Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 24
cís veei saaoTHO ,8s HUOAGui.Qifl«i 24 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTiR Talið að HlV-sýkingar í Asíu tvöfaldist til ársins 2000 Alnæmi verður útbreiddast í Asíu innan fárra ára Manila. Reuters. ASÍA mun innan fárra ára taka við af Afríku sem sá heimshluti sem verst hefur orðið fyrir barð- inu á veirunni sem veldur al- næmi, og Asíubúar mega ekki sofna á verðinum í trausti þess að ný lyf muni koma til bjargar. Þetta kom fram í ávarpi Pet- ers Piots, framkvæmdastjóra HIV- og alnæmisáætlunar Sam- einuðu þjóðanna, UNAIDS, á alþjóðlegu þingi er haldið er í Manila á Filippseyjum um að- ferðir til þess að hefta út- breiðslu alnæmis í Asíu. Um 3000 sérfræðingar frá 65 lönd- um sitja þingið. Ef ekki verður gripið til að- gerða gegn alnæmisvánni í Asíu nú þegar gæti orðið „harmleikur sem á sér engin fordæmi í mann- kynssögunni“ meðal þeirra millj- arða manna sem búa í heimsálf- unni, sagði Piot. „Miðað við tölur eingöngu verður það innan fárra ára,“ sagði hann á fréttamannafundi er hann var spurður hvenær reikna mætti með að Asía tæki við af Afríku sunnan Sahara sem sá heimshluti þar sem tala þeirra, er sýktir væru af HIV- veirunni (Human Immunodefici- ency Virus) er veldur alnæmi (Acquired Immune Deficiency Syndrome, AIDS), yrði hæst í heiminum. Piot sagði að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart vegna gífurlegs íbúafjölda í Asíulönd- um á borð við Kína, Indónesíu og Indland. „Leiðtogar þessa heimshluta eiga nú sögulegt tækifæri til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ sagði Piot. Áætlað er að um sjö milljónir Asiubúa, þar af þijár til fímm milljónir á Indlandi, beri nú HIV- veiruna og reiknað er með að talan tvöfaldist fram til ársins 2000. í Afríku eru nú um 14 milljónir manna sýktir af annað- Auglýsing þessi er eingöngu birt i upplýsingaskyni Skuldabréf SP-Fjármögnunar hf. ________1. flokkur 1997______ á Verðbréfaþing íslands Verðbré/aþing íslands liefur ákveðið að taka skuldabréf SP-Fjármögnunar hf, l.flokk 1997 á skrá. Bréfin verða skráðfimmtudaginn 30. október nsestkomandi. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt aðfá hjá Kaupþingi hf, umsjónaraðila skráningarinnar. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavik • Sími 515 1500 • Fax 515 1509 hvort HIV eða alnæmi, að því er fram kom í máli Piots. Varað við oftrú á lyf Piot segir að þess hættulega misskilnings gæti meðal fjölda manns í mörgum ríkjum að far- aldurinn sé liðinn hjá, vegna þess að meðferð með tiltekinni lyíjablöndu hefur dugað vel gegn útbreiðslu HlV-veirunnar í sumum einstaklingum og orðið til þess að dregið hefur úr dánar- tíðni af völdum sjúkdómsins á Vesturlöndum. „Það er enn langt í land,“ sagði Piot. Lyfin væru ekki lækning. „Þau eru gífurlega dýr. Þau hafa alvarlegar auka- verkanir. Og þau virka ekki í öllum tilvikum." Piot sagði enn- fremur að kirkjudeildir gætu tekið þátt í baráttunni, þar á meðal rómversk-kaþólska kirkj- an, sem er andvíg notkun smokka. „Þegar þetta er spuming um líf eða dauða þá get ég ekki skilið að nokkur trúarhreyfing vilji glata öllum meðlimum sín- um vegna þessa sjúkdóms,“ sagði Piot. „Maður getur ekki reiknað með því að kardínálam- ir mælist til þess að fólk noti smokka, en ég vænti þess að þeir verði ekki þrándur í götu.