Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 14

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Séra Geir Waage formaður Prestafélags Islands á kirkjuþingi Styður hugrnyndir um að- skilnað ríkis o g kirkiu SÉRA Geir Waage, formaður Prestafélagsins, sagði á kirkju- þingi að hugmyndir þær sem viðr- aðar hafa verið um að breyta ráðn- ingu presta þannig að þeir verði ekki lengur embættismenn ríkis, myndu í raun þýða aðskilnað ríkis og kirkju. Hann lýsti sig mótfallinn því að aðskilnaður færi fram á þennan ómeðvitaða hátt en sagðist í sjálfu sér styðja að unnið yrði að aðskilnaðinum ef það yrði gert meðvitað. Á þinginu var rædd tillaga að ályktun þess efnis að fræðslu um málefni samkynhneigðra yrði haldið áfram á vegum kirkjunnar, í sam- hljóðan við samþykkt kirkjuþings á síðasta ári. Séra Magnús Erlingsson gagn- rýndi að kirkjan væri enn að víkja sér undan því að svara þeim spurn- ingum sem samtök samkyn- hneigðra hefðu beint til þeirra, hvort sambúð einstaklinga af sama kyni gæti notið blessunar kirkjunn- ar, hvemig samkynhneigðum prest- um yrði tekið og möguleikum homma og lesbía á að stofna fjöl- skyldu með tæknifijóvgun eða ætt- leiðingu. Hann sagði að með því að svara ekki væri kirkjan að bjóða samkynhneigðun upp á annars flokks meðferð. Álitamál um erfðatækni Séra Birgir Ásgeirsson tók undir það að taka þyrfti afstöðu til þess hvort blessa ætti sambúð samkyn- hneigðra. Magnús ræddi einnig álitamál sem nú væru komin upp í tengslun við þróun í erfðatækni. Til dæmis væri hægt að taka erfðaefni úr tveimur karlmönnum og rækta bam. Séra Svavar A. Jónsson sagði að þessi spuming snerti ekki samkyn- hneigða umfram aðra. Hann sagði kirkjuna ekki vera reiðubúna til að taka af skarið um málefni homma og lesbía, því innnan hennar væm mjög skiptar skoðanir og málið við- kvæmt. Á þinginu var einnig rætt um sameiningu sókna og lýstu flestir fundarmanna sem til máls tóku stuðningi sínum við að unnið yrði að þeim málum, en að taka yrði tillit til óska sóknarbarna. Séra Sig- uijón Einarsson sagðist telja að við- horf manna til sameiningar sókna myndu verða jákvæðari á næstu ámm því sameining sveitarfélaga myndi plægja jörðina. Nefnd sem fjallaði um samein- ingu sókna hefur lagt til að sóknir með innan við hundrað sóknarbörn yrðu að jafnaði sameinaðar öðmm. Miðað við þær forsendur yrði veru- leg fækkun sókna í nokkrum próf- astdæmum. í Snæfellsnes- og Dala- prófastsdæmi em færri en hundrað sóknarbörn í 20 af 25 sóknum, í Borgarfjarðarprófastsdæmi gildir það sama um 13 af 21 sókn. í Barðastrandarprófastsdæmi hafa aðeins 4 sóknir af 13 fleiri en hundr- að íbúa, í Húnavatnsprófastsdæmi 7 af 28, í ísafjarðarprófastsdæmi 7 af 18, í Skagafjarðarprófasts- dæmi 6 af 22 svo að dæmi séu nefnd. Nemar sameinast til áhrifa ÞING Iðnnemasambands Islands var haldið um helgina í Rúg- brauðsgerðinni við Borgartún. Þingið sátu 180 iðn- og starfs- námsnemar af öllu landinu. Yfir- skrift þingsins var „Iðn- og starfsnámsnemar - sameinað afl til áhrifa" og var með henni vís- að til þeirrar hugmyndar að út- vikka Iðnnemasambandið og mynda heildarsamtök iðn- og starfsnámsnema á Islandi. Iðn- og starfsnámsnemar ræddu hvernig nemendur geta best tekið þátt í þeirri þróun sem þeir telja fyrirsjáanlega i iðn- og starfsnámi á næstu árum og ára- tugum, þar sem nýjar starfs- greinar koma fram og hluti iðn- greina færist jafnvel upp á há- skólastig. Iðn- og starfsnáms- nemar vilja taka fullan þátt í þeim breytingum, sem verða á menntakerfinu og jafnvel eiga frumkvæði að þeim. „Samtök um þjóðareigu - ekki veiðigjald“ „SAMTÖK um þjóðareign eru ekki samtök um veiðigjald. Þau eru samtök um þjóðareign á auðlind- um íslands," segir í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka um þjóðareign sem Morgunblaðinu barst síðdegis á laugardag. Þar segir jafnframt: „Samtökin safna nú liði um allt land undir merki sín. Það er misskilningur hjá forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra að samtökin hafi mótað stefnu í veiðistjórn. Það er ekki nauðsynlegt að eig- andi ákveði fyrirfram hvernig hann hyggist hagnýta sér eign sína til þess að fá hana aftur í hendur - hafi hann verið sviptur henni með rangindum. Þjóðin get- ur sjálf ákveðið fiskveiðikerfi það sem hún hyggst nota. Samkomu- lag er það sem þarf. Margar leiðir eru færar til að náð verði helstu markmiðum okk- ar - réttlæti, hagkvæmni og frelsi. Samtök um þjóðareign munu ná samstöðu og þjóðarsátt um nýja fiskveiðistefnu í vetur. Smám saman á löngum -tíma hefur verið komið á ómannúðlegu kerfi sem er á góðri leið með að leiða örbirgð yfir stóran hluta þjóðarinnar og óhemjuauðæfi í hendur örfárra manna. Samtök um þjóðareign eru stofnuð þessu ti! höfuðs - þau