Morgunblaðið - 21.08.1997, Side 64
m
<Q>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
<33> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
p M f, ‘.v | |\
1
Morgunblaðið/Arnaldur
Tafir vegna rigninga
y»j^.MaIbikunarframkvæmdir í höf-
uðborginni hafa gengið heldur
brösuglega upp á síðkastið og
tafist vegna rigninga, en að
sögn Sigurðar Skarphéðinsson-
ar gatnamálastjóra verður þó
lokið við allar framkvæmdir
sem á áætlun voru fyrir þetta
sumar. Til viðhaldsverkefna er
varið 200-250 milljónum króna í
ár og malbikaðir verða um 200
þúsund fermetrar og fræstir
um 80 þúsund fermetrar. Að
sögn Sigurðar eru þetta heldur
meiri framkvæmdir en undan-
farin ár.
Samningur íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál í höfn
Forsenda fyrir kvóta
í rússneskri lögsögu
TVÍHLIÐA rammasamningur ís-
lands og Rússlands um samstarf og
samskipti á sviði sjávarútvegs var
áritaður af samningamönnum ríkj-
anna í Moskvu í gær. Jóhann Sigur-
jónsson, sendiherra og aðalsamn-
ingamaður íslands, segir að samn-
ingurinn sé forsenda fyrir að Is-
lendingum gefist kostur á þeim
heimildum í rússnesku lögsögunni,
sem heimilt er að selja eða leigja
samkvæmt ákvörðun rússneskra
stjórnvalda hverju sinni.
Ákvæði um gagnkvæm skipti á
veiðiheimildum
Bæði Norðmenn og Færeyingar
hafa keypt og leigt veiðiheimildir,
sem nema tugum þúsundum tonna,
af Rússum. Islenzkar útgerðir hafa
hins vegar ekki átt kost á slíkum
viðskiptum.
í samningnum eru ákvæði um að
íslandi og Rússlandi beri að hafa
samráð um úthlutun gagnkvæmra
veiðiheimilda í lögsögu hvors annars
og að semjist um slíkt beri þeim að
veita skipum hins ríkisins aðgang að
lögsögu sinni. Norðmenn og Færey-
ingar hafa gert samninga um slík
veiðiheimildaskipti við Rússa.
Samningurinn felur ekki í sér
neinn veiðirétt þegar í stað, heldur
er hann eingöngu rammi fyrir
samningaviðræður í framtíðinni, að
sögn Jóhanns.
I rammasamningnum er meðal
annars að fínna ákvæði um að ríkin
skuli hvetja til samskipta og sam-
starfs á sjávarútvegssviðinu og að
stofnað verði til sameiginlegra íyr-
irtækja og verkefna í sjávarútvegi.
Þá er sett á stofn íslenzk-rúss-
neskt fiskveiðiráð, sem á að ræða öll
mál, sem tengjast samningnum og
önnur sjávarútvegsmál sem stjóm-
völd telja mikilvæg. Ráðið á að
koma saman að minnsta kosti einu
sinni á ári. Rússland og ísland
munu aukinheldur skiptast á fiski-
málafulltrúum, sem munu hafa að-
setur í Reykjavík og Moskvu.
Samningurinn tekur gildi til
bráðabirgða þegar utanríkisráðherr-
ar ríkjanna hafa undirritað hann og
endanlega eftir að þjóðþing hafa full-
gilt hann. Vonazt er til að undirritun
geti farið fram á næstu vikum.
Grunnur/33
Krossanesverk-
smiðjan
Tveir slös-
uðust í
sprengingu
Akureyri. Morgunblaðið.
TVEIR menn slösuðust er for-
sjóðari í Krossanesverksmiðj-
unni á Akureyri sprakk á ellefta
tímanum í gærmorgun. Þeir
voru lagðir inn á slysadeild FSA
og var líðan þeirra eftir atvikum
seinni partinn í gær.
Tveir menn til viðbótar, sem
einnig voru nálægt forsjóðaran-
um, þurftu í heyrnarmælingu en
sluppu að öðru leyti með skrekk-
inn. Sprengingin var gríðarlega
öflug og heyrðist víða um bæinn
og þykir mesta mildi að ekki varð
þama stórslys.
Lok á forsjóðaranum þeyttist
í gegnum handrið og hafnaði á
palli í 10-15 metra fjarlægð,
þar sem tveir menn höfðu verið
við vinnu skömmu áður. Talið er
að sprengifimar lofttegundir
hafi myndast inni í forsjóðaran-
um, sem hafi sprungið er verið
var að rafsjóða utan á belg hans.
í gær var hvorki Ijóst hversu
miklar skemmdir urðu í verk-
smiðjunni né hvort atvikið kemur
til með að hafa áhrif á vinnsluna.
■ Sprenging/12
A
Arekstur
við fram-
úrakstur
KONA slasaðist þegar bíll sem hún
var farþegi í ók aftan á dráttarvél
með kerru í Öxnadal um kvöldmatar-
leytið í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri
var konan ekki talin mjög alvarlega
slösuð, en hún gekkst undir rann-
sókn á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri í gærkvöldi.
