Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 19 VERIÐ 800 þús. tonn Síldarafli Fyrsta síld haustins komin á land „Þetta var ekki nein stórveizla“ „ÞETTA var ekki nein stórveizla, en sleppur alveg fyrir horn,“ segir Bjami Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, um upphaf síldveiða á þessu hausti. Víkingur fékk um 270 tonn af sfld og Jóna Eðvalds SF náði 180 tonnum í fyrrinótt. Bæði skipin voru á veiðum á Breiðdalsgrunni. Þriðja skipið, sem hafði farið til veiða, Húnaröstin, bilaði og hefur engan afla fengið enn. Dálítið um algjörar beljur „Þetta voru frekar smáar torfur og mikill straumur þannig að við urðum að kasta fimm sinnum til að ná þessu,“ sagði Bjami. „Síldin er hins vegar stór, svolítið misstór. það er ekkert smátt i henni en dálítið um algjörar „beljur", breddur, allt upp í 40 sentímetra að lengd. Það var alveg bærilegt veður um nóttina en síðan hvessi og það er ekkert veiðiveður eins og er og verður varla fyrr en hann lægir. Þess vegna förum við með þetta inn á Eskifjörð því aflinn er of lítill til að það borgi sig að fara heim til Akraness til löndun- ar. Ætli við dólum okkur svo ekki af stað aftur í rólegheitunum eftir löndun en það lítur ekki út fyrir veiði- veður í nótt,“ sagði Bjami þegar hann var á leið inn á Eskifjörð í gær. Bara stór síld „Þetta fer líklega í frystingu en við löndum hjá Borgey að þessu sinni,“ segir Ingólfur Ásgrímsson, skipstjóri á Jónu Eðvalds. Hann land- aði um hádegisbilið í gær og sagði að síldin væri góð, ekkert smátt í henni, bara stórt og allt upp í bolta- síld. „Við fengum þetta á Breiðdals- grunninu, heldur norðar en við upp- haf tveggja síðustu vertíða. Það var ágætis veður og við köstuðum þrisv- ar á þetta, en nú er komin kalda- drulla og ekki veiðiveður. Mér sýnist þetta fara betur af stað en í fyrra og það er töluvert af síld þama á slóðinni en mikill straumur." Kælingin skilar úrvals hráefni til vinnslu Bjami á Víkingi gerði ráð fyrir að eitthvað af síldinni færi í fryst- ingu, en megnið í bræðslu og sagðist hann ekki vita hve mikið væri borgað fyrir hana. Víkingur er ekki með sjó- kælingu, en þar er þó hægt að kælá eitthvað af síldinni niður með blönd- un íss og sjávar. Jóna Eðvalds er með kælitanka og segir Ingólfur Ásgrímsson að með því að kæla síld- ina niður strax fáist úrvalshráefni til vinnslunnar. Landa lyá Borgey Útgerð Jónu Eðvalds, Skinney á Homafirði, vinnur einnig síld, en Ingólfur sagði að þeir væru ekki til- búnir að hefja vinnslu. „Við vomm eiginlega á leiðinni í norsk-íslenzku síldina innan norsku lögsögunnar. Svo kom upp bilun hjá Húnaröstinni og þeir hjá Borgey báðu okkur að taka eitthvað fyrir sig til að geta byijað vinnslu. Þess vegna löndum við til vinnslu þar en ekki hjá okk- ur,“ segir Ingóifur. Þrettán á síld í lögsögu Noregs ÞRETTÁN íslenzk nótaskip hafa fengið leyfí til síldveiða innan lög- sögu Noregs. Leyfið er hluti af samn- ingi um heildarnýtingu norsk- íslenzku síldarinnar. Samkvæmt honum máttum við í ár taka 233.000 tonn af síld úr þessum stofni, innan eigin lögsögu, í Síldarsmugunni og innan lögsagna Jan Mayen og Fær- eyja. Þar af var okkur svo heimilt að taka 10.000 innan norsku lögsög- unnar, en utan 12 mílna línunnar og norðan við 62. gráðu. Aflanum má aðeins landa á Islandi eða í Noregi og