Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
KENNARASAMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Breytingar á launatöflu
og aukinn sveigjanleiki
Samningur Launanefndar sveitarfélaga og KÍ og HÍK
Nokkur dæmi um breytingar á samningstímabilinu:
Nýútskrifaður kennari
(byrjandi)
s Kennari, 4 ára háskólanám
18 ára starfsreynsla
Skólastjóri í meðalstórum skóla,
| 18árastarfsreynsla
Skólastjórar í stærstu skólum,
18 ára starfsreynsla
SAMKOMULAG Launanefndar
sveitarfélaga annars vegar og
Kennarafélags íslands og Hins ís-
lenska kennarafélags hins vegar
var undirritað í gærkvöldi og kveð-
ur á um 33% launahækkanir á
samningstímanum, sem er til 31.
desember árið 2000. í samkomulag-
inu kemur fram að launatafia kenn-
ara breytist og sveigjanleiki eykst.
Boðuðu verkfalli kennara var frest-
að í gær eftir að það hafði staðið
i tæpan sólarhring og verður sam-
komulagið borið upp við kennara
innan þriggja vikna frá undirritun.
í samkomulaginu segir að upp-
byggingu launatöflu grunnskóla-
kennara hafi verið breytt. Nú er
um að ræða sex þrepa töflu í stað
átta áður og segir að munurinn
milli launaflokka sé 3% til 3,5%.
Er tekið fram að „vegin meðal-
hækkun launatöflu [sé] 5,04%“ og
gildistími hennar sé frá 1. ágúst
þessa árs.
Samkvæmt samkomulaginu
munu laun kennara hækka um 3,5%
1. janúar 1998,1,5% 1. ágúst 1998,
3,5% 1. janúar 1999, 3,5% 1. jan-
úar 2000 og 3,25% 1. desember
2000.
Þar kveður á um það að kennslu-
ferlisflokkar eftir eins og tveggja
ára kennsluferil falli niður og röðun
kennara á fyrsta og öðru ári í starfí
hækki sem því nemur.
Hækkað um launaflokk
Þá hafa kennarar fengið því
framgengt í samkomulaginu að röð-
un grunnskólakennara og leiðbein-
enda eftir menntun í launaflokka
breytist þannig að þeir hækki um
einn launaflokk 1. ágúst 1998.
nóvember sama ár.
Hámarkskennsla í stað
kennsluskyldu
Ein grein samningsins fjaliar um
desemberuppbót, sem eigi að nema
tæpum 30 þúsund krónum hjá
kennara sem hefur verið í fullu
starfí tímabilið 1. janúar til 30.
í samkomulaginu segir að í nýj-
um kjarasamningi eigi að kveða á
um hámarkskennslu í stað kennslu-
skyldu. Hámarkskennsla, aldursaf-
sláttur og fyrirkomulag starfsdaga
sé óbreytt frá fyrra kjarasamningi
og hámarkskennsla í dagvinnu hjá
almennum kennara verði því áfram
28 kennslustundir á viku.
„Markmiðið með framangreind-
um breytingum er að ná fram aukn-
um sveigjanleika í skipulagningu
skólastarfs," segir í samkomulag-
inu. „Þannig skapast betri mögu-
leikar á því að mæta óskum kenn-
ara úm fullt starf við einsetningu
grunnskólans auk þess sem unnt
verður að fela kennurum í auknum
mæli önnur verkefni sem samræm-
ast starfssviði þeirra.“
Segir enn fremur að sé sá mögu-
leiki nýttur að bæta inn öðrum
störfum geti það falið þrennt í sér,
að kennsla víki fyrir öðrum störfum,
stöðuhlutfall hækki og greiðslu yfir-
vinnu.
Þetta var liður í tillögu sveitarfé-
laga í síðustu viku og gefur kost á
kjarabótum.
