Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Arni í fyrsta
sætinu með
90,52% atkvæða
Kosningin er ekki bindandi
ÁRNI Sigíússon, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins, varð í fyrsta sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram
fór um helgina. Hann hlaut 4.542
atkvæði eða 90,52%. Á kjörskrá voru
15.160. Atkvæði greiddu 6.575 eða
43,37% og er kosningin því ekki bind-
andi. Gild atkvæði voru samtals 6.348
en auðir og ógildir seðlar voru 227.
í öðru sæti varð Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson með 3.323 atkvæði eða
80,26% atkvæða. í þriðja sæti varð
Inga Jóna Þórðardóttir með 3.377
atkvæði eða 71,2% og í fjórða sæti
varð Júlíus Vífíll Ingvarsson með
2.693 atkvæði eða 70,92%.
Júlíus Vífill og Guðlaugur Þór
Þórðarsson, sem er í sjöunda sæti
listans, eru meðal nýliða á listanum
en þrír borgarfulltrúar, þau Hilmar
Guðlaugsson, Gunnar Jóhann Birg-
isson og Guðrún Zoéga gáfu ekki
kost á sér.
I prófkjöri flokksins fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar vorið 1994
hlutu tíu efstu frambjóðendumir
bindandi kosningu. Til þess að kosn-
ing verði bindandi þarf helmingur
flokksbundinna að taka þátt í próf-
kjörinu og frambjóðendur að fá
helming greiddra atkæða.
Árni Sigfússon
Anægður með
lýðræðislega
niðurstöðu
„ÞETTA er ágæt niðurstaða,“
sagði Ámi Sigfússon, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, en
hann hlaut flest
atkvæði eða
90,52% í fyrsta
sæti. „Ég tel að
þegar á sjöunda
þúsund sjálf-
stæðismenn
koma saman sé
þetta lýðræð-
isleg niðurstaða
og það er ekki annað en að vera
ánægður með þá niðurstöðu. Sér-
staklega þegar haft er í huga að
þama koma saman karlar og kon-
ur, ungir og aldnir, hver með sitt
atkvæði og raða þessu svona upp.“
Ámi benti á að eins og sjálfstæð-
ismenn störfuðu í borgarstjórnar-
flokknum væri um að ræða 18
mann hóp þar sem hvert sæti skipti
máli. „Miðað við niðurstöður próf-
kjörsins em átta konur í þessum
18 manna hópi og það er vel,“
sagði hann. „Ef menn vilja hafa
röðina öðravísi en fram kemur í
prófkjörinu er það kjömefndar að
skoða og leggja það síðan fyrir
fulltrúaráðið. Listinn er ekki bind-
andi og það þarf ekki að vera verra
að kjömefnd hefur heimild til að
að hreyfa til öll nöfn.“
Árni telur ekki ólíklegt að ein-
hverjar breytingar verði á hópnum,
það hafi gjarnan verið gert eftir
frekari skoðun. „Það er eitt að
gefa kost á sér í prófkjör og ná
góðu kjöri,“ sagði hann. „Einhveij-
ir verða aftarlega og það er ekki
sjálfgefið að þeir sitji í þeim sætum
sem þeir höfnuðu í.“
Ámi sagði að sér fyndist hópur-
inn mjög sterkur og að ef verið
væri að hugleiða að kalla til utanað-
komandi fólk á listann yrði það
mjög vandasamt og flókið. „Það er
ekkert sem kallar á slíkt að mínu
mati,“ sagði hann. „Listinn er af
mörgum metinn sterkari en hann
hefur oft verið út úr prófkjöri en
það er kjömefndar að ákveða."
ffrrnmrmmTmmTmTTTfi
Allt til rafsuðu
= HÉÐINN =
VERSLUN
SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260
Þú færð allt til rafsuðu
hjá okkur, bæði
TÆKI, VÍR og
FYLGIHLUTI.
