Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 25 LISTIR Kvikmyndakvöld hjá Alliance Fran^aise ALLIANCE Frangaise heldur Uvikmyndakvöld á morgun, mið- vikudag kl. 21, í húsakynnum félagsins, Austurstræti 3. Sýnd verður myndin „Les tro- is fréres“ eða Þrír bræður, en aðalleikarar eru þrír grínistar sem kalla sig „hina óþekktu“ (Les inconnus). „Les inconnus" eru meðal þekktustu grínista Frakklands og hafa kitlað hláturtaugar sam- landa sinna um 15 ára skeið, á leiksviði, í útvarpi og sjónvarpi, á hljómdiskum og nú loks í sinni fyrstu kvikmynd, segir í frétta- tilkynningu. Myndin fjallar um þrjá afar ólíka náunga, sem komast einn góðan veðurdag að því að þeir eru hálfbræður og hafa hver um sig erft 100 milljónir franka. Kvikmyndin hlaut „César- inn“ (hinn franska Óskar) 1995 sem besta myndin. Myndin er með frönsku tali og án texta. Aðgangur er ókeyp- is. Morgunblaðið/Árni Sæberg MARTEINN Hunger, organisti Dómkirkjunnar, og séra Þórir Stephensen tóku á móti nýja sembalnum. Nýr semball í Dómkirkjuna Á 200 ÁRA afmæli Dómkirkjunn- ar í fyrra var afhent fé til kaupa á nýjum sembal. Séra Þórir Steph- ensen hafði umsjón með söfnun og safnaðist það mikið fé að mögulegt var að panta hljóðfæri frá einum af bestu sembaismiðum Evrópu, fyrirtæki Joop Klinkha- mers í Amsterdam. Áhugi á flutningi barokktónlist- ar í Dómkirkjunni hefur vaxið jafnt og þétt. Undirleikshljóðfæri þeirra tima var semball og skiptir þessi gjöf þess vegna miklu máli. I frétta- tilkynningu frá Dómkirkjunni er séra Þóri og öllum gefendum öðr- um þakkað hjartanlega fyrir. Seldi myndir til Taiwan Hveragerði. Morgunblaðið. TAIWANSKIR aðilar keyptu þijár stærstu myndirnar á sýningu Steingríms St.Th. Sigurðssonar í Eden í Hveragerði og einnig lögðu kaupendurnir inn pöntun hjá lista- manninum fyrir einni mynd í við- bót er send verður til útlanda fljót- lega. Steingrímur sagði þetta vera eina stærstu stundina á ferli sínum. „Þetta er ekki bara spurning um peninga heldur frekar að ég hafi við þessa sölu öðlast ákveðna veg- semd. Þetta sýnir líka að íslenskir listamenn eiga mikla möguleika erlendis." Að sögn Braga Einarssonar, forstjóra Edens, hefur það iðulega gerst að erlendir ferðamenn hafa keypt listaverk á sýningu í Eden. Þó það hafi ekki verið í sama mæli og nú hjá Steingrími. -----♦ ♦ ♦----- •DANIEL Barenboim, listrænn stjórnandi rikisóperunnar i Berlín, hefur hótað að segja upp störfum vegna fyrirætlana um að skera niður útgjöld óperu- hússins. Segir Barenboim að staða stóru óperuhúsanna þriggja í Berlín, sem fá um 9,4 milljarða ísl. kr. í ríkisstyrki, myndi versna mjög ef stjórn- málamenn hefðu ekki hugrekki til að taka ákvörðun um að snúa óheillaþróuninni við. „Ef ég stjórnaði hljómsveit eins og stjórnmálamenn í Berlín og Bonn starfa, myndi ekki heyrast einn einasti tónn,“ sagði Bar- enboim. •HOLLENSKIR sérfræðingar vinna nú að uppsetningu hljóð- kerfis í óperuhúsinu í Malmö í Svíþjóð, sem líkt hefur verið við byltingu. Kerfið samanstendur af miklum fjölda tölvustýrðra hljóðnema og hátalara, og á það að koma í veg fyrir bergmál og aðrar truflanir. Þá er kerfið sagt vera svo fullkomið að sama sé hvar áheyrendur sitji í saln- um, hljómurinn sé eins og tón- listarmennirnir á sviðinu standi beint fyrir framan þá. Hjóðkerf- ið nýja verður einnig sett upp í tónleikahöllinni í Rotterdam. Stærri bill fyrir aðeins 1.495 þus. Hyundai Elantra er sérlega sportlegur og öflugur fjölskyldubíll. Elantra hefur létta 116 hestafla 1600 vél og hefur vakið athygli fyrir gæði og gott verð. Komdu við á söludeild okkar og fáðu að kynnast þessum STÓRkostlega bíl. Elantra Sedan, Nordic style Tveir líknabelgir eru staðalbúnaður í Hyundai Elantra Nordic Style Upphækkun, vindskeið, álfelgur og heibársdekk fyrir aðeins 50.000 kr. HYunoni - til framtíðar B&L, Suðurlandsbraut 14 & Armúta 13, Sími: 575 1200, Söludeitd: 575 1220, Fax: 568 3818, Email: bt@bt.is, Internet: www.bt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.