Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 213. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Slysið var í Southall í vesturhluta London k i— Páddíngton'Stöðin Miðborg London Ný ævisaga Goethes Deilt um kynhneigð skáld- jöfursins Bonn. Reuter. BÓKAVERZLANIR víðs vegar um Þýzkaland hafa hafnað því að bjóða nýútkomna ævisögu Johanns Wolfgangs von Goethe til sölu í hillum sínum, en í bók- inni er því haldið fram að hinn þýzki skáldjöfur hafi verið sam- kynhneigður. Bókin ber titilinn „Ljúfar strokur tígrisdýrsins“ og hefur skapað uppnám í heimi bók- menntafræðinga. Höfundurinn, Karl Hugo Pruys, er rithöfund- ur og blaðamaður, sem þekkt- astur er fyrir að hafa ritað ævi- sögu Helmuts Kohl kanzlara, sem út kom fyrir tveimui- árum. Yfirhylming? Pruys segist hafa lesið um 2.500 sendibréf úr safni Goethes og heldur því fram að sannleik- urinn um kynhneigð Goethes gæti verið „ein stærsta yfir- hylming bókmenntasögunnar". En margir sérfræðingar í verk- um Goethes gagnrýna bókina og segja höfund hennar hafa mis- skilið eðli vináttu milli karl- manna á átjándu öld. Þeir vísa til ófárra ástarljóða Goethes, þar sem hann mærir kvenkynið, og spyrja hvernig á að hafa ver- ið hægt að halda því leyndu, ef Goethe hefði verið hommi. Sex farast í lestar- slysi í Lundúnum Lundúnum. Rcuter. SEX manns létu lífið og þrettán slösuðust alvarlega þegar farþega- lest lenti á fullri ferð á tómri flutn- ingalest í vesturjaðri Lundúna í gær. Lestarstjórar beggja lestanna voru teknir til yfirheyrslu og var sá sem stjórnaði farþegalestinni úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Hinn var látinn laus að yfirheyrslunni lokinni. Það tók slökkviliðsmenn tvær og hálfa klukkustund að losa 16 far- þega úr rústum lestarvagna, sem höfðu krumpazt saman við árekst- urinn. I asanum sem skapaðist í kjölfar slyssins sagði lögregla í fyrstu að sjö farþegar hefðu farizt, en leiðrétti síðan töluna í sex. Slysið varð skömmu eftir hádegi að staðartíma, þegar hraðlest, sem var á leið með um 170 farþega frá Swansea í Wales til Paddington- stöðvar í Lundúnum, ók á óhlaðna flutningalest, sem var verið að ferja þvert yfir teinana sem far- þegalestin var á. Áreksturinn varð í Southall-hverfi í vesturhluta borgarinnar. „A augnabliki var lestin komin af teinunum, gler skauzt í gegn um gluggana, vagninn sem ég var í hentist af fteinunum] og það kvikn- aði í honum,“ sagði Mark Cole, fréttamaður brezka ríkissjónvarps- ins BBC, sem var farþegi í lestinni. „Það var reykur alls staðar.“ Sjónarvottar að slysinu lýstu hörmulegri aðkomunni, þar sem stórslasað fólk blasti við í rústum lestarvagnanna. Nokkrir farþeg- anna sáust reika um í losti meðfram lestinni. Það kviknaði í einni eimreið lestarinnar, en slökkviliðsmenn voru fjótir að ráða niðurlögum elds- ins. Versta slys frá 1988 Talsmenn jáimbrautanna sögðu að slysið hefði orðið þegar verið var að aka flutningalestinni inn á geymslusvæði. Astæður slyssins voru óljósar, en yfirvöld lýstu því yfir að fara myndi fram ýtarleg op- inber rannsókn á orsökum þess. Þetta var versta lestarslys sem orð- ið hefur á Bretlandi frá því 1988, þegar 35 manns létust við árekstur þriggja lesta á járnbrautamótum við Clapham Junction í Suður- Lundúnum. Reuter Zeppelin flýgur á ný LOFTSKIPIÐ LZ N 07 leggur upp í jómfrúrferð sína frá Zeppelin- verksmiðjunum í Friedrichshafen. Er það fyrsta Zeppelinfarið sem byggt er í 57 ár. Það er 70 metra langt, getur náð 140 km/klst. hámarkshraða og flutt 12 farþega. Motzfeldt tekur við á Grænlandi Sprengja sprakk í Mostar Mostar. Reuter. TUGIR manna særðust er