Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 l'l
KENNARASAMNINGAR
Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Islands
Ekki annað verjandi en bera
ávinninginn undir atkvæði
Morgunblaðið/Ásdis
EIRÍKUR Jónsson, formaður KÍ, og Jón G. Kristjánsson, formað-
ur samninganefndar sveitarfélaga, takast í hendur að lokinni
undirritun. Á milli þeirra er Þórir Einarsson ríkissáttasemjari.
„VIÐ höfum átt í mjög erfiðri og
langri deilu. Það hefur verið tekist
hart á og við mátum stöðuna svo
í morgun að það væri komið það
mikið inn í þennan samning, að það
væri í raun ekki annað veijandi en
að bera hann undir atkvæði félags-
manna,“ sagði Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarasambands ís-
lands, í gærkvöldi að aflokinni und-
irritun nýs kjarasamnings kennara-
félaganna og sveitarfélaga.
„Þess ber að geta að það hafa
breyst mjög forsendur frá því að
við fórum í verkfallsboðunina. Öll-
um vinnutímahugmyndum sveitar-
félaganna var ýtt út af borðinu en
það voru ekki síst þær hugmyndir,
sem gerðu kennara mjög reiða, því
þar átti að stokka allt upp og auka
við kennslu, sérstaklega eldri kenn-
aranna. Fyrir það áttu menn að fá
einhver 22% í launahækkun. Þetta
var staðan þegar atkvæðagreiðslan
um verkfall fór fram. Nú erum við
með samning þar sem ekki eru
gerðar breytingar á vinnutímanum.
Það er opnað fyrir ákveðinn sveigj-
anleika og ef hann er nýttur koma
til aukagreiðslur vegna þess. Það
er þó vonarpeningur og ekki í
hendi,“ segir Eiríkur.
Tók 12 tíma að ganga að
innanhússtillögunni
Eiríkur sagði að kennarar næðu
því fram að byijunarlaun þeirra
yrðu ekki undir 100 þúsund kr. á
mánuði við upphaf næsta skólaárs
og náð yrði 110 þúsund kr. byijun-
arlaunum á samningstímanum.
Hann sagði einnig mikilvægt að
kennarar fengju afturvirkar hækk-
anir frá 1. ágúst sl.
Eiríkur var spurður hvort hann
væri bjartsýnn á að kennarar
myndu samþykkja samninginn í
atkvæðagreiðslu. „Við sem eigum
sæti í samninganefndinni töldum
rétt að ganga að þessu. Það tók
okkur tólf klukkutíma, frá því að
við fengum upplýsingar um hvað
myndi verða í tillögunni, að komast
að niðurstöðu í samninganefndinni.
Það urðu mjög hreinskiptar um-
ræður og niðurstaðan varð þessi,“
sagði Eiríkur.
„Hluti af samkomulaginu núna
var yfirlýsing frá launanefnd sveit-
arfélaga, þar sem fram kemur að
þrátt fyrir þennan eina dag í verk-
falli, verða laun ekki dregin af fólki.
Við höfum skriflega yfirlýsingu
þess efnis,“ segir Eiríkur.
Ásaka ekki Morgunblaðið um
rangar upplýsingar
Mikil harka var í viðræðunum
yfir helgina og boðaði samninga-
nefnd kennara til fréttamanna-
fundar fyrir hádegi sl. sunnudag
vegna fréttar í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins af fundi borgar-
stjóra með fulltrúum launanefndar
sveitarfélaga á laugardag. Settu
kennarar fram harðar ásakanir um
trúnaðarbrest á milli samningsað-
ila. Héldu þeir því fram að trúnað-
argögn hefðu borist af fundinum
til Morgunblaðsins um efni fundar
launanefnar og upplýsingar um
laun kennara, sem kennarar sögðu
rangar.
„Við vissum ekki hvaða aðili þar
var á ferðinni. Það hefur einhver
komið til þess fundar í öðrum til-
gangi en efni fundarins gaf tilefni
til. Okkur fannst þetta mjög alvar-
legt vegna þess að þarna var dreift
röngum upplýsingum," sagði Eirík-
ur. Hann sagði að launatölur í frétt
Morgunblaðsins hefðu eingöngu
náð yfir heildarlaun kennara í fullu
starfi og að meðtalinni yfirvinnu
en ekki laun annarra. Það gæfi
mjög villandi mynd af launum
kennara. Eðlilegra væri að miða
slíkar tölur við stöðugildi.