Karlmaður og tvö börn sem voru
með konunni í bílnum sluppu
ómeidd.
Skall á kerruhorninu
Að sögn lögreglunnar var dráttar-
vélin með kerru í eftirdragi, og var
hún að beygja af þjóðveginum inn á
afleggjara að bæ þegar bíllinn virðist
hafa verið að fara fram úr. Lenti
hægra framhorn bflsins á vinstra
kerruhominu og stórskemmdist bfll-
inn við áreksturinn.
Allir í bílnum voru í öryggisbeltum.
Skolað úr eyrum?
Morgunblaðið/Arnaldur
Bankabók við embætti lögreglustjóra
VATNSBYSSUR eru hið mesta
þarfaþing fyrir unga drengi og
ekki spillir að þær verða sífellt
öflugri og fullkomnari. Ekki er
þó vitað til að framleiddar séu
vatnsbyssur, sem skjóta vatns-
bunu inn um annað eyrað og út
um hitt, eins og virðist raunin á
myndinni. Það gæti þó vissulega
verið þægilegri þvottaaðferð en
vott handklæðishom hjá
mömmu.
200 þús. fyrir upp-
lýsingar og efni
Aukið vægi Keflavíkurflugvallar
í flugi til Norður-Ameríku
KEFLAVÍK var í fyrra átjándi
stærsti flugvöllur Evrópu fyrir far-
þegaflug til Bandaríkjanna. Fyrstu
níu mánuði ársins flugu 283 þúsund
. ^farþegar frá Keflavíkurflugvelli
vestur um haf. Nam aukningin
13,4% miðað við árið 1995 en 61,1%
sé miðað við fimm ára tímabil.
Kastrup-flugvöllur við Kaupmanna-
höfn er litlu ofar á listanum en
Keflavík eða í 16. sæti. Flugleiðir
sinna nær öllu flugi vestur um haf
frá Keflavíkurflugvelli.
■<% í bandaríska flugtímaritinu Air-
line Business kemur fram að fleiri
farþegar ferðast til Bandaríkjanna
um Keflavíkurflugvöll en um Stokk-
hólm, Helsinki og Ósló svo dæmi
séu nefnd. Stokkhólmur er í 23.
sæti, Helsinki í 25. og Ósló í 29.
sæti.
í tímaritinu er bent á að flugvell-
irnir við Kaupmannahöfn, Stokk-
hólm og Ósló hafi allir misst spón úr
aski sínum í Ameríkufluginu og það
sýni að SAS eigi við verulegt vanda-
mál að stríða á þessum markaði. Sú
stefna SAS að gera Kaupmanna-
höfn að þungamiðju Ameríkuflugs-
ins virðist því vera að bregðast með
einhverjum hætti. Kaupmannahöfn
hafi fallið úr 13. sætinu í hið 16. í
fluginu vestur um haf á meðan sam-
drátturinn nemi 25% í Stokkhólmi
og 23% í Ósló.
Tímaritið hrósar árangri Flug-
leiða á Norður-Atlantshafsflugleið-
inni og segir að þeim hafi tekist að
skapa sér einstakan sess á henni.
Keflavíkurflugvöllur/B2
VIÐ embætti lögreglustjórans í
Reykjavík var til sérstök bankabók
sem notuð var til að geyma peninga,
sem greiddir voru fyrir upplýsingar
frá fíkniefnaheiminum. Rúmlega
200 þúsund krónur voru notaðar í
þessu skyni af bókinni á nokkrum
árum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins kemur þetta fram í
gögnum um rannsókn Atla Gísla-
sonar, setts rannsóknarlögreglu-
stjóra, til að rannsaka samskipti
fíkniefnalögreglunnar við dæmdan
fíkniefnasala.
Peningar af bókinni runnu m.a. til
að greiða fyrir upplýsingar um
fíkniefnamál og til kaupa á sýnis-
hornum, þ.á m. til að kaupa kókaín í
stærsta kókaínmáli sem upp hefur
komið hérlendis. í dómi Hæstarétt-
ar vegna þess máls kemur fram að
Bjöm Halldórsson lögreglufulltrúi
hafi fengið afhenta peninga hjá
Sturlu Þórðarsyni, yfirlögfræðingi
lögreglustjóra, „til nota í þágu
rannsóknarinnar", og staðfesti
Hæstiréttur í maí 1993 lögmæti
þeirrar aðgerðar.
Eiríkur Tómasson prófessor seg-
ir að ekki sé hægt að draga aðra
ályktun af þessum dómi Hæstarétt-
ar en þá að við sérstakar aðstæður
sé hægt að grípa til óhefðbundinna
rannsóknaraðferða eins og notkun-
ar tálbeitu án lagaheimildar. Hins
vegar telur hann æskilegt að þess-
um aðgerðum lögreglu sé skapaður
lagagrundvöllur í lögunum um með-
ferð opinberra mála og vísar til
lagasetningar í Danmörku í því
sambandi.
■ Peningar/32
■ Heimilt/32