eru samtök fólks- ins í landinu og munu vinna lýð- ræðislega að mótun nýrrar fisk- veiðistefnu." Undir yfirýsingun rita þeir Jón Arason formaður, Bárður Hall- dórsson varaformaður og Valdi- mar Jóhannessen framkvæmda- stjóri. Morgunblaðið/Kristinn Fyrrv. framkvæmdasljóri Júpiters í Bolungarvík dæmdur í Héraðsdómi ísafirði. Morgunblaðið. Þrjár milljón- ir króna í sekt Víðast treg rjúpnaveiði RJÚPNAVEIÐI undanfarna daga hefur verið treg, með stöku undantekningum, segir Sigmar B. Hauksson, formað- ur Skotveiðifélags íslands. Hann segist þö hafa heyrt af ágætri veiði austur á fjörð- um, þar sem tveir menn hafi skotið um 100 ijúpur yfir daginn og eins af góðri veiði í Húnavatnssýslum. Hins veg- ar hafi veiðin verið heldur treg í það heila tekið. LítiII snjór og fuglinn dreifður Sigmar segir að þar spili veðrátta inn í. Lítill snjór ligg- ur yfir og fuglinn er dreifður. Vegna ríkjandi sunnan- og austanátta sunnanlands und- anfarið hefur verið þungskýj- að og dimmt yfir. Þá segir Sigmar að vanalega komi lægð í sókn veiðimanna um þetta leyti vertíðar. Allir sem geta fari til veiða opnunar- daginn, 15. október og þá helgina en næstu helgi fari færri að leita ijúpunnar. FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri Júpiters hf. í Bolungarvík var sl. föstudag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þijár milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og á lögum um staðreynslu opinberra gjalda. Ákæru á hendur fram- kvæmdastjóranum um fjárdrátt, fyrir að hafa eigi skilað Lífeyris- sjóði Bolungarvíkur lífeyrisiðgjöld- um að fjárhæð kr. 2.630.575 var vísað frá dómi vegna þess að í ákæru er ákærða hvorki gefið að sök að hafa dregið sér eða Júpiter hf. fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hafði í vörslu sinni, né heldur að hafa heimildarlaust not- að fjármuni starfsmanna félagsins í eigin þarfir eða félagsins. Framkvæmdastjóranum fyrr- verandi var gefið að sök að hafa eigi staðið innheimtumánni ríkis- sjóðs skil á virðisaukaskatti sem félagið hafði innheimt á árunum 1992 og 1993, samtals rúmar 11 millj. Þá var honum gefið að sök að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á tæpum 9 millj. sem haldið hafði verið eftir af launum starfsmanna félagsins á árunum 1992 og 1993. Við rannsókn og meðferð máls- ins lýsti framkvæmdastjórinn sig saklausan af öllum ákæruatriðum og kvaðst ekki hafa brotið gegn ákvæðum laga, sem ákært væri fyrir. Sýslumaðurinn í Bolungarvík bar fyrir dómi, að hann hafi á árun- um 1992 og 1993 samið við ákærða um greiðslur á vanskilum félagsins í svonefndum vörslus- köttum. í því hafi einatt falist að þar til greindar fjárhæðir yrðu greiddar til sýslumannsembættis- ins í samræmi við nánara sam- komulag hveiju sinni og yrðu veið- ar Júpiters RE-161 þá ekki stöðv- aðar meðan staðið væri við samn- ingana. Aðspurður hvort sam- komulagið fæli ekki í sér frestun á gjalddögum tilfallandi vörslu- skatta eftir 29. janúar 1993, kvaðst sýslumaður tæpast geta um það borið og taldi aðila ekki hafa tekið beina afstöðu til þess við samningsgerðina. Sýslumaðurinn fullyrti að fjár- málaráðuneytinu hefði verið kunn- ugt um tilvist síðastgreinds sam- komulags og vitað að rekstur Júp- iters hf., yrði ekki stöðvaður að svo stöddu, þrátt fyrir að skatt- skuldir félagsins næmu hærri fjár- hæð en 200.000 kr. en sýslumaður kvað þá fjárhæð vera viðmiðunar- fjárhæð fyrir innheimtumenn ríkis- sjóðs. Sýslumaður hafði ekki heimild til samninga í niðurstöðu dómsins segir að samkvæmt 24. grein laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hafí ákærða borið skylda til að greiða innheimtan virðisaukaskatt fyrir uppgjörstímabilið nóvember-des- ember 1992 eigi síðar en 5. febr- úar 1993 og fyrir uppgjörstímabil- ið janúar-febrúar 1993 eigi síðar en 5. apríl það ár. Samningar sýslumannsins í Bolungarvík, sem innheimtumanns ríkissjóðs og ákærða, sem framkvæmdastjóra Júpiters hf., hafi þannig brotið gegn skýrum fyrirmælum laganna. Geti ákærði ekki borið fyrir sig gildi slíkra samninga til sýknu í málinu enda hafi honum mátt vera kunnugt um tilvist og efni framan- greindra réttarreglu og vanheimild sýslumanns til samningsgerðar. Samkvæmt þessu var ákærði sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið skil á umræddum vörslusköttum. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að ákærði skýrði skil- merkilega frá öllum sakargiftum og að sýnt þyki að hann hafi ekki hagnast persónulega á brotunum. Þá var haft í huga að brotavilji ákærða var ekki styrkur og að hann reyndi eftir fremsta megni að standa skil á umræddum vörslu- sköttum til ríkissjóðs þótt ekki væri það á lögmæltum gjalddög- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.