Eiríkur var þá spurður hvort
kennarar væru að ásaka Morgun-
blaðið fyrir að birta rangar upplýs-
ingar: „Nei, ég var ekki að saka
Morgunblaðið um að birta annað
en það sem þvi hafði borist, en það
er ljóst að þangað hafa borist gögn
af fundinum og okkur voru sýnd
þessi gögn eftir á og allt sem i
þessum gögnum stóð passaði við
fréttina í Morgunblaðinu,“ sagði
Eiríkur.
Hann sagði að kennarar hefðu
spurt sig í hvaða tilgangi þessum
upplýsingum hefði verið komið til
blaðsins og talið nauðsynlegt að
þjóðin fengi að vita að þarna væri
ekki um eðlileg vinnubrögð að
ræða. „Ég held að það megi
kannski segja að við höfum tapað
30 klukkutímum úr vinnu vegna
alls þessa ferlis," sagði hann.
Eiríkur sagði aðspurður að kenn-
arar væru ekki að gera þá kröfu
að Morgunblaðið lægi á slíkum upp-
lýsingum. „Samninganefnd kennara
er lokuð inni í Karphúsi, bundin
trúnaði, en einhveijir voru þama á
ferðinni sem vom að leika einhvem
annan leik en við. Það er ekkert
óeðlilegt við að fjölmiðlar birti þær
upplýsingar sem þeim berast, ekki
síst ef þær em komnar frá áreiðan-
legum aðilum, en það sem mér
fmnst alvarlegt er að þama hefur
eitthvað annað vakað fyrir mönnum.
Mér fannst að þama væri gmnn-
skólinn orðinn bitbein í pólitískri
baráttu og að tilgangurinn ætti að
helga meðalið," svaraði Eiríkur.
Úrtak náði
til 632
kennara í
fullu starfi
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi athuga-
semd frá launanefnd sveitar-
félaga við framsetningu
Morgunblaðsins 25. október
á upplýsingum um meðal-
heildarlaun kennara:
„í fréttinni var það ekki
tekið fram að um væri að
ræða meðallaun kennara í
fullu starfi allt sl. skólaár
miðað við tímabilið 1. sept.
1996-31. ágúst 1997, eins
og gerð var grein fyrir í um-
ræddu skjali.
Gefa ekki heildarmynd
Af um 1.300 kennurum í
Reykjavík náði úrtakið til 632
almennra kennara í fullu
starfí á þessu tímabili. I úr-
takinu voru ekki taldir með
æfíngakennarar, sérkennar-
ar, aðstoðarskólastjórar og
skólastjórar.
Meðallaun þeirra kennara
sem vora í hlutastarfí eða
störfum hluta ársins vom held-
ur ekki meðtalin. Þar af leið-
andi gefa þessar upplýsingar
ekki mynd af meðalheildar-
launum allra kennara er störf-
uðu í grunnskólum Reykjavík-
ur á umræddu tímabili.
Harma birtingu
upplýsinga
Þessar upplýsingar vom
unnar fyrir fund stjórnar
Launanefndar sveitarfélaga
og eingöngu ætlaðar fyrir
sveitarstjórnamenn. Rétt er
að geta þess að þessi gögn
vom ekki ætluð til birtingar
í fjölmiðlum og ber að harma
að svo hafi verið gert.
Verið er að vinna að út-
reikningi meðalheildarlauna
allra kennara í gmnnskólum
Reykjavíkur en ekki náðist að
klára þær fyrir fundinn í
gær.“
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
Þurfti innanhúss-
tillögu til að ná
í lokahöfn
ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari
sagði í gær að þurft hefði að leggja
fram innanhússtillögu til þess að
endar næðust saman í kjaradeilu
gmnnskólakennara og sveitarfé-
laga í gærkvöldi, en áður hefðu
hvorir tveggja verið búnir að sýna
vilja til að miðla málum. Hann
kvaðst frekar eiga von á að kennar-
ar yrðu ánægðir með samninginn.
„Það þurfti reyndar innanhússtil-
lögu til þess að koma þessu áfram
í lokahöfn," sagði Þórir. „Forsendan
var sú að báðir aðilar höfðu reynd-
ar hreyft sig áður.“
Verkfall kennara hafði ekki stað-
ið í sólarhring þegar samningar
tókust í gærkvöldi. Margir höfðu
spáð því að komið gæti til lang-
vinnra verkfallsátaka, en Þórir
kvaðst ekki hissa á því að deilan
hefði leyst.
