu. Og þannig mætti telja áfram. Það ligg- ur í augum uppi, að stjórn fisk- veiðimála þarf endurskoðunar við. Kvótakerfið sem útlendingar eru að hæla okkur fyrir (líklega vegna þess að þeir vita ekki hvernig það virkar) hefur farið úr böndunum, dæmt sig úr leik. Það er óþolandi og óvetjandi, að óprúttnir peninga- braskarar geti valsað með hags- rnuni heilla byggðarlaga, jafnvel lagt atvinnulíf þeirra í rúst. Kerfið þyrfti að sjálfsögðu að vera byggða-tengt eins og Kvennalist- inn lagði til á sínum tíma en náði því miður ekki fram að ganga. Veiðigjald í stað kvótans kemur einnig til greina en því aðeins að því væri stillt í hóf - og með jafn- vægis- og byggðasjónarmið að leiðarljósi fremur en gróðasjón- armið utanaðkomandi spekúlanta. Þessi mál öll eru að sjálfsögðu flók- Það liggur í augum uppi, segir Sigurlaug Bjarnadóttir, að stjórn fiskveiðimála þarf end- urskoðunar við. in en það er mikið í húfi, að sátt og sanngirni ráði þar ferð. Vandi sveitanna. íslenskur lándbúnaður hefur líka fengið að kenna á miðstýrðum aðgerðum ofanfrá. Munurinn er sá, að í sjávarútvegi hefur verið og er áhersla lögð á aukna fram- leiðslu og aukinn útflutning sem helstu lífsbjörg þjóðarinnar en ís- lenskar landbúnaðarafurðir hins- vegar lítt samkeppnisfærar við önnur útflutningslönd hvað verð- lag snertir. íslenskutn bændum hefur því verið skipað að draga úr framleiðslunni meira og meira - og enn meira, ekki síst fram- leiðslu lambakjöts, besta kjöts í heimi. Og Islendingar sjálfir virð- ast vera að afvenjast íslenskum mat, nema hvað þeir einu sinni á Sigurlaug Bjarnadóttir ári blóta Þorra og gæða sér þá á lundabagga og súrsuðum hrúts- pungum til tilbreytmgar frá ham- borgara og pizzu. I markaðsmál- um landbúnaðarins var of lengi sofið á verðinum en hefir rumskað á síðustu árum, Er það vel - en of seint. Eftir stendur sú dapur- lega staðreynd, að nú eru sumar bændabyggðir um það bil að deyja út sem slíkar. í fjárfækkunarfár- inu gleymdist að taka tillit til land- kosta, beitarþols - og ýmissa staðhátta sem skiptu máli og rétt- lættu áframhaldandi búskap og byggð. Vafasöm alhæfing. í skýrslu Ingu Jónu frá fyrrn. ráðstefnu á Akureyri um byggða- mál er staðhæft að „atvinna ráði ekki fólksflutningum". Fólk flytji í þéttbýlið - til Reykjavíkur vegna félagslegs öryggis og fjölbreyttara menningarlífs. Þetta er vafasönt alhæfing - og óhætt er að full- yrða, að margir bændur, þótt ekki kæmi til aldur, sjúkleiki eða óyndi, hafa, beinlínis vegna stjórnvalds- aðgerða, verið hraktir, nauðugir viljugir, frá átthögum sínum og eignurn, sem standa eftir verð- lausar og óseljanlegat'. Það á auð- vitað við líka um fólkið í sjávar- plássunum, sem kvótabraskið et- • HSM Pæssen GmbH • Öruggir vandaöir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð CWM J.RSTVmDSSONHF. skipholti 33,105 ReykjaA, sími 533 3535. ar af gjaldinu eru ofmetnar. Sumir hafa greitt fullt verð fyrir afla- heimildir, þótt aðrir hafi fengið þær endurgjaldslaust.“ Nú er það svo að verðlagning veiðiheimilda milli útgerða hefur eingöngu verið í höndum útgerðar- manna sjálfra enda hafa engir aðrir haft neitt um hana að segja. Það er því eina viðmiðunin sem fyrir liggur um hvers virði heimild- irnar eru. í tillögum iðnaðarins er einmitt gert ráð fyrir að veiðiheimildir verði boðnar út á ftjálsum mark- aði og því mun útgerðin áfram hafa það í hendi sér hvað hún er tilbúin að greiða fyrir þær. Einnig er tekið tillit til þess að „sumar útgerðir hafa greitt fullt verð fyr- ir aflaheimildir" (af öðrum útgerð- um sem hafa þá haft beinar tekjur af slíkri sölu eða leigu), því verði að veita góða aðlögun að því að koma slíkri gjaldtöku á og viður- kenna þar með raunverulegan eignarrétt þjóðarinnar á auðlind- inni. Rósum skreytt þunnildi í sjöundu grein Hannesar koma engin ummæli um veiðigjaldið frarn sent ekki hefur þegar verið fjallað um. Greinin er hálfgert skítkast sem ég ætla ekki að blanda mér í. Hannes endurtekur síðan sumar af sínum fyrri rökvill- um í áttundu grein sinni en bætir engu við. Skilaboð mín eru því þessi: Látið ekki rökfléttur og ijölda tilvitnana byrgja ykkur sýn. Þessi skrif Hannesar innihalda mörg orð en innihald er rýrt. Það er hins vegar áhyggjuefni ef þess- ar greinar prófessorsins eru dæmi- gerðar um þá uppfræðslu sem ungmenni fá í Háskóla íslands um mikilvæg mál. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. að flæma burt frá heimkynnum sínum. En látum ekki víl og vol ná yfir- höndinni. Ný atvinnugrein, þjón-' usta við ferðamenn, sækir í sig' veðrið og mörgum bændum víðs- vegar um landið hafa þar gefist möguleikar til að drýgja tekjur sín- ar og þrauka áfram á jörðum sín- um. Vonandi á þessi atvinnugrein framtíð fyrir sér og getur átt sinn þátt í að forða einhvetjum íslensk- um sveitum frá því að verða að einskonar draugabyggðum vítt og breitt um landið. Menning víðar en í Reykjavík Og menningin blómstrar víðar en í Reykjavík. Frá bæjunt, þorpum og sveitum á landsbyggðinni ber- ast fréttir af öflugu félags- og menningarstarfi: leiksýningum,. söng og tónlist, málverkasýningum - að ógleymdum heimilisiðnaði, jafnvel listiðnaði - allt eftir efnum og ástæðum, með samstilltum áhuga og samkennd fólksins. Eng- inn vafi er á, að greiðar satngöng- ur eru hvað vænlegasta leiðin til að örva og styrkja slíka starfsemi sem er í senn hluti af okkar þjóð- menningu og þjóðlífsmynd. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. IÐNAÐARHURÐIR ÍSVAL-BORGA EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.