Aukin ábyrgð skólasljóra
Sérstök grein er um breytta stöðu
skólastjóra eftir yfirfærslu grunn-
skólans til sveitarfélaganna, enda
hafí þeir við það orðið forstöðumenn
stofnunar á vegum síns sveitarfé-
lags, sem hafí meðal annars í för
með sér ábyrgð á rekstri stofnunar-
innar, þátttöku í áætlanagerð, fjár-
málastjórn og starfsmannastjórn-
un. Segir að til að mæta þessu verði
skólastjórar hækkaðir um einn
launaflokk frá 1. nóvember 1997
og einn launaflokk frá 1. júní 1998.
Aðstoðarskólastjórar hækki um
einn launaflokk frá 1. nóvember
1997.
Enn fremur segir að endurskoða
verði innbyrðis samsetningu launa
skólastjóra með það að markmiði
að auka vægi fastra launa á kostn-
að annarra launagreiðslna.
„Lögð er áhersla á aukningu
stjórnunarþáttar í starfi skólastjóra
grunnskóla og dregið verði úr vinnu
við önnur störf en stjórnun með því
að minnka vægi hámarkskennslu í
dagvinnu í starfí skólastjóra," segir
í samkomulaginu og á endur-
skoðuninni að ljúka í lok apríl á
næsta ári og útfærsla hennar að
taka gildi frá og með 1. ágúst 1998.
Segir að samningsaðilar skuli
„bera þennan kjarasamning upp til
samþykktar eða synjunar innan
þriggja vikna frá undirritun. Hafí
gagnaðila ekki borist tilkynning um
niðurstöðu fyrir kl. 15:00 17. nóv-
ember nk. skoðast hann samþykkt-
ur.“
Fyrirvari um
lagabreytingar
Nokkrar bókanir fylgja sam-
komulaginu. Um vinnutímafyrir-
komulag segir að aðilar séu sam-
mála um að á samningstímanum
verði fjallað um mögulegar efnis-
breytingar á því, til dæmis í tengsl-
um við endurskoðun aðalnámsskrár
og hugsanlegar breytingar í kjölfar
þeirrar endurskoðunar.
Samningsaðilar taka fram að
þeir séu sammála um að kanna á
samningstímanum möguleika á því
að taka upp einfalt lífaldurskerfi í
stað viðmiðana við starfs- og próf-
aldur, án þess að þeir fjalli nánar
um það atriði.
Þá er bókun þess efnis að verði
gerðar breytingar á lögum um rétt-
indi og skyldur kennara og skóla-
stjórnenda í andstöðu við samtök
kennara skal þeim heimilt að segja
upp kjarasamningnum. Eigi að
miða uppsögn samningsins við
gildistöku slíkra laga.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
Engin rök eru til
að taka upp samninga
Atelur
vinnubrögð
STJÓRN Kennarafélags Reykja-
víkur hefur sent Morgunblaðinu
eftirfarandi ályktun:
„Stjóm Kennarafélags Reylya-
víkur átelur harðlega þau vinnu-
brögð sveitarstjórnarmanna sem
birst hafa kennurum undanfarna
daga og nánar var um fjallað á
blaðamannafundi kennarafélag-
anna í Kennarahúsinu fyrr í dag.
Svo virðist sem grunnskólanum
skuli fórnað á altari pólitískra
hagsmuna. Við lýsum furðu okkar
á að viðræðunefnd sveitarstjórn-
armanna skuli misnota aðstöðu
sína og bijóta trúnað gegn við-
semjendum sínum og sýna þannig
í verki að það var aldrei meining-
in að semja við kennarafélögin.
Við lýsum fulium stuðningi við
störf samninganefndar kennara-
félaganna og krefjumst heiðar-
leika af háifu viðsemjenda þeirra.
Jafnframt hörmum við að al-
menningur skuli ekki verða upp-
lýstur um hvaða hugmyndir borg-
arstjórinn í Reykjavík hafði í far-
teskinu á fundi sumra sveit-
arstjórnarmanna með viðræðu-
nefnd Launanefndar sveitarfélag-
anna í gær.