Forysta ESAB
er trygging fyrir
gæoum og
góðri þjónustu
Niðurstöður prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
1997
ÁX Atkvæði greiddu 6.348 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.- 5. sæti 1.-6. sæti 1.- 7. sæti Samtals, 1.-8. sæti Hlutfall %
1. Árni Sigfússon 4.542 5.746 90,52
2. Viihjálmur Þ. Vilhjálmsson 189 3.323 5.095 80,26
3. Inga Jóna Þórðardóttir 1.184 2.280 3.377 4.559 71,82
4. Júlíus Vífill Ingvarsson 99 480 1.229 2.693 4.502 70,92
5. Jóna Gróa Sigurðardóttir 31 234 1.353 1.904 2.345 3.523 55,50
6. Ólafur F. Magnússon 64 222 609 1.703 2.247 2.688 3.512 55,32
7. Guðlaugur Þór Þórðarson 22 247 934 1.512 2.010 2.488 2.973 3.360 52,93
8. Kjartan Magnússon 34 143 398 786 1.761 2.287 2.836 3.254 51,26
9. EyþórArnalds 24 71 200 443 863 1.336 1.797 2.249 35,43
10. Snorri Hjaltason 49 87 229 414 1.070 1.439 1.837 2.157 33,98
11. Kristján Guðmundsson 7 37 128 278 526 1.147 1.525 1.869 29,44
12. Helga Jóhannsdóttir 8 44 135 293 581 998 1.420 1.795 28,28
13. Ágústa Johnson 18 42 102 275 445 725 1.076 1.427 22,48
14. Baltasar Kormákur 5 40 105 205 410 653 920 1.274 20,07
15. Linda Rós Michaelsdóttir 10 113 237 364 538 730 986 1.241 19,55
Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1994
Atkvæði greiddu 8.845 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.- 5. sæti 1.- 6. sæti 1.-7. sæti Samtals, 1.- 8. sæti Hlutfall %
1. Markús Örn Antonsson 6.329 7.452 88,3
2. Árni Sigfússon 762 3.401 6.721 79,6
3. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 563 1.813 2.890 6.066 71,9
4. Inga Jóna Þórðardóttir 106 1.433 2.423 2.992 5.681 67,3
5. Hilmar Guðlaugsson 44 171 438 2.130 2.680 5.308 62,9
6. Gunnar Jóhann Birgisson 60 302 712 1.964 2.623 3.147 5.249 62,2
7. GuðrúnZoéga 42 266 1.462 1.978 2.529 2.981 3.500 5.109 60,5
8. Jóna Gróa Sigurðardóttir 13 147 986 1.386 1.876 2.365 2.859 4.853 57,5
9. Þorbergur Aðalsteinsson 36 102 243 442 741 2.066 2.571 4.556 54,0
10. Ólafur F. Magnússon 47 172 361 826 1.307 1.846 2.396 4.379 51,9
11. Páll Gíslason 73 593 960 1.233 1.630 1.961 2.367 4.177 49,5
12. Anna K. Jónsdóttir 38 225 558 838 1.332 1.724 2.158 4.000 47,4
13. Júlíus Hafstein 68 804 1.242 1.510 1.819 2.080 2.410 3.595 42,6
14. Helga Jóhannsdóttir 8 37 122 242 454 711 1.351 3.294 39,0
15. Björgúlfur Guðmundsson 77 205 409 597 1.165 1.502 1.874 3.264 38,7
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Anægður
með niður-
stöðuna
„ÉG ER mjög ánægður með þessa
niðurstöðu, bæði hvað mig varðar
og eins gagnvart listanum í heild.
Ég þakka öllum
þeim sem studdu
mitt framboð.
Ótvíræður
stuðningur við
Áma Sigfússon
í 1. sæti er mik-
ill styrkur fyrir
listann og þá
kosningabaráttu
sem er framund-
an,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son sem varð í 2. sæti í prófkjöri
. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
vegna borgarstjórakosninganna.
Vilhjálmur fékk 3.323 atkvæði
í 1. og 2. sætið en samanlagt 5.095
atkvæði í prófkjörinu eða 80,26%.