sprengja sprakk í króatíska hluta borgarinnar Mostar seint á fimmtudagskvöld. Sprengjan sprakk nálægt lögreglu- stöð i vesturhluta borgarinnar og er talið að henni hafi verið ætlað að auka á spennu milli Ki-óata og múslíma í borginni. Spenna var þegar mikil í Mostar, sem stjórnað er af fulltrúum beggja þjóðarbrota, og munaði litlu að upp úr syði fyrir borgarstjórnarkosning- ar sem fram fóru í síðustu viku. Þá brugðust múslímskir leiðtogar reiðir við því í vikunni er króatískir emb- ættismenn gáfu í skyn að þeir hygð- ust sameina hverfi í vesturhluta borgarinnar sem eru að mestu byggð Króötum. Aður höfðu þeir lof- að að leggja niður öll slík áform. GRÆNLENSKA landsþingið stað- festi í gær útnefningu Jonathans Motzfeldt sem formanns græn- lensku heima- stjórnarinnar. Tekur hann við starfi flokksbróður síns Lars Emils Johansens, sem hverfur til annarra starfa. Jafnframt varð sú breyting á ráðherraliðinu að Mikael Petersen, sem tók við flokks- formennsku í Si- umut af Johansen, tók við starfí at- vinnu- og félags- málaráðherra af Benedikte Thor- steinsson. I endurskoðuð- um sáttmála stj ómarflokkanna tveggja, Atassut og Siumut, er boðuð aukin áhersla á umhverfis-, auðlinda-, orku- og ferðamál, verðlækkun á vatni og hita. Ennfremur hefur stjórnin sett sér það sem markmið að atvinnu- leysi, sem nú er um 10%, verði kom- ið undir 3% innan áratugar. Loks boðar Motzfeldt aukna áherslu á ut- anríkismál. Jonathan Motzfeldt Benedikte Thorsteinsson Fórnað í valdabaráttu Benedikte Thorsteinsson, sem látin var víkja úr stjórninni, er fórn- arlamb í valdatafli sem nú stendur yfir í Siumut-flokknum, að því er Jorgen Fleischer, ritstjóri blaðsins Atuagagdlintit til margi-a ára, held- ur fram. „Benedikte Thorsteinsson er fórnað á altari valdabaráttu. Ég fæ ekki séð hvað hægt er að setja út á hana og ég er efins um að Jonath- an Motzfeldt eigi auðvelda daga framundan, eftir að henni hefur ver- ið hafnað," skrifar hann og kveðst undrast, að alla framtíðarsýn fyrir grænlenska heimastjóm skuli vanta í endurskoðaðan stjórnarsáttmála. Karl Bretaprins kemur fram eftir jarðarför Díönu Þakkaði sam- úð og stuðning London. Reuter. KARL Bretaprins þakkaði í gær Iöndum sínum og því fólki utan landsteinanna, sem sýnt hefði „samúð og hluttekningu" vegna fráfalls Dtönu prinsessu. Hrósaði hann einnig sonum þeirra, William og Harry, fyrir þann dugnað, sem þeir hefðu sýnt á erfiðri stund. Karli var tekið ntjög vel er hann kom í heimsókn til Manchester í gær en þá kont hann í fyrsta sinn fram opinberlega frá því að útför Dt'önu fór frant fyrir hálf- um mánuði. Hoiiunt og sonum hans hafa borist rneira en 250.000 bréf með samúðarkveðjum víðs vegar að úr heimi. „Þessi bréf og kveðjur hafa snortið okkur djúpt," sagði Karl og lof&ði syni sína fyrir að hafa ekki látið bugast í sorginni. „Dauði móður þeirra var þeim að sjálfsögðu gífurlegt áfall en samúðin og vinarhugur- inn, sem birst hefur t bréfunum, hafa verið okkur mik- ill styrkur." Reuter KARL tekur við blómvendi frá ungri blóntarós. Breskir Ijölmiðlar hafa gagnrýnt konungsfjölskyld- una fyrir að vera í litlu santbandi við fólkið í landinu og fréttaskýrendur og aðrir hafa hvatt hana til að draga úr formlegheitunum. Frjálsleg framkoma Karls í Manchester i gær er talin til marks unt, að hann hyggist taka tillit til þessa. ✓ 's SUÐUR-ENGLAND /I , 30 km , Í r '--------1 i: .ýýýlý-JSÉ'Briahtttn. K..-I u ■ r Motgunblaðið/KRT SLÖKKVILIÐSMENN sinna björgunarstörfum á vettvangi versta lest- arslyss sem orðið hefur í Bretlandi í áratug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.