Við lýsum fullri ábyrgð á hend-
ur sveitarstjórnum iandsins er
virðast hafa það markmið að leið-
arljósi að hrekja u.þ.b. 40.000
grunnskólanema út í óvissuna.“
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segir að það séu engin rök
fyrir því að samningar ríkis og sveit-
arfélaga um yfirfærslu grunnskól-
ans verði teknir upp vegna nýgerðra
kjarasamninga sveitarfélaganna við
kennara. Þeir tekjustofnar sem
sveitarfélögin hafi fengið við yfir-
færslu grunnskólans hafí verið um-
talsvert meiri en nam þáverandi
kostnaði af rekstri grunnskólans.
Friðrik sagði að þegar samning-
arnir um yfírfærsluna hefðu verið
gerðir hefðu samningar við kennara
nýlega verið afstaðnir. Tekið hefði
verið að fullu tillit til allra hækkana
sem þeir kjarasamningar höfðu í för
með sér á samningstímabilinu. í
öðru lagi hefði verið meðtalinn fyrir-
sjáanlegur kostnaður vegna fjölgun-
ar kennslustunda fram yfír aldamót,
sem og aukinnar sérkennslu. í þriðja
lagi hefði sveitarfélögunum verið
bættur upp væntanlegur aukinn
kostnaður við rekstur grunnskólans
á næstu árum bæði með flutningi á
fé frá ríkinu og einnig með heimild
til þess að hækka útsvar um 0,1%
á árunum 1997 og 1998. í fjórða
lagi hefði verið gert ráð fyrir aðstoð
ríkisins við byggingu skólahúsnæðis
vegna einsetningar grunnskólans og
séu útgjöld ríkisins vegna þessa
1.325 milljónir króna á næstu fimm
árum.
4-500 tnilljónir á næsta ári
„Þá er rétt að benda á að sveitar-
félögin hafa að sjálfsögðu notið hag-
vaxtarins eins og aðrir í þjóðfélaginu
og fengið talsvert meiri tekjur af
tekjustofnunum sem fluttir voru yfir
til sveitarfélaganna heldur en gert
var ráð fyrir þegar samningurinn var
gerður. Þetta hefur gerst bæði í fyrra
og í ár og eru umtalsverðar upphæð-
ir án þess að nokkur nýr samningur
hafí verið gerður við kennara og á
næsta ári skilar hagvöxturinn sér í
því að sveitarfélögin fá 4-500 millj-
ónir króna umfram þá fjárhæð sem
gert var ráð fyrir 1996 þegar samn-
ingurinn var gerður," sagði Friðrik.
Hann benti á að samningur kenn-
ara gilti fram á næstu öld og hækk-
anir samkvæmt honum kæmu til
framkvæmda í áföngum á þeim tíma.
Ef hagvöxtur yrði sá sem spáð væri
á næstu árum myndi hann einn og
sér lauslega áætlað nægja til að
greiða aukakostnað vegna kjara-
samninganna sem nú hefðu verið
gerðir.
„í raun og veru gekk ríkið þannig
frá samningnum við sveitarfélögin
að verulegt borð var fyrir báru til
þess að sveitarfélögin gætu lagt
grunnskólanum til aukið fjárframlag
annað hvort í formi launa eða með
því að lengja og bæta skólastarfíð
með öðrum hætti,“ sagði Friðrik.