“ Asískir sérfræðingar taki frumkvæðið Fidel Ramos, forseti Filipps- eyja, skoraði á heilsugæsluliða og sérfræðinga í Suður-Asíu að taka frumkvæðið í rannsóknum á alnæmi. „Við í Suður-Asíu getum ekki reitt okkur að eilífu á aðgerðir Vesturlanda ... Ef við viljum leggja okkar að mörkum getum við sannarlega tekið þátt í baráttunni við alnæmi og jafn- vel í að finna lækningu," sagði Ramos er þingið var sett á laug- ardag. Carmen Negra í Islensku óperunní ROKKÓPERAN Carmen Negra eft- ir Bretana Stewart Trotter og Call- um McLeod verður sett upp í ís- lensku ópemnni í vor en verkið er byggt á einni kunnustu ópem allra tíma, Carmen eftir George Bizet. Höfundarnir munu sjálfir stýra upp- færslunni og eru væntanlegir til landsins á fimmtudag vegna prufu- söngs sem fram mun fara í íslensku ópemnni um helgina. Frumsýning er fyrirhuguð 29. maí 1998. „Hafi Islenska óperan gengið langt með uppfærslunni á Cosi fan tutte eftir Mozart má segja að hún stígi skrefið til fulls með Carmen Negra - þar er tónlistin nefnilega líka færð i nýjan búning, ekki bara sagan,“ segir Garðar Cortes ópem- stjóri en öll tónlistin í verkinu er eftir Bizet — í rokkútsetningum. Segir Garðar að tilgangurinn með uppfærslunni sé öðru fremur að höfða til yngra fólks - „aldurs- hópa sem eiga erindi inn í óperuna, þótt þeim hafí til þessa ekki fundist hún vera fyrir sig“. Carmen Negra skrifuðu Trotter og McLeod að beiðni hins virta austurríska ópemmanns Hans Gab- ors, sem lést fyrir skemmstu, og var verkið fmmsýnt í Vínarborg vorið 1988. Stýrðu höfundamir sjálfír uppfærslunni sem fékk góðar viðtökur, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum, og gekk í þijú ár í „Vöggu ópemnnar“. Finnar, nánar tiltekið óperan í Tampere, tóku síð- an Carmen Negra upp á sína arma í fyrra og féll sú sýning jafnframt í fijóan jarðveg. Tildrög samstarfs íslensku óper- unnar og Trotters og McLeods em þau að Garðar sá Carmen Negra í Tampere í fyrra. „Það hefur greini- lega frést af ferðum mínum þar því skömmu síðar fékk ég fyrirspum um það hvernig mér hefði líkað sýningin. Voru þar komnir höfund- amir sjálfir. Ég sagði þeim af hrein- skilni hvað mér hefði líkað og hvað Ljósmynd/Óperan í Tampere SÖNGKONAN Caron í hlut- verki Carmen Negra í upp- færslu óperunnar í Tampere í Finnlandi. ekki og í framhaldi kom upp sú hugmynd að íslenska óperan setti verkið upp. Og þetta er niðurstað- an,“ segir Garðar. Alþjóðleg uppfærsla? Hann kveðst hafa lagt áherslu á að sýningin hér á landi yrði tölu- vert frábrugðin sýningunni í Finn- landi - meiri áhersla yrði lögð á dans og hreyfílist. Þá óskaði Garðar eftir því að höfundarnir stýrðu sjálf- ir uppfærslunni, líkt og þeir gerðu í Vínarborg á sínum tíma. „Þeir tóku strax vel í þá hugmynd enda gefst þeim nú tækifæri til að laga það sem betur hefði mátt fara þar.“ Garðar segir ennfremur að hugur höfundanna standi til þess að fara með sýninguna á flakk um heiminn takist vel til hé_r á landi. Yrði það þá gert í nafni íslensku óperunnar, sama hvort söngvararnir yrðu þeir sömu eður ei. „Við erum því hugs- anlega að tala um alþjóðlega upp- færs!u.“ Að sögn Garðars er tilgangur komu Trotters og McLeods til landsins á fimmtudag og prufu- söngsins, sem standa mun í þijá daga, að velja í sautján til tuttugu hlutverk sem ráð er fyrir gert í handriti. Reiknar Garðar með að þeir muni fyrst og fremst beina sjónum sínum að popp- og rokk- söngvurum, þótt óperusöngvurum verði vitskuld ekki vísað á dyr. Tækni þeirra gerist aftur á móti ekki þörf í Carmen Negra sem sé fyrst og síðast rokkópera. „Það er hin hliðin á sönglistinni, poppsöng- urinn, sem verður í fyrirrúmi í þess- ari sýningu." Þótt Carmen Negra sé í grund- vallaratriðum trú söguþræði óperu Bizets er