Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 56

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 56
r * MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK OZ býður íslenskum fjárfestum hlutabréf Hugbúnaðarfyrirtækið OZ er að hefja þriðja og síðasta áfanga hlutafjármögnunar. Forsvarsmenn OZ kynntu hlutafjárútboðið nokkrum ís- lenskum fagfjárfestum og verðbréfafyrirtækjum á fimmtudag og kom þar fram að boðnir verða út allt að 7 milljónir hluta á genginu 1,3 dollarar. Söluvirði bréfanna er því um 9,1 milljón dollara, eða um 646 milljónir íslenskra króna. Hlutabréfín verða boðin bandarískum og japönskum fjárfestum auk þess sem ís- lenskum fagfjárfestum stend- ur til boða að kaupa 2 milljónir hluta. Lágmarkshlutur hvers fagfjárfestis verður 5 milljónir króna að söluvirði. Aformað er að skrá bréf fyrirtækisins á opna tilboðsmarkaðnum í New York, NASDAQ, síðari hluta árs 1998. Stofnendur OZ eru stærstu hluthafar fyrirtækisins með 76,81% hlut en nokkrir stórir japanskir og bandarískir fjár- festar eiga á bilinu 1-5,6%. Starfsmenn OZ eru nú um 70. ■ Islenskum/18 Lést í vinnuslysi í vélsmiðju RÚMLEGA sextugur maður lést í vinnuslysi sem varð í vélsmiðju við Funahöfða í gær. Að sögn Gylfa Jónssonar hjá slysarannsóknadeild lögreglunnar varð maðurinn undir þungri vél sem verið var að koma fyrir í vélsmiðj- unni og er talið að hann hafí látist samstundis. Málið er enn í rann- sókn. Samningafundur í leikskóladeilunni stóð enn á miðnætti eftir meira en 30 tíma setu Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ er ekki víst að barnið hafi skilið hvað er um að vera í leik- skólanum, en svo getur farið að hann verði lokaður á mánudaginn. Lokatilraun til að afstýra verkfalli SAMNINGAFUNDUR í kjara- deilu leikskólakennara og sveitar- félaganna stóð enn á miðnætti í nótt og hafði þá staðið í yfír 30 klukkutíma. Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari sagði að í gangi væri úrslitatilraun til að ná samningum fyrir boðað verkfall. Þórir sagði í gærkvöldi að brugð- ið gæti til beggja vona um árangur af samningaviðræðum. Hann vildi ekld greina frá stöðunni í viðræðun- um í einstökum atriðum. Reynt yrði til þrautar í nótt að ná samningum. Verkfall leikskólakennara hefst nk. mánudag hafi samningar ekki tekist. Það nær til um 200 leikskóla á landinu öllu, en á þeim eru um 15 þúsund böm. Reykjavíkurborg rekur 63 leik- skóla og verða þeir allir lokaðir á meðan væntanleg vinnustöðvun varir nema leikskólinn Barónsborg við Barónsstíg, sem starfar að hluta þar sem leikskólastjórinn er ekki félagsmaður í Félagi íslenskra leikskólakennara. Óbreytt starfsemi verður á gæsluleikvöllum borgarinnar en þar eru fáir leikskólakennarar við störf. Skv. upplýsingum sem feng- ust hjá Dagvist barna er búist við að foreldrar muni nota gæsluvell- ina í einhverjum mæli en það er takmarkað úrræði, enda fyrst og fremst um útigæslu að ræða. Ekki er þó gert ráð fyrir að foreldrar sem stunda fulla vinnu nýti sér þann kost, sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir heimavinnandi fólk. I Hafnarfirði verður ellefu leik- skólum, sem reknir eru af Hafnar- fjarðarbæ, lokað meðan á verkfalli stendur. Vafí lék á um hvort loka þyrfti leikskólanum Garðavöllum við Hjallabraut þar sem leikskóla- stjórinn er ekki í Félagi íslenskra leikskólakennara en bæjaryfírvöld í Hafnarfirði tóku þá ákvörðun að loka honum einnig komi til verk- falls. Tveir einkareknir leikskólar eru í Hafnarfirði sem verða báðir opnir þrátt fyrir verkfallið. ■ Veit ekki hvað ég tek/4 ■ Börnin læra og þroskast/12 Morgunblaðið/Kristinn Styrkir