Kemur aldrei neitt á óvart
„Mér kemur aldrei neitt á óvart,"
sagði sáttasemjari. „Ég geng til
svona verka með því hugarfari að
ná þessu. Það tekst vitaskuld ekki
alltaf, en þó held ég að það séu fá
skipti, sem mér hefur ekki tekist
að ná í höfn.“
Þegar saman náðist í gærkvöldi
höfðu viðsemjendur setið lengi á
rökstólum og í gær hafði ríkt frétta-
bann allt þar til greint var frá því
að skrifa ætti undir.
„Þetta var mjög langur fundur,“
sagði Þórir. „Þetta er ein lengsta
lokalota, sem ég man eftir. Þetta
var mjög erfitt, um þrír og hálfur
sólarhringur.“
Hann sagði að þótt fundirnir
væru langir væri ekki erfítt að
henda reiður á ötlum þeim smáatrið-
um, sem fylgdu samningagerðinni.
„Maður er búinn að taka þetta inn
í æð,“ sagði hann. „Þetta em orðnir
heimilisvinir, öll þessi ákvæði, sem
ekki næst samkomulag um.“
Hann sagðist engu vilja spá um
það hvernig grunnskólakennarar
tækju samningnum, en hann ætti
þó frekar von á því að þeir yrðu
ánægðir með hann.
Jón G. Kristjánsson, formaður samninganefndar
launanefndar sveitarfélaganna
Stöðugleikanum í þjóð-
félaginu ekki raskað
JÓN G. Kristjánsson, formaður
samninganefndar launanefnd-
ar sveitarfélaga, segir að ný-
gerður samningur við kennara-
félögin um nálægt 33% launa-
hækkanir á samningstimanum,
sem er út árið 2000, eigi ekki
að raska stöðugleikanum í
þjóðfélaginu. „Það hefur verið
vilji stjórnmálamanna, foreldra
og almennings að kennarar
fengju meiri hækkun en aðrar
stéttir,“ segir hann. „Menn vijja
sjá skólastarf eflast, styðja og
staðfesta áherslur sveitarfé-
laga á skólastarf og standa með
skólastjórum og kennurum að
metnaðarfullu skólastarfi. Við
viljum ekki síst sjá ungt fólk í
auknum mæli vejja sér kenn-
arastarfið sem framtíðarstarf, “
sagði Jón.
Aukinn sveigjanleiki mesti
ávinningurinn
„Þessi samningur er að mínu
mati mjög hagstæður fyrir
kennara. I honum felast veru-
lega góðar launahækkanir.
Þetta er lengsti samningur sem
gerður hefur verið, því gildis-
tími hans er frá 1. mars á þessu
ári til ársloka árið 2000. Lögð
er sérstök áhersla á hækkun
byrjunarlauna sem og til skóla-
stjóra og er aukin áhersla lögð
á stjórnunarþátt skólastjóra.
Mesti ávinningurinn fyrir
sveitarfélögin er að það fæst
meiri sveigjanleiki í skipulagn-
ingu skólastarfsins og sömu-
leiðis er bókun um að á samn-
ingstímanum munu aðilar
skoða efnisatriði vinnutímans,"
segir Jón.
Sveitarfélögin taka á sig
allan kostnað
Jón segir að með auknum
sveigjanleika verði auðveldara
að tryggja bekkjarkennurum í
yngstu bekkjardeildum fullt
starf og með sama hætti yrði
mun auðveldara en áður að
fela kennurum önnur störf en
kennslu.
Jón sagðist ekki hafa á tak-
teinum upplýsingar um hve
mikið samningurinn kostaði
sveitarfélögin í heild sinni.
Aðspurður hvort sveitarfé-
lögin gætu staðið undir þessum
launahækkunum án þess að
auka tekjur sínar með hækkun
útsvars eða annarra tekju-
stofna svaraði hann. „Það er
annarra að ákveða það og ég
býst við að sveitarfélögin séu
misjafnlega sett hvað það
snertir. Við erum þeirrar skoð-
unar að sveitarfélögin þurfi að
hagræða og fara ofan í sín
mál. Þessi innanhússtillaga
kemur til vegna þess að það
bar á milli og við treystum
okkur ekki til að ganga
lengra.“
Jón sagði að ríkisvaldið kæmi
ekki á nokkurn hátt að þessari
samningsgerð og sveitarfélögin
tækju að öllu leyti á sig kostnað-
inn. Kvaðst hann ekki eiga von
á að ríkinu yrði sendur reikn-
ingur vegna samningsins.