verkið talsvert frábrugðið fyrirmyndinni. Sögusviðið er Santa Maria, uppspunnið ríki í Suður- Ameríku, þar sem áþján, bylting og yfírvofandi heimsmeistaramót í knattspyrnu setja sterkan svip á gang mála. José og Carmen mæta örlögum sínum í skugga kaþólsku kirkjunnar og vúdútrúar. Hann er prestlingur sem orðið hefur manni að bana og hún dularfull þokka- gyðja sem grefst, í krafti fjöl- kynngi, jöfnum höndum fyrir um atburði í fortíð sem framtíð. Escam- illo er stormsenter í knattspyrnu- landsliði Santa Maria sem ætlar sér heimsmeistaratitilinn. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort textar verða sungnir á ensku eða íslensku. Dansnokkurinn mættur í Borgarleikhúsið ÍSLENSKI dansflokkurinn flutti starfsemi sína frá Engjategi 1 í Borgarleikhúsið í gær, mánu- dag. Leikarar og starfsfólk Leikfélags Reykja- víkur tóku á móti dansflokknum með blómum, gamni og glensi en eins og kunnugt er voru samningar um flutning dansflokksins í Borgar- leikhúsið undirritaðir af hálfu menntamálaráðu- neytisins og dansflokksins annars vegar og Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur hins vegar 7. október síðastliðinn. Fyrsta verkið sem dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu eftir flutningana er eftir Þjóð- verjann Jochen Ulrich og er byggt á leikriti Heinrich von Kleist, Trúlofun í Sankti Dómingó. Katrín Hall, listdansstjóri, stýrir uppsetningunni en frumsýnt verður 7. nóvember. Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRHALLUR Gunnarsson, formaður Leikfé- lags Reykjavíkur, tekur á móti Katrínu Hall, listdansstjóra, er Islenski dansflokkurinn kom til starfa í Borgarleikhúsinu í gær. KVIKMYND Gísla Snæs Erlingssonar „Benjamín dúfa“, fær frábæra dóma í danska blaðinu Weekendavisen fyrir skömmu. Fer gagnrýnandinn, Bo Green Jensen, lofsamlegum orðum um söguna, sem er eftir Friðrik Erlings- son, myndina og íslenska sagnahefð. „Islendingar eru menningarþjóð, sem leggur mikið upp úr endurminn- ingunni. Þá tilfínningu fær maður að minnsta kosti þegar maður sér kvikmyndir og les bækur sem skrif- aðar hafa verið eftir 1980,“ segir í upphafí dómsins. Þar eru nefndar til sögunnar bæk- ur Einars Más Guðmundssonar og myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar en þær eigi það sameiginlegt að fjalla um eftirstríðsárin, átakatíma, braggalíf og Marshall-hjálp. Segir Green Jensen að íslenskar myndir „Benjamín dúfa“ sýnd í Danmörku „Dulbúin fullorðins- mynd“ séu eitt það traustasta og skýrasta sem sé að fínna í norrænni kvik- myndagerð síðustu ára og dæmi um það séu „Bíódagar" Friðriks Þórs. „Benjamín dúfa“ er sögð „tær lýsing á glötuðu sakleysi“ og að vegna efnisins og þá ekki síður fjöl- margra vandlega unninna tilvísana, sé í raun um dulbúna fullorðinsmynd að ræða. „Myndin er hvorki meira né minna en frábær. Mikill styrkur hennar liggur í þeirri nákvæmni sem lögð er í að lýsa heimi drengjanna og veikleiki hennar liggur í allmörg- um endurlitum og hugleiðingum um eðli upprifjunarinnar.“ Gagnrýnandinn líkir myndinni við „Stand by Me“, mynd Rob Reiners. Segir hann í grundvallaratriðum um sömu mynd að ræða. „Mynd Reiners sló ekki í gegn því að áhorfendur líta sjálfkrafa á mynd um börn sem mynd fyrir börn. En hún hefur lifað lengi og það mun mynd Erlingssons einnig gera. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna hún hafi verið kynnt sem barnamynd ... Maður verður að vera á aldur við hinn fullorðna Benjamín eigi maður að skilja alla þætti myndarinnar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.