Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 17

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 17 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GENGIÐ var frá gamla tónlistarskólanum í Arnardrangi að húsnæði Listaskólans við Vesturveg við undirleik Lúðrasveit- ar Vestmannaeyja. Listaskóli opn- aður í Ejrjum Vestmannaeyjum - Listaskóli Vestmannaeyja tók formlega til starfa í nýju húsnæði nýlega. Opn- un skólans fór fram með athöfn þar sem hljóðfæraleikur var í fyrir- rúmi ásamt ávörpum. I Listaskó- lanum verður sameinuð tónlistar-, myndlistar- og leiklistarkennsla en fyrst um sinn mun tónlistarkennsl- an verða uppistaðan í skólanum. Tónlistarskóli Vestmannaeyja, sem hingað til hefur annast tónlist- arkennslu í Eyjum, var til húsa í Arnardrangi við Hilmisgötu en það húsnæði var bæði óhentugt og löngu orðið of lítið fyrir starfsem- ina. Vígsluathöfn Listaskólans hófst með því að Lúðrasveit Vest- mannaeyja marseraði í farabroddi skrúðgöngu frá Arnardrangi að nýja Listaskólanum við Vesturveg þar sem samkoma var í tilefni af opnun skólans. Við upphaf samkomunnar lék Skólalúðrasveit Vestmannaeyja nokkur lög en síðan flutti Arnar Sigurmundsson, formaður skóla- málaráðs, ávarp. í máli Amars kom fram að bæjarstjórn Vest- mannaeyja hafí samþykkt í ágúst 1996 að fela skólamálaráði að móta tillögu um starfsemi Lista- skóla Vestmannaeyja. Þær tillögur lágu fyrir í árslok en í þeim var gert ráð fyrir að Listaskóli yrði starfræktur í þremur deildum, tón- listar-, myndlistar- og leiklistar- deild og að skólinn yrði til húsa að Vesturvegi 38-40. Margvísleg starfsemi áður í húsnæðinu Húsnæðið við Vesturveg hefur hýst ýmiss konar skólastarf gegn- um árin. Húsið var tekið í notkun árið 1967 og hýsti fyrst Iðnskólann í Eyjum auk áhaldahúss Vest- mannaeyjabæjar að hluta. Síðar fluttist Vélskólinn í Eyjum í húsið og einnig Stýrimannaskólinn. Framhaldsskólinn í Eyjum steig sín fyrstu skref í húsinu og á tíma- bili voru tveir efstu bekkir grunn- skólans þar til húsa. Síðustu ár hefur Stýrimannaskólinn verið í húsinu en sl. haust flutti hann í húsnæði Framhaldsskólans þannig að engin starfsemi hefur verið í húsinu í vetur að undanskildu því að kennsluaðstaða til tækja- kennslu fyrir skipstjórnamema er þar og verður fyrst um sinn. Arnar sagði að þegar ákvörðun var tekin um að koma Listaskólan- um fyrir í þessu húsnæði hafí leg- ið fyrir að ráðast þyrfti í talsverð- ar endurbætur á húsnæðinu og það verk yrði ekki unnið á skemmri tíma en tveimur til þremur árum. Á þessu ári hafí verið gert ráð fyrir sjö milljónum til framkvæmda og búnaðarkaupa í skólanum en ljóst væri að kostnaður við verkið hefði farið talsvert framúr áætlun og ætti það sér eðlilegar skýringar. Hann sagði að Listaskólinn í Eyjum væri sá fyrsti sinnar teg- undar á landinu og með stofnun skólans væri tekið mikið skref fram á við í skóla- og menningar- málum í Eyjum. Kórastarf og lúðrasveitir Ekki er gert ráð fyrir að hús- næðið verði einungis fyrir skóla- hald í listum heldur fá Skólalúðra- sveit Vestmannaeyja og Lúðra- sveit Vestmannaeyja aðstöðu í húsinu og einnig er gert ráð fyrir að húsnæðið nýtist undir kórastarf og hvers konar menningarvið- burði. Aðalverktaki við breytingar hússins var fyrirtækið Drangur en auk þeirra komu margir aðrir verktakar að breytingunum. Amar þakkaði öllum þeim sem komu að verkinu og bauð nemendur og starfsfólk velkomið til starfa á nýjum stað en óskaði síðan Eyja- mönnum öllum til hamingju með Listaskólann. Að loknu ávarpi Arnars var tón- listarflutningur en að honum lokn- um flutti Sigurður R. Símonarson, skólamálafulltrúi og yfirstjómandi skólans, ávarp þar sem hann rakti hvemig áætlað væri að starfsemi Listaskólans yrði fyrst um sinn. Hann sagði að þegar hefðu verið myndaðir starfshópar með áhuga- fólki á hverju sviði til að marka stefnuna og efla áhuga á listgrein- unum sem í boði eru. Tónlistaratriði var síðan flutt en að því loknu rakti Guðmundur H. Guðjónsson, forstöðumaður tónlistardeildar, sögu tónlistar- kennslu í Eyjum. Ólafur Lárusson, forseti bæjarstjómar Vestmanna- eyja, flutti síðan ávarp og óskaði Eyjamönnum til hamingju með skólann en að lokum lék Lúðra- sveit Vestmannaeyja nokkur lög. FJÖLMENNI var við opnun Listaskólans í Eyjum. Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi Ný sjúkra- deild tekin í notkun Blönduósi - Sjúkradeild Héraðssjúkrahússins á Blöndu- ósi var formlega tekin í notkun nýlega að viðstöddu fjöl- menni. Meðal gesta var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra svo og nokkrir þingmenn kjördæmisins. Jafn- framt þessu var þeirra tímamóta minnst að 40 ár eru liðin frá því að heilsugæsla Austur-Húnvetninga fluttist úr gamla sjúkraskýlinu á þann stað sem hún er nú. Formaður stjómar sjúkrahússins, Guðmundur Theódórs- son, setti hátíðina í biðstofu heilsugæslustöðvarinnar. Guðmundur Theódórsson þakkaði öllum þeim er við- byggingunni lögðu lið með einum eða öðram hætti en hann þakkaði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra sérstaklega fyrir góða liðveislu við að ljúka þessum áfanga. Gunnar Richardsson, formaður bygginganefnd- ar, rakti byggingasögu viðbyggingar sjúkrahússins og kom fram að hafíst var handa við byggingu árið 1981 og núna seinni hluta ársins 1997 sextán áram síðar sér loks fyrir endann á þessum framkvæmdum. Endurhæf- ingaraðstaða í kjallara er það eina sem eftir er svo við- byggingin teljist fullgerð. Héraðshælið eins og sjúkrahúsið á Blönduósi hefur lengst af verið kallað var tekið í notkun síðla árs 1955 þannig að í raun era liðin tæp 42 ár síðan heilslugæsla á núverandi stað hófst en af hagkvæmnisástæðum var ákveðið að sameina þessa tvo merkisatburði í einni veislu. Sigursteinn Guðmundsson yfírlæknir minntist framheij- anna í heilsugæslumálum Austur-Húnavatnssýlu og lék m.a. af segulbandi hluta úr ræðu sem Páll heitinn Kolka flutti á 10 ára afmæli sjúkrahússins, hvar Kolka bar mikið lof á Jón ísberg fyrir að sjá svo um að aldrei hefði orðið fyár vant við byggingu eldri hluta Héraðshælisins. Þess má geta að það tók aðeins 32 mánuði að ljúka þeim hluta sjúkrahúss þó að byggingarsagan spanni 42 ár. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra flutti ávarp Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SIGURSTEINN Guðmundsson yfírlæknir kynn- ir heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, starfsemi Héraðssjúkrahússins á Blönduósi. FJÖLDI gesta var við opnun nýrrar sjúkradeild- ar Héraðssjúkrahússins. og ámaði starfseminni heilla, jafnframt þakkaði hún heimamönnum hlý orð í sinn garð og með glettnisglampa í augum sagði ráðherra að lítið hefði farið fyrir slíkum orðum í sinn garð allra síðustu daga. Þingmanninum Hjálmari Jónssyni varð að orði: Framtíð hulin okkur er en áfram líknum þjáðum. Og Ingibjörg verður hjúkka hér í Húnaþingi bráðum. Að loknum ávörpum var gestum boðið upp á kaffíveit- ingar og skoðunarferð um hina nýju sjúkradeild. Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi bárust margar gjafír og heilla- óskir á þessum tímamótum. heimflug frá Glasgow 25.341 Lí vero a mann Tra 33.440» í 19.541 J Kr. 2 nætur 3 nætur 4 nætur Fararstjórar: Arnar Símonarson, Kjartan Trausti Sigurðsson, Hrafnhildur Pálsdóttir og Eirný Sigurðardóttir. Innlfalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverði á Hotel Apex, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. ^ÚRVALÖTSÝN Lágmúla 4: s(mi 569 9300, nrcent númer: 800 6300, Hafnarfiröi: sími 565 2366, Keflavik: sími 421 1353, Selfossi: s(mi 482 1666, Akureyri: s(mi 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.