„Ég er þeirrar skoðunar að við
séum með mjög sterkan lista og
með góðri samstöðu og þróttmiklu
málefnastarfi er fátt sem sem get-
ur komið í veg fyrir að Sjálfstæðis-
flokkurinn nái meirihluta í borgar-
stjórnarkosningunum í maí. Mál-
efnastaða Sjálfstæðisflokksins i
borgarmálum er mjög góð,“ sagði
Vilhjálmur ennfremur.
Hann sagðist í engum vafa um
að listinn eins og hann lægi fyrir
núna væri öflugur. Á listanum væri
fólk sem kæmi víða að og hefði ólík-
an bakgrann. Listinn væri kraftmik-
ill og ferskur blær yfír honum.
„Það er auðvitað ekki hægt að
uppfylla óskir allra þegar svona listi
er settur saman. Það er fólkið sem
velur og þeir sem fara í prófkjör
verða að vera tilbúnir til þess að
taka niðurstöðunni. Ég held að nú
hafi tekist mjög vel til og þess
vegna er mjög bjartsýnn á fram-
háldið,“ sagði Vilhjálmur einnig.
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Fann fyrir
miklum
stuðningi
„ÉG ER að vonum afskaplega glað-
ur yfir þessari niðurstöðu," sagði
Júlíus Vífill Ingvarsson en hann er
einn nýliðanna
sem buðu sig
fram í prófkjör-
inu og lenti í
fjórða sæti list-
ans með 70,92%
atkvæða. „Ég
lagði út í þessa
kosningabaráttu
með stuttum fyr-
irvara og hafði
því ekki undirbúið baráttuna eins
og aðrir frambjóðendur eðlilega
höfðu gert,“ sagði hann. „Ég gat
ekki gert mér grein fyrir því að ég
fengi svona göðan stuðning fyrr en
líða tók á kosningabaráttuna en þá
fann ég fyrir miklum stuðningi og
er afskaplega þakklátur fyrir hann.“
Júlíus telur listann að mörgu leyti
sterkan. Listann skipi góð blanda
af fólki, bæði ungu og nýju sem og
reyndu, sem taka muni þátt í þeim
baráttu sem framundan er. „Ég
þekki þetta fólk og ég held að sam-
vinna okkar geti orðið með miklum
ágætum," sagði hann.
Júlíus sagðist hafa starfað mikið
í félagsmálum á háskólaáram sínum
og eins í listalífinu og nú síðast í
atvinnulífinu. „Þannig að sá hluti
er mér vel kunnugur," sagði hann.
„Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum
lengi og starfað með honum í mörg
undanfarin ár en ég hef ekki áður
tekið virkan þátt í stjómmálum og
renndi því nokkuð blint í sjóinn með
hvaða stuðning ég mundi fá í próf-
kjörinu. Mér skilst á reyndum
stjórnmálamönnum að það sé sjald-
gæft ef menn koma ekki úr hringiðu
stjómmálanna að ná kosningu sem
þessari."
IngaJóna
Þórðardóttir
Setti
markið hátt
„ÉG SETTI markið hátt og ákvað
að stefna í fyrsta sæti,“ sagði Inga
Jóna Þórðardóttir en hún ásamt
Áma Sigfússyni
gaf kost á sér í
fyrsta sæti og
hafnaði í þriðja
sæti með 71,82%
atkvæða. „Ég er
mjög sátt við að
hafa reynt við
fyrsta sætið og
sátt við sjálfa
mig á eftir."
„Ég treysti mér til að leiða listann
til sigurs í borgarstjómarkosningun-
um í vor,“ sagði hún. „Ég er ekki
ánægð með að hafa ekki náð settu
marki en ég gerði mér grein fyrir
að ég væri að taka mikla áhættu.
Þá áhættu að ég gæti dottið niður
listann og með þliðsjón af því er ég
sátt við að halda mínu þriðja sæti.“
Inga Jóna sagði að sér fyndist
slæmt að sjá hlut kvenna rýrna
miðað við það sem áður var en kjör-
nefnd eigi eftir að skoða listann og
reyna að koma með tillögu sem
höfðar til breiðs hóps.