skal þannig farið með hann um borð að hann hæfi til manneldi- svinnslu. Jón Sigurðsson undir færeysku flaggi Nokkur skip hafa þegar haldið til veiðanna, en samkvæmt fréttum frá Noregi er mest um smásíld á miðun- um. Stóra síldin hefur ekki gengið inn á þau enn þá, en þegar líður á haustin gengur síldin inn fyrir 12 mílurnar og þá getum við ekki veitt hana lengur. Þorsteinn EA var fyrsta skipið í þessum hópi sem kom á miðin innan norsku lögsögunnar síð- degis í gær. Fyrir var annað nóta- skip í eigu Samheija hf., Jón Sigurðs- son, en hann er nú undir færeysku flaggi. Jón kom á miðin fyrir viku en síðan þá hefur verið stanzlaus bræla og engin leið að athafna sig. Skipveijar hafa þó orðið varir við töluvert af síld og vonast til að geta veitt vel, þegar veðrið gengur niður. 770 tonn á hvert skip Skipin þrettán skipta 10.000 tonna heildarafla jafnt á milli sín og koma 770 tonn í hlut hvers. Aflaheimildir þessar eru óframseljanlegar. Eftir- talin skip hafa fengið leyfí til veið- anna: Gullberg VE, Júpíter ÞH, Víkur- berg GK, Þorsteinn EA, Bergur VE, Bjarni Ólafsson AK, Hólmaborg SU, Þórshamar GK, Sighvatur Bjarna- son VE eða Kap VE, Antares VE, Jóna Eðvalds SF, Beitir NK og Ell- iði GK. ERLENT Lífvörður Dodi Fayed man ekkert París. Reuter DÓMARINN sem vinnur að rann- sókn bflslyssins sem dró Díönu, prinsessu af Wales, vin hennar, Dodi Fayed, og bílstjóra þeirra, Henri Paul, til dauða 31. ágúst síðastliðinn, átti sinn fyrsta fund með Trevor Rees-Jones, lífverði, í gær. Vonast hafði verið til að Rees-Jones, sem var sá eini sem komst lífs af úr slysinu, gæti veitt upplýsingar um aðdraganda slyss- ins. Eftir fundinn, sem stóð í tvo tíma, gaf dómarinn ekki út neina yfirlýsingu. Samstarfsmenn hans sögðu hins vegar að Rees-Jones hafi getað svarað einhveijum spurningum um aðdraganda slyss- ins en muni ekkert af því sem gerðist eftir að hann settist inn í bílinn. Hann geti því ekki gefið upplýsingar um hvort slysið hafi tengst öðrum bíl. Algengt er að fólk gleymi slys- um vegna áfallsins sem þeim fylg- ir. Að auki gekkst Rees-Jones und- ir 10 tíma skurðaðgerð strax eftir slysið og var á mikilli lyfjagjöf sem getur orsakað minnisleysi. Fölsuð mynd á alnetinu Franskir lögreglumenn segja mynd sem dagblaðið France-Soir Trevor Rees-Jones birti í gær ekki vera af prinsess- unni. Myndin, sem birt var á alnet- inu á fimmtudag, sýnir björgunar- menn vinna að því að losa alblóð- uga ljóshærða konu úr bílflaki. Því var haldið fram að myndin sýndi Díönu og hafí verið tekin skömmu eftir að björgunarmenn komu á vettvang. Franskir lögreglumenn hafa hins vegar bent á að búning- ar björgunarmannanna á myndinni séu gulir en ekki appelsínugulir eins og búningar franskra björg- unarmanna og að neyðarnúmer sem sjáist í bakgrunni myndarinn- ar sé ekki franskt númer. Það var hópur sem kallar sig „Rotten" og sérhæfír sig í dreif- ingu óhugnanlegra mynda sem stóð fyrir birtingu myndarinnar á alnetinu. Hópurinn hefur neitað að gefa upplýsingar um uppruna myndrinnar en alls kyns falsanir eru algengar á alnetinu og lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir þær. France-Soir réttlætti myndbirtinguna með því að um heimild væri að ræða. Viðbúnaður við útför bílstjórans Henri Paul, bílstjóri, verður jarð- settur í dag en útför hans hefur dregist þar sem fjölskylda hans fór fram á að ný blóðsýni yrðu rann- sökuð. Mikill öryggisviðbúnaður verður við jarðarförina en komið hefur í ljós að Paul var óhæfur til aksturs þar sem hann var langt yfír leyfilegum ölvunarmörkum auk þess sem leifar tveggja geð- lyija fundust í blóði hans. Kohl hvetur Breta til að ganga í myntbandalag Cook segir erfitt að verða utan EMU ef vel tekst til Weimar, London. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, lýstu því yfir að loknum fundi sínum í gær að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) yrði að veruleika og að lönd þeirra myndu uppfylla inntökuskilyrðin. Kohl skoraði á Breta að bætast í hóp EMU-ríkja. Robin Cook utan- ríkisráðherra Bretlands sagði hins vegar í gær að Bretar yrðu ekki verða með frá upphafi, en erfítt yrði að standa utan myntbandalags- ins, tækist vel til. Kohl og Chirac komu saman á reglubundnum leiðtogafundi í Weimar í gær. Að loknum fundinum sagði Kohl á blaðamannafundi að bæði Frakkland og Þýzkaland myndu uppfylla skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir þátttöku í EMU. „Ég er algerlega viss um að það er enginn vafi á að við munum uppfylla skilyrðin á réttum tíma. Ég hef engar efasemdir um að það sama mun eiga við um Frakka," sagði Kohl. Chirac tók undir þetta, sagði að fundurinn hefði eflt bæði frönsk og þýzk stjómvöld í hollustu við mál- stað samruna í Evrópu og að EMU væri nú „innan seilingar." Stefnubreyting hjá Jospin Athygli vakti að Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem einnig sat fundinn, virðist vera bú- inn að breyta þeirri stefnu franskra stjórnvalda að mótvægi stjórnmála- manna þurfi við fyrirhugaðan Seðlabanka Evrópu. „Evrópska seðlabankanum þarf ekki að fylgja ráð af neinu tagi,“ sagði Jospin, en Frakkar hafa ítrekað talað um að einhvers konar efnahagsmálaráð ætti að vera til mótvægis við vald bankans. Reuter HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands (t.h.), ræddi einkum Evr- ópumál við Jacques Chirac forseta og Lionel Jospin forsætisráð- herra Frakklands, á 70. þýzk-franska samráðsfundinum, sem fram fór í Weimar í gær. ****★. EVROPA^ „Þegar Seðlabanki Evrópu verð- ur orðinn til verður hann sjálfstæð- ur. Hugmyndin um sjálfstæðan seðlabanka var okkur áður fram- andi en við gerum nú ráð fyrir henni í hugsun okkar um efnahags- og stjórnmál," sagði Jospin. „Við verð- um að hætta að tengja þessi mál." Ný stjórn upptekin við annað en EMU-aðild Kohl sagði á blaðamannafundin- um að hann væri viss um að í fjár- málahverfi Lundúnaborgar vildu menn gjarnan að Bretland tilheyrði Efnahags- og myntbandalaginu. „The City vill vera þátttakandi í evróinu,“ sagði hann. Fyrr í gær sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hins vegar í viðtali við BBC að ólíklegt væri að Bretar gengju í EMU strax í upphafi árið 1999, meðal annars vegna þess að hin nýja stjórn Verkamannaflokksins væri upptek- in af öðru. Aðspurður hvort líklegt væri að Bretland gengi í EMU fljótlega eft- ir upptöku sameiginlegs gjaldmiðils sagði Cook: „Ég veit ekki hvort það yrði fljótlega en hins vegar höfum við alltaf sagt að gangi stofnun myntbandalags eftir og takist vel til, verði erfitt fyrir Bretland að standa fyrir utan.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.