Einhver áhrif á kjarasamninga
ríkisins
Hann sagði að það væri ánægju-
iegt að kjarasamningar við kennara
skyldu hafa tekist, en leitt ef rétt
væri að ekki skyldi hafa tekist að
semja um aukið vinnuframlag í skól-
unum til þess að styrkja þannig sjálft
skólastarfíð. Aðspurður hvort hann
óttaðist að samningar sveitarfélag-
anna við kennara og leikskólakenn-
ara, þar sem samið hefur verið um
talsvert meiri hækkanir en almennt
í öðrum samningum hefðu áhrif á
þá samninga sem ríkið á eftir að
gera, sagði Friðrik: „Auðvitað má
gera ráð fyrir að þeir samningar sem
hafa verið gerðir að undanförnu af
hálfu sveitarfélaganna kunni að hafa
einhver áhrif á þá kjarasamninga
sem ríkið á eftir að gera við ýmsa
aðila, eins og til dæmis þroskaþjálfa
og lækna, þótt ég'vilji alls ekki setja
jafnaðarmerki þar á milli.“
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri
Gleðiefni
að samn-
ingamir
séu í höfn
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir það mikið
gleðiefni að kjarasamningar við
kennara skuli vera í höfn. „Ég
er mjög ánægð með að það skuli
hafa tekist að ná samningum og
verkfall skuli ekki hafa staðið
nema í einn dag. í mínum huga
var það algjörlega óviðunandi
að skólastarf legðist af og ég
trúði því og vonaði allt til síð-
ustu stundar að menn myndu
ná saman,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún.
Hún sagði að á þessari stundu
lægi ekki fyrir hvernig borgin
myndi mæta þeim kostnaðar-
hækkunum sem fylgdu kjara-
samningunum. Það væri alveg
Ijóst að fara þyrfti vandlega yfir
þau mál og athuga hvort hægt
væri að hagræða almennt í
rekstri borgarinnar og eins
hvort hægja mætti á eða fresta
einhverjum framkvæmdum. Það
væri ekki þar með sagt að það
þyrfti að gerast strax á næsta
ári, því kjarasamningurinn
kæmi til framkvæmda í áföngum
og myndi vega æ þyngra eftir
því sem á liði og uppsöfnunar-
áhrifin kæmu í ljós. Engu að
síður mætti búast við að strax á
næsta ári yrði kostnaðurinn
meiri en sem næmi þeim tekjum
sem borgin fengi af þeirri út-
svarsprósentu sem færð hefði
verið til sveitarfélaganna vegna
yfirfærslu grunnskólans og
einnig því sem góðærið skilaði í
auknum tekjum.
Viðræður við ríkisvaldið koma
til greina
Aðspurð sagði Ingibjörg að
skattahækkun væri ekki inni í
myndinni til að mæta þessum
kostnaðarhækkunum. Leita yrði
allra annarra leiða áður en til
þess gæti komið. Hún sagði að
sér fyndist koma til greina að
óska eftir viðræðum við ríkis-
valdið vegna meiri kostnaðar af
grunnskólunum, því þótt góðær-
ið væri að skila einhveijum 500
milljónum króna í auknum tekj-
um vegna þeirrar útsvarspró-
sentu sem færð hefði verið til
sveitarfélaganna, þá séu þær
farnar og meira til hjá sveitarfé-
lögunum í heild vegna þessara
samninga. „Þar að auki höfum
við sveitarfélögin líka verið að
bæta inn í skólana ýmsu sem er
kannski umfram grunnskólalög-
in, einfaldlega vegna þess að við
erum að taka við grunnskólan-
um úr langvarandi svelti," sagði
Ingibjörg ennfremur.
Hún sagði að þannig hefði
útgjaldaauki vegna yfirfærslu
grunnskólanna verið verulegur
umfram það sem menn hafi séð
fyrir vegna yfirfærslunnar. Að-
spurð sagði hún að það væru
viss vonbrigði að ekki hefðu
náðst fram þær breytingar á
kjarasamningnum sem sveitar-
félögin óskuðu eftir til að auka
sveigjanleika í skólastarfi. Að
vísu hefði náðst fram ákveðinn
sveigjanleiki og gert væri ráð
fyrir viðræðum í þessum efnum
á samningstímanum. „Eg neita
því ekki að það veldur mér viss-
um vonbrigðum að við skyldum
ekki ná lengra í því efni, en það
getur vel verið að okkar vænt-
ingar hafi þar verið óraunhæfar
og menn bara ekki tilbúnir að
stíga þessi skref á þessari
stundu,“ sagði Ingibjörg Sólrún.