samkvæmt rannsóknaráætlunum Evrópusambandsins Yfir 400 millj. til rannsókna í íslenzkum sjávarútvegi V;* Á ÞEIM rúmlega þremur árum sem liðin eru frá gildistöku samn- ingsins um Evrópskt efnahagssvæði hafa íslenzk fýrirtæki og rann- sóknastofnanir fengið talsvert á fimmta hundrað milljóna króna í styrki úr rannsóknasjóðum Evrópu- sambandsins til rannsókna, sem tengjast íslenzkum sjávarútvegi. Þetta eru um 40% þess fjár, sem fengist hefur til íslenzkra rannsókn- arverkefna samkvæmt 4. ramma- áætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun. Síðastliðið vor höfðu fengizt í styrki tæplega 413 milljónir króna til rannsóknaverkefna tengdra sjáv- arútveginum, samkvæmt upplýsing- um frá Kynningarmiðstöð Evrópu- rannsókna. Fé hefur fengizt til rannsókna samkvæmt ýmsum undir- áætlunum 4. rammaáætlunarinnar. Til rannsókna, sem heyra undir upplýsingatækniáætlun, hefur feng- izt 101 milljón og má sem dæmi nefna að Tæknival og fjögur frysti- hús fengu 50 milljónir vegna þróun- ar tölvukerfis í sjávarútvegi. Fengizt hafa 62,8 milljónir úr sjóðum iðnaðar- og efnistækniáætl- unar og hefur mest af því fé runnið til Hafrannsóknastofnunar, sem samtals hefur fengið rúmlega 110 milljónir króna í styrki frá ESB. Þá hafa fengizt tæplega 200 milljónir til rannsókna samkvæmt landbúnaðar- og sjávarútvegsáætl- un og hafa þeir peningar einkum runnið til Hafrannsóknastofnunar, Iðntæknistofnunar og Háskóla ís- lands. Rannsóknir, sem heyra undir ný- sköpunaráætlun, hafa fengið 36,4 milljónir í styrki og líftæknirann- sóknir tengdar sjávarútvegi 21,8 milljónir. Framlag ísiands 800 milljónir en 1.100 hafa þegar skilað sér Yfirleitt veitir ESB styrk fyrir 50% af kostnaði við viðkomandi verkefni og rannsóknaraðilar leggja sjálfir til hinn helminginn eða fjár- magna hann með öðrum hætti. Þá eru hér einungis taldir þeir styrkir, sem veittir eru íslenzkum aðilum, sem taka þátt í þessum rannsóknum, en skilyrði fyrir styrk- veitingu er að fyrirtæki eða stofnan- ir frá fleiri en einu landi komi að rannsóknunum. Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að auk þess að meira fé til rann- sókna sé nú til ráðstöfunar hafi rannsóknasamstarfið komið þeim í samband við nýja samstarfsaðila. Sigurður Tómas Björgvinsson hjá Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna segir að frá því að þessar töl- ur lágu fyrir í vor hafi nokkrir styrkir bætzt við og því sé ljóst að talan sé enn hærri. Samtals hafa um 1.100 milljónir komið í hlut Islendinga úr sjóðum 4. rammaáætlunarinnar, en hún er í gildi frá árinu 1994 og fram á mitt næsta ár. Gjald Islands fyrir þátt- töku í áætluninni er um 800 milljón- ir króna og hefur því mun meira skilað sér til baka en lagt var fram. Sigurður Tómas segir að enn séu til athugunar hjá ESB verkefni, sem líkleg séu til að hljóta styrk, og muni heildartalan því enn hækka. Septem- berganga við Gróttu HVER árstíð hefur sína töfra og þó septembermánuður hafi verið kaldur hefur veður verið fallegt og vel viðrað til útivistar. A morgun er gert ráð fyrir vest- og suðvest- lægum áttum og víðast kalda. Rigningarsúldi verður um vestan- vert landið. Annars verður úr- komulítið. A sunnudag ættu að ríkja hægar suðlægar áttir. Gert er ráð fyrir súld eða rigningu, einkum sunnan- lands. Hlýtt verður í veðri. ----♦♦♦---- Flugbanni á TF-Líf aflétt FLUGBANNI hefur verið aflétt af TF-LÍF, Super Puma-þyrlu Land- helgisgæslunnar. Norðmenn afléttu flugbanni af Super-Puma þyrlum í Noregi í fyrradag. TF-LIF var þó notuð í neyðartilfellum meðan flug- bannið stóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.